Þetta myndi engu máli skipta

Skortur á trúarlegri innrætingu í leik- og grunnskólum er ekki það sem stendur Ríkiskirkjunni fyrir þrifum, síður en svo. Banabitinn er og verður afnám (að mestu) vélskráningar hvítvoðunga í trúfélög. Þessi ótrúlega og freklega ríkisaðstoð við Ríkiskirkjuna hefur verið hryggjarstykkið sem hefur haldið henni uppréttri. Jú, það og svo auðvitað að ríkið hefur nær alltaf séð um að skaffa henni pening af því að félagsmenn hafa aldrei verið áfjáðir í að greiða félagsgjöldin. Það má því vel setja kristinfræði sem skyldufag í skólum mín vegna. Það væri gamaldags og hallærislegt í veraldlegu nútíma samfélagi, en það myndi ekki skipta neinu máli. Það eina sem það myndi gera er að varpa ljósi á þá staðreynd að ef ríkið tyggur þetta ekki ofan í börnin, þá verður það ekki gert sem segir okkur að foreldrar eru afar latir til verksins í þeim efnum.

Hvað það varðar að kristin trú hafi verið mótandi afl í íslensku þjóðlífi í þúsund ár, þá er nokkuð til í því. Má þar nefna sem dæmi stöðu konunnar og samkynhneigðra sem Ríkiskirkjan hélt niðri þar til fyrir stuttu síðan. Konur voru hálf réttlausar, fengu atkvæðisréttinn seint og illa og gátu ekki orðið prestar fyrr en langt var liðið á síðustu öld og þá aðeins með harðfylgi og seiglu. Samböndum samkynhneigðra var líkt við sorphauga sem er ekki fallegt, en skiljanlegt ef hrætt og illa innrætt fólk með ákveðna gerð hugarfars er vel að sér í Biblíufræðum. Þetta ber að hafa í huga þegar talað er um áhrif trúarinnar.

Þetta útspil popúlistanna í Miðflokknum kemur ekki á óvart. Það er kjánalegt og gamaldags, eins og Miðflokkurinn, en mun ekki skipta neinu máli.


mbl.is Kristinfræði verði kennd á nýjan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nokkur leiðréttingaratriði.

1) Góð tillaga frá Miðflokknum.

2) Karl biskup líkti ekki samböndum samkynhneoigða við "sorphaug". 

3) Þjóðkirkjan sat ekki á neinum réttindum samkynhneigðra; þeir eiga engan rétt til hjónavígslu í kristinni kirkju, Kristur gaf þeim ekki þann rétt.

4) Prelátar Þjóðkirkjunnar brutu hins vegar rétt á meðlimum sínum þegar illa upplýstir róttæklingar prestastéttarinnar og biskupar hennar leyfðu ekki safnaðar- og leikmannafélögum að ráða neinu um það þegar umturnað var reglum um hjónavígslu í kirkjum.

Reyndu hér eftir að fara rétt með staðreyndir, Óli Jón.

Jón Valur Jensson, 5.11.2019 kl. 20:39

2 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Þú ert bersýnilega enn ósáttur við kvenréttindin og konuprestana fyrst þú varðir þetta ekki í tölusettum listanum :)

Fyrirgefðu svo, Kalli líkti þessu bara við að *alvöru* hjónabandinu, karla og kvenna, þessa hjónabands sem er svo endingargott og traust enda Guði þóknanlegt, yrði kastað á sorphauginn. Takk fyrir leiðréttinguna.

Óli Jón, 5.11.2019 kl. 21:42

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú þykist geta lesið í ástæður svarenda þinna Óli Jón sem eru að tjá sig af fullkomnum heiðarleika. Það væri hægt ef áhugi væri,að núa þér um nasir vonbrigðin að Sovétið féll það er ekki okkar háttur.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2019 kl. 22:08

4 Smámynd: Óli Jón

Helga: Þessi Miðflokkstillaga er eins sóvjésk og hún mögulega getur orðið. Trúarleg innræting í grunnskólum þar sem börn geta málefnlega ekki krufið draflann er eins stjórnvaldslega mekanísk og hún getur mögulega orðið. Þið eruð því aðal klappstýrur sóvjéskunnar af því að fólkið hefur hafnað því með forgangsröðun sinni að börn skuli upplýst um Guð og biblíufræðin. Sama fólk fer hins vegar með börnin í margvíslega aðra afþreyingu þannig að ekki er um að ræða almennt tómlæti gagnvart andlegri uppbyggingu ungviðsins. Áfram Sóvjét, segið þið, síðasta haldreipi ykkar í ólgusjó þar sem staða kirkjunnar er að komast á sanngirniskjöl, en einmitt þá virðist vegur hennar bara vera niður á við eins og þróun félagatalsins (þú veist, tölulegar staðreyndir) sýnir.

Fullkominn heiðarleiki? Þið viljið sóvjéska vélþreskingu ungra barna inn í raðir Ríkistrúarinnar, það er heiðarlegasta greiningin á bægslagangi ykkar :)

Óli Jón, 6.11.2019 kl. 10:01

5 identicon

Skólarnir eru ætlaðir til menntunar. Þetta eru ekki trúarsetur. Öll menntun byggist á vísindalegum sannindum . Trúaðir foreldrar er í lófa lagið að uppfræða börn sín í trúnni og fara með þau i kirkjuna á sunnudögum þar sem þessi fræðsla á að fara fram. það hlýtur að teljast hræsni af foreldrum og forvígismönnum kristinna safnaða að krefjast þess að skólarnir sjái um kristniboðið.

Jósef Smári Ásmundsson 7.11.2019 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband