En hvað varð um börnin?

Ýmislegt forvitnilegt kemur í ljós þegar nýjustu tölur frá Trúar- og lífsskoðanaeftirliti ríkisins eru skoðaðar. Ef gamla spakmælið um að börnin séu framtíðin er haft í huga sést skjótt að framtíð Ríkiskirkjunnar er ekki björt.

Fjöldi barna, aldurinn 0-17, hefur farið hríðlækkandi frá 1998 og fer úr 70.700 niður í 59.300 í fyrra sem er fækkun um rúmlega 16%. Hafa ber í huga að á þessum tíma hefur ríkið vélskráð nýfædd vöggubörn í trúfélög sem hefur skilað Ríkiskirkjunni rúmlega 39 þúsund ´félögum´ á tímabilinu. Líklega hefði eitthvað af þessu fólki skráð sig í Ríkiskirkjuna, en erfitt er að meta það því Íslendingar eru ekki vanir því að þurfa að skrá sig í hana, en eru að ná þeim mun meiri leikni í því að skrá sig úr henni.

Því er ljóst að þessi þjónusta ríkisins hefur ekki bara reynst kirkjunni vel, hún er henni bókstaflega lífsnauðsynleg. Þetta sést best á því að í dag er Ríkiskirkjunni reiknuð 73,7% þjóðarinnar, en væri þessi vélskráði fjöldi dreginn frá dytti sú tala niður í 61,9%. En svo er það sem skiptir Ríkiskirkjuna mestu máli og það eru glerharðir peningarnir. Auðvelt er að reikna út hve mikils virði þessi hjörð er þegar kemur að styrkveitingu ríkisins í formi sóknargjalda, en ég eftirlæt öðrum það, þeim til annað hvort gleði eða hryllings.

Af framansögðu sést vel hve lítið Ríkiskirkjan á upp á pallborðið hjá þjóðinni. Þrátt fyrir alla meðgjöfina í formi fjármagns frá ríkinu, trúboðs í skólum og vélskráningar nýfæddra barna rýrnar hlutdeild hennar í sálnabúskað þjóðarinnar um 0.9% á milli ára. Ekki er undarlegt að ríkið þurfi að styrkja hana um 150 milljónir á næstu fimm árum svo hún geti eygt möguleika á að fanga fleiri sauði.

Gleðilegt nýtt ár, Ríkiskirkja, sem líklega færir þér þó bara fleiri hörmungarfréttir á sviði fjármögnunar og nýliðunar. En sá uppsker sem hann sáir, er það ekki?

PS. Hvað varð svo um börnin? Getur verið að ein skýringin sé sú að þeim ofbauð að ríkið skyldi hafa skráð þau í trúfélag við fæðingu? Hver veit?

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Óli.

Hefur ekki fæðingartíðni lækkað hlutfallslega sem
þessu nemur?

Húsari. 4.1.2016 kl. 15:14

2 Smámynd: Óli Jón

Húsari: Nýjustu tölur herma að 60% hvítvoðunga fara í gegnum vélskráningarferli Trúar- og lífsskoðanaetirlits ríkisins, en á árum áður hafi það hlutfall verið mun hærra og líklega nálægt 100% í árdögum. Hver svo sem ástæðan er þá fækkar ungu fólki í Ríkiskirkjunni sem mun skila sér í rýrðum tekjustofni í framtíðinni auk þess sem þau margfeldisáhrif leggjast við að nýfædd börn fólks sem skráð er utan Ríkiskirkjunnar munu ekki rata þangað inn.

Allt þetta segir okkur að vegur hennar liggur niður á við sem er stórkostleg uppgötvun þegar til hliðsjónar er höfð öll sú ríkisaðstoð sem Ríkiskirkjan hefur notið í gegnum tíðina.

Óli Jón, 4.1.2016 kl. 15:25

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli Jón

Endaulaust sama hártogunin og hálfsannleikurinn hjá þér og lygi í bland.

Þú batnar ekki með árunum í þessari möntru þinni !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2016 kl. 15:31

4 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Hvernig væri nú að þú, merkisberi og einkaréttarhafi sannleikans hérlendis, myndir nú koma með málefnalegt innlegg í stað svona vitsmunaropa?

Óli Jón, 4.1.2016 kl. 15:33

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli J'on 

Það hefur sýnt sig um árin að það er sóun á dýrmætum tíma að endurtaka sífellt rökin, lagavísun og aðrar vísanir í sannleikann á rangfærslum þínum.

Þú virðist ekki meðtaka neitt nema áróður þinn í kristnihatrinu.

Hvernig væri að þú boðaðir trú þína í stað þess að höggva í aðra ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2016 kl. 16:37

6 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Enn og aftur sést að þú ert Íslandsmeistari í afvegaleiðingu, undanslætti og því að segja ekkert í svo skelfilega löngu máli :) Þú getur sem sagt ekki gert neinar efnislegar athugasemdir við þessi skrif?

Óli Jón, 4.1.2016 kl. 17:09

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég vísa í ótal skipti á vefsvæði þínu sem og annarra félaga þinn um mörg ár þar sem hrakin eru ósannindi ykkarmeð vísan í samninga, lög og annað sem mál varða hverju sinni. Þið viljið ekki hlusta enda virðist þið í illri herferð gegnkristni og sér í lagi þjkóðkirkjunni og látið ekki rök og sannleika afvegaleiða ykkkur í þeirri vegferð. Það hafa áralöng skrif sannað.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2016 kl. 18:26

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

>"með vísan í samninga"

Góður þessi! :)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.1.2016 kl. 18:38

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Með gamalkunnan tón sem vex ásmegin jafnan í ætt við félaga sína afvegaleiðarana.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2016 kl. 18:44

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Óli Jón, það verður gaman að sjá hvað gerist þegar sjálfkrafa skráning nýbura í trúfélög verður afnumin. :)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.1.2016 kl. 18:55

11 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Lestu greinina mína aftur, eða mögulega í í fyrsta skiptið, og komdu með efnislegar athugasemdir. Í henni vísa ég í tölulegar upplýsingar sem finna má á Netinu og þætti mér áhugavert að sjá þínar hugleiðingar um þetta. Vitað er að þú tekur til þessara undankomubragða þegar þú ert gjörsamlega kominn upp við vegg og er það eitt þeirra atriða sem gerir líkindin á milli þín og Jóns Vals jafn mikil og raun ber vitni.

Hjalti: Já, það verður afar forvitnilegt. Þessi ríkisvélskráning er lífæð Ríkiskirkjunnar ásamt fjármagninu sem hún fær frá ríkinu. Fjárhagslega er hún auðvitað í ótrúlega góðum málum eftir að hún náði að koma innheimtu sóknargjaldanna yfir á ríkið sem nú er bara orðin að ríkisstyrk. En jafnvel þótt ríkið haldi vélskráningarþjónustunni áfram þá munu áhrifin fara að bíta kirkjuna all hressilega í skutinn bráðlega þegar ´guðlausu´ börnin eignast börn sem vélskráningin nær þá ekki yfir. Ég get vel ímyndað mér að þetta sé efni í margar martraðir starfsmanna biskupsstofu og svo auðvitað Predikarans, jafnvel álíka skelfilegt og kvikmyndin Exorcist þegar Kirkjuþing frétti á sínum tíma að von væri á henni í kvikmyndahús.

Forvitnilegt væri að vita hvort þessi vélskráningarþjónusta bjóðist trúfélögum, ríkisstyrktum eða ekki, annars staðar í heiminum. Ég er viss um að Ríkiskirkjan hljóti að vera öfundarefni allra þeirra úti í hinum stóra heimi sem þurfa að hafa sjálfir fyrir öflun félaga og viðhaldi félagatals :)

Óli Jón, 4.1.2016 kl. 20:33

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Predikarinn er annar maður en ég, Óli Jón, sættu þið við það, að raddirnar eru fleiri en ein og fleiri en tvær, sem andmæla þínum stanzlausa áróðri gegn Þjóðkirkjunni.

Og út á hvað fekkstu að komast hér í stórhausahópinn? Fyrir að vera sérhæfður í þessu umræðuefni: árásum á Þjóðkirkjuna, og geta helzt ekki um annað hugsað?! Kannski fyrir að vera svona einstæður einnar víddar maður?

Jón Valur Jensson, 5.1.2016 kl. 02:47

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

... sættu þig við það ... !

Jón Valur Jensson, 5.1.2016 kl. 02:48

14 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Manstu þegar þú varst rekinn úr stórhausahópnum fyrir það eitt að vera þú :) ó, hve mikið þú emjaðir og vældir þá! Mikið telurðu þetta annars vera mikla vegtyllu, kallinn minn, því þú sýtir það svona mikið að ég skuli vera þarna :)

En auðvitað er þetta rétt hjá þér, ég sem eins-bloggs-auminginn sem ég er á ekki að geta verið í sama haga og fjöl-blogga-stórbokkar eins og þú sem halda úti 7-8 bloggvefjum og m.a.s. 'best of' bloggi um sjálfan sig. Þú ert örugglega eini bloggarinn sem hefur náð því að vera með lágmark þrjár bloggfærslur í gangi á ólíkum vefjum á sama tíma :)

Svo mikið mæðir á þér að uppfræða aðra um stóra sannleikann að súr um augun paufastu við að 'senda út nokkrar blogggreinar' í einum rykk. Þetta leikum við, eins-bloggs-vitleysingarnir, ekki eftir.

Ég vona að þú sendir Mogganum tölvupóst og grennslist fyrir um þetta stórhausamál. Netfangið er það sama og þú notaðir þegar þú sníktir út úr þeim að fá að koma aftur í hópinn :)

Óli Jón, 5.1.2016 kl. 03:14

15 identicon

Sæll Óli.

Og ætlar þú ekki að kasta í eina góða Voff-Poff ráðstefnu
til að sjá hvernig í þessu liggur?!

Ég held að það væri fróðlegt fyrir allt og alla að
sjá það svart á hvítu. Tekur sjálfsagt nokkurn tíma
að taka það skilmerkilega saman.

Húsari. 5.1.2016 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband