Árás á Ísland afstýrt ... til 20. september!

Innrás 2008Ég svaf svo vært í nótt.

Allt frá því að Frakkarnir hættu að fljúga yfir landinu hef ég verið viti mínu fjær af ótta yfir því að nú gæti einhver ráðist á landið mitt. Nú væri landið öllum opið.

En ég svaf vært í nótt.

Um allan heim brugga vondir menn Íslandi launráð. Þeir sitja um landið og sæta færis að ráðast hér inn með offorsi við fyrsta tækifæri. En ekki núna.

Nú sef ég rótt.

Því nú gæta mín Bandaríkjamenn sem fljúga linnulítið yfir landið, rétt eins og Frakkarnir hér í denn. Æ, hvað ég var öruggur þá. Næstum eins öruggur og núna. Ég hreinlega elska Kanana og loftrýmisgæsluna þeirra.

Og nú sef ég vært.

En nú fer að naga mig, nístandi kvíðinn! Verður ráðist á okkur 21. september? Eða kannski 22. september? Eða bíða óvinir Íslands til 25. september? Óvissan er þrúgandi!!!

Því Kaninn fer 20. september!!!

Hvað verður um litlu okkur, alein úti í ballarhafi? Berskjölduð gegn árásum, aumingja litlu við. Væri kannski gott að eiga svolítið af klasasprengjum núna? Eða S-400 loftvarnaflaugum? Stinger-flugskeyti? Gripen orrustuþotur? Þrjú þúsund manna þungvopnað herlið?

Væri það ekki 'kúl'?

PS. Ég velti því fyrir mér, svona út frá herfræðilegum sjónarhóli, hvort það sé alltaf snjallt að gefa út fréttatilkynningar þegar landið er varið og tilgreina hvenær við erum óvarin. Er það ráðlegt að gefa óvinum okkar upp nákvæmlega hvenær við erum veik fyrir og hvenær ekki? Kannski á þetta bara að pirra þá? Við erum varin í júní og fram í miðjan júlí og svo aftur í september. Þeir hugsa auðvitað með sér, allir óvinir Íslands;

Við getum ekki ráðist á Ísland frá miðjum júlí og fram í lok ágúst því Bandaríkjamenn koma í september og reka okkur í burtu aftur. Nei, við skulum bara láta þetta eiga sig og ráðast á einhvern annan í staðinn.

Er þetta máské kjarninn í þessari 'snjöllu' varnaráætlun? Að láta líta út eins og við séum með svo heimskulega varnaráætlun að óvinir okkar telji að hún hljóti að vera snjallasta og besta varnaráætlun í heimi. Máské?

En nú sef ég vært ... til 20. september!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma Cern hraðlinum... allt búið 10.-11. sept gói minn :)

DoctorE 1.9.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er auðvitað augljóst að vígvæðast sómalskir sjóræningjar að undirlagi kínverja og indverja, til að ráðast á sína fornu fjendur, íslendinga...

Haraldur Davíðsson, 1.9.2008 kl. 18:13

3 identicon

  Hvílíkt bull í þér....    

Auður 2.9.2008 kl. 00:41

4 Smámynd: Óli Jón

Bull ... eða einstök snilld?  :)

Óli Jón, 2.9.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband