... og enn gefur hún eftir

Nýjar tölur birtust nýlega á vef Hagstofunnar sem sýna að staða Ríkiskirkjunnar er sífellt verri. Árið 1998 var hún sögð vera dálæti 89,91% þjóðarinnar (allir vita þó að þessi tala var bara tilkomin vegna vélskráningar ríkisins á nýfæddum börnum í félagatal hennar). Nýjustu upplýsingar sýna að þessi tala er nú komin niður í 67,22% og er það lækkun um 2,67 prósentustig á milli ára. Annað merkilegt er að þetta er mesta lækkun á milli ára frá árinu 1998 og því er ekkert sem bendir til annars en að nú flæði enn hraðar undan Ríkiskirkjunni. Árið 1998 réttlættu sjálfskipaðir málsvarar Ríkiskirkjunnar forréttindastöðu hennar með því að í henni væru 90% þjóðarinnar (spurning er hvort Jesús Jósepsson hefði skrökvað svona, þekkjandi tilurð tölunnar?).

En svona lítur hnignun Ríkiskirkju út á veraldlegu grafi:

Þróun 1998-2018

Þarna má greinilega sjá spíralinn niður á við. Eftir eru 17,23% í að þetta hlutfall fari undir 50% og skv. þessum tölum lækkaði hlutfallið um það á síðustu 14 árum. Því má gera því skóna að Hagstofukristið fólk muni telja minnihluta þjóðarinnar innan þess tíma þrátt fyrir alla meðgjöfina, hjálpina, stuðninginn og bellibrögðin í gegnum tíðina.

Hvernig munu málpípurnar hljóma þá? Hvernig munu þær finna réttlætingu á þessu öllu saman þegar óhappafleyið er sokkið undir 50% markið?

PS. Áhugavert er að velta vöngum yfir því hvenær Ríkiskirkjan raunverulega fellur undir 50% markið. Ég reiknaði meðaltal fækkunar síðustu fimm og tíu árin og framreiknaði hnignunina m.v. það. Ef stuðst er við meðaltal síðustu tíu ára gerist það árið 2032, en ef horft er til meðaltals síðustu fimm ára mun bjallan glymja 2028.

Ríkiskirkjan undir 50%?

Hvernig sem allt veltur þá er ekki langt í þetta og þessu virðist ekki verða afstýrt nema með guðlegri íhlutun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að ferðin undir 50% verði hraðari. Ef þú skoðar trendinn þá er er hröðun í honum. Ég myndi giska a 6-8 ár. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2018 kl. 16:49

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Til hamingju Óli minn, þú og djöfullinn sækið æ meira í ykkur veðrið. Þið eruð að vinna. Hvar á að heygja þig þegar þínu guðlausa lífi er lokið? Hver er verðskráin fyrir að brenna feitan mann og koma öskunni fyrir á vistvænan hátt svo hún mengi ekki?

FORNLEIFUR, 19.5.2018 kl. 16:52

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Hæ sálin hans Jóns míns!

FORNLEIFUR, 19.5.2018 kl. 16:52

4 Smámynd: Óli Jón

Jón Steinar: Ég er sammála, hraðinn er að aukast og þess vegna tók ég meðaltal af síðustu fimm og tíu árum. Mig grunar að fimm ára talan sé nær lagi.

Fornleifur: Hvar skal koma því fólki fyrir sem ekki trúir á drauga og uppvakninga? Ég veit það ekki, en hef ekki stórar áhyggjur af því og m.v. við þróun mála er ég ekki einn um það. Hvar heldur/vonar þú að þér verði búinn staður sem riddara ljóssins og sannleikans?

Óli Jón, 19.5.2018 kl. 17:16

5 Smámynd: Óli Jón

Fornleifur: En er staðan virkilega þannig að djöfullegu ég og andstyggðar vinir mínir sækjum í okkur veðrið? Hefur mér tekist að afvegaleiða sannkristna með þessu litla bloggi mínum? Ef svo er, þá hefur trúfesti þeirra verið býsna haldlítil þegar til þurfti að taka.

Er staðan ekki frekar mótuð af sinnu- og áhugaleysi þeirra sem ríkið hefur hingað til sjálfkrafa merkt sem trúaða við fæðingu. Er það fólk ekki bara að vakna upp við þá staðreynd að þeim hefur verið gerð upp meint lífsskoðun foreldra þeirra sem var gerð upp meint lífsskoðun foreldra þeirra og svo framvegis og svo framvegis? Getur verið að fólki finnist það hafa verið dónaskapur þegar það var skráð í trúfélag nokkurra daga gamalt eða getur verið að fólk sé bara ekki að kaupa það sem verið er að selja? Stendur barnatrúin ekki undir væntingum? Er fólki sama um guð sem, að sögn, eyddi nær öllu lífi á jörðinni í stað þess að, í almætti sínum, skoða málin og laga það sem aflaga hafði farið (að hans eigin mati)?

Ef einhver veit svarið þá hlýtur það að vera þú sem ert svo beintengdur hinu geistlega að þú virðist viss um að fá lúxusmóttökur í handanlífinu. Enginn haugur fyrir þig heldur flottustu vistarverur þar sem verðskráin skiptir ekki máli :)

Óli Jón, 19.5.2018 kl. 17:29

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Óli, getur þú ekki látið annað fólk í friði og virt rétt þess til trúar á hvað sem það óskar.

Það er enginn að æsa sig yfir sigrum ykkar í djöflavinafélaginu. Virðing fyrir öðrum er undirstaða lýðræðis og frelsis.

4Þú sýnir mjög oft með skrifum þínum um trúaða algjört virðingarleysi. Reyndar er þessi öfgaháttur hjá þér líkust öfgatrú. Þér til upplýsingar er ég ekki í neinu trúfélagi. Ég geri mér akkúrat engar vonir um líf eftir dauðann, en ég legg áherslu á að virða rétt annarra til að hafa trú, skoðanir og hegðun sem er öðruvísi en mín, nema að trúarbrögðin brjóti á lífi annarra og sé notuð til að svipta menn frelsi eða lífi.

Trúleysingjar eiga ekki einir rétt á sér og ef þeir vilja svipta aðra menn frelsi til að tjá sig, hafa skoðanir og trú, þá eru við ekki að tala um trúleysingja heldur fasista. Ég tel eftir að hafa lesið nokkra af þínum pistlum gegnum tíðina, að þú sért frekar fasisti en trúleysingi. Ég tel hins vegar enga hættu stafa af þér, því þessi meinloka þín hefur engin áhrif á aðra, en líklega mikið á sálartetrið í sjálfum þér.

Þú breytir ekki ásókninni í kirkjuna um þessar mundir. Kirkjan sjálf sér um að fæla marga í burtu og svo er ekki óalgengt að sjá hjá þjóð með litla sjálfsvirðingu (t.d. eftir efnahagshrun) að menn yfirgefi hið andlega og sæki helsetið í þar veraldlega. Það er allt hið besta mál, meðan að menn eru ekki að skipta sér að andlegum áhuga annarra og skipa þeim fyrir verkum og gera lítið úr barnstrú þeirra. Við verðum öll að vera hér.

FORNLEIFUR, 19.5.2018 kl. 23:49

7 identicon

Þalesi frá Míletos er eignuð setningin „Maðurinn skapaði guð í sinni mynd," ef einhver skyldi ekki vita það.

En ég efast um að það sé skynsamlegt að gleðjsst yfir að kirkjan veikist. Nenni samt ekki að rölstyðja það frekar því líklega endar það bara í þvargi.

Aðalsteinn Geirsson 20.5.2018 kl. 00:08

8 Smámynd: Óli Jón

Fornleifur: Ég get á sama hátt spurt hvort þú getir ekki látið mig í friði og virt mínar skoðanir. Enginn neyðir þig til að lesa það sem ég skrifa og því síður að setja inn misgóðar athugasemdir. Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að með innleggjum þínum hér ertu bara að fæða trúlausa tröllið, er það ekki? :)

Hvað hið algjöra virðingarleysi varðar, þá fannst mér nokkuð vanta upp á virðinguna hjá þér fyrr í dag þegar þú spyrtir mig við djöfulinn annars vegar og gerðir grín, að mér fannst, að því hvað yrði um hræið eftir minn dag annars vegar. Hafðu þó ekki miklar áhyggjur af þessu, ég get vel þrifist án virðingar þinnar :) Athugaðu samt að ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að vera tengdur djöflinum, en meining þín skein vel í gegn.

Er það móðgun að vera kallaður fasisti af manni, vendilega umskornum líklega, sem vill vernda *rétt* foreldra til þess að limlesta nýfædd sveinbörn? Ég held ekki. Hins vegar er ég sammála því að þetta raus mitt hér hefur sáralítil áhrif á aðra, enda hef ég aldrei gert mér væntingar um annað.

Jú, ég gæti alveg látið annað fólk í friði og virt trú þeirra og skoðanir á sama hátt og þú gerir þegar þú skrifar greinar með yfirskriftum á borð við *Silju er illt í typpinu*. En líklega eru þín hugðarefni, typpamálin og allt það, mikilvægari og réttmætari en mín.

Aðalsteinn: Mikið er óheppilegt að þú skulir ekki *nenna* að rökstyðja það að óskynsamlegt sé að gleðjast yfir því að Ríkiskirkjan veikist, það hefði verið gaman að sjá það framborið. Vonandi finnurðu nennuna bráðlega, en ég myndi þó ekki veðja á það.

Óli Jón, 20.5.2018 kl. 01:51

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er rétt sem Vilhjalmur imprar á að framgangur kirkjunnar manna í viðkvæmum málum hefur ekki hjálpað orðspori stofnunarinnar. Fólki finnst líka blóðugt eftir að punga út sex milljörðum á ári i kirkjuna að þurfa að greiða hundruð þúsunda fyrir jarðarfarir, fermingar, brúðkaum og fyri hvert viðvik og handtak presta.

Aðaltrendinn í þessu er kannski ekki almennt trúleysi eða guðfræðileg rök og mótrök hjá Jóni og Gunnu. Ég held að tðarandinn sé sá að fólki er andskotans sama að verða um alla skapaða hluti nema sjálft sig. Meira að segja góðmennskustatusar og pólitískur rétttrúnaður í facebookstatusum eru til sjálfsþjónkunnar eingöngu. Selfíöldin, þú skilur. Pótemkíntjöld tilveru þinnar útbreidd á smafélagsmiðlum fyrir hunda og manna fótum. Sjálfkynhneigðar kynslóðir sem tala bara í fyrstupersonufornöfnum. ;)

Það er ekki pláss fyrir stærra samhengi í slíkum hugum.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2018 kl. 08:27

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er sammála Villa um að láta sér litlu skipta hverju fólk trúir á meðan það skaðar engann. Hann gerist þó sekur um þá villu að tengja tilveru trúar við stofnun. Að trú fólk standi og falli með þessu steinrunna batteríi og tímaskekkju.

Ef trú eflir raunverulega samhyggð og náungakærleik er hún af hinu góða, hversu rakalaus della sem hún kann að vera. Ef trúleysið eflir fólki sjálfhverfu og sjálfsþjónkun, þá er það vont.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2018 kl. 08:36

11 identicon

Sæll Óli.

Ég átta mig ekki á þessum málflutningi.

Hverju er ég bættari ef fylgi við Vantrú minnkaði eða 
yrði að engu? Sannast sagna vil ég ekki að svo fari
því þeir leggja margt gott til umræðunnar og halda úti
vefsíðu sem býr yfir upplýsingum þar sem aðrar þrýtur örendið.

Er ekki rétt að hafa minkinn og hænsnin saman!

Ónauðsynlegt að koma á öllu víðtækari frið en að það 
haldi þann að lifa saman nokkurn veginn í sátt og samlyndi!

Húsari. 20.5.2018 kl. 15:13

12 Smámynd: Óli Jón

Jón Steinar: Hvað sem eflir fólk í sjálfhverfu og sjálfsþjónkun er vont, hvort sem það er trú, trúleysi eða hvað annað.

Húsari: Ástæða þess að ég skrifa þetta er sú að í gegnum tíðina hefur ein stærsta réttlætingin fyrir taumlausri meðgjöf til Ríkiskirkjunnar verið sú að svo og svo mörg prósent Íslendinga séu skráð þar sem félagar. Þetta hefur verið frekar þreytandi því allir vita að félagatal Ríkiskirkjunnar er byggt á fölskum forsendum þegar t.d. nær öll nýfædd börn voru skráð í hana við fæðingu. Nú má sjá stórkostlegar breytingar á félagatalinu og það hlýtur að verða hvati til þess að skoða allt þetta meingallaða og vonda styrkjakerfi sem trú og viðhengdur félagsskapur þrífst á hér heima. Þess vegna fagna ég í hvert skipti sem félagatal Ríkiskirkjunnar rýrnar því það er ein af stóru lygunum í íslensku samfélagi, en nú þegar flæðir undan kemur hið sanna í ljós.

Óli Jón, 23.5.2018 kl. 09:13

13 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Það er betra að hugsa tvisvar, þrisvar.

„En nú þykir mér það ráð, að vér látim og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“ Þorgeir kvað það lög að menn skyldu taka kristni en áfram yrði leyft að blóta leynilega, bera út börn og éta hrossakjöt."

En, aðal málefnið er að við byrjum að kenna Kristni, þannig að allir skilji við hvað er átt.

Þá er átt við að við fáum þá til að kenna okkur , sem hafa mestu menntunina í Kristnu fræðunum.

Til að byrja með rifjum við upp, hvað Nikola Tesla sagði við blaðamanninn í viðtalinu, 1899

000

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2208376/

Blaðamaður: Þú sagðir að ég sé, eins og allar sköpunarverur, ljósið. Þetta kitlar hégómagirnd mína en ég verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki nógu vel.

Tesla: Hvers vegna ættir þú að skilja, herra Smith?

Trúðu því bara. Allt er ljós. Í einum geislanum eru örlög þjóðanna, hver þjóð á sinn geisla í þessari miklu ljósuppsprettu sem við köllum sól.

Og mundu: Enginn sem hefur verið til er dáinn. Þeir ummynduðust í ljós og eru því ennþá til. Leyndardómurinn liggur í þeirri staðreynd að ljósagnirnar endurskapa upprunalega mynd þeirra.

000

Þarna virðist Tesla gera ráð fyrir að blaðamaðurinn hafi ekki stundað lestur um fjölvíða heiminn, eða reynt að þroska sjáandann í sér.

Þegar við höfum enga þekkingu á málefninu, þá getum við aðeins hlustað og trúað, ef okkur þykir málefnið þess virði.

Þá á ég við, að fá þá sem eru stjarneðlisfræðingar, kjarnaeðlisfræðingar, efniseðlisfræðingar, víddaeðlisfræðingar, það er þá sem hafa lært um hvernig heimurinn, veröldin er upp byggð.

Þessa sem lærðu um strengja fræðina, fjölheima, það er tha string theory, og multi verse.

Að sjálfsögðu verðum við allir að mennta okkur upp á nýtt bæði háir og lágir í kirkjunum.

Þegar við skiljum grundvöllinn fyrir Kristninni, þá getum við tekið ákvörðun um hvað er gáfulegt.

Gangi ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 25.05.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 25.5.2018 kl. 12:58

14 identicon

Sæll Óli.

Þakka þér fyrir svarið.

Ræða Martins Luthers King um það sem er handan
fjallsins vekur enn óskipta athygli þeirra sem á hlýða.

En er það þess virði að setja alla krafta og orku
í þetta eitt.

Er þetta ekki tálsýn að einhverju leyti.

Allt um það þá er nokkur munur á vihorfum okkar
(það hefur gerst áður!) en ég sé ekkert athugavert við það
að Þjóðkirkjan sjái um þessa skráningu þar sem aðrir gefa sig
ekki fram enda ekkert auðveldara en að leiðrétta þá skráningu;
allir eru frjálsir að því.

Mér finnst einfaldlega að þeir hagsmunir sem snúa að börnum
í þessu tilliti vega meira og yfirleitt sem kemur þessu reyndar
ekkert við þá held ég að togstreita um börn snúist meira orðið um foreldra sjálfa en ekki börnin sjálf og hvað þeim er fyrir bestu.

Mér finnst allt í lagi að staldra við og taka þá meðvituðu ákvörðun
að gefa frekar eftir heldur en að standa í einhverjum reipdrætti
sem æði oft og oftast hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Kannski við ættum bara að taka fram tillögur Vilhjálms Stefánssonar
um Ísland sem 51. ríki Bandaríkjanna! Það gæti leitt til þess að
agalaust samfélag fari að gefa því gaum sem skiptir raunverulega máli.

Húsari. 25.5.2018 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband