Ríkiskirkjan

Og svo eru til þeir sem segja að það sé ekki ríkiskirkja á Íslandi :)

Ríkiskirkjan

 Sjá: stjornlagarad.is/starfid/frumvarp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er náttlega þjóðarskömm, að auki er það mikil skömm að íslendingar nenni ekki að segja sig úr skömminni í ríkari mæli.
Enn meir skömm er að skrá börn í þetta án þess að vita hvað er verið að skrá börnin í. Fæstir sem eru skráðir í kristni hafa nokkra hugmynd um hvað málið snýst; Og samkvæmt bókinni þá eru allir sem skrá sig inn algerlega óverðugir, munu lenda í helvíti hvort sem er... já meira að segja presstarnir munu lenda þar, því þeir eru mestu hræsnararnir af öllum.

Disclaimer
Helvíti/Skrattinn og guddi/sússi eru ekki til

DoctorE 18.7.2011 kl. 17:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mönnum virðist sjást yfir að þjóðin sjálf mun samkvæmt nýrri stjórnarskrá ráða þessum málum sjálf. 15% þjóðarinnar geta sett það í þjóðaratkvæðagreiðslu og möguleikarnir eru fleiri en einn:

15% þjóðarinnar eða þriðjungur þingmanna getur sett fram þá kröfu til afgreiðslu í þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvæðið í núverandi stjórnarskrá um þjóðkirkjunnar um stuðning ríkisins og vernd til handa þjóðkirkjunni verði tekið upp í nýju stjórnarskránni.

15% þjóðarinnar eða þriðjungur þingmanna geta sett í þjóðaratkvæðagreiðslu frumvarp um breytingu á kirkjuskipaninni.

Í nýju stjórnarskránni er sem sé gert ráð fyrir að þjóðin sjálf fái að ráða þessu. Er það þjóðarskömm?

Ómar Ragnarsson, 19.7.2011 kl. 09:37

3 Smámynd: Óli Jón

Ómar: Það er skömm að því að gera einu trúfélagi hærra undir höfði en öðrum, hvað þá að gera trú hærra undir höfði en efahyggju, trúleysi eða hreinni vantrú. Á þessum tímamótum er hægt að aðskilja trú algjörlega frá ríkinu, en skv. þessum drögum er það ekki gert. Það er sama hvernig lög verða samþykkt í framtíðinni ef þessi stjórnarskrá verður samþykkt, alltaf mun þetta ákvæði um 'kirkjuskipan ríkisins' verða þar inni.

Trúaðir eiga að véla um sína trú sjálfir án afskipta ríkisins. Þeir eiga að skrá sig sjálfir í söfnuðina, þeira eiga að innheimta sjálfir sín klúbbgjöld, þeir eiga að byggja sínar kirkjur, þeir eiga að ráða presta og greiða þeim laun. Ef íþróttafélög geta gert þetta, þá ættu trúfélög að geta þetta.

Það er þjóðarskömm að nokkru öðru fyrirkomulagi.

Óli Jón, 19.7.2011 kl. 10:20

4 identicon

Opinbert hatur þitt á kirkjunni er alveg furðuleg árátta.

Kári 19.7.2011 kl. 10:21

5 Smámynd: Óli Jón

Kári: Þetta er afar slappt hjá þér, væni :)

Er ég að biðja um að Ríkiskirkjan verði verði leyst upp í frumeindir sínar? Nei! Er ég að biðja um að trúuðum verði meinað að stunda sína trú? Nei! Er ég að biðja um að trú verði bönnuð? Nei!

Það eina sem ég bið um er að trúin sé á sínum stað og ríkið á öðrum. Nema þeð sé auðvitað í beinni þversögn við það sem Jesús Jósepsson vildi, en barðist hann ekki alla sína ævi fyrir því að ríki og kirkja væru eitt?

Ég dreg þá ályktun af þessu frábæra og gagnmerka innleggi þínu að þú viljir t.d. að lítil börn séu sjanghæjuð í Ríkiskirkjuna í leik- og grunnskólum. Að þú sért trúaður, en samt ekki nógu trúaður til þess að borga sjálfur þín klúbbgjöld í Ríkiskirkjuna. Að þú sért trúaður, en samt ekki alveg nógu mikið trúaður til þess að sjá sjálfur um þína trúfélagaskráningu í Þjóðskrá.

Hvað varðar þetta sem þú segir, þá hata ég ekki Ríkiskirkjuna. Mér er hins vegar, að mestu leyti, slétt sama um hana og finnst hún algjör óþarfi, eins og fjölmargum öðrum, og ætti því ekki að þurfa að láta þetta hobbí þitt mér koma við. Á meðan iðkun þessa hobbís er bundið og varið í stjórnarskrá, þá hef ég allan rétt til þess að hafa skoðun á því.

Svo er það sem er líklega stærst í þessu máli og það er að þú og þínir ættuð að hafa metnað til þess að starfrækja þetta hobbí án afskipta ríkisins, ef þetta er í raun eitthvað sem skiptir ykkur einhverju máli.

En svo virðist ekki vera, bersýnilega, og þá er ekki annað hægt en að óska þér til hamingju með þessi drög að nýrri stjórnarskrá!

Óli Jón, 19.7.2011 kl. 10:37

6 identicon

Burt séð frá því hvað þér finnst um kirkjuna, er þá ekki eitthvað bogið við að þeir sem segja sig úr henni geri engar ráðstafanir til þess að verða ekki jarðaðir frá henni? Mér skilst að 97% þjóðarinnar láti jarða sig frá kristnum sið. Kannski vill fólk hafa Guð með sér á síðustu metrunum þrátt fyrir allt.

Dögg Harðardóttir 19.7.2011 kl. 10:59

7 Smámynd: Óli Jón

Dögg: Gefum okkur það að ef 97% vilji hafa Guð með sér á síðustu metrunum, þá ættu þessi 97% að geta staðið sjálf að rekstri kirkjunnar sinnar sem tryggir þeim frábært, geggjað og æðislegt líf eftir þetta ... eða er það til of mikils mælst?

Annað tveggja eru kristnir svo einstaklega latir að þeir nenna ekki að hafa fyrir eigin trú eða þá að þeir eru svo einstaklega snjallir að láta aðra sjá um þetta fyrir sig (af því að þeir nenni því þá ekki sjálfir).

Veldu annað hvort!

Óli Jón, 19.7.2011 kl. 11:05

8 identicon

Ríkiskirkjan hefur aðgengi að börnum þessa lands, hún mótar þau í að virða ruglið, Jesú/guð.

Finndist þér réttlátt Ómar, að td í ríki íslam, að þeir myndu fá að kjósa um hvort íslam sé ríkistrú eða ekki.

Ríkistrú er að auki ekki gott fyrir trúaða, bara fyrir presta sem eru að ríkisspenanum

doctore 19.7.2011 kl. 11:28

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> Mér skilst að 97% þjóðarinnar láti jarða sig frá kristnum sið

Vá hvað þetta eru vond rök.

100% íslendinga versla áfengi sitt í Vínbúðinni

97% íslendinga hafa verslað mat af verslunum í eigu Jóns Ásgeirs.

Þessi setning bendir okkur bara á einokunarstöðu ríkiskirkjunnar. Það hefur ekkert annað verið í boði.

Matthías Ásgeirsson, 21.7.2011 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband