Helgidagafriður er úrelt fyrirbæri

Þetta frumvarp er kærkomið enda kjánalegt að heilu þjóðfélagi skuli vera haldið í slíkri gíslingu sem raun ber vitni. Vonandi verður þetta samþykkt á yfirstandandi þingi, í framhaldi af því verður hægt að skoða sjálfvirka skráningu nýfæddra barna í trúfélag. Eins merkilegt og það er þá virðast nýfædd börn ólmust í skráningu í Ríkiskirkjuna því aldurshópurinn 0-1 árs er stærstur allra aldurshópa.

Eitt skref í einu, þannig verður undið ofan af vitleysunni :)


mbl.is Vilja afnema lög um helgidagafrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Óli.

Í seinasta pistli var rætt um innheimtu sóknargjalda.

Undir lok umræðunnar skrifar Jón Valur Jensson:

"Óla Jóni og félögum hans í Vantrú gengur það eitt til að valda Þjóðkirkjunni og kristnum sið sem mestum skaða, ekki að bæta hér úr málum á neinn hátt."

Í framhaldi af því hófust umræður um nefn tiltekins einstaklings
og hvort mynd er með fylgdi geymdi ásjónu konu og umræða þessi rann
út í sandinn.

Ég held að fleirum fari sem mér að tillöguflutningur af þessu
tagi nái "...ekki að bæta hér úr málum á neinn hátt."

Þjóðkirkja jafnt samtökum verkafólks ættu að gjalda varhug
við slíkri tillögugerð enda mundu jafnvel hörðustu
kapítalistar hika við að taka undir þennan málflutning.

Þessir tilteknu hagsmunaaðilar vita fullvel að
það verða að vera einhver takmörk og að sama gildi um
verkafólk sem aðrar skepnur flestar að því verði ekki útjaskað
endalaust og trygging eða skjól felist í núverandi skipulagi
gagnvart óhóflegum kröfum þeirra sem oftlega sýna sig
í að láta sig lítt varða annað en eigin gráðuga vilja.

Eftir stendur svo þetta: "Óla Jóni og félögum hans í Vantrú
gengur það eitt til að valda Þjóðkirkjunni og kristnum sið
sem mestum skaða ...".

Hitti Jón naglann á höfuðið í ræðu sinni?

Húsari. 1.2.2018 kl. 09:30

2 identicon

Kristnir eða aðrir trúarhópar geta ekki þvingað aðra til að fara eftir forneskjulegum siðum þeirra.
Hvað myndi JVJ segja ef honum væri bannað að gera X bara vegna þess að múslímar væru með einhverja htrúarátíð, hann myndi snappa, fara yfir um, hann mun sjá það misrétti, en hann sér ekki misréttið í eigin hjátrú

DoctorE 1.2.2018 kl. 09:56

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það er siður á Íslandi, að herma eftir erlendum þjóðum og þá sérstaklega það sem illa hefur farið erlendis.

Af hverju, eru Íslendingar almennt svona heimskir? Er Íslenska þjóðin, almennt dement?

Hér erlendis, er ekkert helgihald ... og er af þeim mikill söknuður.  Fòlk þarf að vinna 7 daga vikunnar, og allir að drepast úr þreytu og leiða.

Örn Einar Hansen, 2.2.2018 kl. 18:10

4 identicon

Bjarne! Verkalýður og þó sérstaklega einstakir
hópar hafa sótt launahækkanir með því að skipta út frídögum!

Samningamenn þeirra hafa með öðrum orðum ekki náð fram
neinum kjarabótum; stanslaust udanhald og gefið eftir jafnt
hvað varðar vinnutíma sem og þau fríðindi sem fyrir voru!!
"Þetta eru asnar, Guðjón!" (e. Guðlaug Arason)

Allir tapa á þessu ráðslagi, - í stað þess ef tækifæri gæfist nú til
að hlusta á einhvern góðan frá Vantrú eða Þjóðkirkjunni því þessir frídagar svokölluðu nýttust mönnum til hvíldar, endurnýjunar og endurskipulagningar.

Þeir vissu vel hvað þeir voru að gera sem upphaflega
komu þessu á eins og fyrr er rakið.

Húsari. 3.2.2018 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband