Þingskjal 658, um niðurfærslu mannréttinda nýfæddra barna ...

Eftirfarandi bréf var sent rétt í þessu á þingmennina Björgvin G. Sigurðsson, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, Skúla Helgason, Björn Val Gíslason, Lúðvík Geirsson og Birgittu Jónsdóttur.

-- + --

Fyrirsögn: Sár vonbrigði með störf ykkar eins og þeim er lýst í þingskjali 658 

"Viðtakendur.

Með bréfi þessu vil ég lýsa sárum vonbrigðum mínum varðandi þann heigulshátt og lydduskap sem birtist í þingskjali 658. Í þessu skjali sést glögglega að fjárhagslegir hagsmunir Ríkiskirkjunnar eru teknir fram fyrir sjálfsögð og eðlileg mannréttindi nýfæddra barna þegar þið vélið þannig um mál að mikilvægara sé að tryggja tekjustofna kirkjunnar til framtíðar í stað þess að virða réttindi ómálga Íslendinga til þess að velja sér sína eigin félagaaðild.

Þetta er sorglegt og pínlegt mál fyrir þennan hóp sem hafði ekki dug né dáð til þess að standa í lappirnar þegar á reyndi.

En þetta eru nú bara ómálga smábörn sem verið er að véla um í þessu máli. Hvers virði eru réttindi þeirra þegar þau eru borin saman við veraldlega hagsmuni Ríkiskirkjunnar sem hefur enga trú á því að alfaðirinn, og hvað þá trúaðir sauðir hennar, fylli kornhlöður hennar? Þið hafið með þessum bréfaskrifum ykkar svarað þeirri spurningu með afgerandi hætti, að litlu málleysingjarnir séu bara aum og veigalítil peð á taflborði þar sem tekist er á um alvöru og veigamikla hagsmuni eins og fjármögnun Ríkiskirkjunnar.

Hafið maklegar þakkir fyrir.


Með tilhlýðilegri virðingu,

- Ólafur Jón Jónsson"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband