Leikskólabörn heimsækja kirkju

Á tímum sífellt meira gránandi kirkjusauða er það auðvitað stórkostlegt fréttaefni þegar börn heimsækja kirkju. Þetta eru reyndar leikskólabörn sem áttu líklega ekki frumkvæðið að þessari heimsókn, en þau fóru samt engu að síður. Kirkjan hlýtur að fagna þessu því þarna er markhópurinn, agnar lítil börn sem hafa ekki vitsmuni eða þroska til þess að meta tilboð kirkjunnar og boðskap hennar. Þetta er auðvitað besti hópurinn til þess að hafa á bekkjunum.

En til hamingju, kirkja, það komu börn í heimsókn sem virðist svo furðulegt og skrýtið að það ratar í Moggann sem frétt!

PS. En er samt ekki skondið að mamman í fréttinni virðist ekki hafa drifið í þessari heimsókn fyrr en ljóst var að leikskólinn myndi ekki sjá um þennan þátt trúaruppeldisins fyrir hana? Þetta virðist nokkuð dæmigert fyrir 'sannkristna' foreldra hérlendis, þeir treysta flestir á það að ríki og sveitarfélög sjái um innlagningu trúarinnar í börnin ... svona eins og Jesús vildi hafa það.


mbl.is Leikskólabörn fóru í kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki þú og þínir líka fara að skipta þér af því hvað foreldrar ákveðja sjálfir.  Nóg er af leiðinlegu fólki í þjóðfélaginu.

Gunnar 21.12.2013 kl. 18:45

2 Smámynd: Óli Jón

Gunnar: Þú nærð líklega ekki að lesa út úr textanum að mér finnst það framfaraspor að foreldrar arki sjálfir með börn sín í kirkjur í stað þess að treysta á opinberar stofnanir í þeim efnum. Hagstofukristnir Íslendingar sem nenna ekki að kristna börn sín hafa hingað til stólað á ríki og sveitarfélög í þeim efnum, en nú er komið að því að þeir þurfa að gyrða í brók og lufsast sjálfir í fjárhúsið.

En þú hefur þó rétt fyrir þér þegar þú segir að nóg sé af leiðinlegu fólki í þjóðfélaginu, en ég skil reyndar ekki af hverju þú tiltekur það hér?

Óli Jón, 21.12.2013 kl. 18:51

3 identicon

Leikskólabörnin  streyma unnvöpum í þjóðmunasafnið að glápa jólasveina og nema þeirra boðskap um Grílur og Leppalúða. Halda svo heilög jól, vanvita um upphafið. Leiðindaskjóður eru svo í ábæti. þetta er mannbætandi starfsemi og afvegaleiðir enga sál, eða hvað?

karl Birgis 22.12.2013 kl. 12:19

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Pistill Óla Jóns hér ofar er dæmigerður fyrir vantrúarskrif hans og fjandsemi í garð kristins siðar, sem er þó sú trú sem yfir 90% Íslendinga vilja telja sig til, á sama tíma og aðeins 5,16% landsmanna eru utan trúfélaga.

Það má undarlegt heita í landi með kristinn fána, kristinn þjóðsöng og stjórnarskrárákvæði um stuðning og vernd kristins siðar, að þar skuli það viðgangast í höfuðborginni, að pönkaðir róttæklingar skuli hafa fengið því famgengt, að börn í skólum og leikskólum eru fúslega send á ýmsar uppákomur uppskáldaðra jólasveina og foreldra þeirra, Grýlu og Leppalúða, en að þeim skuli hins vegar (a.m.k. í sumum leikskólum) stranglega bannað að fara í hópferð í kirkjur landsins til að kynnast undirstöðu jólahátíðarinnar, jólaguðspjallinu og því sem gerðist á jólaótt í Betlehem, aðdragandanda þess og þeirri persónu sem þá var borin í heiminn og hefur haft víðtækari og betri áhrif meðal manna en nokkur önnur söguleg persóna.

Jón Valur Jensson, 22.12.2013 kl. 13:52

5 Smámynd: Óli Jón

karl Birgis: Takk kærlega fyrir að hita upp gömlu og súru jólalummuna, þ.e. þá sem segir að Jólin séu kristileg hátíð. Hið rétta er, og taktu nú vel eftir, að jólin eru upprunalega heiðin hátíð sem forstjórar kristinnar kirkju stálu í denn til þess að auka líkurnar á því að kristin hátíð myndi öðlast vinsældir í heimi sem átti sér djúpar rætur í heiðni. Nú veit ég að þú trúir mér ekki af því að ég, guðlaus maðurinn, hlýt að ljúgu um allt og ekkert og því bendi ég þér á að lesa þér til mikils gagns, en líklega minni skemmtunar, grein á history.com um uppruna jólanna. Í henni stendur m.a. þetta: "By holding Christmas at the same time as traditional winter solstice festivals, church leaders increased the chances that Christmas would be popularly embraced, but gave up the ability to dictate how it was celebrated." Þetta jólarán var því bara pólitísk ákvörðun snjallra rekstrarstjóra kristninnar og tengist því ekkert hvort verið sé að halda upp á afmælisdag Jesúsar.

Hvað Grýlu og Leppalúða varðar, þá standa þau heiðurshjón nær hjarta íslensku þjóðarinnar í dag en skáldsagnapersónur Biblíunnar. Eftir hverjum bíða börnin á jólum? Jesúsi? Nei, jólasveininum! Fyrir hvern setja þau skóinn í gluggann? Jesúsi? Nei, jólasveininum! Það er því við hæfi að þau steðji í Þjóðminjasafnið og hylli jólasveininn.

Jón Valur: Pistill þinn hér ofar er dæmigerður fyrir trúarhitaskrif þín og undirlægjuhátt fyrir kristnum siði sem er það afbrigði trúar sem ríkið hefur hvað mest skráð ómálga börn í við fæðingu og þannig náð að pumpa upp þá tölfræði sem þú hossar dag og nótt. Að þú skulir ekki hafa meiri metnað en þetta, maðurinn sem ert Kristilega stjórnmálaaflið alveg upp á þitt einsdæmi, það er ótrúlega sorglegt og pínlegt.

Vissulega finnst þér undarlegt að í lýðfrjálsu landi skuli vera barist gegn ágangi trúar. Þú gerir það reyndar sjálfur þegar í hlut eiga hinar 'villutrúrnar', þessar sem hinir vitleysingar hafa ánetjast af því að þeir trúa ekki á þinn guð. Þú ert umburðarlyndur þegar að slíku kemur. Sem sérlegur fulltrúi Jesúss á Íslandi getur þú nefnilega valið og hafnað hvað sé rétt og sanngjarnt og það sem er sanngjarnt fyrir þinn málstað (og Jesúsar) þarf ekki að vera sanngjarnt gagnvart öðrum.

Þú hefur engan metnað fyrir hönd kristinna foreldra, hverfandi hlutmengis hérlendis, því þú veist að þeir munu fæstir fara með börnin sín í kirkju og þess vegna þarf að láta það í hendur ríkis og sveitarfélaga ef kristin trú á að eiga sér nokkra lífsvon hérlendis. Svo virðistu haldinn sömu ranghugmyndum og karl Birgis hér ofar og því bendi ég þér líka á grein history.com sem þú getur, vonandi, lesið þér til gagns. Til einföldunar fyrir þig þá tek ég eftirfarandi setningu út úr greininni og set inn hér:

In the early years of Christianity, Easter was the main holiday; the birth of Jesus was not celebrated. In the fourth century, church officials decided to institute the birth of Jesus as a holiday. Unfortunately, the Bible does not mention date for his birth (a fact Puritans later pointed out in order to deny the legitimacy of the celebration). Although some evidence suggests that his birth may have occurred in the spring (why would shepherds be herding in the middle of winter?), Pope Julius I chose December 25. It is commonly believed that the church chose this date in an effort to adopt and absorb the traditions of the pagan Saturnalia festival. First called the Feast of the Nativity, the custom spread to Egypt by 432 and to England by the end of the sixth century. By the end of the eighth century, the celebration of Christmas had spread all the way to Scandinavia.

Þarna sérðu glögglega að kristnir brutu eitt boðorðanna þegar þeir stálu þessari hátíð heiðinna svo þeirra eigin hátíð ætti sér meiri lífslíkur. Ég veit að þetta er óþægilegur sannleikur fyrir þig sem þú hefur afneitað í gegnum tíðina, en svona er þetta bara. Jólin eru upprunalega jafn kristin og ég :) þannig er það bara.

En merkilegt nokk, ég er sammála þér þegar þú skrifar sem Kristilega þjóðarsamfylkingin að það þurfi að kynna uppruna jólanna fyrir leikskólabörnum. Það verður hins vegar að kynna réttu söguskýringuna, ekki vitleysuna sem þú vilt lepja í þau. Þau eiga bara meira og betra skilið en að fá hálfmeltar skrökulygar og kvartsannleik um þetta mál.

Kristinn þjóðsöngur. Já, þessi sem nýtur svo mikilla vinsælda á meðal þjóðarinnar? Þessi sem þjóðin sameinast um á góðri stundu og sönglar saman? Dapurlegur kveðlingur um eilífðar smáblómin sem gera ekkert annað en að tilbiðja guð sinn og deyja. Dásamlegt og uppörvandi? Nei, ömurlegt og niðurdrepandi! Veistu, það er kristnum sið ekki til framdráttar að færa þetta upp á borð, slepptu því frekar eftirleiðis.

En það er áhugavert að sjá að Kristilega stjórnmálafélagið skuli enn vera með lífsmarki. Þetta er auðvitað til marks um hversu mikil áhrif kristnin hefur t.d. í stjórnmálum. Segðu mér, hversu margir eru í þessu stússi með þér? 4? 5? Færri? Þeir voru 12 fyrir nokkru síðan, sem er auðvitað skondið að þú skulir hafa valið í kringum þig postulatölulegan fjölda fylgifólks, en hvernig er staðan núna? Hefur Kristilega þjóðarbandalaginu vaxið kristilegur fiskur um hrygg í takt fyrir ímyndaða fylgispekt íslensku þjóðarinnar við kristinn sið? Eða fór kannski fyrir þessu brölti eins og kristnu gildunum þegar þeim var hent út úr Sjálfstæðisflokknum? Manstu, flokknum sem telur sig merkisbera kristinnar trúar og Jesúss Jósepssonar hérlendis?

Eins og ég hef stundum sagt í lokin, og það á vel við hér, þá væri þetta fyndið ef þetta væri ekki sorglegt!

Óli Jón, 22.12.2013 kl. 15:21

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

  • Víst hef ég komið við kaunin á
  • karlinum Óla Jóni.
  • Öðruvísi'honum áður brá,
  • er andófslaus bullaði' á síðuna þá
  • sá endemis Orða-Skjóni. 
Við fyllum enn postulatöluna í KS, ef þú hefur áhyggjur af því, lagsi!

Já, þjóðsöngurinn nýtur sannarlega vinsælda meðal þjóðarinnar, Óli Jón, þú sérð það t.d. á því, hve vel er oft tekið undir hann á kappleikjum, m.a. fyrir nýlega viðureign við Króata. Og virðulegur er hann og undurfagur, um það vitnaði t.d. Herbert von Karajan. Og ekki hefur þjóðin séð neina ástæðu til að skipta honum út, m.a. vegna þess að hún er að mestu kristin. Og vel á minnzt, menn ættu að leggja sig eftir því að hlusta á þjóðsönginn spilaðan (með fallegum myndum frá Þingvöllum) í lok dagskrár Sjónvarpsins á hverju sunnudagskvöld; það er sannarlega hrífandi.

Margar kristnar hátíðir hafa þróazt með tímanum; sumar voru jafnvel ekki til fyrir árið 1000 (t.d. dýridagur), en það er samt engin ástæða til að misvirða þær, og sannarlega er ástæða til að fagna komu Frelsarans til okkar manna. Því halda kristnir menn jól, eina af sínum stórhátíðum.

Mörg orð hefur þú með lítilvægu innihaldi; ég eltist ekki við slíkt.

"Hvað Grýlu og Leppalúða varðar, þá standa þau heiðurshjón nær hjarta íslensku þjóðarinnar í dag en skáldsagnapersónur Biblíunnar," skrifar þú. En þetta er fráleitt og þó dæmigert fyrir þína afvegaleiddu hugsun, eða hvaða persónu Biblíunnar telur þú "skáldsagnapersónu"?! Sannarlega var Jesús það ekki, María móðir hans né Jósef, ekki Elísabet frænka hans, Jóhannes skírari o.s.frv., að ógleymdum postulunum og fjölda manns öðrum, bæði Gyðingum, grískum og rómverskum. Meðal þeirra síðarnefndu var t.d. einn háembættismaður, sem menn könnuðust ekki við úr sögulegum handritaheimildum og ályktuðu því (hinir efagjörnu) að hefði verið skáldað upp hjá Lúkasi (í Postulasögunni). En svo fannst áletrun á steini með nafni þess manns, sem slíks embættismanns, og þar með var komin staðfest aukaheimild fyrir tilvist hans. En þetta er víst ofar þinni hugsun.

Hins vegar halda jólasveinarnir og Grýla þín og Leppalúði áfram að vera einberar skáldsagnapersónur endalaust.

Jón Valur Jensson, 23.12.2013 kl. 04:29

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og menn biðja hér daglega til Jesú Krists, tugþúsindir ef ekki yfir hundrað þúsund manns, allan ársins hring, en enginn fullorðinn leiðir í alvöru hugsun að því, að jólasveinar séu til !!!

Jón Valur Jensson, 23.12.2013 kl. 04:36

8 identicon

Jesú er jólasveinn og þú ert fullorðin maður JVJ, sem trúir á jólasvein, súperofurjólasvein!!

DoctorE 23.12.2013 kl. 07:59

9 identicon

Íslendingar eru að mesti heiðnir.Það sést best á krossi heiðinna í fánanum okkar.

Elías Rúnar Ingvarsson 23.12.2013 kl. 08:21

10 identicon

P.S. Það er löngu tímabært að skitpa út textanum í "þjóðsöngnum", sá texti sem er núna gengur ekki, þetta er kirkjusálmur fyrir jólasvein sumra íslendinga, þjóðsöngur á að vera eitthvað sem sameinar fólk, sá texti sem núna er gerir það ekki, þetta er sundrungar-texti, ég veit að honum verður breytt á einhverjum tímapunkti og ég vona að JVJ lifi þann dag :)

DoctorE 23.12.2013 kl. 08:50

11 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Kristilegu krossmannasamtökin eru sannarlega þróttmikil og breiddin í félagatalinu sést glögglega ef bloggvefur bandalagsins er skoðaður þar sem fjöldi ólíkra einstaklinga kvittar undir færslurnar ... er það ekki?

Ljóst er að þú hefur ekki verið á sömu landsleikjum og ég því fólk hummar laglínuna, en fer ekki með textann. Laglínan er afar falleg þótt hún henti ekki sem stemmningslag fyrir þjóð, en textinn er frekar bágur og niðurdrepandi þar sem hann gengur í raun út á fánýti lífs hins kristna manns; að lifa sínu lífi til þess eins að tilbiðja guð og deyja svo. Það er frekar nöturlegt hlutskipti.

Þú sérð Jesús í hverju horni á meðan aðrir sjá Jólasveininn. Þar sem hvort tveggja er upplifunartengdur veruleiki þá eru báðar persónur jafn raunverulegar.

Takk fyrir kveðlinginn. Ég svara með endurbirtingu á gamalli sendingu til þín því ég hef ekki tíma til þess að setja nýja saman sökum þess að ég er á leið í messu hjá Jólasveininum.

Pípir páfans Snati,
Píus Íslands og rati.
Bullar og blaðrar,
þvælir og þvaðrar
og þversum er ávallt á gati.

Góðar stundir.

Óli Jón, 23.12.2013 kl. 12:12

12 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Mér varð hugsað til þess að líklega væri ósanngjarnt gagnvart Francis páfa að spyrða þig við hann, enda virðist hann umburðarlyndur og heilt yfir hinn sæmilegasti kall, nokkuð sem ekki hefur einkennt páfastéttina hingað til. Viðhorf hans til ýmissa lykilmála eru nokkurn veginn algjörlega á skjön við þín og því er rétt að það komi fram að vísan mín var kveðin þegar hinn rauðskæddi Rottweiler páfi var við völd, þessi sem hrökklaðist úr páfastóli og þér þótti svo djúpt og innilega vænt um enda eruð þið samþenkjandi um svo margt.

Þannig er nú það. 

Óli Jón, 23.12.2013 kl. 15:57

13 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Vegna orða Óla Jóns um höfunda á vefsíðu Kristinna stjórnmálasamtaka má það gjarnan koma fram, að ekki færri en 10 félagsmenn samtakanna hafa skrifað þar greinar eða pistla. Einn þeirra, sem skrifað hafa, er látinn, fyrir hartnær einu ári (Eva S. Einarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, ritaði fjölda greina), og tveir þeirra eru hættir í samtökunum (GHBH og K.3)).

PS. Páfinn ágæti, mannvinur mikill og eindreginn gagnrýnandi plútókratíu (auðveldis) á Vesturlöndum, heitir ekki Francis að íslenzkum rithætti, heldur Franz eins og á þýzku eða Frans, ef menn vilja hafa það heldur.

Og PPS. til gervidoktorsins: Jesús var enginn jólasveinn, heldur söguleg persóna, af holdi og blóði og mesti áhrifavaldur okkar menningarheims og siðmenningar.

Kristin stjórnmálasamtök, 23.12.2013 kl. 20:14

14 identicon

Það er nú ekki alveg á hreinu með að Jesú hafi verið til yfir höfuð, en hann var og er jólasveinn, það er ekki ein einasta smuga á því að hann hafi verið sá sem biblían segir, ekki séns, það er á tæru.
Jólasveinar og sögur af þeim spretta upp af af td sankti Níkulási, sem var maður og nú höfum við þessa jólasveinasögur fyrir börnin.. og Jesú jólasveininn fyrir fullorðna.

Eitthvað raus og þvaður um vinsældir og áhrif þessara Jesújólasveinasagna styður engan veginn við að þær séu sannar á neinn máta

DoctorE 23.12.2013 kl. 22:13

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gervidoktorinn getur ómögulega hugsað þá hugsun til enda, "að Jesús hafi verið til yfirhöfuð," og til að sætta sinn vantrúaða hug við staðreyndir, vill hann breyta Jesú í jólasvein, en það er nú alveg út úr kortinu, og tilvist hins sérstæða Jesú frá Nazaret verður ekki fremur vefengd (jafnvel enn síður) en tilvist skáldsins mikla, Egils Skalla-Grímssonar.

Loftfimleikar gervidoktorins gætu auðveldlega valdið honum svimakasti, sýnist mér.

Jón Valur Jensson, 25.12.2013 kl. 05:49

16 identicon

Ég er ekki í neinum loftfimleikum, aftur á móti þeir sem trúa því að sonur guðs hafi verið að spóka sig og galdra þarna í fornöldinni, þeir eru í loftfimleikum og komnir í keng í sjálfsblekkingu.
Það er ekki ein einasta ástæða til þess að trúa þessu rugli öllu saman, ég er búinn að kynna mér trúarbrögð/guði nokkuð vel og sé engar sannanir fyrir því að nokkuð af þeim sé neitt meira en manngert kjaftæði, eða eins og ég hef sagt svo oft, yfirnáttúrulegt "Nígeríu" svindl.

Mér finnst trúarbrögð hreint hlægilega fáránleg og heimsk, skil ekki að nokkur maður trúi svona rugli

DoctorE 25.12.2013 kl. 12:11

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er til fjöldi trúverðugra vitnisburða um kraftaverk, og þú ættir nú bara að kynna þér það.

Jón Valur Jensson, 25.12.2013 kl. 14:36

18 identicon

Ég hef kynnt mér það JVJ, ekkert af því má kalla kraftaverk, vitnisburður fólks um svona er algerlega ótrúverðugur.. fjöldi barna hafa dáið vegna kraftaverkatrúar foreldra á Jesú jólasveininn.
Td svindlarinn hann Benni Hinn, hann hefur samkvæmt vitnisburði læknað þúsundir... mun fleiri en meintur messías, málið er að það eru engin alvöru gögn til um það að hann hafi læknað einn né neinn, þvert á móti er til mikið af gögnum um að fólk hafi látið lífið eftir heimsókn til Benni Hinn.
Ótal manns vitna um að þetta og hitt humbuk hafa læknað það, milljónir fara í svona trúarlækningarrugl, langflestir deyja, einstaka læknast eins og gerist og gengur.. trúaðir hrópa upp, Jesú læknaði hann, galdrar eru raunverulegir.. sjá einfaldlega ekki alla þá sem hrundu niður

Þú veist þetta jafnvel og ég JVJ, þú ert bara að ljúga að sjálfum þér og öðrum, hugsanlega í einhverju hlægilegu veðmáli Pascals.. það veðmál er 100% tapað, þú munt bara aldrei komast að því, vegna þess að þú verður dauður

DoctorE 25.12.2013 kl. 15:39

19 identicon

Gefa skólastarfsemi frjálsa og hætta sem mest að reka hana á vegum ríkisins. Greiða niður með einkaaðilum, sem keppa sín á milli og koma í veg fyrir hættulega miðstýringu og fákeppni. Foreldrarnir hafa meira val og geta valið skóla eftir smekk, trúarnöttararnir fyrir sín börn, venjulega þjóðkirkjufólkið svona litlu jóla skóla og svo hreinir veraldarhyggjumenn/materíalistar skóla sem þeim líkar með stefnu sem þeim líkar. Foreldrastýrðir skólar eru líka möguleiki og að lýðræðislegar niðurstöður kosninga foreldrafélaga ráði niðurstöðu í svoleiðis skóla. Einráð ríkisstjórn stuðlar að fasisma. Valið til fólksins í þessu sem öðru er svarið.

Frikki 26.12.2013 kl. 06:26

20 identicon

Því plúralismi er góður, en plúralismi sem er neyddur upp á fólk á vegum ríkisins er fasismi/stalínismi. Og veldur á endanum andúð og skilar öfugum tilgangi en til er ætlast. Þess vegna rísa hægri öfgar í Evrópu í þeim löndum þar sem fólkið hefur lítið val, en í löndum eins og Bretlandi og Bandaríkjunum er meiri blöndun/tolerance og umburðarlyndi en áður. Þvingun skilar engu og er alltaf til ills.

Frikki 26.12.2013 kl. 06:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband