Fimmtudagur, 11. janúar 2018
Ég vil að ríkið innheimti sóknargjöld
Sóknargjöld, þessi meintu félagsgjöld sem margir vilja kalla, tilheyra þessum undarlegu fyrirbærum í þjóðfélaginu sem fáir átta sig á. Nú er það þannig að sagt er að ríkið innheimti þessi gjöld, en samt fær enginn greiðsluseðil, sundurliðun á skattskýrslu eða afdrátt af launaseðli. Ríkið er því ekki að innheimta þessi gjöld, heldur eru þau tekin úr sameiginlegum sjóðum borgaranna og því borga, í raun, allir sóknargjöld.
Ég hef skrifað margar greinar um sóknargjöld og hvatt til þess að þau verði afnumin í núverandi mynd. Nú ætla ég að víkja aðeins af leið og mælast til þess að raunveruleg innheimta sóknargjalda verði tekin upp. Mín vegna má ríkið sjá um innheimtuna alveg ókeypis, en gjaldið verður að vera sérgreint og aðeins tekið af þeim sem skráðir eru í trú- eða lífsskoðunarfélag. Ríkið heldur skrá yfir þetta fólk og því eru engin tækni- eða framkvæmdaleg vandamál sem gætu tálmað málið.
Það er mín stað- og bjargfasta trú að allir Íslendingar geti fylkt sér um þessa tillögu og gert hana að sinni. Hún er sanngjörn gagnvart öllum. Aðeins þeir sem eiga að greiða munu fá rukkun. Trú- og lífsskoðunarfélög verða ekki fyrir búsifjum því tryggt verður að ríkið muni sjá um innheimtuna án kostnaðar fyrir þau. Til að gera þetta enn betra fyrir þessi félög yrði tryggt að þau gætu sjálf ákveðið hvaða upphæð yrði innheimt án þess að einhver opinber starfsmaður kæmi nálægt því. Gjaldið gæti því verið 500 kall eða fimm þúsund kall á mánuði, það væri alfarið þeirra val. Öll gjöld myndu innheimtast því ríkið sæi um það. Allir græða; félögin, félagar þeirra og þeir sem standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga.
Er þetta ekki gott markmið fyrir árið 2018?
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Sæll Óli.
Long time no seeing!
Ég tek heilshugar undir þessa tillögu þína
og rök þau sem þú færir fyrir henni.
Machen wir das!
Húsari. 11.1.2018 kl. 10:13
Húsari: Þetta er besta ráðið í stöðunni.
Óli Jón, 11.1.2018 kl. 10:39
Óli Jón. Ísland er sem betur fer nokkurn veginn alveg öfgalaust kristið ríki í stjórnsýslu-raunveruleikanum.
Þess vegna eru gjöld til kristins ríkistyrkts kirkjuþjónanna sjóðs á Íslandi réttlætanleg að mínu mati.
Eini möguleikinn fyrir allskonar ríkiskerfisrekstursins opinberlega svikna og auralausa einstaklinga á Íslandi, er að leita sér sáluhjálpar við óvæntum áföllum hjá ríkiskirkjunnar þjónum.
Gjörsamlega skattrændir, kerfissviknir og auralausir einstaklingar fá hjálp hjá ríkiskirkjunnar þjónandi sálgæsluprestum. Án skilyrða um að eiga feitar peningapyngjur.
Er það of gott fyrir kerfissvikna, skattrænda, auralausa og kerfisþrælandi einstaklinga Íslands í sínum áföllum, að geta leitað sér sáluhjálpar hjá kirkjunnar sálfræðimenntuðu þjónandi prestum?
Ekki veita bankar og lífeyrissjóða-stýrandi fjármálakerfin áfallahjálp fyrir auralausa og banka/lífeyrissjóða-svikna einstaklinga? Sálfræðitíminn ríkis-ó-niðurgreiddi kostar 12-15 þúsund krónur klukkutíminn, eða annars öll líffærin úr líkama einstaklinganna auralausu fyrir sáluhjálpinni?
Félagsþjónusta sveitarfélaga segjast ekki vera bankar, og bankar segjast ekki vera félagsþjónustur? Þannig er staða Íslands í dag!
Veit kannski enginn lengur hvað orðin sálgæsla og áfallahjálp þýða í raun, hér á Íslandi?
Heldur fólk kannski að undirheima-sölunnar vörusvika-eiturbras og svartamarkaðs-peningar hjálpi og græði allra tegundanna sálarsár áfallanna?
Hvert er markmiðið í raunverulegu stjórnsýslunni?
Eru kirkjunnar sálgæsluþjónar taldir hættulegri, heldur en villimanna-rænandi banka og lífeyrissjóðanna lög/dómsstóla-verndaðar, og sálardrepandi mafíur undirheima-afbrotaviðskipta Íslands?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir 11.1.2018 kl. 21:47
Ó J
Það er greinilegt að þú hefur ekki tekið þér tíma í að lesa skrif ýmissa sem hafa reynt að segja ér hversu mikið þú hefur rangt fyrir þér í þessu máli alla tíð. Það er eins og með gæsina, hún blotnar ekki þó á hana sé skvett vatni. Þú hlustar bara á það sem þér finnst að eigi að vera og skelli skollaeyrum við rökum þeirra sem reyna að sýna þér raunveruleikann.
Ég ætla að benda þér einu sinni enn á að lesa lögin um sóknargjöld, greinargerðina með frumvarpi þeirra laga og svo má hnykkja á með því að lesa fundargerðir nefndar ráðherrans, með fulltrúum trúfélaga og ráðuneytis, sem bað um að ríkið sæi um innheimtu þeirra, sem trúfélögin höfðu gert fram til setningu þeirra 1987.
En sem fyrr hustar þú væntanlega einungis á eigin draumóra, fremur en kynna þér þessa hluti.
Þú segir jafnan að svart sé hvítt, og virðist trúa því sjálfur.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.1.2018 kl. 23:17
Pred.: Vandamálið er að ríkið innheimtir ekki, eins og þú vel veist, heldur borgar bara. Ég er að biðja um að innheimtufyrirkomulagið verði tekið upp að nýju og þá með þeim auka kostum fyrir öll trú- og lífsskoðunarfélög að þau geti sjálf ákveðið upphæð þeirra gjalda sem ríkið innheimtir. Þannig þyrfti Ríkiskirkja t.d. ekki að væla í ríkinu um hækkun, hún myndi bara ákveðan sjálf hvað hún vildi fá.
Óli Jón, 11.1.2018 kl. 23:46
Ó J
Já, sem ég vissi, þú ætlar ekki að kynna þér sannleikann, en heldur þig í draumheimum í stað þess að kynna þér málið.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.1.2018 kl. 00:06
Pred.: Heldur þú þig við þá firru að ríkið innheimti sóknargjöldin í dag?
Óli Jón, 12.1.2018 kl. 11:27
Hvar fékkstu þessar fundargerðir og hvað kemur fram í þeim? Komdu með einhverjar tilvitnanir.
En hvað svo sem stendur í þeim, þá er framkvæmdin alveg ljós af sjálfum lögunum og það er alveg klárt að sóknargjöld eru í raun ekki í til nema sem framlög ríkisins.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.1.2018 kl. 22:21
Pred.: Nei, ríkið innheimtir ekki sóknargjöld og gefur trúfélögum þess í stað pening. Ríkiskirkjan vælir svo reglulega um að hækka þurfi trúartollinn.
Mín tillaga gengur út á að ríkið hefji innheimtu á sóknargjaldi og að hvert trú- og lífsskoðunarfélag geti sjálft ákveðið upphæðina. Þá fær Ríkiskirkjan loksins það sem hún telur sig eiga inni hjá þjóðinni.
Hjalti: Þú átt að vita betur. Pred. kemur aldrei með haldbær gögn, hann talar bara í hringi og í kross og spólar sig þannig sífellt dýpra ofan í rökleysusvaðið :) Hann mun aldrei geta komið með vísanir í neitt enda fátt að finna sem styður þessar sérstöku skoðanir hans.
Óli Jón, 13.1.2018 kl. 00:28
Láta innheimtuþjónustur um þetta (Fortis, Momentum.......)
Ekki flókið.
Þeir sem ekki greiða, verða ekki sóttir til saka, heldur skráðir utan trúfélaga, án dráttarvaxta.
Raunkostnaður við skírnir, jarðarfarir og brúðkaup verður rukkaður að fullu og allir sáttir. Leggjum niður kirkjugarða og þéttum byggð í staðinn og ýmist heygjum lík í landfyllingum, eða brennum og notum í áburð.
Allir sáttir.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 13.1.2018 kl. 02:28
Sæll Óli.
Kann að vera að þurfi að taka kerfið
til gaumgæfilegrar athugunar að öllu leyti.
Vel mætti hugsa sér hækkun sóknargjalda og að
grafarbissnesinn yrði innifalinn í gjaldi
og því oki þar með aflétt af því fólki sem
engin tök hefur til að standa undir fáránlegum
útlátum í þessu sambandi.
Enginn vafi er á að langflestir vilja greiða sitt
en ævilöng örvænting og skömm fylgir því
í núverandi kerfi að geta það ekki.
Senmnilega er nefskattur langheppilegastur.
að sóknargjöld hækki um helming frá því sem nú er
og að athafnir allar hverju nafni sem nefnast
verði eftirleiðis kirkjunnar og/eða annarra
að sjá um að fullu og öllu: útfarir og prestverk öll.
Segi eins og Jósefína í Nauthól: Er þetta ekki
nokkuð gott hjá mér?(!)
Húsari. 13.1.2018 kl. 09:50
Óli Jón: Ég held að það sé rétt hjá þér að ég sé allt of bjartsýnn.
Svona til gamans, þá er hérna alvöru tilvitnun í alvöru greinargerð um lög um sóknargjöld:
"Rétt er að benda á í þessu sambandi að þrátt fyrir nafngiftina innheimtir ríkið í reynd engin sóknargjöld heldur er um það að ræða að framlagið er reiknað samkvæmt lögum á grundvelli framangreindra viðmiða." (http://www.althingi.is/altext/137/s/0155.html)
Ríkið innheimtir engin sóknargjöld!
Svo vill svo skemmtilega til að ég er með minnisblað frá sjálfum þáverandi kirkjumálaráðherra, Jóni Helgasyni, þar sem fram kemur að þetta séu hrein og bein framlög ríkisins og alls ekki innheimt. Ég mun að sjálfsögðu ekki koma með neinar nánari útskýringar eða tilvitnanir í þetta minnisblað! :P
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.1.2018 kl. 10:42
Kakó-predikarinn notar þá "taktík" sem sumir þjónar Þjóðkirkjunnar telja gagnlegar í þessu máli: að forðast eins og heitan eldinn að ræða efnislega um rök með og á móti sóknargjaldafyrirkomulagi, en hella sér í staðinn í miklar rökræður og málalengingar um að sóknargjaldafyrirkomulagið sé einhvernveginn allt öðru vísi en það er í raun og veru.
Þetta er dálítið sérstök taktík en Kakó og fleiri hafa haldið sig við hana árum saman. Dálítið eins og að reyna að ræða kosti og galla vaxtabóta við einhvern sem svara bara að vaxtabætur sé ekki til.
Skeggi Skaftason, 13.1.2018 kl. 22:28
Já, Pred. þegir þunnu hljóði enda mátaður út í horn. Hann treystir sér ekki í raunverulega innheimtu fyrir þjóðnýtta Ríkiskirkju, enda hlýtur hann að vera gallharður kommúnisti sem vill ekkert frekar en að ríkið haldi öllu uppi.
Svo veit hann reyndar líka að raunveruleg innheimta yrði náðarhöggið því félagarnir vilja ekki og hafa aldreið viljað borga, en það er annað mál.
Óli Jón, 13.1.2018 kl. 22:37
Þjóðkirkjan er hvorki "ríkiskirkja" né "þjóðnýtt". Hún er sjálfstætt trúfélag með innri stjórn á eigin málum. Hún nýtur sóknargjalda meðlima sinna rétt eins og hvítasunnumenn, kaþólskir, Vegurinn, Íslenska Kristskirkjan, Ásatrúarfélagið, Búddhistar, múslimar og jafnvel Siðmennt!
Óla Jóni og félögum hans í Vantrú gengur það eitt til að valda Þjóðkirkjunni og kristnum sið sem mestum skaða, ekki að bæta hér úr málum á neinn hátt.
Jón Valur Jensson, 14.1.2018 kl. 13:40
Þjóðkirkjan stjórnar EKKI:
a) upphæð sóknargjalda
b) "innheimtu" sóknargjalda
c) launum presta
d) fjölda presta
e) fyrirkomulagi Kirkjuþings
og MÖRGU fleira. Svo kirkjan er nú ekki ýkja sjálfstætt trúfélag.
Skeggi Skaftason, 15.1.2018 kl. 13:33
... segir dr. Össur Skarphéðinsson, sem þrátt fyrir lærdóm sinn í líffræði vatnafiska og vellaunuð störf í ráðherraembættum og þingmennsku þorir ekki að skrifa hér undir nafni og kannski ekki að leggja nafn sitt við þessa óbeinu árás sína á Þjóðkirkjuna.
Maðurinn er reyndar fyrrverandi Þjóðviljaritstjóri, Icesave- og ESB-jarðýta og stjórnarskrárbrjótur í þeim hlutverkum sínum og því að engu treystandi, þegar kemur að almannahag.
Jón Valur Jensson, 15.1.2018 kl. 13:42
Jón Valur: Ég skora á þig að nafngreina meintan Predikarinn fyrst þér er svo auðvelt að nafngreina aðra!
Óli Jón, 15.1.2018 kl. 15:32
Leyfum Jóni að ímynda sér að Össur Skarphéðinsson gefi sér tíma til að skrifast á við hann. (Það mun koma Jóni skemmtilega á óvart ef og þegar hann kemst að því að ég er í raun Ólafur Ragnar Grímsson að skrifa undir dulnefni!)
Skeggi Skaftason, 15.1.2018 kl. 21:26
Skeggi: Þeirri kenningu hefur verið fleygt að Pred. sé 'alter ego' Jóns Vals og er hún, sem slík, býsna góð og skemmtileg. En það leggst lítið fyrir svona mönnum þegar þeir keppast við að nafngreina aðra á meðan þeir sjálfir halda í nafnleynd sína.
Loks er eftirtektarvert að Jón Valur treystir sé ekki til þess að taka málefnalega á innlegginu þar sem ósjálfstæði Ríkiskirkjunnar er tíundað í nokkrum liðum. Að venju er snúið út úr með skætingi og svigurmæli.
Óli Jón, 15.1.2018 kl. 21:57
Ekki er ég með neina nafnleynd á netmiðlum.
Formlega upphæð sóknargjalda hinna ýmsu trúfélaga (ekki Þjóðkirkjunnar umfram önnur) þarf ekki að gera neina athugasemd við, heldur hitt, að okkar veraldlegu yfirvöld hafa leyft sér að skera stórlega af þessu lögákveðna framlagi safnaðarmeðlimanna og sett fenginn í ríkissjóð! Það finnst Óla Jóni örugglega í himnalagi, þótt kunningjar hans í Siðmennt séu á annarri skoðun!
En hér má lesa nánar af þessum málum í einni grein af mörgum, 25. febrúar 2013:
Ríkið standi full skil á sóknargjöldum - framvegis og á hinum óuppgerðu!
Jón Valur Jensson, 16.1.2018 kl. 18:31
Jón Valur: Þú hylmir yfir Pred. um leið og þú reynir að fletta nafnleynd ofan af öðrum sem er býsna aumt og lágkúrulegt.
Varðandi sóknargjöldin, þá hlýtur þú að vera sammála mér um að ríkið hefji beina innheimtu á sóknargjöldum fyrir hönd trú- og lífsskoðunarfélaga hjá því fólki sem skráð er í félögin og innheimtir þá upphæð sem viðkomandi félög ákveða. Sum geta haft upphæðina fimmhundruðkall á mánuði á meðan önnur gætu séð sér leik á borði og rukkað tíu þúsund krónur.
Er þetta ekki langbesta fyrirkomulagið? Að Ríkiskirkjan geti sjálf ákveðið upphæð sóknargjaldsins og þurfi því ekki lengur að sífra og væla?
Óli Jón, 18.1.2018 kl. 02:48
>"Hún er sjálfstætt trúfélag með innri stjórn á eigin málum."
Eins og Guðni forseti útskýrði þá eru mörg atriði sem að Þjóðkirkjan ræður engan veginn yfir sjálf. Og nafni minn í guðfræðideildinni hefur sjálfur útskýrt þetta.
Hérna geturðu séð dr. Hjalta Hugason guðfræðiprófessor og sérfræðing í stöðu Þjóðkirkjunnar segja það á nýliðnu kirkjuþingi að Þjóðkirkjan sé ekki sjálfstæð: https://drive.google.com/file/d/14vAnXj1DvaVlCKKYiKAKcVDJHWEg9aEG/view?usp=sharing
>"skera stórlega af þessu lögákveðna framlagi safnaðarmeðlimanna og sett fenginn í ríkissjóð!"
Lögákveðna framlagið er ákveðið með lögum um sóknargjöld og ríkið hefur skilað 100% af því sem því ber samkvæmt þeim lögum. Ef þú telur að ríkið sé að stela pening, af hverju hefur ekkert trúfélag einfaldlega farið í mál við ríkið?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.1.2018 kl. 22:48
Já, svo er Jón örugglega ekki Prédikarinn. Samkvæmt mínum heimildum heitir Prédikarinn Magnús.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.1.2018 kl. 22:49
Fróðlegt, Hjalti, og þá dettur mér ákveðinn Magnús í hug, en aldrei hef ég verið neitt að "hylma yfir með predikaranum", tel hann þó hinn ágætasta mann, það ég hef séð. Allt önnur er staða þessa Össurar, hefur margt á bakinu sá!
Jón Valur Jensson, 19.1.2018 kl. 02:59
Jón Valur: Af hverju er konan á bak við skrípamyndina meira verð nafnleynsis en sá sem stýrir Skeggja Skaftasyni?
Óli Jón, 19.1.2018 kl. 14:36
Hvaða kona á bak við hvaða skrípamynd?
Jón Valur Jensson, 24.1.2018 kl. 21:12
Jón Valur: Konan á bak við myndina af hundfúla skrípaprestinum.
Óli Jón, 24.1.2018 kl. 21:36
Ertu nú orðinn ruglaður?
Jón Valur Jensson, 25.1.2018 kl. 03:48
Jón Valur: Hvað vitum við? Þú heldur hlífiskildi yfir þessari manneskju á meðan þú stritast við að fletta ofan af öðrum. Leyndarmál hennar virðast vera mörg og myrk m.v. leyndarhjúpinn sem yfir henni hvílir.
Óli Jón, 25.1.2018 kl. 10:38
Hvar er Predikarinn réttsýni, sá ágætasti maður, í þessari umræðu? Aldrei hefur hann látið góða snerru um sóknargjöld fram hjá sér fara ...
Óli Jón, 2.2.2018 kl. 14:26
Óli J+on
Hafi maður lært eitthvað á veru manns á blog.is, þá er það að ekki þýðir að benda þér og þínum líkum á staðreyndir. Það er ekki að gera meira en þegar maður skvettir vatni á gæs - hún blotnar ekki við það frekar en þú að meðtaka staðreyndir.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.4.2018 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.