Aflátsbréf á léttgreiðslum

Aflátsbréf útgefið af Jhann TetzalÓtrúlegt er til þess að hugsa að kaþólska kirkjan sé enn að innheimta afborganir af aflátsbréfum. Fyrir þá sem eru of hugmyndasnauðir til þess að ímynda sér þá snilld sem aflátsbréfin voru í eina tíð, þá voru þau fjáröflunarleið fyrir feita páfa og presta til þess að fjármagna það ljúfa líf sem þeir lifðu. Þeir sáu sér leik á borði og græddu á tá og fingri á syndum sauða sinna. Í raun var syndin þeim svo verðmæt að þeir skilgreindu ótrúlegustu hluti sem synd, enda var þá hægt að setja verðmiða á fyrirgefningu Guðs, syndaaflausnina, og byrja að rukka.

Þetta var fyrir mörg hundruð árum síðan og hefur flest siðað fólk staðið í þeirri trú að kaþólska kirkjan hafi fyrir löngu síðan aflagt þessa ógeðfelldu leið til þess að ræna almúgann, en það er öðru nær. Nú berast fréttir frá Svisslandi um að langþreytt þarlend fjölskylda hafi verið búin að fá nóg af því að greiða afborganir í 655 ár fyrir syndir forfeðra sinna eins og Guð sjálfur hefur mælt fyrir. Þegar kaþólska kirkjan senda aflátsbréfið í innheimtu hjá veraldlegum dómstólum komst skynsamt fólk að þeirri niðurstöðu að auðvitað væri þetta ranglátt, siðlaust og spillt og dæmdu því kaþólskunni í óhag.

Þetta eru sannarlega góðar fréttir og ekki síst fyrir langlundargóðu Svissarana. En illt er til þess að hugsa að maddaman feita í Róm sé enn að gera sér syndir forfeðranna að féþúfu. Líklega er það þó skiljanlegt því það kostar auðvitað skildinginn að skrýða Ratzinger páfa gulli og purpura dag hvern. Því eru allar matarholur þar á bæ vel þegnar og skiptir þá engu að skuldararnir séu komnir langt umfram fjórða ættlið frá upprunalega syndaselnum.

Hér er kaþólsk snilld í sinni allra fegurstu mynd :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Væri gaman að frá frekari tilvísun og tengla í þetta mál sem þú ræðir. Svolítill véfréttarstíll á þessu annars.

Það er satt að syndin er enn helsta matarhola Pápískunnar. Fólk er enn að kaupa sér aflausni í ýmsu formi. Sérstaklega eru óumflýjanlegar eðlishvatir arðbærar í samhenginu. Þá er ég ekki að tala um þorsta og hungur, sem samkvæmt öllu eru dyggðir.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.1.2013 kl. 01:52

2 identicon

Ekki alveg nákvæm endursögn á fréttinni. Hún er ekki um afborganir af aflátsbréfi heldur um að fjölskyldan vildi ekki borga fyrir olíu á lampa í þorpskirkjunni.

Skúli Pálsson 9.1.2013 kl. 01:55

3 Smámynd: Óli Jón

Jón: Það er tengill í fréttinni, framarlega í 2. málsgrein.

Skúli: Þessar greiðslur voru vegna syndaaflausnar sem forfaðir hinna meintu skuldara keypti fyrir 655 árum síðan. Tæknilega er þetta vissulega ekki aflátsbréf, en tilgangurinn sá hinn sami, eymingja ræfils syndari reyndi að kaupa sér ávísun á betri líðan hjá kaþólsku kirkjunni sem var svo sannarlega til í að selja hana. Reyndar hefði verið ólíkt betra fyrir afkomendur syndaselsins ef hann hefði bara asnast til þess að kaupa aflátsbréf því líklega hefði hann bara staðgreitt það í stað þess að velta skuldabagganum yfir á alla þær kynslóðir sem eftir hafa fylgt og látið olíudæluna ganga, verðmerktum Guði til dýrðar.

Óli Jón, 9.1.2013 kl. 02:01

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað frétt? Hjá þér er enginn tengill á fréttina og hún hefur alveg farið fram hjá mér. Þessvegna er maður nú soldið lost.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.1.2013 kl. 02:32

5 Smámynd: Óli Jón

Jón: Í byrjun 2. setningar 2. málsgreinar er vísun í fréttina þar sem stendur "Nú berast fréttir frá Svisslandi um að ..."

Óli Jón, 9.1.2013 kl. 02:51

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk Óli. My bad. Sá annars aðra athyglisverða frétt þarna sem segir frá þeirri furðulegu staðreynd að Kaþólska kirkjan hefur enn komist upp með að halda leyndum nöfnum þeirra presta sem framið hafa barnaníð innan hennar. Semsagt, þá er dómsvaldið enn að biðja kirkjuna náðasamlegast um að gefa þetta upp, en hún kemst upp með að skella við skollaeyrum. Er þetta einhver hemja?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.1.2013 kl. 03:00

7 Smámynd: Óli Jón

Jón: Já, það er ótrúlegt hvað hún kemst upp með að gera þegar hún ætti í raun að hafa sjálfkrafa stöðu grunaðs aðila sem þekktur síbrotaaðili vegna aldalangrar sakaskrár sinnar. Nunnurnar eru að gefast upp á henni, enda eru þær auðvitað bara annars flokks borgarar innan vébanda hennar, og flóðgáttirnar eru að opnast á öðrum stöðum.

Óli Jón, 9.1.2013 kl. 03:06

8 Smámynd: Mofi

Takk fyrir að benda á þetta Óli. 

Mofi, 17.1.2013 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband