Mál til komið!

Loksins er þetta þjóðþrifamál í sjónmáli. Þessi lög voru kjánalegur óþarfi þegar þau voru samin og samþykkt og eru jafn óþörf í dag.

Nú eigum við bara eftir að henda bingólögunum út í hafsauga líka og svo skráningu nýfæddra barna í trúfélög og svo ríkisfjármögnun trúfélaga og svo ...

Það er nóg eftir, því miður :(


mbl.is Bann við guðlasti verði afnumið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Enn bullar þú tóma vitleysu og rakalaust að venjubundnum hætti þínum í hatri þínu og baráttu í andkristni þinni. Þú hefur ekki sannleikann að vopni í því Jihadi þínu frekar en endranær - þvi miður.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.6.2015 kl. 19:58

2 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Hvaða tómu vitleysu áttu við? Ríkisbingólögin? Ríkisvélskráningarlögin? Ríkisfjármögnunarlögin? Notaðu orðin þín, skýrðu mál þitt! :)

Óli Jón, 24.6.2015 kl. 02:06

3 Smámynd: Óli Jón

Og af því að 1. frambjóðandi Kristilega afturhaldsflokksins meinar mér að setja inn athugasemdir á öll níu vefsetur hans, þá er rétt að hnýta eftirfarandi hér við vegna greinar hans um sama málefni og hér er til umræðu, en í henni segir hann m.a.:

Vinstri flokkarnir hafa verið mjög virkir í þessum málum og fengu það samþykkt í borgarráði um daginn að veita Samtökunum 78 (litlu félagi) 5 milljóna króna framlag árlega í þrjú ár, alls 15 milljónir. Ekki hefur, þrátt fyrir fyrirspurn, heyrzt um neina andstöðu Sjálfstæðisflokks við það.

Nokkru áður hafði framlag borgarinnar til Fjölskylduverndar Íslands, sem veitir allt að 5.000 manns aðstoð og matarhjálp, verið minnkað niður í 600.000 krónur árlega! (sjá nánar: HNEYKSLI DAGSINS). Þarna sjást áherzlur borgarstjórnar glögglega.

Frambjóðandinn sér rautt vegna 15 milljóna króna framlags til Samtakanna 78 sem daglega þurfa að standa í stórræðum til þess að bæta fyrir þá fordóma og hatursræður sem hann eys úr sér hér á blogginu og víðar. Finnst honum að frekar ætti að styrkja fátæka með matargjöfum fyrir peninginn, en gleymir því alveg að hann var að fullu sáttur við að hálfur milljarður króna fór í steypuviðgerðir á Hallgrímskirkju skömmu eftir hrun og fannst það bara fín ráðstöfun fjár þótt ekki syltu færri þá en nú.

Hann forgangsraðar því guðlegri steinsteypunni fram fyrir tóma maga þeirra sem þurfa hjálp og auðvitað langt fram fyrir homma og lesbíur, það óþurftarlið!

Frambjóðandinn mun væntanlega kippa þessu öllu í liðinn þegar breiðfylking kristinna Íslendinga ber hann á gullstól inn í Alþingishúsið við Austurvöll, hvar hann er vanur að mótmæla hástöfum á 17. júní með hrópum að fjallkonunni og bauli á þjóðsálminn.

Óli Jón, 24.6.2015 kl. 02:26

4 identicon

JVJ segir að aðeins hans galdrakarl sé varin gegn háði og spotti, sem náttlega á þá við guð íslam líka, þar sem það er sami galdrakarl

DoctorE 24.6.2015 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband