Fjórðungur skilaði sér til baka

Frásögn Rúv af hremmningin íslenska safnaðarins í Noregi er áhugaverð að því leyti að hún sýnir hversu bjöguð og vitlaus ríkisvædd trúar- og lífskoðanaskráning er. Í fréttinni er talað um að söfnuðurinn hafi mest talið tíu þúsund félaga, en þegar norska ríkið krafðist þess að allir yrðu skráðir úr honum svo hægt væri að sjá raunverulega hversu margir skiluðu sér til baka voru það 2-3 þúsund manns sem skiluðu sér aftur á endanum eða 20-30%. Líklegt má telja að forsvarsfólk safnaðarins hafi lagt nokkuð á sig til að fá fólk til að skrá sig, en það virðist ekki hafa skilað árangri.

Hvernig væri útkoman hér heima ef hið sama væri gert hér. Öll trúfélagaskráning yrði þurrkuð út og þeir sem vildu myndu skrá sig aftur. Að mínu mati þyrfti bara að núllstilla skráningu þeirra sem ríkið vélskráði í trúfélag við fæðingu, sem er mikill meirihluti skráðra, engin ástæða er til þess að rugla í fólki sem hefur haft fyrir því sjálft að hlutast til um skráningu sína, en það fólk er í litlum minnihluta.

Mig grunar að heimtur yrðu rýrar. Fáir myndu hafa fyrir því að skrá sig aftur og fjárhagslegum stoðum yrði kippt undan Ríkiskirkjunni sem reiðir sig hvað mest á ölmusu ríkisins. Hún myndi þurfa að senda út eigin gíróseðla og bíða svo í eftirvæntingu um hvað kæmi inn á reikninginn.

En það mun ekki gerast. Ráðamenn eru meðvitaðir um hversu háð Ríkiskirkjan er fjárhagsstuðningi ríkisins og þrátt fyrir fögur fyrirheit flestra flokka um algjöran aðskilnað ríkis og kirkju virðist enginn þeirra hafa dug né kjark til þess að drífa það mál í gang.

Samt gerist það ár frá ári að það fækkar hlutfallslega í Ríkiskirkjunni og brátt fer að gæta margföldunaráhrifa þeirra fækkunar. Þá munu þessar tölur breytast hraðar og hraðar, trú á Íslandi í óhag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þótt eitthvað láti nú undan og dragi fram á 21.öldina eftir vargaganginn í forynjunni sem lét eins og hún væri orðin alheims drottning þegar hún varð forsætisráðherra!; Og það á eftir gáfumanninum Jóni Baldvini. Anti-kristnir fengu að leika lausum hala og banna Nýjatestamenntið sem Gideofélagið gaf börnum í grunnskóla m.a.-

Já einmitt ríkisútvarpið flytur þessa frétt,ríkisfyrirtæki sem landsmenn borga fyrir auk þess sem það veður í auglýsingum. Það gat ekki einusinni haldið enska boltanum sem fjölmargir fylgjast með,ekki síst vegna Íslendiganna sem þar spila.
Fátt er eins yndislegt en að sjá vöðvastælta fótboltamenn lúta í gras og signa sig, trúin á krists heilaga tákn krossinn er þeirra leiðarljós. Guð mun varðveita íslenska kirkju.

Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2018 kl. 05:06

2 identicon

Æi, hættu þessu nú. Kirkjan er EKKI háð ríkisstuðningi ríkisins.
Ríkið eru þegnarnir, og staða kirkjunnar er einstök þegar kemur að fjármögnun vegna sögu og samnings hennar. 
 Stór hluti þess sem ríkið eyðir í, algjörlega skilyrðislaust er rugl.

Það má alveg tala um hvernig fjármagnið er notað, en þegar umræðan byggist á hatri og fáfræði, þá er alveg eins gott að sleppa henni. 


Jóhannes 7.5.2018 kl. 08:18

3 Smámynd: Óli Jón

Helga: Er nokkur ástæða fyrir allri meðgjöf ríkisins fyrst Guð mun redda þessu á endanum?

Jóhannes: Ríkiskirkjan er algjörlega háð stuðningi íslenska ríkisins því hún gæti aldrei staðið á eigin fótum. Þetta sést best á því að hún sífrar látlaust um hærri sóknargjöld en hún fær, en aldrei treystir hún sér til þess að innheimta sjálf. Ríkiskirkjan hefur aldrei getað innheimt sín gjöld því fólkið hefur aldrei viljað borga og því er henni ómögulegt að lifa án innheimtuþjónustu ríkisins. Bentu mér á önnur frjáls félagasamtök sem njóta sömu fyrirgreiðslu og trúfélög og ég skal umsvifalaust biðjast afsökunar og loka þessu bloggi.

Óli Jón, 7.5.2018 kl. 09:35

4 identicon

Sæll Óli.

Mig grunar að vanti í þessa frásögn að 
eftirlitsaðilar hafi talið sig hafa haft ríka ástæðu til
að ætla að skráning hefði ekki við rök að styðjast.

Virðist því mega draga þá lyktun að þessir sauðir
hafi í raun réttri aldrei verið fleiri en 2 eða 3 þúsund!

Húsari. 7.5.2018 kl. 13:55

5 identicon

Þú misskilur eitthvað. Ríkið byggist í raun og veru upp vegna kirkjunnar, og stór hluti siðferðis er þaðan komið. 
Reyndar er kirkjan voðalega máttlaus með þennan biskup sem við höfum í dag, og í raun þegar svo er ástatt þá spyr maður sig kannski spurninga, en ekki sömu og þú. 

Það eru hundruðir félagasamtaka á ríkisspenanum, og síðan allir einstaklingarnir sem eiga það nú ekki alltaf skilið. 
Kirkjan er líklega eitt fárra fyrirbæra innan "ríkisins" sem getur réttlætt að vera á fjárlögum....
  .

Jóhannes 7.5.2018 kl. 17:17

6 identicon

Sæll Óli.

Hirting síldargróssera á fyrri tíð á norskum
spekúlöntum var stórbrotin á sinni tíð!

En hefði ekki mátt fara þá leið með þennan ágæta söfnuð og
gert er með hlutafélög á Íslandi sem fara á markað þegar halla
tekur undan fæti og öruggt er að þau fari fjandans til?

Ekki hefði sakað ábyrgð fyra alla og alla fyrir 1 og þá hefði mátt
nota íslenska módelið og siga á söfnuðinn skemmtilegum innheimtumönnum
með óskorað vald til að gera mönnum eins vel til góða og hægt
væri yfirleitt, - en hætt við að kartöfluskrallið og
annar uppsölujafningur hefði ekki kallað á klukkutíma borðbænir
og nær bölbænum hreinum og ómenguðum!

Íslenska módelið skilar af sér aldrei færri en 350 já-um
að lokum ef marka má Sigurð Norland frá Hindisvík á Vatnsnesi!
(tilbrigði við orðið já aldrei færri en 350 sem merkir í raun
óendanleg sbr. fyrirgefning 70x7 sinnum, 490 talsins >óendanleg)

Bon Appétit!!

Húsari. 8.5.2018 kl. 09:16

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Guð er ekki víxlari 'Oli. Ég trúði að hingað bærust góðar athugasemdir og mér varö aö trú minni,er mikið þakklát fyrir það.  

Helga Kristjánsdóttir, 8.5.2018 kl. 13:30

8 identicon

Þegar ég flutti út til noregs skráði íslenski söfnuðirinn mig sjálfur í kirkjuna eins og alla innflytjendur. Lénsmennirnir í noregi þurftu síðan að hafa fyrir því að leiðrétta þessa skráningu. Ástæðan fyrir þessari ólöglegu skráningu var su að söfnuðurinn fær greiddan styrk með hverjum meðlim kirkjunnar.

Jósef Smári Ásmundsson 8.5.2018 kl. 13:37

9 Smámynd: Óli Jón

Skondið er að lesa um það í skýrslum stjórnar söfnuðarins að 1.100 manns skráðu sig í söfnuðinn af sjálfsdáðum eftir slátrun norska ríkisins. Aðrir 1.900 skiluðu sér ekki fyrr en söfnuðurinn fékk í lið með sér símsölufyrirtæki sem tekur háa þóknun fyrir að smala saman týndu sauðunum aftur.

Málið er að hefðu  þessir þrú þúsund íslensku norsarar skráð sig aftur ef þeir hefðu þurft að borga sóknargjaldið beint úr eigin vasa? Ég held ekki. Í Skandinavíu er það vitað að trúaðir borgi ekki félagsgjöld í trúfélögum sjálfviljugir og því hefur ríkið verið vélað til þess að sjá um innheimtuna. Allur annar frjáls félagsskapur kemst af á þeim félagsgjöldum sem innheimtur ef beint af félögum. Hvað er það við trúfélög sem gerir það svo klárt að félagar vilja ekki borga? Þetta er áhugaverð spurning.

En rétt er sem kom fram að söfnuðurinn í Osló hafði fitað félagatal sitt með því að gera eins og íslenska ríkið hefur gert um áratuga skeið, það er að skrá bara alla í Ríkiskirkjuna. Það hefur reyndað breyst aðeins í seinni tíð, en enn eru nýfædd börn skráð í trúfélög. Norska ríkinu fannst blóðugt að borga háar fjárhæðir, enda voru 10 þúsund manns skráð í söfnuðinn, henti því öllum út og sagði að allir yrðu að skrá sig aftur. Þetta kemur auðvitað afar illa við söfnuðinn sem ekki aðeins hefur aldrei þurft að innheimta krónu heldur hefur hann líka getað skráð mann og annan í hann án þess að spyrja kóng né ... (prest?).

Þetta er framhaldsspennusaga sem skrifar sig sjálf ... gaman verður að fylgjast með framhaldinu.

Óli Jón, 8.5.2018 kl. 15:22

10 identicon

Sæll Óli.

Enga trú hef ég á þeim forsendum sem þú gefur
þér hér að ofan.

Frómt frá sagt sýnist mér það sams konar dellusmíð
og sú er ég skrifaði um hlutabréf og útboð þeirra.

Hefur þú eitthvað fyrir þér í þessu? hefur þú séð bókhaldið?

Það er ekki heil brú í þessum málflutniningi.

Nei, Óli, ætli liggi ekki annar fiskur
hér undir steini?!

Húsari. 8.5.2018 kl. 18:46

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Óli! Margir Íslendingar sem dvalið hafa 1,ár eða lengur í útlöndum og flytur síðan heim,veit ekki að það dettur sjálfkrafa út sem kristinn Íslendingur eftir dvölina erlendis. Þau uppgötva það ef hyggjast ganga í hjónaband eða skíra börnin sín. Þar er m.a. skíring á fækkun kristinna einstaklinga sem lætur svo vel í eyrum síðuhafa.   

Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2018 kl. 02:01

12 Smámynd: Óli Jón

Helga: Þannig að ríkið á að hafa vit fyrir trúuðum og gæta þess að lífsskoðun þeirra sé ávallt *rétt* skráð og flokkuð í trúarregistu hins opinbera? Er óhugsandi að sanntrúaðir geti séð um þetta sjálfir?

Varðandi fækkunina, þá birtast ársfjórðungslega fréttir um hreinar útskráningar Hagstofukristinna annars vegar og hreina fækkun nýskráninga nýfæddra ungbarna. Þetta tvennt veldur fækkuninni, ekki ferðalög kristinna sem nenna ekki að skrá sig að nýju þegar þeir snúa aftur heim.

Óli Jón, 14.5.2018 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband