Góður páskadagur ...

Þessi dagur hefur verið hinn besti. Ég hef getað nýtt þennan dag til ýmissa verka sem um langt árabil voru bönnuð, s.s.:

  • verslað
  • farið í bíó
  • keypt mér skyndibita

og fleira og fleira. Er ekki gott að vera til?

Batnandi þjóð er best að lifa :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til fróðleiks má benda á að fæst af þessu væri þér heimilt ef skoðanir þeirra sem stýra núverandi minnihlutastjórn hefðu á sínum tíma orðið ofan á þegar tekist var á um þetta athafnafrelsi, rétt eins og ýmislegt annað frelsi sem þykir sjálfsagt í dag og margir nýta sér, svo sem að hlusta á annað en ríkisfjölmiðla eða að kaupa sér flösku af bjór. Allt þetta helsi hefur verið verið rökstutt í sömu veru: Þetta er óhollt, ómenningarlegt og í andstöðu við góða siði.

Ég er því sammála þér, það _er_ gott að vera til. Fróðlegt að sjá hvaða glaðning komandi vinstri stjórn mun bera í skauti sér fyrir frelsi okkar þegnanna. Nú þegar er farið að glitta í það: Nú í miðri bráða-kreppunni telur stjórnin mikilvægast að banna nektardansmeyjum að dilla sér framan í auma karlpunga sem vilja borga fyrir að góna á þær. Sem fyrr: óhollt, ómenningarlegt og í andstöðu við góða siði. 80 dagar stjórnarinnar að verða liðnir. Við taka eittþúsundfjögurhundruðogsextíu í viðbót.

veeei...

HHH 13.4.2009 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband