Linnulaus heimtufrekja Ríkiskirkjunnar

Ótrúlegt er að sjá hvernig stofnun sem í gegnum tíðina hefur sjaldnast treyst sér til að sækja fjármögnun til félagsmanna sinna telur sig geta galdrað fram einhverjar upphæðir og fullyrað að þjóðin skuldi henni. Þessi ólánsgaleiða, sem telur sig eiga hjarta þjóðarinnar skuld vælir og sífrar um óréttlæti og mismunun af því að hún fær ekki endalaust af óverðskuluðum peningum. Kirkjusókn dregst saman, kirkjur standa nær tómar á messutímum og þeir fáu sem þar sitja eru hoknir og gráir.

Áhugavert er að skoða hvernig þessi gengi þessarar gráu stofnunar hefur þróast í gegnum tíðina. Árið 1998 voru Íslendingar rétt um 272 þúsund talsin og þá töldust vélskráðir félagar Ríkiskirkjunnar um 245 þúsund. Árið 2017 hefur Íslendingum fjölgað um 66 þúsund, en þá fækkar sauðum Ríkiskirkjunnar um 5400. Þetta gerist þrátt fyrir að enginn hefur fjárhagslegan ávinning af því að skrá sig úr himnabandalaginu, enda myndi slíkt verða til þess að fótunum yrði kippt undan apparatinu á örstuttum tíma eins og gamli biskupinn hræddist.

Ég ítreka fyrri áskoranir mínar til Ríkiskirkjunnar um að hún láti reyna á greiðsluvilja þjóðarinnar með því að afþakka ölmusuna frá ríkinu, sem hún telur hvort eð er smánarlega litla, og sendi þess í stað greiðsluseðla til allra svokallaðra félagsmanna sinna. Við vitum auðvitað að það mun aldrei gerast því öll yfirstjórn Ríkiskirkjunnar veit að heimtur yrðu hraksmánarlega litlar.

Nei, prelátar hennar munu halda áfram að sífra og suða, tafsa og tuða í vorkunnarlegri þrá eftir meiri pening. Hún er ofalin og spillt af meðgjöf síðustu fjölmargra áratuga og eins og langt leiddur fíkill getur hún ekki hugsað sér að hætta.

Árið 1998 voru 89,91% þjóðarinar vélskráð í Ríkiskirkjuna og í dag þessi tala komin niður í 69,89%. Í raun á hún skilið vorkunn okkar því hún hefur tapað allri reisn, sjálfsvirðingu og dug.

Til hamingju, Biskupsstofa og Kirkjuráð, fyrir enn eitt ömurlega betlibréfið. Þið eruð fákunnandi á flestum sviðum, en á betlibréfasviðinu brillerið þið hreinlega.


mbl.is Safna skuldum við þjóðkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágæti Óli Jón!

Það er ekki gott að vera reiður á sálinni. Umburðarlyndi gagnvart öðrum og skoðunum þeirra er góður kostur og léttir lund. Þú getur vafalítið fundið sáluhjálp hjá sálfræðingi. Ritað í góðri trú til sáluhjálpar.

Jón Hólm Stefánsson 24.4.2017 kl. 12:59

2 Smámynd: Óli Jón

Jón: Takk fyrir umhyggjuna, hún er örugglega fölskvalaus og vel meint.

Hins vegar er tilefnið slíkt að ekki er hægt að vera annað en hundfúll. Ríkiskirkjan seilist stöðugt meira og meira í sameiginlega sjóði landsmanna á meðan hún rýrnar sífellt meira í roðinu. Ég tek ofan fyrir þér að vera svo ofursvalur að þetta hafi ekki nokkur áhrif á þig. Auðvitað er þægilegast að fara í gegnum lífið þannig að maður láti ekki smámuni eins og bruðl með 1,7 milljarða árlega (plús allt hitt austrið) hafa áhrif á sig.

Er þó ekki líka pínulítið fúlt að vera svo skaplaus að svona lagað togi ekki í einhverjar taugar?

Óli Jón, 24.4.2017 kl. 15:02

3 identicon

Ætli Jón væri jafn umburðarlyndur ef, tja, múslimar væru að kalla eftir almannafé til að viðhalda moskum og slíku...

DoctorE 24.4.2017 kl. 15:53

4 identicon

Ágæti Óli Jón!

Ég þakka einlægt svar. Hefur þú aldrei upplifað tilfinningu, sem sýnir einhverja framtíð, sem svo reynist rétt? Ég vona að þú munir einhvern tíma finna þá tilfinningu og reyna sannleik hennar. Ég hef lesið pistla þína, en ekki veitt svar fyrr en nú. Mér finnst þú sannur í málflutningi og ég ber virðingu fyrir þínum skoðunum,en sumt er ekki skíranlegt. Til að skynja það, þarf afslöppun og íhugun til þeirra strauma, sem eru hjálpa fólki að njóta dásemda lífsins.  

Jón Hólm Stefánsson 24.4.2017 kl. 16:01

5 identicon

Sæll Óli.

Kirkjan stendur ekki lengur undir nafni.

Kannski rétt að innheimta þessa 3 miljarða
sem renna til Útlendingastofnunar í leiðinni.

Húsari. 24.4.2017 kl. 20:11

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hvað erum við "fullur" sem sækjum guðþjónustur,mörg hokin og eilítið grá,en alls ekki ómark frekar en þú.
Ég efast um að þú hafir sótt kvöld'guðsþjónustur t.d. í Lindarkirkju i kópavogi og séð þar blómlega æsku syngja og lesa úr Biblíunni. Heyrt söngvarana Pál Rósinkrans og Geir ólafsson ofl. 

Helga Kristjánsdóttir, 25.4.2017 kl. 03:17

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gleymdi Herberti stór'söngvara. Mb.Kv. 

Helga Kristjánsdóttir, 25.4.2017 kl. 03:19

8 identicon

Ég er sammála Óla Jóni samt er ég trúaður maður. Ég trúi á Jesú krist og Heilagan anda. Trúir því virkilega einhver að þá sé að finna í þjóðkirkjunni. Allavega þurfti ég að leita annað til að finna þá. Þjóðkirkjan er bara steindauð helgislepja sem ég veit að Heilagur andi lætur ekki sjá sig á.

Og aðeyða almannafé í þessa slepju er langt frá því að vera í lagi.

Steindór Sigurðsson 25.4.2017 kl. 08:52

9 Smámynd: Reputo

Forréttindablinda flestra kristinna gerir þeim það ókleift að sjá óréttlætið í fjáraustri til kirkjunnar. Þau skilja þetta ekki og gera sér ekki grein fyrir því hvað það pirrar aðra að þurfa borga undir þau þetta áhugamál.

Reputo, 25.4.2017 kl. 16:15

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

70% hlýtur nú að teljast eitthvað, svona í einhverju samhengi, eins og til dæmis lýðræði, eða er það ekki raunin þegar kemur að trúmálum? Hvernig fjármunum er hins vegar varið, er endalaust hægt að rífast um og má þar eflaust margt betur fara.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 26.4.2017 kl. 03:05

11 Smámynd: Óli Jón

DoctorE: Góð spurning.

Jón: Takk fyrir þetta.

Húsari: Hin svokallaða Þjóðkirkja hefur aldrei staðið undir nafni, það sem best á því að hún hefur ávallt þurft aðstoð ríkisins til að innheimta félagsgjaldið. Hvað varðar Útlendingastofnun, þá sé ég ekkert samhengi þarna á milli.

Helga: Vera má að einhvers staðar finnist yngra fólk sem tekur virkan þátt í kirkjustarfi og er það bara fínt. Það mun þá væntanlega borga sín félagsgjöld með glöðu geði eins og þú myndir gera sjálf.

Steindór: Amen!

Reputo: Sammála. Með þessu fyrirkomulagi er það viðurkennt og staðfest að trúaðir, í byrjun nær einungis Ríkiskirkjufólk, er greiðslulatasta fólk sem fyrirfinnst. Þetta fólk er svo greiðslulatt að það getur ekki borgað trúartollinn, en eyðir svo peningum sínum efalítið í margvíslegan hégóma.

Halldór: Maður verður að hafa í huga hvernig 70% eru til komin. Um margra áratuga skeið höfum við búið við kerfi í hverju ríkið hefur skráð fólk í trúfélag móður. Í byrjun voru allir skráðir í Ríkiskirkjuna og því skráðust öll nýfædd börn í hana. Hrun í félagatali Ríkiskirkjunnar stafar mest af því að fólk hefur verið að segja sig úr henni, en nú eru þeir fyrstu komnir á barnseignaraldur og þá fara hlutirnir að gerast fyrir alvöru því nú fækkar mjög þeim sem Ríkiskirkjan hefur verið að fá ókeypis við fæðingu í gegnum tíðina.

Já, þessi 70% eru byggð á sandi og þau eru ekki neitt nema spilaborg sem hrynur þegar á hana er andað.

Óli Jón, 26.4.2017 kl. 10:58

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Steindór Sigurðson, það kemur mér ekkert á óvart þó Óli Jón og trúleysingjajábræður hans nota hvert tækifæri sem gefst til að ausa skít yfir þjóðkirkjuna og kristni yfirhöfuð. Ég lít eiginlega á þá eins og fuglana sem skíta út um allt á sumrin, í almenningsgörðum, á bekki, á götuna og á bíla. Þeir pirra mig, en maður lærir að lifa með þeim.

Þeir gætu líka vel verið fuglarnir sem Frelsarinn sjálfur talaði um í dæmisögunni um sáðmanninn. Þessir sem komu og átu upp orð Guðs, þar sem því var sáð og féll á götuna (hörðu hjörtun), til að tryggja að aðrir myndu ekki heyra (skilja) Orðið og frelsast. Þannig hrauna þeir stöðugt yfir hið góða og heilaga frelsandi Orð Guðs.

Hinsvegar kemur mér á óvart að maður sem segist vera frelsaður, geti fullyrt svona. Ég hef sjálfur gagnrýnt þjóðkirkjuna fyrir að vera dauð stofnun og ekkert nema nafnið tómt, fyrir utan að prestar hennar eru á harðaflótta undan nánast öllum meginkenningum kristninnar, um hjónabandið, um meyfæðinguna, um samkynhneigð og þannig mætti lengi telja.

Hvernig veistu að Heilagur Andi láti ekki sjá sig í kirkjum landsins? Ertu með eftirlitsmyndavélar sem geta náð andlegum fyrirbærum á mynd? Ef ekki hvernig ertu þá eiginlega í stöðu til að koma með svona stórkarlalegar yfirlýsingar?

Theódór Norðkvist, 26.4.2017 kl. 22:36

13 Smámynd: Óli Jón

Theodór: Er það virkilega svo að ég, aumur mávurinn, geti haft hamlandi og lamandi áhrif á guð sem ku vera almáttugur og alvitur? Það er þá meira í þennan máv spunnið en halda mætti :)

Og svona fyrir forvitnissakir, hvernig er meginkenning kristninnar þegar kemur að samkynhneigð? Dragðu ekkert undan, láttu þetta allt flakka. Þú getur m.a.s. gengið á sorphauga fyrrum biskups, ef þér finnst það eiga við.

Óli Jón, 26.4.2017 kl. 23:08

14 identicon

Sæll Óli.

Kannski er það hollt þér og mér og jafnt öðrum
að ganga aldrei færri en 20 dagleiðir í fótspor
þess sem kveðinn er palladómur yfir.

Húsari. 27.4.2017 kl. 17:51

15 Smámynd: Óli Jón

Húsari: Máské, en kannski hittir maður naglann samt á höfuðið án þess.

Óli Jón, 27.4.2017 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband