Föstudagur, 26. nóvember 2010
Leiðréttu trúfélagaskráningu þína!
Ef þú ert skráð(ur) í trúfélag án þess að hafa beðið um það þá ættirðu að leiðrétta þann misskilning fyrir 1. desember, en sú dagsetning er notuð til að ákvarða hvert trúarskatturinn þinn rennur. Ef þú ert trúlaus eða í versta falli áhugalaus um trú þá ættirðu að skrá þig úr trúfélaginu svo þessi skattur renni beint í samneysluna (sjúkrahúsin, elliheimilin, vegina og allt hitt). Ella rennur þessi skattur líklega til Ríkiskirkjunnar.
Líttu inn á vef Vantrúar og aflaðu þér upplýsinga um hvernig þú getur leiðrétt þennan vonda og leiða misskilning!
Það er vel þessi virði ... trúðu mér :)
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 25. nóvember 2010
Dæmalaust vitlaus tillaga til þingsályktunar varðandi Ríkistrúboðið
Nú hefur misfríður flokkur þingmanna lagt fram tillögu til þingsályktunar vegna umræðu um umsvif Ríkiskirkjunnar í leik- og grunnskólum. Þetta fólk virðist algjörlega fullvisst um að kristni muni hreinlega gufa upp á Íslandi ef trúboð verður tekið úr starfi leik- og grunnskóla og auðvitað er því ekki rótt.
Ég hnýt um margar setningar í þessu ómerkilega plaggi, en þó þessa sérstaklega:
Þess verði gætt að mannréttindi minnihlutahópa hvað varðar trú og lífsviðhorf verði í heiðri höfð og leitast verði við að leysa ágreiningsmál sem upp kunna að koma með sátt þannig að sem flestir geti við unað.
Þarna er talað um að í skólastarfinu verði reynt að haga málum þannig að sem flestir geti við unað þegar kemur að trúmálum. Einnig er talað um að leysa eigi ágreiningsmál sem upp kunna að koma :) Hvaða ágreiningsmál koma upp í skólanum varðandi t.d. stærðfræði, ensku, lestur eða heimilisfræði? Engin! Ég hef um nokkra hríð haldið því fram að ekkert í skólastarfi hafi sundrandi eiginleika nema trúin og aðkoma hennar og því prófaði ég að máta nokkur önnur orð í staðinn fyrir orðið 'trú' og er niðurstöðurnar hér:
- Þess verði gætt að mannréttindi minnihlutahópa hvað varðar leikfimi og lífsviðhorf verði í heiðri höfð og leitast verði við að leysa ágreiningsmál sem upp kunna að koma með sátt þannig að sem flestir geti við unað.
- Þess verði gætt að mannréttindi minnihlutahópa hvað varðar stærðfræði og lífsviðhorf verði í heiðri höfð og leitast verði við að leysa ágreiningsmál sem upp kunna að koma með sátt þannig að sem flestir geti við unað.
- Þess verði gætt að mannréttindi minnihlutahópa hvað varðar hannyrðir og lífsviðhorf verði í heiðri höfð og leitast verði við að leysa ágreiningsmál sem upp kunna að koma með sátt þannig að sem flestir geti við unað.
- Þess verði gætt að mannréttindi minnihlutahópa hvað varðar lestur og lífsviðhorf verði í heiðri höfð og leitast verði við að leysa ágreiningsmál sem upp kunna að koma með sátt þannig að sem flestir geti við unað.
- Þess verði gætt að mannréttindi minnihlutahópa hvað varðar líffræði og lífsviðhorf verði í heiðri höfð og leitast verði við að leysa ágreiningsmál sem upp kunna að koma með sátt þannig að sem flestir geti við unað.
- Þess verði gætt að mannréttindi minnihlutahópa hvað varðar ensku og lífsviðhorf verði í heiðri höfð og leitast verði við að leysa ágreiningsmál sem upp kunna að koma með sátt þannig að sem flestir geti við unað.
- Þess verði gætt að mannréttindi minnihlutahópa hvað varðar forritun og lífsviðhorf verði í heiðri höfð og leitast verði við að leysa ágreiningsmál sem upp kunna að koma með sátt þannig að sem flestir geti við unað.
- Þess verði gætt að mannréttindi minnihlutahópa hvað varðar smíðar og lífsviðhorf verði í heiðri höfð og leitast verði við að leysa ágreiningsmál sem upp kunna að koma með sátt þannig að sem flestir geti við unað.
- Þess verði gætt að mannréttindi minnihlutahópa hvað varðar heimilisfræði og lífsviðhorf verði í heiðri höfð og leitast verði við að leysa ágreiningsmál sem upp kunna að koma með sátt þannig að sem flestir geti við unað.
- Þess verði gætt að mannréttindi minnihlutahópa hvað varðar náttúrufræði og lífsviðhorf verði í heiðri höfð og leitast verði við að leysa ágreiningsmál sem upp kunna að koma með sátt þannig að sem flestir geti við unað.
- Þess verði gætt að mannréttindi minnihlutahópa hvað varðar föndur og lífsviðhorf verði í heiðri höfð og leitast verði við að leysa ágreiningsmál sem upp kunna að koma með sátt þannig að sem flestir geti við unað.
- Þess verði gætt að mannréttindi minnihlutahópa hvað varðar tónmennt og lífsviðhorf verði í heiðri höfð og leitast verði við að leysa ágreiningsmál sem upp kunna að koma með sátt þannig að sem flestir geti við unað.
Svona má lengi reyna að máta hin ýmsu fög sem boðið er upp á grunnskólum inn í þessa setningu, en alltaf sést að niðurlag hennar, 'þannig að sem flestir geti vel við unað.' á hvergi við nema þegar orðið trú er sett þarna inn. Sýnir þetta ekki best hversu illa aðkoma trúarinnar leikur skólastarfið þegar það er umfram eðlilega og almenna kynningu á trú? Ef trúin er tekin út úr skólanum geta allir vel við unað, ekki bara flestir. Það er leitt að þetta fólk, og nokkrir aðrir, skuli ekki sjá það og finnist óhelgur tilgangur þess geta helgað þetta ógeðfellda meðal.
Það er leitt að þetta fólk skuli sætta sig við að bara flest börn geti vel við unað í stað allra.
Í tillögunni er talað um rétt Gideon-félagsins til að dreifa Nýja testamentinu í skólum. Það er algjörlega sjálfsagt að taka fyrir þessar heimsóknir vegna þess að ekki stendur til að banna Gideon-félaginu að dreifa þessari bók nokkurs staðar annars staðar. Nei, það dugar samt ekki, það verður að ná til allra ungra grunnskólabarna, annað dugar ekki.
Að lokum bið ég trúaða foreldra að velta einu atriði fyrir sér. Þegar kemur að kennslu og fræðslu um trú eru þeir hæfastir allra gagnvart sínum börnum. Þeir eru alla jafna ekki hæfastir þegar kemur að stærðfræði, líffræði, hannyrðum eða tónmennt, en það getur enginn frætt börnin þeirra um þeirra eigin trú eins og þeir sjálfir.
Þá kemur að þessum æpandi spurningum. Af hverju vilja þeir þá láta skólann um þetta? Af hverju vilja þeir taka eitt það kærasta og dýrmætasta í þeirra lífi og láta aðra um að útskýra það fyrir börnum sínum?
Mér finnst þetta risa stór spurning sem aldrei hefur verið svarað :)
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 12. nóvember 2010
Lítilþægni presta
Í sunnudagsmessu (þegar u.þ.þ. 26:30 mínútur eru liðnar) í Rúv segir Sr. Bára Friðriksdóttir m.a. eftirfarandi:
Börnin fylgja [trúuðum] foreldrum sínum að lífsskoðunum, eðlilega, eins og börn vantrúaðra fylgja sínum foreldrum.
Enn og aftur kemur það mér stórkostlega á óvart hversu lágt fulltrúar Ríkiskirkjunnar leggjast þegar þeir telja saman sauðina í hjörð sinni. Það er ótrúlegt að fulltrúi Ríkiskirkjunnar skuli ekki hafa meiri metnað en svo að finnast það vera í fullkomnu lagi að börn sauðist inn í trúar- eða vantrúarkerfi foreldra sinna. Það er s.s. alveg í fullkomnu lagi að þessi lífsskoðun gangi í ættum eins og fylgja eða draugur sem ekki er hægt að losna við. Ekki virðist vera gert ráð fyrir því að börnin eigi að hafa eitthvað um þett að segja svo fremi að flest þeirra verði skráð rétt í Þjóðskrá og verði ómeðvitaðir styrktaraðilar Ríkiskirkjunnar.
Niðurlæging Ríkiskirkjunnar verður alltaf meiri og meiri og sjálf á hún langmestu sökina á því sjálf.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 26. október 2010
Páfinn telur vantrúaða vera nasista
Botninum í sorglegri umræðu um aðskilnað trúar og skóla er nú náð. Páfi Kaþólska þjóðarflokksins setti rétt í þessu eftirfarandi ósóma á vef flokksins:
"... ég ólst upp í nasistaríki sem bannaði kristinfræði sem þeim tókst að vísu ekki alveg að uppræta, því þýska þjóðin var trúuð eða svo til allir nema þeir sem aðhylltust nasisma."
Þarna vitnar páfi í orð þýskrar konu sem ólst upp í Þýskalandi millistríðsáranna og gefur þeim þannig gúmmístimplun Kaþólska þjóðarflokksins, hversu mikils virði sem hún svo er.
Í mínum huga erum við komin langt, langt fram hjá endastöð skynseminnar þegar heimskuleg vitleysa af þessari stærðargráðu er birt, en þetta kemur svo sem ekki á óvart þegar haft er í huga að 'sannkristnir' upplifa nú fjörbrot kirkju sinnar og efstu daga hennar og snúast því til varnar eins og afkróuð óargadýr (ég var að spá í að nota orðið 'meindýr', en hvarf frá því þótt hæfilegt væri).
Í stuttu máli: Biskupinn segir trúfrelsi stuðla að fáfræði, fordómum og andlegri örbirgð og kaþólski páfinn hérlendis gefur í skyn að við, sem erum vantrúuð og/eða trúfrjáls, séum nasistar.
Mikil er Guðleg mildi þeirra, kristilegt umburðarlyndi og geistleg gæska! Jesús Jósepsson væri örugglegu stoltur af þessum fríðustu og bestu í hópi skósveina sinna!
Trúmál | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 24. október 2010
Vantrúaður biskup í heljargreipum óttans
Karl Sigurbjörnsson, forstjóri Ríkiskirkjunnar, er heltekinn ótta þessa dagana og er ástæðan sú að nú er vegið að helstu matarholu Ríkiskirkjunnar, aðgangi hennar að leik- og grunnskólabörnum.
Í gegnum tíðina hefur Ríkiskirkjan haft greiðan aðgang að þessum börnum með boðskap sinn og náð að sannfæra þau mörg um að Jesús sé besti vinur barnanna. Það er auðvitað ekkert snilldarverk að telja leikskólabarni trú um eitthvað þegar því hefur verið sagt að trúa öllu sem því er sagt í skólanum. Þetta er álíka erfið veiðimennska og þegar net eru lögð yfir heila á og alveg til botns - þeir eru fáir, fiskarnir, sem ná að synda í gegn.
Engan þarf að undra hvers vegna forstjórinn er svo óttasleginn. Hann lítur yfir kirkjubekkina og sér að meðalaldurinn hækkar stöðugt og það þrátt fyrir gegndarlaust trúboð í skólum. Viðskiptavinir Ríkiskirkjunnar fara ört gránandi. Jafnvel þótt litlu börnunum sé talin trú (kaldhæðni?) um að Jesús sé besti vinur barnanna, þá láta þau almennt ekki sjá sig í kirkju. Ég get bara ímyndað mér framtíðarsýn forstjórans þegar hann ímyndar sér heim þar sem hann kemst ekki að börnunum með trúboðið og þarf í staðinn að treysta á foreldra til að sjá um það sjálfir! Slíkt er auðvitað með öllu óhugsandi, enda sést það á greinaskrifum trúaðra í gegnum tíðina að þeir vilja ekkert með trúarlega uppfræðslu barna sinna hafa og telja að skólinn eigi að sjá um þetta fyrir þá. Þessir foreldrar hafa bersýnilega eitthvað annað og betra við sinn tíma að gera.
Og svo kveinar biskup yfir því að talið sé að Gídeon-félaginu sé óheimilt að dreifa Nýja testamentinu í grunnskólum. Enn veit hann sem er að það er ekki hægt að treysta foreldrum til þess að sjá um þessi bókamál, enda hafa þeir allt of mikið að gera við að kaupa hvers konar bækur aðrar fyrir börnin, s.s. úrkynjuðu bækurnar djöfullegu um Harry Potter. Ekkert barn fengi að upplifa þá gleði að glugga í Nýja testamentið sér til skemmtunar, sálrænnar næringar og andlegrar upplyftingar ef því væri ekki þröngvað upp á grunnskólabörn á skólatíma, það veit biskup. Loks gleymist í umræðunni að ekki stendur til að banna Gideon-fólkinu að heimsækja kirkjur og heimili :)
Þá sér hann ofsjónum yfir því að óháðir fagaðilar verði fengnir til þess að sjá um sálræna aðhlynningu til handa skólabörnum. Hann gefur lítið fyrir reynslu og menntun þessara fagaðila, enda séu prestar og djáknar miklu hæfari til þess að sjá um þessi mál. Hann gleymir að geta þess að í skóla taka guðfræðingar tvo áfanga í sálfræði á meðan sálfræðingar og geðlæknar eru eiginlega í slíkum vangaveltum allt sitt nám. En það telur auðvitað ekki mikið því geðlæknar og sálfræðingar boða ekki náð Guðs.
Karl Sigurbjörnsson sér djöfulinn í þessari tillögugerð Mannréttindaráðs, enda eru það engin mannréttindi sem skerða rétt hans til þess að boða og innræta litlum börnum hina einu og sönnu Ríkistrú. Hann sér ekki að mannréttindi séu fólgin í því að halda skólanum trúlausum þannig að allir sitji við sama borð, líka börnin sem skilin eru eftir ein í skólanum á meðan öll hin sauðast í kirkjuheimsókn eða í aðrar trúarlegar uppákomur. Karl Sigurbjörnsson telur sjálfsagt að meirihlutinn kúgi og þrúgi minnihlutann (sem í þessu tilfelli eru lítil og varnarlaus börn) og setji hann út í horn. Auðvitað vonar hann þó helst að þessir litlu óþekktarangar sjái að sér og komi með í Ríkiskirkjuna, sauðist inn á barnatrúarsporið og borgi svo sóknargjöldin þegar þau hafa aldur til.
Karl Sigurbjörnsson, réttsýnn og fullmektugur fulltrúi hins þríeina Guðs hérlendis, vill halda trúnni í skólunum því hann veit að sjaldnast er hún höfð fyrir börnum á heimilunum. Og það hefur áhrif á tekjustofninn hans í framtíðinni.
PS. Rétt er að velta fyrir sér af hverju biskup hefur ekki meiri trú á kirkju sinni en raun ber vitni. Getur einhver gefið skýringu á því hví hann er svo vantrúaður á Ríkiskirkjuna að hann telji hana ekki geta plumað sig upp á eigin spýtur?
Vegið að rótum trúarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt 27.10.2010 kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mánudagur, 18. október 2010
Ríkistrúin sundrandi
Ritstjóri Fréttablaðsins vælir og emjar í dag og telur á kristnum brotið vegna þess að Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur, reyndar fyrir löngu síðan, komist að þeirri niðurstöðu að trúboð í skólum brjóti gegn sjálfsögðum og eðlilegum mannréttindum.
Viðbrögð ritstjórans eru í sjálfu sér eðlileg og skiljanleg, enda veit hann sem er að þegar hætt verður að ala börn upp í Ríkisskólum í Ríkistrú, þá mun hún fljótt og vel leggjast af og hverfa. Það er þessi hræðsla trúaðra sem hefur í gegnum tíðina orðið kveikjan að því að sótt er í yngstu börnin með offorsi, enda eru þau þannig innréttuð að þau trúa öllu sem fullorðna fólkið segir þeim. Því er það svo að ef einhver fullorðinn segir þeim að til sé Guð og að Jesús sé besti vinur barnanna þá trúa þau því svo heitt að þessi skynvilla helst hjá flestum fram á fullorðinsárin og þá sem hin 'fallega' barnatrú.
Svo má velta því fyrir sér af hverju Stephensen treystir sér ekki til þess að ala sín börn upp í trú. Af hverju vill hann útvista þessari fræðslu til skólans í stað þess að sjá um hana sjálfur? Tekur þetta of mikinn tíma? Er ávinningurinn minni en tilkostnaðurinn? Hefur hann eitthvað merkilegra að gera eftir kl. 17 á daginn og um helgar? Hefur hann ekki þekkingu til þess að ala sín börn upp í trú? Er hann ekki nógu trúaður til þess? Er hann máské of latur til þess? Guð einn veit líklega bara svarið við þessum spurningum.
En málið er að í skólum á að vera umhverfi þar sem allir eru jafnir. Gagnvart stærðfræði, líffræði og smíðum erum við öll jöfn, enda þurfum við ekki að taka siðferðislega eða heimspekilega afstöðu til þessara greina. Við getum og eigum öll að læra að lesa og skrifa, en það er ekkert sem segir að allir þurfi að taka trú. Það er ekkert sem segir að trú skuli boðuð öllum börnum í skólum, nema þá sérhagsmunir Ríkiskirkjunnar sem stendur á brauðfótum og þarf lífsnauðsynlega að nýliða nýfædd börn inn í galeiðuna til þess að eiga sér möguleika til framhaldslífs.
Og þar er trúboð í leik- og grunnskólum besta og skilvirkasta leiðin! Því trúin er auðvitað ekki persónulegt fyrirbæri í dag, heldur er hún Ríkisrekið apparat sem tekur við ómálga smábörnum í sínar raðir sem ekki hafa nokkurn möguleika á því að velja sjálf. Svo er þannig búið um hnútana að áður en börnin komast á þann aldur að þau öðlist nauðsynlega skynsemi til þess að velja, þá er búið að innræta þeim all rækilega þann Ríkissannleik að Jesús sé besti vinur barnanna.
Hún er dásamleg og persónuleg trú, þessi Ríkistrú, trúin sem kemur inn í skólana og og sundrar skólafélögum þannig að örfáir þurfa að vera á bókasafninu á meðan hinir lufsast í kirkjuferð eða hlusta á prestinn. Hún er yndisleg og hlý, þessi Ríkistrú, sem lætur örfáum krökkum líða eins og utanvelta á meðan félagarnir sauðast í trúarlega tengda viðburði.
En hún er best og yndislegust, þessi Ríkistrú, sem tekur ómakið af fólki eins og Stephensen og leysir það undan þeirri áþján að þurfa að sjá um trúboðið sjálft. Þar er hún best.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 23. september 2010
Mikið hlýtur að vera gott að trúa ekki á annarlegan guð
Nú hefur einn af skjaldsveinum hreinnar og óannarlegrar guðstrúar hérlendis sagt með beinum hætti að guðir annarra séu annarlegir. Mikið á hann nú gott að hafa valið eina óannarlega guðinn og mikið eiga allir hinir bágt sem trúa á þessa annarlegu guði.
Amen.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 15. september 2010
Um trú ríkistrúaðra á Ríkiskirkjunni
Helstu meðmælendur Ríkiskirkjunnar segja hana sterka og eina af meginstoðum þjóðfélags vors. Hún sé samofin þjóðarsálinni og án hennar myndi þjóðin vaða eintóma villu. Þessir sömu aðilar tilgreina m.a. að það segi meira en mörg orð að um 80% landsmanna séu nú skráð í Ríkiskirkjuna.
En á sama tíma og þessi orð eru sögð, telja þessir sömu aðilar að Ríkiskirkjan geti ómögulega lifað án þess að vera í öndunarvél ríkisins. Getur verið að Ríkiskirkjan sé jafn aum og veik og helstu meðmælendur hennar vilja meina? Getur verið að hún sé það hrörleg og tilboð hennar svo lélegt að hún þurfi alla þá meðgjöf sem hún fær? Það er rétt að fara aðeins yfir stöðu mála.
Sjálfkrafa skráning nýfæddra barna í trúfélag
Þessu fyrirkomulagi var komið á þegar Ríkiskirkjan græddi hvað mest á því, þegar nær öll þjóðin var skráð í hana. Jafnvel á þeim tíma höfðu forsvarsmenn Ríkiskirkjunnar ekki meiri trú á henni en svo að þeir mátu að það þyrfti að skrá alla sjálfkrafa í hana við fæðingu, annars færi illa fyrir henni. Getur verið að þeir hafi vitað að fæstir myndu leita eftir skráningu sjálfviljugir?
Trúboð í leik- og grunnskólum
Í gegnum tíðina hafa prestar Ríkiskirkjunnar haft greiðan aðgang að ómótuðum hugum barna í leik- og grunnskólum. Þar hafa þeir komið inn, glaðbeittir og hressir og sungið um að Jesús sé besti vinur barnanna. Hvað eiga börnin að halda? Þeim er sagt að hlýða og trúa fullorðna fólkinu í skólanum og þá hlýtur Jesús að vera besti vinur barnanna, er það ekki? Það er s.s. ekki vegna þess að börnin hafi fundið það hjá sér að Jesús sé þessi frábæri vinur, heldur vegna þess að þeim var sagt að hann væri sá besti. Þetta er sko trú í lagi. Lengi býr að fyrstu gerð og þarna er sæinu sáð sem seinna verður að hinni 'fallegu' barnatrú.
Innheimta á trúarskattinum
Af einhverjum orsökum virðast ríkistrúaðir sannfærðir um að þessi stofnun sé algjörlega ófær um að innheimta sjálf sín félagsgjöld. Þeir eru svo vissir um getuleysi hennar að ekkert annað kemur til greina en innheimta trúarskattsins í gegnum skattkerfið. Það hvarflar aldrei að ríkistrúuðum að aðrir trúaðir myndi líklega greiða þessi gjöld af fúsum og frjálsum vilja eftir heimsendingu á almennum greiðsluseðli svona rétt eins og t.d. gerist hjá Stöð 2. Nei, trúaðir hljóta að vera svo nískir á tíundina sína að það verður að kría hana út úr þeim með skattheimtu. Reyndar er það þannig að biskup sjálfur hefur sagt að trúaðir myndu hætta að borga til kirkjunnar ef þeir gætu valið um það :) og hann hlýtur að vita það manna best! Í bréfi til Alþingis árið 2002 sagði Karl Sigurbjörnsson eftirfarandi:
Verði umrætt frumvarp að lögum munu menn hugsanlega sjá sér fjárhagslegan hag í því að skrá sig utan trúfélaga því samkvæmt frumvarpinu eiga menn að fá endurgreidda árlega fjárhæð sem nemur sóknargjaldinu. Eðlilegt væri að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar slíkt hefði í reynd ef samþykkt yrði. Þ. á m. yrði að kanna hvernig sóknir myndu mæta skertum tekjum með því að draga úr þjónustu, fækka starfsfólki og auka tekjuöflun.
Þannig vildi hann tryggja að enginn hefði val um að borga sóknargjöldin og að frekar yrðu þau innheimt af trúlausum og látin renna annað en að þeir fengju að hagnast á trúleysi sínu :) Þetta segir auðvitað mikið um hversu mikla trú sjálfur biskup Íslands hefur á vöruframboði fyrirtækis síns.
Guðlastslögin
Já, það er lögbundið að það megi ekki hallmæla Guði og hans háu hirð. Það þarf svo sem ekki að segja mikið meira um hversu kjánalegt það er. Jú, sumir Ríkistrúarbloggarar hóta stundum að kæra þá sem þeir eru ósáttir við skv. þessum lögum. Þau eru s.s. einhverjum Ríkistrúuðum nokkurt skjól og huggun.
Já, svona er staðan. Ríkistrúaðir hafa ekki trú á sinni kirkju nema að
- allir séu skráðir í hana við fæðingu
- allir séu munstraðir í hana í leik- og grunnskólum
- félagsgjöld í hana séu innheimt með skatti
- enginn megi tala illa um hana í almennri umræðu
Þetta kalla ég ofurtrú á sínum málstað! :)
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 12. september 2010
Ber þá enginn ábyrgð?
Það er orðið býsna þreytt, þetta gamla viðkvæði um að enginn hefði getað gert neitt eftir árið 2006. Vera má að á árunum 2006-2008 hafi engar leiðir verið færar úr ógöngunum, en afsakar það þá hegðun að gera ekkert? Nei, allt gott fólk reynir hvað það getur. Ef Geir Haarde hefði t.d. komið hreint fram við þjóðina árið 2006 og sagt nákvæmlega hver staðan væri, þá þyrfti ekki að draga hann fyrir dóm í dag. En hann kaus að gera ekkert og í raun kaus hann að bæta í því á þessum tíma fór hann í reisu um heiminn til að kynna fyrir öllum sem vildu heyra að hér væri allt í góðu standi. Það væru bara vitleysingar hjá Den Danske Bank sem væru hallærislegir og fúlir. Svo þegar allt fór á versta veg setti hann upp eymdarsvipinn og bað Guð að blessa Ísland.
Ég er á því að það þurfi að beita þessu úrræði, Landsdómnum, þjóðarinnar vegna. Það er ekkert réttlæti í því að ráðherrar fái frítt spil þegar þeim var beinlínis falið að hafa þessi mál í lagi. Í besta falli voru þeir gróflega vanhæfir og í versta falli stýrðust þeir af annarlegum hvötum. Ég persónulega vil altént fá að vita í hvorn flokkinn Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir falla.
Þess vegna er Landsdómur ekki sjónarspil, heldur þjóðinni nauðsynlegur í dag.
Landsdómur er sjónarspil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 4. september 2010
Rúmlega 330 skráðu sig í Ríkiskirkjuna í ágúst!
Fátt er svo með öllu illt fyrir Ríkiskirkjuna og þrátt fyrir að um 3.000 manns hafi skráð sig úr henni þá eru góðu fréttirnar þær (fyrir Ríkiskirkjuna) þær að rúmlega 330 einstaklingar voru skráðir í hana í síðasta mánuði!
Reyndar var um að ræða hvítvoðunga sem fæddust á landinu á þessum tíma og óskuðu ekki sjálfir eftir þessari skráningu, en þeir voru sjálfkrafa skráðir í trúfélag móður sem á sínum tíma var sjálfkrafa skráð í trúfélag móður o.s.frv. Þessi börn munu verða andlag sjálfvirkrar skattheimtu til Ríkiskirkjunnar þegar þau vaxa úr grasi, enda eru þau um 9.000 króna virði fyrir Ríkiskirkjuna ár hvert.
En þegar kom að því að íhuga það að gefa fólki færi á að spara sér þennan pening með skráningu úr kirkjunnar brást Karl Sigurbjörnsson hart við og sendi greinargerð til Alþingis sem m.a. inniheldur þessa perlu.
Verði umrætt frumvarp að lögum munu menn hugsanlega sjá sér fjárhagslegan hag í því að skrá sig utan trúfélaga því samkvæmt frumvarpinu eiga menn að fá endurgreidda árlega fjárhæð sem nemur sóknargjaldinu. Eðlilegt væri að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar slíkt hefði í reynd ef samþykkt yrði. Þ. á m. yrði að kanna hvernig sóknir myndu mæta skertum tekjum með því að draga úr þjónustu, fækka starfsfólki og auka tekjuöflun. #
Þarna sést glögglega hvert raunverulegt virði sauða Ríkiskirkjunnar er því Karl virðist bara sjá krónutölur í þeim. Hann veit sem er að fólk myndi skrá sig úr Ríkiskirkjunni hægri vinstri ef því fylgdi fjárhagslegur ávinningu, enda er náðargjöf Ríkiskirkjunnar ekki meira virði árlega en 9 þúsund kall skv. þessu. Hann hefur ekki trú á því að fólk meti aðild að trúfélagi sínu meira en virði fimm bíóferða árlega.
Hér sést enn og aftur að þeir sem minnsta trú hafa á Ríkiskirkjunni eru forstjórar hennar.
Mikil fækkun í þjóðkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)