Bingólögleysan

Merkilegt er til þess að hugsa að hérlendis skuli vera tilgreint í lögum að ekki megi spila bingó einn ákveðinn dag ársins. Þó er það skiljanleg þegar haft er í huga að fátt er hræðilegra fyrir kristna trú en almenningur spilandi bingó og storkandi gamla Guði í dillandi léttuð á meðan hann ætti að vera sakbitinn, társtorkinn og ekkasoginn vegna örlaga jólabarnsins í denn tíð.

En svo er hin hliðin á þessum peningi sem er sú að flestir Íslendingar láta sig föstudaginn langa sig lítið varða og þótt fæstir þeirra leggi sig eftir því að spila bingó á þessum degi ætti réttur þeirra til þess að vera sjálfsagður. En nú er viðbúið að afturhaldsöflin, þau sem ekki hafa trú á því að guð þeirra geti lifað af bingóspil, láti í sér heyra eins og þau gerðu þegar guðlastslögin voru aflögð. Reyndar er gott að hafa það mál til hliðsjónar því ekkert breyttist við þann gjörning. Fólk gengur ekki um guðlastandi um torg og bingóspil gegn Guði mun ekki vaxandi kirkjunni yfir höfuð. En ef það þó gerist, þá verður líklega góð ástæða fyrir því.

Fögnum því þessu framfaraskrefi, bingó er skemmtilegur leikur sem á rétt á sér alla daga ársins.


mbl.is Vilja bingólögin í burtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband