Laugardagur, 11. júní 2016
Um 20% fleiri vilja fjármagna Ríkiskirkjuna
Píratar létu á dögunum kanna hvernig Íslendingar vilja ráðstafa ríkisfjármunum og er það þriðja árið í röð sem það er gert. Athygli vekur að uppsveifla er í hópi þeirra sem vilja setja fé í og eykst fjöldi þeirra um 20% á milli ára.
Þó er það svo að þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að á bak við þessa aukningu er eru aðeins um 700 manns því í heild vilja 1,2% þjóðarinnar sturta fé í Ríkiskirkjuhítina og er það aukning frá 1,0% frá í fyrra. Í ár eru það því rétt liðlega 4 þúsund manns sem styðja þennan makalausa gjörning og hefur þeim fjölgað tæplega 700 frá í fyrra, en þá hafði þeim hins vegar fækkað nokkuð frá árinu áður eins og fyrr segir.
Það fækkar stöðugt kennitölum í félagatali Ríkiskirkjunnar og undanfarin ár sést glögglega að fólk setur fjármögnun starfsemi hennar í neðsta sæti. Teiknin sjást á lofti, Biskupsstofa er sundruð í deilum um völd og áhrif og almenningur snýr baki við henni. Hryggjarstykkið í félagatalinu skráði sig aldrei á það sjálft og er einfaldlega of sinnulítið til að leiðrétta vélskráningu ríkisins í denn. Efstu dagar Ríkiskirkjunnar eru því í hönd, en nú vantar kjarkinn til þess að bregðast við og koma málum í rétt horf.
Vonandi hafa nefndarmenn í endurskoðunarnefnd fjármálaráðuneytis þessa niðurstöðu í huga þegar fjárhagslegt samband ríkis og kirkju verður endurskoðað, en sú vinna ætti að vera hafin núna. Beri þeir einhverja virðingu fyrir vilja þjóðarinnar og fjárhagslegri heill hennar verða framlög til Ríkiskirkjunnar skorin niður við trog.
Heilbrigðismálin fyrst, kirkjuna síðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
flott grein
Rafn Guðmundsson, 11.6.2016 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.