Miðvikudagur, 20. maí 2009
Enn ein skrautfjöðurin í kollhúfu kaþólikka
Hvað er það við kaþólskuna sem elur á þessari hegðun? Hvernig verða þeir sem gefa sig út fyrir að vera manna bestir í raun allra manna verstir þegar til kastanna kemur? Er það þráhyggjan sem kaþólska kirkjan er haldin gagnvart kynhegðun fólks? Hún virðist alltaf boðin og búin til að leggja venjulegu, og óvenjulegu, fólki línurnar í kynferðismálum, en sér ekki sjálf að hún er mest þurfi þegar kemur að ráðgjöf í þeim efnum! Var ekki einhvers staðar talað um flís og bjálka? Það geta ekki verið markverð skrif fyrst hin háa kaþólska kirkja tekur ekki mark á þeim!
Kynferðislegir undirtónar enduróma í þessari skýrslu þar sem fórnarlömbin eru, venju samkvæmt þegar kaþólskir prestar eru annars vegar, saklaus börn. Spillingin og óhugnaðurinn hefur teygt anga sína út um alla kirkjuna því þarna er skelfilegri og skipulagðri yfirhylmingu lýst. Barnaníðingum er ítrekað forðað frá handtöku, rannsókn mála er tálmuð og réttlætinu drepið á dreif.
Þetta er sorgleg og ljót saga, en það sorglega er að þetta er bara enn einn kaflinn í langri og ömurlegri sögu sem enn er skrifuð víða um heim á kostnað barna, sem í langflestum tilfellum eru bjargarlaus fórnarlömb í þessum hildarleik!
Írsk börn sögð hafa verið beitt ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 18. maí 2009
Spænski rannsóknarrétturinn
Það kemur auðvitað ekki á óvart að kaþólskir skuli hafa velþóknun á pyntingum, enda eru pyntingar samofnar sögu þeirrar kirkju. Í því samhengi er t.d. nærtækt að benda á Spænska rannsóknarréttinn, en sú dásamlega stofnun var við lýði í um 350 ár og var mikið dálæti forstjóra kaþólikka á hverjum tíma, enda reyndist hún þeim happa- og heilladrjúg í mörgum málum.
Líklega hafa stofnanir á vegum kaþólikka verið hvað afkastamestar í gegnum tíðina hvað varðar þróun pyntingartækja hvers konar því það reið á hjá páfum og prelátum hennar að draga 'sannleikann' út úr fórnarlömbum hennar á sem skemmstum tíma hverju sinni, nú eða 'endurinnrétta' fórnarlömbin í nýrri og fallegri trú :) Pyntingameistarar samtímans eiga því kaþólsku kirkjunni mikið að þakka fyrir framlag hennar til þessa málaflokks í gegnum tíðina.
Þetta kemur því ekki á óvart, síður en svo.
Kristnir hlynntari pyntingum en aðrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 18. maí 2009
Guðs útvalda stjórn
Ég held að vandamál Bush-stjórnarinnar hafi verið það að hún var hreinlega ekki nógu trúuð, ekki nógu mikið kristin. Ef aðeins þeir félagar hefðu vitnað meira í Biblíuna og beðið meira, þá hefði þeim og okkur öllum farnast vel.
Þeir trúðu bara ekki nógu mikið ... kallagreyin!
Rumsfeld vitnaði í Biblíuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. maí 2009
Mjór er mikils vísir
Ég skil vel að þessir þingmenn skuli frekar hafa kosið að vera úti meðan á messunni stóð og veðja ég á að við næstu þingsetningu verði þeir umtalsvert fleiri. Brestirnir í óhelgu sambandi ríkis og Ríkiskirkju verða bersýnilegri með hverjum deginum sem líður sem sést glögglega í þessum góða verknaði.
Ég tek hatt minn ofan fyrir þessu fólki :) Lifið heil!
Vorþingið sett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 14. maí 2009
"Guð blessi Ísland!"
Þetta er þarft og gott framtak hjá Siðmennt. Í mínum huga er það óþolandi og ólíðandi að kirkjuferð skuli vera hluti af setningu Alþingis, jafnvel þótt við séum undir oki Ríkiskirkjunnar. Þingsetningin á að vera veraldleg, enda er viðfangsefni þingsins veraldlegt. Eftir setninguna geta þingmenn farið í kirkju, ef þeir vilja, eða bara hvert annað sem hugurinn ber þá. Það er hið besta mál. Mér er reyndar til efs að margir þeirra færu í kirkju, ef sú ferð væri ekki ankanalegur hluti ritúalsins, en það er annað mál :)
Í dag þarf þjóðin ekki á bænum að halda. Hún þarf á kaldri veraldlegri íhlutun að halda sem ekki er grundvölluð á óskhyggju og sókn eftir óáþreifanlegum fyrirbærum. En þetta er hluti þess skatts sem við greiðum fyrir að vera undir Ríkiskirkju sett, því miður.
"Guð blessi Ísland", sagði Geir Haarde forðum daga með eymdarlegu uppliti manns sem var kominn út í horn og átti ekkert hálmstrá eftir. Mikið hefur sú blessun reynst okkur vel!
Hugvekja í stað guðsþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Afnám skylduskráningar í trúfélag móður
Nú tekur ný ríkisstjórn brátt við. Á þeim tímamótum vona ég að nýr dómsmálaráðherra hyggi að því að afnema skylduskráningu hvítvoðunga í trúfélag móður, en núverandi dómsmálaráðherra hefur haft þetta óréttlætismál til skoðunar.
Mikil blessun yrði að því að losa ungviðið undan þessu :)
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Auð atkvæði eru stuðningur við gömlu flokkana
Það er skelfilegt til þess að hugsa að fólk skuli ætla að skila auðu, sér í lagi vegna þess að með því að skila auðu telur það sig vera að mótmæla lélegum kostum í stöðunni.
Ítrekað hefur verið sýnt fram á að autt atkvæði gagnast engum nema þeim gömlu flokkum sem fólk er að mótmæla. Hvert autt atkvæði fer ekki til framboðs sem ekki er hokið af langri fortíð í stjórnmálum. Auða atkvæðið rennur í raun beint til gömlu flokkanna, þeirra sem 'auða' fólkið er að mótmæla. Það eru mótmæli í lagi!!! Gömlu flokkarnir fagna þessum mótmælum, enda sjást þau ekki skora á fólk að skila ekki auðu. Segir það ekki allt sem segja þarf?
Málið er að ef gömlu flokkunum stæði ógn af auðum atkvæðum, þá myndu þeir svikalaust beita sér gegn þeim! Það þarf enginn að fara í grafgötur um annað.
Kostirnir eru því ótvíræðir:
- skilaðu auðu ef þú vilt styðja gömlu flokkana
- merktu við O ef þú vilt senda þeim skilaboð um breytingar
Fleiri munu skila auðu og strika yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.3.2010 kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Laugardagur, 18. apríl 2009
Skilið endilega EKKI auðu!
Ætlarðu að refsa gömlu flokkunum fyrir getu- og/eða aðgerðarleysið og skila auðu?
Veltu þá eftirfarandi fyrir þér:
- Gömlu flokkarnir fá 63 þingsæti ef 10% skila auðu!
- Gömlu flokkarnir fá 56 þingsæti ef 10% kjósa annað!
Hvort virkar betur?
Kjóstu Borgarahreyfinguna, X-O!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2010 kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Góður páskadagur ...
Þessi dagur hefur verið hinn besti. Ég hef getað nýtt þennan dag til ýmissa verka sem um langt árabil voru bönnuð, s.s.:
- verslað
- farið í bíó
- keypt mér skyndibita
og fleira og fleira. Er ekki gott að vera til?
Batnandi þjóð er best að lifa :)
Föstudagur, 10. apríl 2009
Skilið endilega auðu!
Nú virðist einn af hverjum tíu kjósendum ætli að skila auðu ef marka má frétt Stöðvar 2 sem ég heyrði í fyrrakvöld. Þessu fagna ég afar mikið því það merkir einfaldlega að mitt atkvæði vegur þeim mun meira. Fyrir hvert atkvæði sem fer autt í kjörkassann verður mitt atkvæði áhrifaríkara.
Því segi ég við þá sem eru að velta þessu fyrir sér að skila endilega auðu, en hafið í huga að það jafngildir því að því lýsið þið yfir að skoðun ykkar hafi ekkert vægi. Að þið hafið ekkert til málanna að leggja. Að ykkar sjónarmið sé einskís virði.
En skilið fyrst og fremst auðu svo mitt atkvæði vegi þyngra. Plís!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2010 kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)