Kaflinn sem gleymist í sunnudagaskólunum ...

Syndaflóðið og kettlingurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óli

Guð gaf þeim hugmynd til björgunar, að smíða Örk og koma sér í öruggt skjól. Enn eru "laun syndarinnar dauði" en náðargjöf Guðs er eilíft líf fyrir trú á Jesú frá Nazaret.

Ertu búinn að gera ráðstafanir? Hefðir þú valið skipsrúm með Nóa á sínum tíma? Hvað gerir þú við Jesú, hræpir hann eða fylgir honum? Hann er sá eini sem veitir mönnum mikið langlífi! Þitt er valið! Ekki vera eins og ráðalaus kettlingur í vanda.

k.kv

snorri í betel

snorri 18.7.2013 kl. 09:32

2 identicon

Að velja skipsrúm með Nóa er svona eins og að velja að vinna fyrir Hitler svo þú sjálfur lendir ekki í gasklefunum og brennsluofnunum.. Nema þetta er soldið mikið verra með hann Gudda þar sem eilífar pyntingar eru fyrir þá sem kjósa ekki að vinna með fjöldamorðinganum geggjaða.
Og hvernig gat hann iðrast yfir því að hafað skapað mennina, hann vissi fyrir fram hvað mundi gerast, þannig að hann sökin er öll hans.

Óskiljanlegt að menn trúi á þetta guða rugl allt saman, að þessu leiti erum við frumstæðasta dýr jarðarinnar

DoctorE 18.7.2013 kl. 11:24

3 Smámynd: Óli Jón

Snorri: Ég get ómögulega sett mitt traust á aðila sem, að sögn, er alvitur og algóður, en er samt svo ólánslegur að hafa ekki önnur ráð en nær allsherjar tortímingu þegar sköpunarverk hans bregst m.v. hans eigin mælikvarða.

Það verður bara að segjast að þessi guð þinn virðist harla lítilfjörlegur og spilar mjög illa úr þeim mætti sem hann er sagður hafa. Hann er alvitur en sér þetta samt ekki fyrir. Hann er almáttugur en hefur ekkert ráð annað en tortímingu. Hann er algóður en drekkir kettlingum og litlum saklausum börnum í þúsunda og milljónavís án þess að blikna. Þessi náungi spilar afar illa úr því sem honum er gefið, það verður nú bara að segjast.

Fyrir utan allt annað þá er ekki hægt að setja nema stóran fyrirvara við réttlætiskennd algóðrar veru sem býr eitthvað til, hluti þessa einhvers klikkar (að sögn) og eina ráðið sem þessi alvitra, almáttuga og algóða vera hefur til þess að bjarga málum er að drepa nær allt! Þetta er dæmi um lélegustu skipulagningu sem við höfum orðið vitni af og mestu handahófskenndu grimmd sem sögur fara af.

Því er það þannig að ég myndi aldrei panta far með tortímingarskútu Nóa og kó því áhöfn hennar er leidd af grimmri og ringlaðri veru sem ekkert virðist vita hvað hún er að gera.

Nei, tilboð Guðs er aumt og lélegt og það er ekkert að marka það vegna þess að það er ekkert að marka hann! Maðurinn er betur kominn með því að pluma sig bara sjálfur. Guð þinn er líka þannig að hann er væntanlega orðinn vanur því að þú og þínir hrósa honum bara fyrir það sem vel er gert, en bera af honum allar sakir þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þannig er hann aldrei látin bera ábyrgð á neinu og er verður fyrir vikið enn óhæfari til allra verka en áður. Hann er eins og fíll í kristalsverslun sem ryðst stjórnlaust um allt rýmið og fær hrós fyrir þennan eina blómavasa sem honum tókst ekki að brjóta :)

Þessi guð þinn á bersýnilega skilið að fá hæstu einkunn!

Óli Jón, 18.7.2013 kl. 11:44

4 identicon

Heyrðu Óli, hann Mofi er að tala um hversu mikið betri biblían er en kóraninn. Hvernig biblían kennir ekki að það eigi að myrða þá sem hætta að trúa og/eða trúa ekki að guðinn hans.
Smelltu þessu inn hjá honum
Deuteronomy 13:6
Deuteronomy 13: 13
Deuteronomy 17:3
2 Chronicles 15:13

:)

DoctorE 18.7.2013 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband