... þarf hún ekki að endurspegla trúarskoðanir einstaklinga.

Í þessari frétt Moggans kemur fram að enn hriktir í fúnum stoðum Ríkiskirkjunnar því þrátt fyrir linnulausa ríkisvélskráningu nýfæddra og trúlausra barna í trúfélög þá fækkar sauðum í félagatali hennar. Ég hef svo sem oft tjáð mig um þessi mál og ætla ekki að bæta í það núna fyrir utan það að segja hve bjartsýnn ég er á framtíðina í þessum efnum og hversu jákvæð þessi þróun er því með þessu er í það minnsta verið að leiðrétta kolrangar staðtölur í opinbörum gagnagrunnum.

Það er nefnilega þannig að merking í Þjóðskrá segir ekkert til um trúarhneigðir þess fólks sem skráð var í trúfélag við fæðingu. Þetta sér blaðamaður Moggans þegar hann segir:

"Þar sem að skráningin byggir einungis á tilkynningum til þjóðskrár þarf hún ekki að endurspegla trúarskoðanir einstaklinga.

Því má leiða traustum líkum að því að fjöldi þess fólks sem skráð er í trúfélög í dag séu þar algjörlega að tilefnislausu. Þetta sýnir sig í því að í dag skrá sig t.d. fleiri úr Ríkiskirkjunni en fæðast inn í hana og það án þess að fólk hafi af því fjárhagslegan ávinning að skrá sig úr samvistum við þessa stofnun.

En eins og ég sagði, þá er ég bjartsýnn og jákvæður vegna framtíðarinnar. Leiðréttingin hvað varðar Ríkiskirkjuna er rúmlega prósentustig árlega og þótt hún gangi of hægt fyrir sig sökum þess að ekki má hrófla við þessum tekjustofni hennar, þá er þetta samt að bíta hægt og rólega. Haldi áframhaldandi þróun áfram verður skráð félagatal hennar komið undir 50% innan 20 ára, en sú þróun mun þó verða hraðari því fólk skráir sig úr eða deyr frá henni hraðar en hægt er að ríkisvélskrá litlu börnin í hana.

Já, það er því full ástæða til bjartsýni og jákvæðni :)


mbl.is Fækkar í Þjóðkirkjunni en fjölgar í Siðmennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Óli.

Fagnið með fagnendum segir í hinni helgu bók og
gleðji það þig að sjá þessar tölur þá á ég auðvelt
með að fagna því.

Steinn Steinar mælti forðum: Í draumi sérhvers manns
er fall hans falið og í Gerplu kom Þormóður Kolbrúnarskáld
ekki fyrir sig lofkvæði sínu til konungs þá loks gafst
tækifæri að flytja það, - þó hafði hann öllu tilkostað,buru og börnum; lífshamingju.

Í ´góðæri' fæ ég með engu móti séð að um meiriháttar
garpskap sé að ræða eða Fróðárundur nokkur þó
43 hafi gengið til liðs við Siðmennt.

Í mínum augum sýnir það öfugt við þína niðurstöðu að
Siðmennt er á útleið en íslensk kirkja vinnur varnarsigurog hann eftirtektarverðan.

Húsari. 10.7.2015 kl. 18:52

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Tek undir það með þér Húsari,kirkjan vinnur á jafnt og þétt og Sið mennt er á útleið.

Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2015 kl. 20:13

3 Smámynd: Óli Jón

Húsari: Og syrgið með syrgjendum, en það hljóta forstjórar Ríkiskirkjunnar að gera við lestur þessarar fréttar. En líklega má kalla það varnarsigur að nettó tap Ríkiskirkjunnar var þó ekki nema 440 sauðir því þeir hefðu getað orðið 4.400; af svo mörgum trúlausum er að taka þar sem meginþorri þeirra sem telja sauðatal hennar voru skráðir á það við fæðingu og er það frekar aumt.

Ég minntist svo reyndar ekkert á Siðmennt í mínum pistli, en gleðst þó yfir þeim árangri sem þau samtök eru að ná.

Gleðilegan biblíudag!

Helga: Flott kaldhæðni hjá þér :) ég hefði ekki getað gert betur grín að rangtúlkun Húsara á þessari frétt. Besta grínið hjá þér er þegar þú tekur undir orð hans um varnarsigur Ríkiskirkjunnar. Takk kærlega fyrir mig!

Óli Jón, 10.7.2015 kl. 23:25

4 identicon

Sæll Óli!

Veistu ekki sjálfur hvaða frétt lá til grundvallar
skrifum þínum!

Húsari. 10.7.2015 kl. 23:51

5 Smámynd: Óli Jón

Húsari: Jú, ég þekki efni fréttarinnar mæta vel, en mig grunar að innihald hennar hafi ekki komist til skila til þín. Sökum þess ætla ég að draga saman þá efnisliði úr fréttinni sem ég gerði að umræðuefni mínu:

    • Fækkun er í Ríkiskirkjunni

    • Trúarskráning í Þjóðskrá endurspeglar ekki endilega trúarskoðun viðkomandi

    Önnur efnisatriði eru í greininni, en ég gerði þau ekki að umræðuefni mínu:

      • Fjölgun upp á 89 er í fríkirkjunum

      • Fjölgun upp á 221 er í öðrum trúfélögum

      • Fjölgun upp á 43 er í Siðmennt

      • Nýskráðir utan trúfélaga eru 275 fleiri en þeir sem duttu út

      • Yfirlit yfir breytingar á lögum úr ríkisvélskráningu barna í trúfélög

      Þú lest hins vegar þetta úr fréttinni:

        • Ríkiskirkjan vinnur eftirtektarverðan sigur (rangt)

        • Siðmennt gerði engar rósir (rangt)

        Eins og Helga gerði stólpagrín að þessum niðurstöðum þínum með leiftrandi og beittri kaldhæðni sinni þá skil ég ekki hvernig þú getur lesið þetta út úr fréttinni. Er hvergi minnst á glámskyggni í bókinni þinni?

        Óli Jón, 11.7.2015 kl. 00:26

        6 identicon

         Sæll Óli.

        Það er auðvitað þitt mál hversu oft þú rifjar upp
        fyrir sjálfum þér þær fréttir sem þú bloggar um
        en breytir engu um niðurstöðuna.

        Það er ánægjulegt og vissulega ástæða til bjartsýni
        um frmhaldið að sjá af tölum þessum að sá málflutningur
        sem uppi hefur verið hafður allt frá hruni er á hröðu
        undanhaldi og viðhengin heyri brátt sögunni til.

        Það eru góð tíðindi og vitnar enn einusinni um
        sigur ljóssins yfir myrkrinu, hversu allt líf að
        lokum er hrifið frá myrkri til ljóss og ekkert
        fær staðist

        Húsari. 11.7.2015 kl. 03:16

        7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

          Vertu ekki að gera lítið úr þér kall minn,ég er ekki í keppni við þig um neitt sem túlkast öðruvísi en mín sannfæring um Jésú son guðs.Hann gerir kraftaverk hvern einasta dag,fyrir bænir.Það er kraftur í starfi kirkjunnar og eflist með hverjum dagi.

        Helga Kristjánsdóttir, 11.7.2015 kl. 03:49

        8 identicon

        Sæll Óli.

        Heldur fannst mér það klént af þinni hálfu að nota þér skrif
        Helgu til að koma einhverju klámhöggi á mig og nú er að
        hefja sig uppúr eigin feni og biðja hana afsökunar á svo
        ósmekklegum skrifum.

        Helga skrifar um kraftaverk hér 'fyrir bænir' og skal
        ég fúslega viðurkenna að hafa séð slíkt gerast og tek undir
        orð hennar heilshugar um kraftaverk og að þau eru fyrir mér
        ekki aðeins raunveruleg heldur taka öllum veruleika fram.

        Man ég eftir að hafa skrifað um fyrirbænir (ekki hjá þér)
        sem og Faðirvorið sérstaklega en fyrir slíkum hundskjöftum
        að hvorugur treysti sér að birta þær hugleiðingar.

        Nokkuð var það undarlegt eftir að hafa verið viðriðinn slíkt
        alla tíð að skýra út eitt og annað er tengdist því efni.

        Ég vil þakka snöfurmannleg svör Helgu til þín því sizt er
        þar ofmælt um nokkurn hlut.

        Húsari. 11.7.2015 kl. 06:28

        9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

        "Tek undir það með þér Húsari,kirkjan vinnur á jafnt og þétt og Sið mennt er á útleið". Kannski ekki alveg rétt Helga, er það? Allavega ekki þjóðkirkjan. Ef skoðuð er saga úrsagna úr þjóðkirkjunni undanfarin ár sést að talan fer stighækkandi ár frá ári. Sennilega spilar þessi sjálfkrafa skráning í trúfélög við fæðingu þar inní. Með sama áframhaldi verða rétt um þriðjungur þjóðarinnar í þjóðkirkjunni um næstu aldamót. Það verður að fara að skoða það hvort eðlilegt sé að þjóðkirkjan eigi að fá ein kirkna laun presta borguð úr ríkissjóði og aðrar greiðslur þegar skráningartalan er að komast svona neðarlega. Er ekki verið að mismuna þjóðfélagsþegnum?

        Jósef Smári Ásmundsson, 11.7.2015 kl. 11:51

        10 identicon

        Þetta verður búið frekar fljótt, ungt fólk í dag trúir ekki þessari vitleysu, þó svo að menn eins og húsari þykist hafa séð hitt og þetta yfirnáttúrulegt.. fólk í dag hlær að svona þrugli.

        DoctorE 11.7.2015 kl. 13:20

        11 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

        DoctorE. Það er mjög gott að slá einhverju föstu. Þú veist ekkert frekar en aðrir hvað tekur við eftir dauðann. Sjálfur hef ég vísbendingar um að eitthvað sé til. Svo ég útiloka ekkert fyrr en ég tek á því. Ef ég þá tek á því.

        Jósef Smári Ásmundsson, 11.7.2015 kl. 14:55

        12 identicon

        Hvaða vísbendingar eru það? Persónulegar upplifanir eru ekki mælikvarði eða sönnun á einu né neinu.

        Eins og staðan er þá er ekkert sem bendir til þess að neitt annað taki við eftir dauða, ég skal ekki útiloka neitt í þeim efnum en hef engin áhöld með því að gefa þessu séns. Dauðinn er endalok okkar.

        Aftur á móti eru trúarbrögðin alveg klárlega 100% fals, lygar og púra della, della sem maðurinn skapaði þegar hann áttaði sig á að dauðinn tekur okkur jafnt og orma undir öskutunnu..

        DoctorE 11.7.2015 kl. 15:19

        13 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

        Að sjálfsögðu er ég ekki að tala um neina sönnun DoctorE. Þarna er ekki um persónulega upplifun að ræða, heldur fornleifafund á heimaslóðum þar sem draumur kemur við sögu og ekki er hægt með nokkrum hætti að útskýra. "Dauðinn er endalok okkar" er fullyrðing sem ekki er sönnuð frekar en hitt.

        Jósef Smári Ásmundsson, 11.7.2015 kl. 15:45

        14 Smámynd: Óli Jón

        Helga: Ég biðst margfaldlega forláts á þessari afbökun á skrifum þínum, en túlkun þín á veraldlegu gengi Ríkiskirkjunnar eins og það er mælt í opinberum skýrslum er bara svo langt frá því að vera í takt við fyrirliggjandi og raunveruleg gögn að ég dró þá eðlilegu ályktun að þú værir að gera kaldhæðið grín að orðum Húsarans. Þessi kraftur í starfi Ríkiskirkjunnar sem þú talar um birtist altént ekki í þeim kvörðum sem hægt er að mæla því undanfarin ár hefur félagatal hennar skroppið saman um rúmlega prósentustig árlega og jafnvel með allra besta vilja er ekki hægt að lesa eflingu og aukin kraft úr þeim staðtölunum.

        Ef þú liggur á bæn og biður fyrir aukinni vegsemd til handa kirkjunni virðist sú boðleið eitthvað stífluð því það kvak er ekki að heyrast á réttum stöðum.

        En í krafti sannfæringar þinnar bið ég þig um að gera ærlega tilraun næst þegar þú ferð í kirkju (sem er auðvitað ekki sjálfgefið m.v. aðsóknartölur þar). Líttu í kringum þig og teldu saman hversu margir verma bekkina og hvernig aldursdreifingin er. Mig grunar að þú munir sjá að fáir eru mættir og að aldursdreifingin halli yfir á gráa skalann, enda eru dyggustu fylgjendur kirkjunnar silfurgráir.

        PS. Reyndu að ímynda þér hvernig sauðatal Ríkiskirkjunnar liti ef ekki hún nyti ekki vélskráningar þjónustu ríkisins í hverju það hefur í gegnum tíðina skráð lungann af nýfæddum börnum inn á það. Spáðu í hvernig staðan væri ef þessarar vélskráningar hefði ekki notið við og reyndu að meta heiðarlega hvort allt þetta fólk sem nú er óumbeðið skráð í Ríkiskirkjuna hefði skráð sig þar að sjálfsdáðum.

        Húsari: Þú virðist haldinn sömu skynvillu og Helga og þýðir lítið að þrefa við mann sem bítur í dragúldinn fleskbita og segist kenna þar dásemdarbragðs sætabrauðsins. En af því að ég er þolinmóður maður tók ég saman tvenns konar staðtölur sem sýna raunverulega hvernig kirkjan er að vinna jafnt og þétt á (lesist: hún er ekki að vinna á):

        Skólabörn skráð í Ríkiskirkjuna
        Árið 2005 voru 87,7% skólabarna skráð í Ríkiskirkjuna, en árið 2014 var það hlutfall komið í 78,3% sem merkir fækkun um rúmlega 9 prósentustig. Í beinhörðum tölum voru þetta tæplega 9.400 börn í fyrra sem er rúmlega 4 þúsund fleiri en árið 2005.

        Nýfædd börn eru síður skráð í Ríkiskirkjuna
        Í fyrra voru 960 færri nýfædd börn vélskráð í Ríkiskirkjuna m.v. árið 2005. Þetta er auðvitað óþolandi því hingað til hefur flest öllum börnum verið mokað inn á sauðatalið, en nú dregur úr því og þessi þróun á eftir að taka kipp þegar þessir einstaklingar eignast börn því þau verða þá ekki vélskráð í Ríkiskirkjuna heldur. Þessi dauðaspírall skelfir forstjóra Ríkiskirkjunnar því þeir eru ekki vanir því að þurfa að bera sig eftir sauðunum, ríkið hefur hingað til séð um smalamennskuna.

        Mig grunar loks að þú þekkir ekki raunverulega merkingu orðsins 'ofmælt' m.v. þína túlkun á því :)

        Jósef: Þetta er rétt, úrsagnir úr Ríkiskirkjunni tala sínu máli og svo vegur auðvitað þungt þegar nýfædd börn eru ekki skráð í það félag við fæðingu í eins miklum mæli og áður. Þetta tvennt samanlagt gerir það að verkum að nú flæðir undan kirkjunni og hún er á leið í það að verða það 10-20% trúfélag sem mig grunar að hún sé, en því miður þurfum við að lifa við útblásnar og kolrangar staðtölur um trúarskráningu sem hafa í gegnum tíðina bjagast og aflagast vegna ríkisafskipta.

        Óli Jón, 11.7.2015 kl. 17:45

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband