Ber þá enginn ábyrgð?

Guð blessi Ísland!Það er orðið býsna þreytt, þetta gamla viðkvæði um að enginn hefði getað gert neitt eftir árið 2006. Vera má að á árunum 2006-2008 hafi engar leiðir verið færar úr ógöngunum, en afsakar það þá hegðun að gera ekkert? Nei, allt gott fólk reynir hvað það getur. Ef Geir Haarde hefði t.d. komið hreint fram við þjóðina árið 2006 og sagt nákvæmlega hver staðan væri, þá þyrfti ekki að draga hann fyrir dóm í dag. En hann kaus að gera ekkert og í raun kaus hann að bæta í því á þessum tíma fór hann í reisu um heiminn til að kynna fyrir öllum sem vildu heyra að hér væri allt í góðu standi. Það væru bara vitleysingar hjá Den Danske Bank sem væru hallærislegir og fúlir. Svo þegar allt fór á versta veg setti hann upp eymdarsvipinn og bað Guð að blessa Ísland.

Ég er á því að það þurfi að beita þessu úrræði, Landsdómnum, þjóðarinnar vegna. Það er ekkert réttlæti í því að ráðherrar fái frítt spil þegar þeim var beinlínis falið að hafa þessi mál í lagi. Í besta falli voru þeir gróflega vanhæfir og í versta falli stýrðust þeir af annarlegum hvötum. Ég persónulega vil altént fá að vita í hvorn flokkinn Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir falla.

Þess vegna er Landsdómur ekki sjónarspil, heldur þjóðinni nauðsynlegur í dag.


mbl.is Landsdómur er sjónarspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

það ber örugglega einhver ábyrgð.  Þannig er það bara með öll mannana verk að einhver ber á þeim ábyrgð.

 Ég var í rauninni fylgjandi Landsdómi, þangað til þær fréttir bárust af því að þingmenn utan nefndarinnar, væru jafnvel að reyna að hafa áhrif á hverjir yrðu dregnir fyrir Landsdóm, yrði Landsdómur kallaður saman.

 Síðan tók nánast steininn endanlega úr, þegar að niðurstaða þingnefndarinnar birtist.  Eitt álit um engan Landsdóm, annað álit um Landsdóm og fjórir ráðherrar kallaðir fyrir hann og svo álit um Landsdóm en bara þrír ráðherrar kallaðir fyrir dóminn.

 Það eru meiri líkur en minni að engin þessara tillagna hafi þingmeirihluta.  Tillagan um engan Landsdóm verður klárlega felld.  En þá komum við að hinum tillögunum tveimur.

 Að vísu þarf tillagan um fjóra fyrir landsdóm, bara samþykki fimm þingmanna úr öðrum flokkum en þeim er að henni stóðu.  Hverjar eru líkurnar á því að fimm þingmenn t.d. Samfylkingar dragi sig út úr samþykkt eigin flokks til þess að greiða þeirri tillögu atkvæði sitt?  Til þess að tillaga Samfylkingar nái fram að ganga þarf að minnsta kosti atkvæði tólf þingmanna utan Samfylkingar.  Það er nánast allur þingflokkur Vinstri grænna.   Verður þá kannski Landsdómur samþykktur fyrir rest af stjórnarflokkunum í kjölfar t.d. hótana um stjórnarslit?  Verður eitthvað að marka dóm sem kallaður er saman af þeim ástæðum?  Verði tillaga Samfylkingar ofan á, þá er ekkert því til fyrirstöðu að Björgvin G. Sigurðsson taki aftur sæti á þingi þegar það kemur saman aftur þann 1. október.  Þrátt fyrir allt sem skýrsla RNA greinir frá.

Ofan á allt þetta bætast svo ummæli forsætisráðherra, að niðurstöður nefndarinnar, gætu orðið til þess að sefa almenning.  Gæti það þá orðið niðurstaðan að saman verði kokkað eitthvað pólitíkst plott um Landsdóm í þeim tilgangi meðal annars, að sefa almenning?   Værum við eitthvað bættari með því?

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.9.2010 kl. 15:06

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

En axla menn ekki ábyrgð með afsögn? Á ábyrgð stjórnmálamanna að ná lengra en það? Geri H. Haarde baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Þannig tel ég hann axla ábyrgð fyrir alla ríkisstjórnina,  með því að láta af embætti. Við kjósum þau í embættin og þannig axla þau ábyrgð með því að fara úr því.  Og svo til þess að svara spurningunni hvort að enginn beri ábyrgð þá segi ég: Jú það ber einhver ábyrgð, við öll.

Jóhann Pétur Pétursson, 12.9.2010 kl. 18:51

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvorki Geir né Ingibjörg "öxluðu ábyrgð" með að segja af sér Jóhann Pétur. Það hefði hvort eð er ekki nægt ef tekið er tillit til afglapanna. Þau sögðu bæði af sér af heilsufarsástæðum og sjá ekkert rangt í verkum sínum enn þann dag í dag.

Minni landans nær sannarlega ekki yfir þröskuld. Ef starfsmaður hjá fyrirtæki gerði slík afglöp að fyrirtækið byði ómetanlegan skaða af eða jafnvel gjaldþrot, afglöp, sem í ofanálag voru brot á lögum, myndi það nægja að hann segði sorry og segði upp? Er það ekki billega sloppið og illa fallið sem fordæmi fyrir þá sem á eftir koma? 

Nú er rætt um brot á 17. grein stjórnarskrár um ráðherraábyrgð, sem hafa verið brotin þvers og kruss af þessu fólki.  Þetta eru grunnlög landsins. Alvarlegeri bort en nokkuð annað. Er sorry og bæ nóg við því?

Af hverju situr Össur Skarphéðinsson enn í ríkistjórn en ekki á kvíabryggju eftir að hafa þverbrotið þessi ákvæði, svo ekki sé talað um innherja brask hans með sparisjóðsbréfin kortéri fyrir hrun. Þar eru meint brot á almennum landslögum látin ganga órannsökuð hjá garði og enn hefur hann frítt spil með að selja landið úr landi fyrir feita búrókratastöðu í Brussel.

Þegar lausr fallbyssur fara að hendast um dekkið í brælunni, þá á að koma böndum á þær áður en þær drepa menn eða sökkva skipinu. Össur er ein slík.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.9.2010 kl. 02:50

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á einhver von á því að þegar þingmenn rannsaka og dæma í málum þeirra sjálfra skili einhverri vitrænni niðurstöðu? Hvort sem um er að ræða flokksfélaga eða andstæðinga. Er ekki eitthvað skakkt við þá mynd?

Varðandi orð Jóhönnu um að sefa þjoðina, þá hefði hún alveg eins getað notað orðið "svæfa" eða þá sagt " þagga niður í".  Þar ræður deleríum hennar um það að andstaðan við inngöngu í evrópubandalagið sé öllu öðru um að kenna en einmitt það sem hún er. Andstaða við inngöngu í evrópubandalagið. Þau hafa túlkað hana eftir hendinni undanfarið.  Icesave var vinsælt en nú er það biturð út í hrunráðherrana, sem allir eru búnir að gleyma. Þessvegna er þetta sjónarspil í gangi og ekki af neinni ástæðu annarri.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.9.2010 kl. 03:04

5 identicon

Ég er á móti Landsdómi af nokkrum ástæðum: 

Atriði 1: Það eru mannréttindi manna að geta áfrýjað dómum sínum til æðra dómsvalds.  Það er ekki hægt með Landsdómi.  Þess vegna er betra að þetta fari fyrir héraðsdóm og svo hæstarétt.

Atriði 2: Og hvað svo ef þau eru t.d. dæmd sek?  Eða saklaus?  5 ára fangelsi?  50þús króna sekt?  Hvað er ásættanlegt?

Atriði 3: Hvaða tilgangi þjóna slík réttarhöld þar sem menn eru pólitíkst ákærðir?Eru ekki hinir réttu glæpamenn bankamennirnir?  Er ekki alltaf verið að benda á að "glæpurinn" hafi verið í raun framinn þegar bankarnir voru einkavæddir?  Geir og Ingibjörg áttu skv. því aldrei séns.  Bankamennirnir verða dregnir fyrir dóm þegar það er búið að rannsaka þetta til fulls.  Ég miklu meira á því að draga þá fyrir dóm heldur en einhverja ráðherra.

Að mínu mati eru VG bara að reyna að uppfylla óskir "dómstóls götunnar"

En þetta er svo sem bara það sem mér finnst.

Gaupi 23.9.2010 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband