Mismunun í skólakerfinu

Í myndinni Mad Hot Ballroom er fylgst með nokkrum 10-11 ára gömlum börnum í New York þar sem þau taka þátt í dansnámskeiðum í boði grunnskólans þar í borg. Námskeiðin standa öllum nemendum til boða, en samt ekki, því alltaf eru einhverjar undanskildir vegna 'trúar' þeirra.

Það eru til mýmörg dæmi um hliðstæða mismunun í leik- og grunnskólum hér heima þar sem 'öðruvísi trúuð' börn eru tekin frá þegar 'rétttrúuðu' börnin fara t.d. í kirkjuferð eða fá prestinn í heimsókn til þess að árétta við þau að Jesús sé besti vinur barnanna.

Er svona vitleysa boðleg í dag? Er þetta virkilega það sem leik- og grunnskólar eiga að standa fyrir, að stuðla að mismunun á grundvelli ímyndaðrar trúarsannfæringar smábarna? Það er skiljanlegt þegar fullorðið fólk tekur slíkar ákvarðanir fyrir sjálft sig, en algjörlega óskiljanlegt þegar börnin þurfa að líða fyrir svona.

Það er vegna þessa og margs annars sem tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar þurfa að fá framgöngu þótt ögn útþynntar séu í dag og bitlausari en þær ættu að vera.

PS. Trúuð börn eru ekki til! Hins vegar eru til börn sem telja sig trúuð vegna þess að fullorðnir einstaklingar hafa sagt þeim á hvaða guð í allra guðaflórunni þau skuli trúa. Sorglegt er að til er fjöldi fólks sem gerir sér þessa 'trúarsannfæringu' barnanna að góðu og gerir hana t.d. að andlagi margvíslegrar mismununar og flokkunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óli,

Það er sama dellan í þér eins og venjulega.

Við getum þó verið sammála um að suma dansa ætti að banna, og jafnvel ætti að banna sumum að dansa, sérstaklega í skólum ;-)

Hilmir 21.7.2011 kl. 14:37

2 identicon

Óli, af hverju geristu bara ekki gluggagægir eins og hinir perrarnir sem hafa meiri áhyggjur af náunganum en sjálfum sér. Ég held þú þurfir aðstoð

Hlöðver 21.7.2011 kl. 15:10

3 Smámynd: Óli Jón

Hilmar: Vissulega er það dellukennt að þurfa að benda á þetta, enda algjörlega fáránlegt að slíkt þurfi! Hvað varðar þessi bönn sem þú minnist á, þá eru vissulega til dansar og dansarar sem vel mætti íhuga að banna :)

Hlöðver: Á sama hátt og þú gluggagægist hér og hefur (blessunarlega?) meiri áhyggjur af mér en sjálfum þér? Kannastu við söguna um bjálkann og flísina? :)

Óli Jón, 21.7.2011 kl. 15:58

4 identicon

Einhverjir ríkiskirkjuprestar að bulla í þér Óli :) Trúaðir vita ekki hvað mannréttindi eru, vegna þess að þeir sjálfir eru þrælar, kennt frá æsku; Submit or burn

DoctorE 21.7.2011 kl. 17:07

5 identicon

Sammála þér, danskennsla var mér alltaf mjög erfið lífsreynsla. Það ætti að banna danskennslu í grunnskólum.

Jón Guðmundsson 21.7.2011 kl. 23:04

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Óli

Þessi færsla hjá þér er skelfilegt bull. Börnin ráða ekki hvort þau fara í kirkjuferð en það gera foreldrarnir. Foreldrar ráða því líka hvort barnið verði látið sitja eftir í skólanum eða hima meðan aðrir fara í kirkjuferð.

Mundir þú leyfa barni þínu að fara í kirkjuferð? Eða þyrfti það að sitja eftir!

k.k.

Snorri

Snorri Óskarsson, 27.7.2011 kl. 10:38

7 Smámynd: Óli Jón

Snorri: Skiptir það í raun máli hvort ég ákveði þetta eða hvort barnið 'ákveði' þetta (sem það hefur engar forsendur til þess að gera). Barnið líður fyrir það að fara ekki með hópnum hvort sem er. En mér finnst eins og þér finnist þessi mismunun lítið mál, sem er afar leitt.

Lausnin er einfaldlega sú að hafa þessar 'ævintýraferðir' utan skólatíma. Þá þarf enginn að taka ákvörðun um að halda neinu barni eftir. Þá þurfa 'trúuð' börn bara að taka ákvörðun um að skella sér í kirkju. Mér finnst helst að þú hafir ekki trú á því að þau taki þá ákvörðun :) og þess vegna þurfi hið opinbera að teyma þau í kirkju eins og hóp af sauðum. Getur það verið? Getur verið að þú vitir að börnin fari aæ,emmt ekki í kirkju nema þau séu leidd, toguð og neydd til þess?

PS. Finnst þér ekki undursamlegt hvernig athugasemdir hér birtast umsvifalaust? Þú ættir að kanna hvort það sé ekki til svoleiðis stilling á blogginu hjá þér!

Óli Jón, 27.7.2011 kl. 10:52

8 identicon

Óli, ég sá að þú varst að karpa eitthvað við hann Snonnar í Betli..úps Betel; Um kristna hryðjuverkamanninn... Snorri er að bulla meira, ég BANNAÐUR, þannig að ég ætla að gefa þér þetta til að senda honum

-

Saturday June 11 - Day 41: I prayed for the first time in a very long time today. I explained to God that unless he wanted the Marxist-Islamic alliance and the certain Islamic takeover of Europe to completely annihilate European Christendom within the next hundred years he must ensure that the warriors fighting for the preservation of European Christendom prevail.
Source: http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/norway/8663758/Norway-killings-Breiviks-countdown-to-mass-murder.html
--

DoctorE 29.7.2011 kl. 13:51

9 identicon

hahahahahahahaha. Óli minn, enn að þráhyggjast yfir trúðuðu fólki. Hvernig er þetta með þig, áttu þér ekkert líf garmurinn. Hausinn á þér er stútfullur af skít sem þú sérð allsstaðar nema þínu eigin lífi. littu í spegil annað slagið

Höddi 1.8.2011 kl. 11:25

10 Smámynd: Óli Jón

Höddi: Þú kannt að koma orðum snilldarlega að þessu, félagi :) enda örugglega fádæma mikill snillingur og sjálfur alveg laus við alla þráhyggju. Svo lifirðu svo innihaldsríku lífi sjálfur að þú hefur engan tíma til þess að lesa svona þráhyggnar hugleiðingar :)

Óli Jón, 2.8.2011 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband