Ætlað samþykki

LíffæragjöfÍslendingar eiga að stefna að því að vera sjálfum sér nógir í þessum efnum. Við eigum skilyrðislaust að festa það í lög að heilbrigðisyfirvöld hafi sjálfkrafa rétt til þess að taka líffæri úr látnu fólki nema skýr yfirlýsing hins látna um hið gagnstæða liggi fyrir.

Ég hef áður skrifað um þetta mál og fullyrði þar hiklaust að það sé fullkomnasta birtingarmynd eigingirni að neita líffæragjöf. Burtséð frá því hvort fólk haldi að eitthvað taki við eftir þetta jarðlíf, þá er nokkuð ljóst að líkamar okkar gagnast engum, hvorki okkur né öðrum, eftir okkar dag. Hins vegar geta þeir gagnast öðrum og það verður að vera það sjónarmið sem ræður.

Því skora ég á málsmetandi menn að festa ætlað samþykki í lög og stuðla þannig að bættri heilsu landsmanna. Sú ráðstöfun myndi einnig létta þrýstingi af aðstandendum sem virðast frekar hallast að því að neita yfirvöldum um leyfi til líffæratöku. Líklega kemur þar til virðing og væntumþykja í garð þess látna, en á þessari stundu getur fólk líklega ekki gert sér fulla grein fyrir því hverju það er að neita.

Ég bendi á eftirfarandi greinar í þessu samhengi:

Þetta eru sannarlega lífsnauðsynlegir varahlutir! Umgöngumst líffærin sem slík.


mbl.is Líffæraflutningar endurskoðaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Sammála, ef mín líffæri geta komið einhverjum til betri heilsu þegar ég er hættur að þurfa á þeima að halda þá er það velkomið.

Eins og þú segir er allt annað einhver furðuleg eigingirni. Skrítið að vilja frekar að líffærin verði maðkafæða heldur en að þau komi öðrum til heilsu.

Einar Steinsson, 2.9.2008 kl. 10:26

2 identicon

vil benda á það að skv fréttum í gær gefa íslendingar fleiri líffæri en þeir þiggja.

noname 2.9.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ætlað samþykki er hrottaleið þar sem líffæri eru ryfin úr fólki án samþykkis þess eða þeirra nánustu. Slíkt er brot á öllum siðareglum og algerlega óþarfi. Í staðin væri hægt að senda fólki, sem ekki hefur tekið afstöðu til hvort það vill vera líffæragjafi, bréf þar sem það er hvatt til að taka afstöðu og sagt frá hvernig það geti borið sig að við það. Þetta mætti gera árlega, eða á fimm ára fresti allt eftir hversu vel gengur að fá fólk til að taka afstöðu. Lagabreytingar um ætlað samþykki eru bara auðveld almenningstengslabrella fyrir stjórnmálamenn sem vilja láta líta út fyrir að þeir séu að gera eitthvað fyrir hina sjúku.

Héðinn Björnsson, 2.9.2008 kl. 11:03

4 identicon

Önnur hugmynd væri að setja á nefskatt sem skráðir líffæragjafar fengju síðan 100% afslátt af.

En er annars möguleiki að Íslendingar verði sjálfum sér nógir í líffæragjöfum/-ígræðslum?

Þó að líffæragjöf Íslendinga (um 9 á ári) virðast samsvara þörfum Íslendinga (um 7-8 á biðlista) er þar með ekki sagt að líffærin passi.

Karma 2.9.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband