Fimmtudagur, 7. janúar 2016
Rúm 26% þjóðarinnar óæskileg í embætti forseta
Í samtali við Kjarnann staðfesti biskup Ríkiskirkjunnar þá skoðun sína að einn af hverjum fjórum landsmönnum séu óæskilegir í embætti forseta Íslands, en áður hafði Agnes viðrað hana árið 2012. Þessu til stuðnings vísir biskup í stjórnarskrá landsins í hverri Ríkiskirkjan fær skilgreind forréttindi umfram önnur trúfélög. Ekki er óeðlilegt að gera því skóna að hún hefði séð að sér á þeim tíma sem liðinn er, en svo er ekki.
Í raun eru þeir óæskilegu þó mun fleiri því straumur fólks frá kirkjunni undanfarin ár sýnir að fjöldi fólks á ekki samleið með henni og mun fleiri en Trúar- og lífsskoðanaeftirlit ríkisins sýnir.
Þetta er enn eitt dæmi þess að fullkomið trúfrelsi er ekki til staðar hérlendis og að nauðsynlegt er að klára vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar til að koma í veg fyrir svona gáleysislegan og hættulegan málflutning. Þá sýnir þetta einnig að fullur aðskilnaður ríkis og Ríkiskirkju er nauðsynlegur svo svona gáleysishjal biskups fái ekki aukið vægi í krafti þeirrar fordæmalausu forréttindastöðu sem stofnun hennar er í.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Sæll, ekkert er hættulegra íslensku þjóðinni en innræting RÚV.Ráðmenn þar misnota stofnunina sem rekin er af almanna skylduáskrift.Fyrir utan tillagaðar kommafréttir,er í krakkaþáttum reglulegur áróður um opin landamæri Esbés-regluverksins. Að ráða yfir sterkum miðli í eigu ríkisins og ausa yfir börn vinstri útgáfu af Hitlersæðinu,er til háborinnar skammar. Ríkisirkjan er m.a.sú stofnun sem mun bjarga ættjörð okkar frá hryllilingi fjölmenninga sniðnu verki Esb,sem Evrópuþjóðir eru í gríð og erg að berjast við að losna úr.Vonandi kemst UK.sem allra fyrst út úr þessu apparati.
Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2016 kl. 00:12
Helga: Undarlegt er hvernig Ríkiskirkjutrúuðum tekst iðulega að þvæla Rúv inn í umræðuna. Sú stofnun hefur í gegnum tíðina verið þínum skjólstæðingi handgengin með útvörpun á bænahjali og messusöngli. Hver dæmi svo fyrir sig hve jákvætt það er.
Ríkiskirkjan mun ekki bjarga einu né neinu því í gegnum tíðina hefur hún ekki einu sinni náð að bjarga sjálfri sér. Ríkið hefur í öllum málum þurft að reisa hana upp þegar hún hefur flækst í hempunni og steypst fram fyrir sig:
En gangi þér vel með vænibrjálaða ESB rasismann þinn og Hitlersblætið, vonandi færðu eitthvað við þessu hjá guði þínum.
Óli Jón, 8.1.2016 kl. 02:23
Helga kveikir alltaf á Rúv-inu sínu á sunnadagsmorgnum til að hlusta á messuna sína. Síðan vaknar hún á hverjum morgni til að hlusta á morgunbæn og orð dagsins. Að sjálfsögðu hlustar hún þá einnig á orð kvöldsins áður en hún leggst á koddann. Skyldi það hafa verið Helga sem mótmælti hástöfum þegar Rúv ákvað að skera í burtu Orð kvöldsins? Varla henn er svo vel við Rúv
thin 8.1.2016 kl. 09:20
Þegar fullveldissinna blöskrar fjandsamlegur áróðurinn gegn þjóðkirkjunni,með reglulegu millibili,tekur hann til varna.Svo samofið er fullveldi Íslendinga þeirri stofnun.Það ber fyrst að telja áróðurinn um forréttindastöðu kirkjunnar,sem er alrangur,en hér hafa menn bent á réttarfarslegar ástæður þess að ríkið kemur að launamálum presta. Er líklegt að við sem um þessi mál deilum hér nákvæmlega,eigum persónulega hagsmuna að gæta? Gef mér þá að þú Óli Jón komir lítt nálægt kirkju,en finnir auman blett þar,nokkuð viss um að embættismenn kirkjunnar eru ekki að snuðra hér,frekar að þeir skrifi greinar í virðuleg blöð eins og mbl.- - Það er þá mín tilgáta að allt þetta sé liður í baráttu Esb,sinna til að veikja samfélagið um leið og þeir banna (þeir sem hafa völd) aldagamla hefð Gideonfélagsins að færa börnum Nýjatestamenntið og kalla það innrætingu. Það er því aðkallandi að benda ,,aðgerðarsinnum,, á miklu alvarlegri gerðir Rúv.í krakkaþáttunum. Þessu handriti "þunni" minn er algjörlega hafnað,ekki stafkrókur réttur!
Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2016 kl. 14:37
Hekla mín. Að sjálfsögðu róum við ESB-sinnarnir að því að veikja samfélagið. En við erum með góða bandamenn í því þar sem prestarnir eru, allt logandi í eineltismálum, kynferðisbrotamálum o.fl. Svo virðist að þar sem tveir prestar eða fleiri koma saman þá er komið upp eineltismál. Merkilegtur söfnuður það
thin 8.1.2016 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.