Lífsnauðsynlegir varahlutir

FramhliðÞað er gaman að sjá að liðsmenn Íslands í dag skuli nú fjalla um líffæragjöf, eitt þessara mikilvægu mála sem einhvern veginn fara iðulega á milli skips og bryggju. Þetta er hinum lifandi mikið hagsmunamál enda hefur tækni og færni lækna í tengslum við líffæraflutninga. Í raun má líta á það að synja beiðni um líffæragjöf eftir andlát sem einum eigingjarnasta verknaði sem um getur því það er nokk ljóst að við gerum ekki mikið við hinar jarðnesku leifar okkar eftir okkar dag, hvort sem það er líf eftir þetta eða ekki. Að flestum skuli þykja betra að vita af lífsnauðsynlegum varahlutum í bræður okkar og systur þar sem þeir gera ekkert gagn, það er ofar mínum skilningi.

BakhliðAuðvitað ætti þetta ekki að vera nein spurning hjá neinu okkar. Við eigum að hyggja að þessu mikilvæga máli meðan við höfum tök á og gera þær nauðsynlegu ráðstafanir svo við getum gert gagn þegar við loksins fjörum út. Tillaga þingmannsins Ágústs Ólafs Ágústssonar varðandi þetta mál er af hinu góða og við eigum að nýta ökuskírteini til þess að koma þessum vilja okkar á framfæri. Í raun ætti einnig að nýta debet- og greiðslukort til þess arna, enda ganga mun fleiri með þau á sér að staðaldri. Í millitíðinni er hægt að nálgast kort á vef landlæknis, fylla það út og prenta. Ég var sjálfur ekki hrifinn af því korti og bjó mér því sjálfur til mitt eigið sem er einfaldara og skýrara (altént að mínu mati). Þetta kort er ég með í veskinu og vona ég að það rati í réttar hendur ef tilefni gefst til.

Er ekki mál til komið að við tökum nú vel á þessu máli af óeigingirni og gefum leyfi til þess að nýta megi líffæri okkar til góðra verka þegar við höfum skrölt síðasta hringinn hér! Ef einhver heldur að hann hafi þörf fyrir hjarta, nýru, lifur eða lungu eftir að hann hrekkur upp af, verður sá hinn sami fyrir miklum og sárum vonbrigðum :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband