Nýfæddu börnin æpa eftir Ríkiskirkjuskráningu ...

Á fyrstu þremur mánuðum ársins skráðu 168 einstaklingar í Ríkiskirkjuna á meðan 802 kvöddu hana. Þannig fækkaði félögum í heildina um 634. Ekki há tala, þannig lagað, en þegar haft er í huga að Íslendingum fjölgaði á sama tíma þá er bersýnilegt að hlutdeild Ríkiskirkjunnar á trúarmarkaðnum rýrnaði nokkuð. Væri Ríkiskirkjan skráð í Kauphöllina myndi hún þurfa að gefa út afkomuviðvörun og hlutabréf hennar myndu lækka í verði.

Hins vegar er áhugavert að skoða hvaða fólk það er sem 'skráði' sig í Ríkiskirkjuna. Ef tölur Þjóðskrár eru skoðaðar kemur í ljós að það voru 87 börn undir 15 ára og yngri aldri sem skráðu sig í Ríkiskirkjuna eða um 52% þeirra sem bættust í hópinn þar. Líklega eru nýfædd börn í miklum meirihluta í þessum hópi, sem er skiljanlegt því allir vita að skráning í trúfélag er það fyrsta sem nýfæddir einstaklingar hyggja að.

Af þessum tölum má ráða að Ríkiskirkjan græðir vel á sjálfvirkri skráningu ríkisins á nýfæddum börnum í trúfélög. Allir vita að þetta er auðvitað algjör vitleysa og snýst um allt annað en hag barnsins, en þannig er þetta samt. M.v. þessar tölur eru því árlega skrá um 350-400 nýfædd börn í trúfélag sem þau vita ekki að er til, hvað þá að þau hafi óskað eftir því. Áður fyrr voru þessar tölur mun hærri, en þá var bara farið eftir trúfélagi móður. Nú þurfa báðir foreldrar hins vegar að vera skráðir í sama trúfélag og virðist það eiga að veita góða vissu fyrir því að nýfædda barnið muni tileinka sér sama átrúnað.

Hvernig sem allt veltur þá er verið að vinda ofan af kolröngum staðtölum Trúarregistu ríkisins sem hafa verið falsaðar og afmyndaðar í gegnum tíðina með margvíslegum bellibrögðum. Ekki er langt síðan að rúmlega 90% þjóðarinnar var skráð í Ríkiskirkjuna skv. þessari falsregistu, en nú er það hlutfall komið undir 70%. Á endanum mun þetta hlutfall fara langt undir 50%, en það mun taka tíma. Ég kýs altént að trúa því og enginn getur sagt neitt við því :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sæll Óli. Ég held að þú sért að misskilja þetta. Þessi börn sem er verið að skrá þarna eru skráð "handvirkt" (væntanlega við skírn eftir hvatningu frá presti).

Sjálfkrafa skráningar af hálfu ríkisins við fæðingu eru væntanlega fleiri.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.4.2018 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband