Miðvikudagur, 10. febrúar 2016
Ríkisstyrkt dreifing á Nýja testamentinu hérlendis
Meðmælendur Nýja testamentis dreifingar Gídeón-félagsins hafa ítrekað hossað þeirri skrökulygi að félagið sé rekið fyrir sjálfsaflafé. Hins vegar er alltaf að koma betur í ljós að það getur ekki lifað án ríkisstyrkja frekar af flest annað trúarlegt.
- Fyrsta skjalfesta dæmið er frá árinu 1962 þegar stjórn félagsins fer fram á við ríkið að því verði veittur 25 þúsund króna styrkur til útbreiðslu Nýja testamentisins meðal íslenskra skólabarna.
- Annað skjalfesta dæmið er frá árinu 1993 þegar félagið fær styrk frá ríkinu að fá 50 þúsund króna styrk til kaupa á Nýja testamenti og Davíðssálmum og Biblíum.
- Þriðja skjalfesta dæmið er úr nútímanum þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í veraldlegu landi, úthlutar félaginu 150 þúsund krónur í rekstrarstyrk á 70 ára afmæli þess.
Hér eru komin þrjú skjalfest dæmi um ásækni Gídeónista í ríkiskrónurnar og jafnvel Guð sjálfur almáttugur og alsjáandi hefur örugglega ekki yfirlit yfir hversu mörg tilfelli eru til viðbótar sem ekki hafa litið dagsins ljós!
Þetta sannar enn og aftur að Guð þrífst ekki á Íslandi án ríkisstuðnings. Bakland hans er einfaldlega ekki nógu sterkt til að hann geti komist af á ríkisstyrkja. Ríkið þarf því alltaf að skaffa, borga og bjarga trúartengdum apparötum til að þau geti veitt menn til þjónustu við Guð.
Skrýtið.
PS. Svo má leiða líkur að því að verið sé að gera börnum ljótan grikk með Gídeónska trúarpotinu þegar þessi rannsókn er höfð til hliðsjónar.
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ekki er ég trúaður maður, en mér finnst alveg sjálfsagt að Gídeon félagið fái að gefa skólakrökkum nýja testamentið.
Ég fékk svona bók þegar ég var í barnaskóla og ég setti bókina ólesna í kommóðuskúffuna þar sem hún hefur verið óhreyfð í yfir 50 ár.
Það skaðar svo sem engan að lesa þessa bók, en kanski læra lesendur eitthvað um kristna trú og getur þá tekið vegaðar ákvarðanir um hvað það vill.
Fróðleikur hefur aldrei skaðað einn eða neinn.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 10.2.2016 kl. 15:46
Mér finnst að þeir eigi að dreifa gamla testamentinu en það er svo stórt bil á milli Íslam og Kristni eins og hún er í hugum kristinna manna í dag.
Múslímar drepa en okkur er kennt að lata drepa okkur. Þarf ekki að breyta þessu hugarfari.
Valdimar Samúelsson, 10.2.2016 kl. 15:56
Fékk ég þessa bók frá þeim, "gefins" segja menn, og las ég helminginn af henni. Eftir þriðja Guðspjall fór mér að leiðast endurtekningin, svo ég las bara síðasta kaflann, og lét gott heita.
Síðasti kaflinn er stórskemmtilegur, ef plottlaus og ruglingslegur.
Mórallinn er útum allt.
Kóraninn hef ég lesið í heild sinni. Sú bók er jafnvel enn enturtekningasamari, þó stíllinn sem slíkur sé keimlíkur. Múhammeð kom mér fyrri sjónir eins og ýtinn bílasali, eðs sjónvarpspredikari.
Dhammapada var hundleiðinleg og óeftirminnileg.
Bhagavad Gita er skárri, en það tók mig ekkert langan tíma að fá óbeit á aðalpersónunni, og nú er það svo að ef ég finn þennan Krishna andskota í fjöru, þá mun ég kýla helvítið í klessu.
Á enn eftir Mormónsbók - veit minnst um hana, en Iron Maiden segja að hún sé góð.
Ásgrímur Hartmannsson, 10.2.2016 kl. 16:43
Hér heima hafa einar þrjár orðið eftir,þegar börnin fluttu,sum hafa keypt Biblíu. Mig minnir testamenntið vera í náttborðskúffum á hótelum dreifðum um allt land.Nýja-testamenntið er mér hugleikið,því þar er að finna einfalda viðburði um mátt trúarinnar á jesús Krist guðsson.- Langt seilist síðuhafi í leit að smá skiptiminnt,sem úthlutað er í þjóðþrifa málefni Gideofélagsins.Það er trúartáknið krossinn sem flestir ákalla,nægir að nefna alla þá knattspyrnumenn sem lúta í jörð og signa sig,þegar þeir stíga inn á völlinn og síðan er þeir skora reisa hendur til himins og mynda oft tilbiðslu með því að snúa lófum saman. Þetta er áhrifaríkt og er meiri sönnun á trú,heldur en mæling á kirkjusókn.Því miður er kirkjusókn engin þetta árið hjá mér nema í viðburðum.Kirkjan var í fáeina faðma frá mér og það var alltaf nóg að sækja þangað þar sem Árni Pálsson,skírði,fermdi og gifti börn mín. Kristni er ríkistrú,hana skal verja og elska.
Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2016 kl. 17:11
Þakka margt gott hér í innleggi Helgu.
Ásgrímur, Jóhannesarguðspjall er sízt af öllu lakara en samstofna guðspjöllin (þau þrjú fyrstu) og hefur mikið af sérefni, m.a. ýmislegt, að ætla má, frá sjálfri Maríu, móður Jesú, ennfremur langar ræður Jesú, sem lærisveinninn Jóhannes gæti hafa hraðritað jafnóðum og hreinritað fljótt.
Jón Valur Jensson, 10.2.2016 kl. 18:14
Mér datt í hug þegar ég las kommentið frá Valdimar að ég var að vinna með Sómala í Osló fyrir 3. árum síðan. Hann er múslimi og við áttum tal saman um bíblíuna og sérstaklega nýja- testamentið sem hann kunni utanbókar. það þýddi lítið fyrir mig að vitna í þá bók til að rökstyðja trúleysi mitt því ég var þegar í stað rekinn á gat. Sennilega hefur hann fengið nýja- testamentið að gjöf frá Gideon félaginu í Sómalíu eins og ég fékk líka á sínum tíma. Ég var hins vegar miklu hrifnari af ævintýrum Bob Morans og vísindaskáldskap um Tom Swift og hefði betur farið í rökræður um þær bókmenntir við sómalann.
Jósef Smári Ásmundsson, 10.2.2016 kl. 20:17
Andrés Önd er uppbyggilegri en þessi bók sem er full á morðum, nauðgunum og hreinum viðbjóði... áhangendur hennar minna óneitanlega á þvingaðan og grátandi almúgan í Norður Kóreu.
Fyndið að sjá skrif JVJ.. Sem ÆTLA má, lærisveinn GÆTI hafa ..
DoctorE 10.2.2016 kl. 20:28
Ég las aldrei Andrés Önd. Skoðaði bara myndirnar.
Jósef Smári Ásmundsson, 10.2.2016 kl. 21:00
Annað skjalfest dæmi: "Gideonfélagið á Íslandi vegna 70 ára afmælis 200.000" Að þessu sinni ráðstöfunarfé IRR: https://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/29552
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.2.2016 kl. 21:30
MIkið hefði Óli Jón gott af því að lesa Biblíuna...;-)
Annars er þessi umræða voðalega kjánaleg, þegar á sama tíma ríkið styrkir allt á milli himins og jarðar.
Hvað er málið með samfélagsumræðu í dag. Meira og minna bull og þvaður um ekki neitt, og menn tala með rassgatinu oftar en ekki.
Jæja, nóg í bili.
Alfred Þr. 10.2.2016 kl. 22:09
Andrés Önd kenndi mér dönsku... hef ekkert lært af biblíunni
DoctorE 10.2.2016 kl. 23:02
Já ég var að leita að furðustyrkjum frá ríkinu sem ég heyrði af en man ekki lengur
Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2016 kl. 23:03
Hvað halda menn að það kosti útsvarsgreiðendur, að fimm stór sveitarfélög eru farin að borga samkynhneigðum útsendurum Samtakanna 78 LAUN fyrir að koma í skólana til að agitera þar fyrir normaliteti samkynja kynlífs og stunda með þessu e.k. heilaþvott á gagnkynhneigðum börnum gagnkynhneigðra foreldra án þess að spyrja þá foreldra leyfis?! Þetta prógramm stendur yfir í grunnskólum frá fimm til fimmtán ára aldurs nemendanna! Ekki virðist minna duga til! Og þessir útsendarar eru örugglega allir á hærri mánaðarlaunum í hverjum mánuði --- mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, í skóla til viðbótar við marga aðra skóla --- heldur en hæsti einstaki styrkurinn til Gídeonfélagsins (200.000) sem nefndur hefur verið hér!
Jón Valur Jensson, 10.2.2016 kl. 23:33
Ég verð að taka undir með Jósef Smára, ég las aldrei Andrés Önd bara skoðaði myndirnar, enda var það blað skrifað á dönsku sem ég kunni ekkert í og hef engan áhuga að kunna það hrognamál.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 10.2.2016 kl. 23:38
Jón Valur: Já, yfirlýst markmið Samtakanna 78 hlýtur að vera að gera öll grunnskólabörn að hommum og lesbíum. Þú hefur jafn mikið dálæti á kaþólsku kirkjunni og þú hefur óbeit á hommum og lesbíum.
Þeim sem þetta lesa og vilja kynna sér aðeins starfsaðferðir kaþólsku kirkjunnar er bent á að brenna í bíó hið snarasta og sjá kvikmyndina Spotlight. Í henni er rakin saga barnaníðs kaþólskra presta í Boston sem eyðilögðu líf hundruðu barna með blessun kaþólsku kirkjunnar alla leið til Rómar. Seinna var svo sannað að þessi grimmdarverk kaþólskra presta áttu sér stað um allan heim undir verndarvæng Ratzinger páfa og fleiri framámanna kaþólskunnar. Fórnarlömbin eru talin í tugum þúsunda á meðan níðingsprestarnir voru ferjaðir á milli sókna eftir að upp um þá komst þar sem þeir gátu hafið hryðjuverk sín að nýju. Ísland fór ekki varhluta af ráneðli þeirra kaþólsku presta sem beittu lítil börn margvíslegu ofbeldi.
Þessa kaþólsku níðingsgaleiðu kann Jón Valur betur að meta en Samtökin 78 sem berjast fyrir jafnrétti og virðingu. Dæmi nú hver fyrir sig og setji ummæli hans í rétt samhengi.
Óli Jón, 11.2.2016 kl. 01:43
Þeir sem lærðu dönskuna af Andrési Önd Tala allir með bjagaðan framburð. En um hvað var annars þessi bloggfærsla?
Jósef Smári Ásmundsson, 11.2.2016 kl. 07:27
Alltaf sama þruglið í JVJ, heldur því fram að fræðsla um samkynhneigð sé heilaþvottur, sér ekki að þessar biblíugjafir eru það sem er heilaþvottur.
Hvað ef múslímar færu að deila út kóran til barna, þá myndi hann tjúllast yfir því, algerlega; ísland er kristið land bla bla bla bla :)
DoctorE 11.2.2016 kl. 08:42
Gervidoktornum, sem lengi hefur hatazt við kristinn sið, þætti eflaust miklu réttlætanlegra, að Kóraninum yrði dreift hér ókeypis til skólabarna heldur en Nýja testamentinu með fagnaðarerindi Krists.
Óli Jón reynir á sinn ósvífna hátt óviðeigandi smjörklípuaðferð til að draga athyglina frá því, að hégiljulegur samantíningur hans og Hjalta Rúnars á fáeinum styrkjum til Gídeonfélagsins stendur hér uppi sem hlálegur sparðatíningur í samanburði við samfellda, rándýra kostun áróðursherferðar fyrir normalíteti samkynja kynmaka í skólastofum barna okkar frá fimm ára aldri! Þetta þykir Óla greinilega bara fínt, þótt gagnkynhneigðir foreldrar hafi engu fengið að ráða um þennan ófyrirleitna áróður, sem er ekki á vegum hlutlausra fræðimanna og fagmanna, heldur hlutdrægra manna úr Samtökunum 78! Að sjálfsögðu sker þetta í augu, ef menn miða við faglega fræðslu skólakerfisins að öðru leyti.
Og smjörklípa átti þetta að vera gagnvart mér: einhver blettur á mér, að sáralítill hluti kaþólskra presta heimsins hafði gerzt sekur um ósiðlegt athæfi og í verstu tilfellum með kynferðisnauðung og barnaníði. Enginn sannkristinn maður getur varið barnaníð, og það hef ég aldrei gert, eins og Óli Jón veit mætavel, þótt innlegg hans gefi lesendum allt annað í skyn.
Þessir brotaprestar notfærðu sér margir "líberalíseringu" sem fór um vestræn ríki í kynferðismálum á eftirstríðsárunum og áfram. Nú er hins vegar sem betur fer mjög öflugt eftirlit með kaþólskum prestaskólum og SÍUR notaðar til að halda umsækjendum frá, sem eiga í vandræðum með kynhneigð sína og geta ekki haldið það skírlífi sem ætlazt er til af kaþólskum prestum.
Ein spurning: Hvaðan hefur Óli Jón tölurnar, þegar hann fullyrðir um "barnaníð kaþólskra presta í Boston sem eyðilögðu líf hundraða barna "? Þótt ég fullyrði ekkert, man ég ekki til þess að hafa heyrt svo háar níðingsskapar-tölur úr minni elskuðu Boston, þar sem ég dvaldist um eins árs skeið á árunum 1996-97. Vertu nákvæmur, Óli Jón, bæði um tölurnar og eðli brotanna eða kærumálanna.
Kaþólskir prestar heims voru 414.313 árið 2012. Langt innan við 1% kaþólskra presta hafa verið ásakaðir um kynferðislega misbeitingu og/eða barnaníð. Talan er ekki lægri meðal lútherskra presta Íslands, og sama merki um siðferðislega spillingu finnst m.a. í starfsstétt kennara, gæzluaðila á jafnvel opinberum umhyggjustofnunum, í skátahreyfingunni alþjóðlega og víðar. Gegn þessu þarf að hafa mjög öflugar varnir og refsikerfi.
Jón Valur Jensson, 11.2.2016 kl. 11:43
Gideon og ríkisstyrkir? Þeir eru greinilega gefnir til að félagið "lifi af"? Nefnt er 1962, 1993 semsagt 30 á ára fresti. Svo kemur Sigmundur Davíð færandi hendi með "afmælisgjöf" og þá hafði Gidon lifað og þrifist í 70 ár með 2 ríkisstyrkjum að upphæð 75 þúsundum. Með öðrum orðum að skv. ríkisstyrkjalífgjöfinni þarf Gideon aðeins rúml. 1000 króna framlag á ári til að lifa af.
Mikið væri gott að beita þessari reglu á ríkisútvarpið sem væntanlega lifir ekki af nema með ríkisstyrkjum þó svo að hinar frjálsu stöðvar þurfi að lifa á því sem úti frýs.
Óli, þú ert nú ekki mjög rökfastur eða sannfærandi í ályktun þinni um afl ríkisstyrkja til Gídeons?
k.kv
Snorri í Betel
Snorri í Betel 11.2.2016 kl. 11:57
Sæll og blessaður Óli Jón.
Af hverju þarf að setja út á að Gídeon félagar fái 150 þúsund króna gjöf á sama tíma og önnur félagssamtök s.s. Samtökin 78 fá styrki til að koma sínum boðskap á framfæri í skólum. Er það kannski af því að þetta eru kristin félagssamtök - ekkert kristilegt má koma inní skólana? Er þetta ekki þá komið út í öfgar - félagssamtökum er mismunað. Þessi styrkur er nú ekki til að hrópa neitt húrra yfir og þarf ekki að rífast yfir = 150 þúsund krónu :-)
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.2.2016 kl. 12:28
Gott innlegg frá Rósu – og annað líka frá Snorra. Þú ættir að átta þig á því, Óli Jón, að viðhorf þitt er harla ankannalegt og úlfaldi gerður úr mýflugu. Milljörðum er t.d. varið árlega til félags- og íþróttastarfs úr opinberum sjóðum, ekki satt? En þér er náttúrlega fyrirmunað að sjá nokkuð heilnæmt við áhrifin af lestri orða Jesú Krists í Nýja testamentinu. Samt hefur þetta grundvallað svo mikið af mannúðarhyggju heimsins.
Innlegg Rósu leiðir líka hugann að því, að áratugum saman hafa ríki og borg hlaðið undir Samtökin 78 og ýmsar athafnir á þeirra vegum með tugmilljóna styrkjum til samtakanna, til "Gaypride" o.fl. (samtals yfir 100 milljónir), og kemst ekki hnífurinn á milli vinstri og hægri flokka í því efni.
Jafnvel GAF borgarstjórn allt húsnæðið sem hýsir Samtökin 78 á bezta stað á Laugavegi, ekki satt? Væri betur, að borgin hefði gert annað eins fyrir Mæðrastyrksnefnd og fyrir Fjölskylduhjálp Íslands, en því er nú aldeilis ekki að heilsa, enda eru skjólstæðingar þeirra bara fátækir alþýðumenn, ekki pólitískur þrýstihópur.
Jón Valur Jensson, 11.2.2016 kl. 13:02
Jón Valur: Punkturinn er að ekkert trúarlegt virðist geta þrifist hérlendis án stuðnings frá ríkinu. Með því að styrkja Gídeónistana er ríkið að gera upp á milli trúarskoðana og í raun að brjóta lög fyrir utan það að styrkja trúboð í veraldlegum skólum.
Hvað kostnað vegna heimsókna Samtakanna 78, þá skrifast hann á þig og skoðanasystkin þín. Með eitruðum málflutningi hafið þið jaðarsett lítinn hóp fólks sem hefur liðið mikið fyrir þann ofsóknakennda málflutning sem frá þér og þínum kemur. Hvergi virðist þér líða betur en með nefið í svefnherbergjum landsmanna þar sem þú metur hvaða útgáfur kynlífs eru ósæmilegar eða ekki. Verðmiðinn er mun hærri en þessar 100 milljónir sem þú tilgreinir og reiknast sem sálarangist þeirra einstaklinga sem þurfa að líða illa í eigin skinni af því að þú og þitt þý fordæmið þá sem verstu syndgara. Reyndu að gangast við ábyrgð þinni og axla það sem þér ber.
Hvað fjölda barna sem kaþólskir prestar níddust á í Bostan varðar þá telja þau um 550. Ég þykist vita að með kaþólskum gleraugum getur þú auðveldlega smættað þessa tölu svo mikið að hún verði ekki að neinu og það er þitt vandamál.
Og uppáhalds níðingsklúbburinn þinn lætur ekki að sér hæða. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið er kaþólskum biskupum uppálagt í þjálfunarbúðum að þeim beri ekki skylda til að greina yfirvöldum frá níðingsverkum presta, það sé í verkahring fórnarlamba og fjölskyldna þeirra.
Mikið hlýtur kaþólska kirkjan þín að vera Jesúsi að skapi.
Óli Jón, 11.2.2016 kl. 17:16
Gefa þurftirðu þér drjúgan tíma, Óli Jón, til að spinna hér upp þetta makalaust vitlausa svar við ábendingum mínum um á 2. hundrað milljóna austurinn í Samtökin 78 og þeirra uppákomur. Gaman hlýtur þér að þykja að bera menn ósönnuðum og ósannanlegum sökum fyrir það sem þrífst einungis í þínu eigin hugskoti. Þú ert aumkunarverður maður, Óli Jón; og allt þetta havarí, sem þú hefur gert hér vegna smástyrkja nokkurra í 70 ára sögu göfugs félags, er nú hrunið eins og hver önnur spilaborg ímyndana þinna og falsmynda. (Meira á eftir.)
Jón Valur Jensson, 11.2.2016 kl. 19:37
Ég og ugglaust fleiri taka eftir, að hér nefndirðu enga heimild um þessa 550, sem þú varst telja hér fram, né heldur neina skilgreiningu á eðli tilfella þeirra eða á aldri fórnarlambanna. Samt hafði ég sérstaklega óskað eftir því í innleggi mínu kl. 11.43, að þú sýndir hér nákvæmni.
Jón Valur Jensson, 11.2.2016 kl. 19:51
Þessi umræða væri vandræðaleg, en þegar kemur að vantrúarmönnum þá er hún eðlileg.
Þeir eru fyrir löngu orðnir að atlægi og hreinlega kunna ekki að skammast sín.
Eina sem þeir kunna eru að vera fautar og skepnur. Þvílíkt pakk.
Alfred Þr. 11.2.2016 kl. 20:51
Gefstu upp Óli Jón! og viðurkenndu að þessir ríkisstyrkir sem þú talar um og þú tekur sem dæmi séu aðeins eins og upp í nösina á ketti. Þú hefur gert veður út af ríkisstyrkjum sem eru svo lágir að það er hlægilegt. Þessi 3 skjalföstu dæmi sem þú nefndir ná yfir 53 ára tímabil. Þú nefndir að það væru hugsanlega fleiri skipti sem ríkið hafi styrkt Gídeonfélagið.- Það gæti verið ég veit það ekki. Sigmundur Davíð veitti Gídeonfélaginu 150 þúsund krónur eins og þú sagðir en það var í tilefni 70 ára afmælis félagsins.
Gídeonfélagið rekur mjög göfugt starf með sálnavelferð skólabarna og annarra landsmanna í huga. Það gerir félagið með því að gefa skólabörnum Nýja testamennti. Gídeonfélaginu fær ekki lengur að útbýta Nýja testamentum í mörgum skólum á landinu. Á Reykjavíkursvæðinu fá Samtökin 78 aðgang að skólabörnum með sína kennslu um kynhneygð og ástarsambönd sem eru andstæð því sem Guðs orð boðar. Það félag fær bæði aðgang að skólabörnunum án þess að foreldrar barnanna fái þar nokkru um boðið, og fá styrki upp á margar milljónir króna.
Jesús Kristur gaf líf sitt á krossi til þess að taka á sig þá refsingu sem við höfðum til unnið vegna synda okkar. Hann gerðist staðgengill fyrir okkur, tók á sig refsingu okkar. Jesús sagði: "Ég er vegurinn sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig." Jóh 14,6. "Af gnægð hans höfum vér allir þegið náð á náð ofan." Jóh 1,16.
Steindór Sigursteinsson, 11.2.2016 kl. 21:59
Afsakaðu Óli Jón, það átti að standa: "...án þess að foreldrar barnanna fái þar nokkru um ráðið".
Steindór Sigursteinsson, 11.2.2016 kl. 22:02
Eins og Steindór bendir á þá gaf Jesús Kristur líf sitt til þess að taka á sig þá refsingu sem við höfðum til unnið vegna synda okkar. Hann gerðist staðgengill fyrir okkur, tók á sig refsingu okkar. Þannig að hommmar og lesbíur eru BÚIN að taka út sína refsingu! Þ.e.a.s. Jesús tók út þeirra refsingu sem staðgengill þeirra. Jesús Kristur dó á krossinum meðal annars svo þau gætu notið kynlífs og ástar.
Skeggi Skaftason, 11.2.2016 kl. 22:51
Hver bjó það til?
Herra Ísak Newton átti vin, sem eins og hann sjálfur, var mikill vísindamaður. En hann var vantrúarmaður. Newton var guðrækinn trúmaður. Newton hafði fengið gáfaðan mann, hagleiksmann mikinn, til að búa til nákvæma, smækkaða mynd af sólkerfi voru. í miðjunni var stór, gyllt kúla, sem táknaði sólina. Umhverfis hana snerust smærri kúlur, sem táknuðu jarðstirnin. Allt þetta snerist svo í fullkomnu samræmi með því að snúa sveif.
Dag nokkurn sat Newton í vinnustofu sinni og var að lesa. Vélin hans var á stóru borði nálægt honum. Vantrúaði vinur hans kemur þá inn. Hann þekkti undir eins, hvað var fyrir framan hann. Hann gekk að því, sneri sveifinni hægt og spurði síðan með ódulinni aðdáun: Hver bjó þetta til? Án þess að líta upp úr bókinni, svarðaði Newton: Enginn. En furðulostni vantrúarmaðurinn svaraði með nokkrum hita: Þú hlýtur að halda að ég sé heimskingi. Auðvitað hefir einhver búið þetta til. Ég mundi gjarnan vilja vita, hvar hann er.
Newton lagði bókina frá sér og lagði höndina á herðar vinar síns og sagði: Hlutur þessi er aðeins lítil eftirlíking af miklu stærra kerfi, og lögmál þess þekkir þú. Samt segist þú trúa því, að hin mikla, upphaflega fyrirmynd, sem þetta er búið til eftir, sé til orðin án þess að nokkur hafi upphugsað það eða búið það til. Segðu mér nú: Með hvers konar ósamræmanlegri niðurstöðu hefir þú komist að þessu?
Vantrúarmaðurinn varð á andartaki sannfærður og varð sterktrúaður maður.
Steindór Sigursteinsson, 11.2.2016 kl. 22:53
Nei Skeggi Skaftason, það er ekki það sem Biblían og fagnaðarerindið kennir. Hjálpræði Jesú Krists stendur þeim einum til boða sem trúa á Jesú Krist, iðrast synda sinna og snúa sér frá syndum sínum. "Hver sem ákallar nafn Drottins mun hólpinn verða". Róm 10,13. Jesús rekur engan frá sér sem til hans kemur. Skrifað stendur að; "Allir hafi syndgað og skortir Guðs dýrð". Róm 3,23. Þess vegna þurfum við á fyrirgefningu Guðs að halda fyrir fórnarverk Jesú Krists sem hann vann á krossinum - ekki til þess að við getum haldið áfram í syndinni heldur til að lifa heilögu líferni. En það getur enginn maður gert í eigin mætti, Guð einn getur gefið fólki kraft til þess.
Steindór Sigursteinsson, 11.2.2016 kl. 23:03
Góð frásögn af Newton og vini hans, Steindór. Og frábært var líka innlegg þitt þar á undan.
En Össur hinn skeggjaði sýndi hér vankunnáttu sína í Heilagri Ritningu. Fórnardauði Krists gagnast öllum þeim, sem vilja þiggja Guðs verk, en það gera menn aðeins í trú og með iðrun gagnvart öllu því illa, sem þeir hafa fram að því gert, gagnvart brotum gegn lögmáli Guðs og hans heilaga vilja, en ekki með því að kjósa að endurtaka þau verk myrkursins, sem útheimtu Jesú blóð, því að þá er verk þeirra jafnvel orðið verra hinu fyrra. Og það er alveg ljóst af Nýja testamentinu, að samkynja mök eru lýst þar mjög alvarleg synd, sem getur útilokað menn frá himnaríki (sbr. I. Kor.6.9), en með iðrun og hreinsun fyrir trú og með verki Heilags Anda geta þeir hinir sömu fengið fyrirgefningu og helgun (6.11). Kjósi menn að stunda enn þessar athafnir, eru þeir að sýna vantrú sína af verkunum, ekki trú sína, eins og postulinn hvetur okkur til (Jak.2).
Það er sorglegt að sjá, að maður, sem unir því vel að samflokksmenn sínir hvetji hann til forsetaframboðs, skuli vera jafn-fáfróður um meginatriði kristinnar trúar og Nýja testamentisins eins og Össur sýndi hér.
Jón Valur Jensson, 11.2.2016 kl. 23:19
Sprenghlægileg þessi saga sem Steindór kom með, næstum eins hlægileg og ævintýrið um Sússa
DoctorE 11.2.2016 kl. 23:28
Isaac Newton er talinn einhver greindasti Breti sem uppi hefur verið.
Gervidoktorinn er Íslendingur sem á í vandræðum með lyklaborðið sitt sem vill allt of oft tengjast frekar lágkúrulegum, óvísindalegum hugsunarhætti hans sjálfs og þörf fyrir að lasta það sem bezt hefur sézt undir sólinni.
Jón Valur Jensson, 12.2.2016 kl. 00:03
Óli Jón ritaði hér:
"... þessi grimmdarverk kaþólskra presta áttu sér stað um allan heim undir verndarvæng Ratzinger páfa ...," en þetta er ekki satt. Hann hefur ekki verndað neina menn til grimmdarverka.
Jón Valur Jensson, 12.2.2016 kl. 00:17
Í I. Kor. 6.9. stendur:
"Vitið þið ekki að ranglátir munu ekki erfa Guðs ríki? Villist ekki! Enginn sem er saurlífur, dýrkar falsguði eða lifir í hórdómi, enginn karlmaður sem lætur nota sig eða notar aðra til ólifnaðar, enginn þjófur eða fégráðugur, vínsvallari, rógberi eða fjársvikari fær að erfa Guðs ríki. Og þannig voruð þið sumir hverjir. En þið létuð laugast, létuð helgast, eruð réttlættir. Það gerði nafn Drottins Jesú Krists og andi vors Guðs."
Af þessu má sjá að ef hommar laugast, fara í sund, þá eru þeir réttlættir og í góðum málum. Amen!
Skeggi Skaftason, 12.2.2016 kl. 10:40
Þessi þýðing, Össur: enginn karlmaður sem lætur nota sig eða notar aðra til ólifnaðar, er einfaldlega vitlaus. Lagfærð þýðing er: enginn nautnaseggur,* enginn karlmaður sem leggst [til samræðis] með karlmanni** (oute malakoi oute arsenokoitai – lat.: neque molles, neque masculorum concubitores).
En Össur skeggkarl sýnir enn og aftur, að hann skilur ekki Nýja testamentið og svarar bara út í hött. Að laugast í merkingu Páls í I.Kor.6 vísar til andlegrar hreinsunar manna af synd, og það gerist með iðrun og með fyrirgefningu Guðs á syndum viðkomandi, og helgunin fylgir með því. Þeir, sem hafa aðgang að baði eða sundlaugum, eru ekki prívílígeraðir í augum Guðs gagnvart fátæku fólki heimsins, sem hefur efni á hvorugu nema kannski endrum og sinnum.
* Sjá nánar Jón Axel Harðarson, dósent (nú prófessor) í íslenzkri málfræði við Háskóla Íslands: Mjúkir menn hjá Páli postula (Lesb. Mbl. 19. nóvember 2005).
** Sjá sama höfund: Biblíuþýðing og fordómar (Lesb. 28. maí 2005).
Jón Valur Jensson, 12.2.2016 kl. 11:54
Óli Jón. Það er lítill munur á þér og öðrum öfgamönnum á hinum vængnum. Fullir af viðbjóði og fordómum. Fjalla um eitthvað sem þeir hafa ekki hundsvit á. Meira að segja heimskinginn getur sýnst vera vitur ef hann þegir.Ég held að þú ættir að reyna að læra eitthvað af honum sem og hinir öfgamennirnir á hinum vængnum.
Finnur Geirsson 12.2.2016 kl. 12:55
Jæja mér finnst nú samt sundlaugartúlkunin nærtækari. Og íslenska þýðingin er beint úr Biblian.is.
En segðu mér eitt Jón Valur, af hverju hafa þið fótgöngliðar Krists hér á jörð svona miklar áhyggjur akkúrat þessum meinta ólifnaði karlmanna, en ekki sömu áhyggjur af fégráðugum?? Af hverju hefur kirkjan í praxis lagt BLESSUN sína yfir fégræðgi, sem er eitt höfuðeinkenni vestrænnar menningar í dag, ekki síst helstu heittrúuðu pólitíkusum vestanhafs!
Er þetta ekki bara algjör hentistefna??
Skeggi Skaftason, 12.2.2016 kl. 13:15
Greindir menn geta vel verið trúaðir, innprentaðir frá blautu barnsbeini inn í dogmað.. erfitt að hrista það af sér. Þú JVJ os Steindór eruð líklega slík fórnarlömb...
Menn fyrri tíma höfðu ekki sömu forsendur og við höfum í dag, að draga einhverja vitringa upp úr fornsögunni og segja þá hafa verið trúaða sanni eitthvað.. er í besta falli barnalegt.
Vísindamenn nútímans eru laaaang flestir trúlausir. Trúin grasserar helst í fáfræði
DoctorE 12.2.2016 kl. 14:30
Ekki baknaga ég biblíuna, hún er á stundum afar skemmtileg, svona eins og grimms-ævintýri. Það er til dæmis gaman að fylgjast með Móses verða smám saman að pirruðu gamalmenni. Og alveg skiljanlega.
Þarf að lesa þá bók alla einhver tíma.
Andrés Önd er kominn í spilið... la-la.
Kirkjulegar stofnanir eiga sennilega heiðurinn af því að hafa gert alla trúlausa. Með því að vera hund-leiðinlegar valdastofnanir. Öll þessi áherzla á fórnir og það að lífið eigi að vera sífelld þjáning.
Þetta rugl hefur nú verið lapið upp af kommúnistum, sem fá í hann við að heyra allt þetta röfl um "þinn minnsta bróður."
Sko, þetta er einfalt: einungis bræður mínir eru bræður móinir. Allir aðrir eru það ekki.
Reyndar hef ég á tilfinningunni að eini staðurinn á jörðinni núna þar sem Kaþólikkar hafa enn ekki orðið uppvísir að neinu vafasömu sé Japan.
Japanir hafa bara góða hluti að segja um Katólsku kirkjuna núna.
Kannski vegna þess að kirkjan hefur lítil sem engin völd þar?
Ásgrímur Hartmannsson, 12.2.2016 kl. 16:43
Kirkjan hefur ekki lagt neina blessun yfir fégræðgi, Össur.
En það hefur enginn reynt að helga fégræðgi með því að gera hana að helgum dómum eða að sakramenti. Ófyrirleitni þeirra, sem verja það, sem Páll postuli kallar "óeðlilegar samfarir" eða "gegn náttúrunni", er hins vegar þvílík, að þeir seilast jafnvel inn í kirkjurnar og vilja umturna bæði kristinni siðfræði og helgisiðum og ætlast til hjónavígslu þess, sem ekki er með kristnu umboði hægt að vígja.
Gervidoktor, þú hefur greinilega ekki skoðað þá miklu umfjöllun, sem opinberanir frá Guði og miðlun spámanna og annarra á þeim hafa hlotið af hendi fræðimanna; þeim mun minna sem þú veizt, þeim mun auðveldara er fyrir þig að kasta bara einhverju fram um þessi mál í skætingi og léttúð.
Ásgrímur, Pólverjar eru hreyknir af sinni kaþólsku kirkju og stunda margir trúna vel, m.a. hér á landi. Og kirkjan hefur t.d. gefið Latnesku Ameríku mikið, m.a. Jesúítarnir í Úrúgúay á 17. og 18. öld – og á 20. öld Helder Camara, erkibiskup í Recife, píslarvotturinn Oscar Romero, erkibiskup í San Salvador, og núverandi páfi, Jesúítinn Bergoglio, meðan hann var erkibiskup í Bueonos Aires.
Jón Valur Jensson, 13.2.2016 kl. 03:14
Það verður sífellt undarlegra að upplifa að enn skuli vera til fullorðið fólk sem telur bæði sjálfum sér og öðrum trú um að til sé einhver Guð eða guðir þrátt fyrir allar vísindastaðreyndir sem liggja fyrir um alheiminn og gerð hans. Fólk sem lifir í svona sjálfsblekkingu og telur bullið vera sannleik getur hreinlega ekki talist marktækt í nokkurri umræðu. Mín ráðlegging - í fullri vinsemd en alvöru - er að þið sem eruð haldin þeirri ranghugmynd að til sé Guð/guðir leitið ykkur lækninga. Vonandi er sjúkdómurinn ekki kominn á það alvarlegt stig að þið getið enn náð eðlilegri geðheilsu og rökhugsun á ný.
Haraldur hárfagri 13.2.2016 kl. 08:34
Haraldur hárfagri. Alheimur vísindanna byggir á getgátum á því sem menn vita í dag. Allt getgátur og ekkert betra en trú annarra.Hvað kom Miklahvelli af stað ? Hvað var fyrir Miklahvell? Hvernig var á undan upphafi alheimsins?
Þóri Gestsson 13.2.2016 kl. 14:36
Þóri alveg að stimpla sig út... veit augljóslega ekkert um vísindi :)
DoctorE 13.2.2016 kl. 15:09
Marx gerði þau mistök í sinni heimspekilegu, díalektísku og sögulegu efnishyggju að byggja m.a. á þýzka heimspekingnum Ludwig Feuerbach, sem á fyrri hluta 19. aldar þróaði sína efnishyggju og guðleysisafstöðu. Síðan þá hefur guðleysið og efnishyggjan verið órofa grunnstoð í Marxismanum og illu heilli í bæði hugsun og verkum Leníns og lærisveina hans.
En þarna byggði Marx á sandi, því að fjarri fer, að heimspekin hafi meðtekið niðurstöður Feuerbachs sem afgerandi eða endanlegar. Marx tók einfaldlega við kenningu hans í trú, rétt eins og margir Marxistar gera ennþá!
Heimspekingarnir hafa hins vegar haldið áfram að glíma við ýmsar tilgátur og sönnunarviðleitni um tilvist Guðs, guðs eða guða, hversu fáfróðir sem "Haraldur hárfagri" og gervidoktorinn kunna að vera um þá hlið nútímaheimspeki. Nánar mun ég fjalla um þetta í blaðagrein.
Jón Valur Jensson, 13.2.2016 kl. 15:47
Jón Valur: Takk fyrir að áminna mig um að birta heimildir sem styðja ásakanir um barnaníð kaþólskra presta því það er mér sorglegt ánægjuefni.
Skv. The Boston Globe var búið að gera grein fyrir 815 fórnarlömbum níðingspresta kaþólsku kirkjunnar ári eftir að hneykslið komst upp. Ekki er hægt að fullyrða hversu mörg fórnarlömb hafa ekki stigið fram því kaþólikkar eru sakbitnasta fólk sem fyrirfinnst og undirlægjuháttur þeirra gagnvart kirkjunni fer í hæstu hæðum eða lægstu lægðum eftir því hvernig á málið er litið. Vafalítið eru þau afar mörg.
Takk aftur fyrir þetta. Fórnarlömbin voru ekki 550 heldur umtalsvert fleiri, rétt eins og þig virðist hafa grunað.
Áhugavert er að benda á, öllum þessum árum eftir að þessi ógeðfelldu kaþólikkamál komu upp, að enn er yfirstjórn kaþólsku kirkjunnar lausgirt í þessum málum sem svo mörgum öðrum. Þetta birtist m.a. í því að í þjálfunarprógrammi biskupa er þeim bent á að þeim beri ekki skylda til að tilkynna um barnaníð heldur sé það fórnarlambanna sjálfra að gera það.
For instance, Anatrella argued that bishops have no duty to report allegations to the police, which he says is up to victims and their families. It’s a legalistic take on a critical issue, one which has brought only trouble for the Church and its leaders. Why, one wonders, was it part of a training session? #
Þannig heldur kaþólska kirkjan áfram að búa til umhverfi þar sem yfirhylming og leynd hafa forgang umfram hag þeirra sem hún níðist á, mest lítilla drengja frá efnalitlum fjölskyldum sem helst segja ekki frá því ofbeldi sem þeir eru beittir af útsendurum Vatikansins.
Athugum sérstaklega að ofangreint er tekið af vefnum Crux sem er hallur undir kaþólsku kirkjuna, en þar virðist vera sómafólk sem lætur ekki hvað sem er yfir sig ganga. Þetta mættu aðrir taka sér til fyrirmyndar og hætta skilyrðislausri þjónkun við það óláns apparat sem kaþólsk kirkjan er.
PS. Mér finnst alltaf gaman að sjá hve kokhraustur þú ert þegar kemur að svörum frá öðrum eins og í þessu tilfelli þegar þú hendir grín að því að ég hafði þurft að gefa mér drjúgan tíma til að svara þér. Hins vegar sérðu aldrei bjálkann fyrir flísunum. Ég veit að það er óþægilegt fyrir þig að renna í gegnum eftirfarandi vefslóðir og sjá að ekki aðeins ertu oft seinn til svars, oft sleppirðu því algjörlega að svara. En það er líklega vegna tímaskorts því þú viðheldur svo mörgum bloggvefjum sökum þess að Íslendinga þyrstir í orð Jóns Vals úr öllum áttum :)
wayback.vefsafn.is/wayback/20120403225058/http://fiskurfiskur.blog.is/blog/fiskurfiskur/entry/623829/
olijon.blog.is/blog/olijon/entry/1383035/#comment3513910
kiddikef.blog.is/blog/kiddikef/entry/1074112/
olijon.blog.is/blog/olijon/entry/647913/
vest1.blog.is/blog/vest1/entry/2163800/
Steindór: Þessi Newton saga þín er svo krúttleg, maður byrjar hreinlega að skæla þegar maður les hana.
Óli Jón, 16.2.2016 kl. 11:58
Þarna er ekki um að ræða Boston-borg eina, heldur um 5 einna vestlægustu sýslurnar í Massachusetts. Boston-erkibiskupsdæmið er með 292 sóknir, fjöldi sóknarbarna talinn þar 1,8 milljónir árið 2009, en reglulegir kirkjugestir um 315.000 manns, og þetta er eftir að hneykslismálin miklu urðu öllum heyrinkunn, sem ollu miklu álitsfalli kirkjunnar.
Á málinu hefur t.d. verið tekið með þessum bótagreiðslum:
In September 2003, the Archdiocese settled over 500 abuse-related claims for $85 million.[4]
In June 2004, the archbishop's residence and the chancery in Brighton and surrounding lands were sold to Boston College, in part to defray costs associated with abuse cases.[5][6][7]
Ég sá þetta erkibiskupsmiðstöð um 1998, það voru afar miklar byggingar með skrifstofum og einnig prestaskóla erkisbiskupsdæmisins.
(85 milljónir dollara = nú um 10,88 milljarðar ísl. króna.)
159 klerkar hafa verið ásakaðir fyrir óhæfuverk af þessu tagi á lista erkibiskupsdæmisins um málin útg. árið 2011 (nú 166), en 91 að auki, flestir þeirra látnir og höfðu ekki verið ásakaðir opinberlega til 2011. Um 70 regluklerkar (í munkareglum) höfðu að auki verið ásakaðir um kynferðislega misneytingu.
Ýmsir prestanna hafa verið dæmdir og sendir í fangelsi og sviptir störfum sínum hjá kirkjunni.* Í sumum tilfellum hafa klerkar verið þar sýknaðir í síkum málum, bæði fyrir dómstólum og af kirkjunni. Með afar eftirsóknarverðum bótagreiðslum vegna þesara mála (þ.e.a.s. um eða yfir 20 millj. króna í hlut hvers meðal-fórnarlambs í hópi hinna rúmlega 500) þótti líklegt, að ýmsir myndu spinna upp ásakanir á hendur prestum sem engin vitni voru þó að og meintir gerendur jafnvel dauðir. Við getum spurt okkur, hvort það sama hafi átt sér stað hér á landi.
En viðbjóðsleg svik eru það hjá prestum við trúarlegar skyldur sínar og algert virðingarleysi fyrir sóknarbörnum að leita á þeu kynferðislega, hvað þá þegar um þvingað samræði er að ræða (fróðlegt væri að vita, hve stórt hlutfall hafi þar verið um að ræða). Slíkt á sér aldrei neina réttlætingu, og kaþólska kirkjan fordæmir það heils hugar og vísar slíkum mönnum úr þjónustu sinni.
Mikill meirihluti þessara brota mun hafa átt sér stað gegn drengjum og piltum af hálfu presta sem höfðu hneigð til eigin kyns fremur en til hins kynsins. Þess vegna, meðal annars, er eindregið samkynhneigðum mönnum nú haldið frá því að sækja prestaskóla kirkjunnar.
En þessi mál urðu á um hálfri öld eða lengur að hryllilegu krabbameini í kaþólsku kirkjunni í Bandaríkjunum (og raunar víðar, í íþróttafélögum, skátahreyfingunni og skólum, m.a.). Lesið um það hér:
Nationally, more than 17,500 victims have made accusations of clergy abuse that church officials have determined to be credible, according to the United States Conference of Catholic Bishops and the Center for Applied Research in the Apostolate.
Many of the allegations were made by adults reporting years-old abuse from when they were children. But other allegations have come from children reporting current abuse by clergy.
Between 2004 and 2014, more than 100 children nationwide reported sex abuse allegations that were determined by church officials to be credible, according to the bishop’s conference.
* Heimild sem þú sjálfur vísaðir í, Óli Jón (og um fleira hér): http://www.bostonglobe.com/metro/2015/11/06/least-clergy-have-been-accused-child-sex-abuse-boston-archdiocese/5cKpjVOPhEh7IYnCwRqIJI/story.html
Jón Valur Jensson, 17.2.2016 kl. 13:36
Jón Valur: Já, þetta er hárrátt hjá þér. Umdæmi kaþólskra og bostonskra barnaníðinga er vítt og breitt og þess vegna telja þúsund börn lítið þar. Svo er auðvitað búið að dæla í þetta peningum, en af þeim á kaþólska kirkjan skítnóg, og þá geta allir vel við unað.
Það hlýtur að ylja agentum kirkju barnaníðinga að vita af þér í baráttunni hér á freranum. Þetta er auðvitað orðið að smámáli einu eftir þínar útskýringar.
Hér er dæmi um ótrúlega ófyrirleitni þinna manna:
Og enn annað dæmi frá sama gæðingnum:
Þetta eru reyndar örlög kaþólsku kirkjunnar sem eldist eins og allar aðrar kirkjur og því hljóta elliglöp að einkenna störf hennar meir og meir.
Njótið vel.
Óli Jón, 26.2.2016 kl. 10:43
Í færsluna á undan vantar vefslóðir í tvö Youtube myndskeið sem sýna þau vandamál sem steðja að kaþólsku kirkjunni:
Minnisglöp #1
Minnisglöp #2
Óli Jón, 26.2.2016 kl. 10:45
Merkilegt hvað þú getur verið blindur, Óli Jón. Veiztu ekki af því, að margfalt fleiri starfsmenn íslenzka ríkisins og stofnana þess hafa brotið gegn börnum og unglingum kynferðislega heldur en þeir starfsmenn Landakotsskóla og kaþólsku kirkjunnar sem hafa verið ásakaðir fyrir slík mál?
Heldurðu, að það að vera veraldlegur starfsmaður, kannski trúlaus að auki, fríi menn við því að geta framið glæpaverk gegn börnum?
Og hvað um þá starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, sem þessa dagana er verið að afhjúpa og tala um að hafi misnotað aðstöðu sína í þriðja heiminum til nákvæmlega þessa sama? Áttu þetta ekki að vera fyrirmyndarmenn, dæmi um hið ágætasta í húmanisma og altrúisma (bróðurhyggju) í veröldinni, en brugðust samt svona herfilega?
Og þegar auðséð er, að það: að starfa ekki undir merkjum trúar eða kirkju, frelsar menn ekki frá því að hafa freistingar eins og jafnvel hinir örgustu (og þó afar sjaldgæfu) meðal presta eða frá því að framkvæma jafnvel níðingsverk á minni máttar, þá má spyrja þig: Er það þá samt einmitt ástæða fyrir þig til að þegja um þau mál og ana hér áfram með þínar einhæfu fullyrðingar um, að kaþólskir prestar séu öðrum mönnum verri í þessum ljótu efnum?
Ef einhver er einhæfur, þá ert það þú. Og ef einhver er einþykkur í sínum málflutningi, þá ert það þú, greyið mitt gráa.
Jón Valur Jensson, 5.3.2016 kl. 03:02
Svo ertu með hlálegan spuna hér í spurningu í skoðanakönnun á þessari trúarandstöðu-vefsíðu þinni, spyrð þar þessarar leiðandi spurningar: "Er þörf á söfnuði strangtrúarkaþólikka hér, þeim sem þekktur er af margvíslegu ofbeldi gegn börnum hérlendis?" --- og gefur valkostina JÁ og NEI !
Niðurstöður, hingað til, eru í samræmi við leiðandi spurninguna og þá staðreynd, að vefur þinn er með þeim fásóttari, en samherjar þínir í vantrúnni algengir meðal gesta.
Eða hvernig átti ég og aðrir trúaðir að svara spurningunni?! Átti ég að segja, að það sé ekki þörf á mínum kaþólska söfnuði?! og samþykkja um leið (hvort sem ég segði JÁ eða NEI) þá ásökun þína, að hann sé "þekktur af (að) margvíslegu ofbeldi gegn börnum hérlendis"?!
En þessi síðastnefna fullyrðing þín er fráleitur fordómur, því að söfnuðurinn hefur ekki verið ásakaður um neitt ofbeldi gegn börnum!
Öðru máli gegnir um Georg heitinn, fv. skólastjóra Landakotsskóla, og fröken Margréti, kennara þar. En brot þeirra voru EKKI verk "kaþólska safnaðarins", og margir í söfnuðinum (ég meðtalinn) kvörtuðu yfir framferði þeirra af ýmsu tagi og tóku í mörgum tilfellum (ég meðtalinn) börn sín úr skólanum. Í tilfelli dóttur minnar varð hún fyrir einelti af hálfu hinnar þýzku, ofurströngu fröken Margrétar.
Jón Valur Jensson, 5.3.2016 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.