Hver er ástæðan?

Nú er dagljóst að Ríkiskirkjan hefur skroppið saman undanfarin 20 ár og hefur sú hnignun orðið hraðari í seinni tíð. Skráðum fækkar ört; árið 1998 voru um 90% þjóðarinnar skráð í Ríkiskirkjuna, en það hlutfall er nú komið niður í 65%. Ekkert bendir til þess að þessari þróun verði snúið við og því er undarlegt að nú sé gengið frá samningi sem virðist miðast við þessar gömlu og úreltu forsendur. Á þessum tímapunkti ætti ríkið að horfa til vilja þjóðarinnar og minnka umfang ríkisstyrkja umtalsvert. Engin ástæða er til annars.

En ríkið hefur á öllum stundum verið pínlega meðvirkt þegar kemur að Ríkiskirkjunni. Hægt er að skera niður í heilbrigðisþjónustu og annarri nauðsynlegri kjarnastarfsemi ríkisins, en aldrei virðist vilji til þess að spara milljarðana sem fara í hítina sem flestir Íslendingar vilja ekki sjá.

Hér tapaðist sannarlega gullið tækifæri. Vonandi koma dugmeiri stjórnmálamenn að þessu máli næst.


mbl.is Gengið skrefi lengra í aðskilnaði ríkis og kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Skráðum fækkar ört; árið 1998 voru um 90% þjóðarinnar skráð í Ríkiskirkjuna, en það hlutfall er nú komið niður í 65%.

Ekkert bendir til þess að þessari þróun verði snúið við". 

---------------------------------------------------------------------------------------

Ég er t.d. KRISTINNAR TRÚAR en ég tel mig ekki geta lotið prestum þjóðkirkjunnar á meðan að hún leyfir hjónabönd samkynhneigðra

gegn "GUÐI" og BIBLÍUNNI.

=Þá er búið að valhelga kirkjuna og BIBÍUNA /HEILAGA RITNINGU sem að fordæmir samkynhneigð á mörgum stöðum í þeirri bók.

Jón Þóhallsson 8.9.2019 kl. 20:38

2 identicon

Ekki er um styrk að ræða heldur greiðslu eftir viðskiptalegum samningi. Þannig að fjöldi skráðra kemur málinu ekkert við. Og engu máli skiptir hversu sáttir einhverjir bloggarar eru með gerðan bindandi samning. Samningnum verður ekki rift og greiðslurnar halda áfram sama hver tenging ríkis og kirkju verður í framtíðinni. Aðskilnaður ríkis og kirkju stöðvar ekki greiðslurnar og ógildir ekki samninginn.

Vagn 9.9.2019 kl. 12:38

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Þetta er þér að þakka, Óli Jón, og djöflinum. Þið eruð góðir saman.

FORNLEIFUR, 9.9.2019 kl. 13:09

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Vagn: þessi samningur er náttúrulega BULL. Enda félagar í Þjóðkirkjunni sem sátu beggja vegna borðs, í samningagerðinni bæði 1907 og 1997.

Samningnum á að SEGJA UPP og svo má gera upp þessi jarðaskipti í eitt skipti fyrir öll.

Skeggi Skaftason, 9.9.2019 kl. 13:34

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.

Fáum Þingvelli verðmetna, sömuleiðis Garðabæ+Álftanes svo við tökum fyrst veðmat á þessar tvær af um 630.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.9.2019 kl. 15:05

6 identicon

Bull eða ekki þá verður samningnum ekki rift nema það sé án skaða fyrir kirkjuna.

Það er undarlegt hve margir telja það hina mestu hneisu ef ríkið gerir samning þar sem mótaðilinn kemur ekki út með tapi. Og ótækt að þeir sem eigi í viðskiptum við Íslendinga hafi hag af því.

Vagn 9.9.2019 kl. 15:16

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Enginn að tala um að RIFTA samningnum, en samkomulaginu má SEGJA UPP. Það er ekki alveg það sama.

Predikari: já um að gera að byrja á þessum tveimur. (Hverjar eru annars tekjur ríkisins búnar að vera af Þingvallajörðinni frá 1907 ??)

Byrjum svo líka að telja saman milljarðana sem búið er að greiða frá 1907.

Skeggi Skaftason, 9.9.2019 kl. 16:00

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.

Til að bera saman leigu almennt eða kaupleiguígildis ríkisins á nærri 17% jarða á Íslandi þá kosta hæðirnar tvær í útvarpshúsinu, sem Reykjavík leigir af RÚV, munu á sama tímabili (1907-1997) kosta ríflega 7 milljarða - TVÆR SKRIFSOFUHÆÐIR ! Ódýr jarðaleiga það eða hvað?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.9.2019 kl. 16:38

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ef þessar jarðir væru að gefa svona mikið af sér og hefðu gert það síðustu 112 árin, þá hefði nú varla kirkjan þurft að koma betlandi og fara á framfæri ríkissjóðs þarna upp úr aldamótunum þarsíðustu?

Svo hélt náttúrulega kirkjan eftir ýmsum góðbitum, þ.e. öllum prestsetrum og prestsetursjörðum.

Skeggi Skaftason, 9.9.2019 kl. 16:57

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góðbitarnir sem þú kallar voru almennt undanskildir af þeirri einföldu ástæðu að þar var kirkja fyrir, en þær jarðir voru bara örlítið brot af jarðasafninu.

Það hefði verið betra fyrir kirkjuna að sleppa þessum samningi sem hyglar almest ríkinu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.9.2019 kl. 18:05

11 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hahahahahaha!! laughing

Skeggi Skaftason, 9.9.2019 kl. 21:45

12 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Þú ert hingað kominn eftir langt og gott hlé. Vonandi hefur fengið góða hvíld hvar sem þú varst. Þessi kyrrðarstund sem þú hefur notið virðist ekki hafa haft áhrif til góðs og því spurning hvort þú ættir að óska eftir lengri dvöl?

En eitt hefur ekki breyst og það er staðföst trú þín á að Ríkiskirkjan muni aldrei þrífast án ölmusu frá ríkisvaldinu. Þar koma vel fram laumukommúnískir tendensar þínir þegar þú hefur enga trú á því að einstaklingurinn muni leggja henni lið án milligöngu Fjársýslu ríkisins.

Óli Jón, 10.9.2019 kl. 13:59

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég hef ekki tekið neitt hlé, heldur haft í nægu að snúast. Það er líka þreytandi að svara sífellt sömu þvælunni í kristnihöturum. Rök hrína ekki á ykkur frekar en vatn bleyti gæs með því að skvetta því á hana. 

Hef skrifað, þegar tóm gefst, á síður annarra bloggara sem hafa toppsettið skrúfað betur á....

Rangt hefur þú eftir mér með milligöngu fjársýslunnar, last þú ekki niðurlag innleggs míns 9.9.2019 kl. 18:05 ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.9.2019 kl. 17:29

14 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Þetta fer örugglega allt vel þegar búið verður að skilja á milli ríkis og Ríkiskirkju. Kirkjujarðasamningurinn verður gerður upp; kannski þarf kirkjan að borga smávegis og mögulega skuldar ríkið einhverjar hundraðkalla. Það er þó ekki líklegt m.v. þær stóru fúlgur fjár sem þessi samningur hefur kostað ríkið.

Mest verður spennand að sjá hvort þær 240 þúsundir, sem skráðar er Ríkiskirkjunni eigna- og tekjumegin í trúarbókhaldi Hagstofunnar, munu standa við sína pligt og byrja að borga af sjálfsdáðum. Ég veðja á að lítill minnihluti muni leggjast á árarnar og róa fyrir kirkjuna á meðan flestir muni ekki nenna því.

Óli Jón, 26.9.2019 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband