Miðvikudagur, 9. september 2009
Nú tapaði Ríkiskirkjan sál ... og nokkur þúsund krónum!
Ég fékk ánægjulegt símtal áðan. Ónefndur vinur og kammerat til margra ára tilkynnti mér að hann hefði gert sér ferð og sagt sig úr Ríkiskirkjunni. Þessar fréttir komu mér þægilega á óvart og gerðu góðan dag enn betri. Við ræddum þessi mál um stund og vorum báðir sammála um að þessi ríkisforsjá í trúmálum væri ólíðandi þegar kemur að sjálfvirkri skráningu hvítvoðunga í trúfélag móður og að vonandi myndu verða breytingar á þeirri óhelgu venju bráðlega.
Það kætti félaga minn enn meira að hafa gert þetta á þessum degi, 09.09.09, því ef þessari dagsetningu er snúið á haus kemur beint símanúmer Satans í ljós, 666.
Hið sorglega í málinu, hins vegar, er að margt fólk er í sömu sporum og þessi félagi minn var ... að vera skráð í trúfélag sem því er í besta falla sama um og í versta falli illa við. Það fólk ætti nú að bregðast við á þessum degi símanúmers Satans og ná í eyðublað á vef Hagstofunnar og skakka þennan ljóta leik. Það er einfalt og auðvelt að fylla þetta út og ef niðurstaðan er sú að viðkomandi skráir sig utan trúfélags þá getur hann verið ánægður með að trúfélagstíund hans rennur eftirleiðis til Háskóla Íslands þar sem honum er betur varið.
Í dag eru fréttir af svona dáð að verða æ algengari og er það vel. Það er illt að fjöldi fólks skuli sætta sig við að sitja á þeim bekk sem þeim var skikkaður þegar það fæddist. Ef fólk trúir, þá á það að vera skráð í trúfélag ... við hin eigum ekki að þurfa að sætta okkur við það!
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Frábært, það er svo rosalega næs þegar maður heyrir af fólki sem frelsast út úr lygasögunni ógurlegu.
Reyndar minnir mig að skatturinn fari nú beint í ríkiskassann en ekki til Háskólans per se.
Nú er að skora á aðra íslendingar að hætta að skrá sig sem trúendur á lygasögu sem var smíðuð ofan á aðra lygasögu... lygasögu sem gyðingar hugguðu sig við í eldgamla daga
Spurningin er einfaldlega: Ertu maður eða ertu sauður.. .
DoctorE 9.9.2009 kl. 15:43
Fyrst þyrftum við að svara þeirri spurningu hvað kirkjan teldi sig eiga inni hjá ríkinu ef að aðskilnanaði yrði.
Verðum við ekki að hafa einhvern grunn; það er bara spurning hvað hann á að kosta.
Mr. Jón Scout Commander 9.9.2009 kl. 16:06
Spurningin ætti frekar að vera hvað eigum við inni hjá kirkjunni. Djöfull hefur hún blóðmjólkað ríkið síðustu hundrað ár.
Á Vantrú er hægt að sækja eyðublað með hvítum bakgrunni (pdf). Hentar betur til útprentunar.
Matthías Ásgeirsson, 9.9.2009 kl. 16:17
Mig hlakkar svo rosalega til þegar við rífum kirkjuna af okkur... mig hlakkar svo til að sjá það að hún mun reyna að murka út úr okkur eins mikið af milljónum og mögulegt er.... vegna eigna sem hún stal af forverum okkar, laug út úr fólk eignir.
Við erum margbúinn að borga fyrir þetta sem hún stal að mestu... margfalt x infinity
I want to see that.. can't wait
DoctorE 9.9.2009 kl. 16:18
Sæll Óli Jón og f.l. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni þegar ég hafði aldur til fyrir næstun 30 árum. En það er fullyrt við mig að gjald það sem átti að renni til kirkjunnar rennur nú til Háskólan fari til guðfræðisdeildar Háskólans. Ætli þetta sé satt. Með kveðju Svanur
Svanur Kristinsson 9.9.2009 kl. 18:12
Svanur, það var þannig að gjaldið fór í ýmislegt starf innan HÍ (kórinn, aðstoð við fatlaða, Mannréttindastofnun og fleira, hérna er yfirlit yfir 1988-1996 ef þú hefur áhuga) en nú fer þetta beint í ríkissjóð. Þetta fór sem sagt ekki til guðfræðideildarinnar.
Ef þú skráðir þig úr kirkjunni fyrir 30 árum, þá er hugsanlegt að þú hafir verið skráður aftur í hana. Ég myndi spyrjast fyrir um það svo að þú getir verið viss. Minnsta mál í heimi að gera það á heimasíðu Þjóðskrár hérna.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.9.2009 kl. 18:46
Skráður aftur í hana... ???
Hvað meinaru, eru trúaðir að taka menn og bara skrá þá aftur inn
DoctorE 9.9.2009 kl. 19:00
Það hafa víst komið dæmi um það að þegar fólk flytur lögheimili á milli sókna að það skráist aftur í ríkiskirkjuna. Mig minnir að Þjóðskrá/Hagstofa hafi sagt að það sé búið að koma þessu í lag.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.9.2009 kl. 19:15
Það er góð líðan að vera utan þjóðkirkjunnar, ég mæli með því.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 9.9.2009 kl. 22:28
Annar góður félagi ætlar að láta slag standa og skrá sig úr Ríkiskirkjunni á morgun. Honum var slétt sama um hvort hann væri þarna inni eða ekki, en það sem gerði útslagið var ráðstöfun trúarskattsins. Hann vill frekar sjá á eftir þeim peningum til Háskólans.
Ég hef trú á því að svo sé um marga einstaklinga til viðbótar og hvet hina sömu að hyggja að þessu. Nú, meira en nokkru sinni fyrr, er þörf á öllum þeim fjármunum sem völ er á til Háskólans. Ríkiskirkjan er yfirfjármögnuð, en það verður seint sagt um Háskólann.
Óli Jón, 9.9.2009 kl. 22:36
Óli, peningurinn fer ekki lengur til HÍ: "Orðin „Vegna einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi samkvæmt lögum nr. 18/1975, greiðist gjaldið til Háskóla Íslands“ í 1. mgr. 3. gr. laganna falla brott." #
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.9.2009 kl. 23:24
Hjalti: Takk fyrir þessar upplýsingar, þetta vissi ég ekki. Gamlar mýtur eru þrautseigar!
Óli Jón, 9.9.2009 kl. 23:55
Ekkert að þakka. Nú sparar maður ríkinu samt ~13.000 kr á ári með því að skrá sig utan trúfélaga. Þannig að lokaorðin þín ættu að vera: Ríkiskirkjan er yfirfjármögnuð, en það verður seint sagt um ríkissjóð!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.9.2009 kl. 23:58
Hjalti: Ég geri þín orð að mínum!
Óli Jón, 10.9.2009 kl. 00:10
Getum við ekki verið sammála um það að þjóðkirkjan er partur af gamla íslandi... þúsundum milljóna sóað í himnadildóa úr gulli.... ein kirkja skuldar milljarða.
Vissulega er kirkjan partur af þessari gríðarlegu sóun á almannafé.
Persónulega tek ég þann pól í hæðina að þeir sem skrá sig ekki úr yfirnáttúrulegu mafíunni eru haldnir nákvæmlega sömu græðgi og útrásarvíkingar... nema þarna er lygin um extra líf seld þvers og kruss, börn forrituð til að taka þátt í glæpnum allt sitt líf.
DoctorE 10.9.2009 kl. 08:50
Mér líður vel að vera í þjóðkirkjunni. Hún styður við bakið á manni þegar mest á reynir. Ég ætla að hafa þessa baktryggingu í lífi mínu áfram. Ég var reyndar mjög stolt af lögunum eins og þau voru að ef þú værir ekki skráður í trúfélag þá rynni það til Háskóla Íslands. Er á vinnustað þar sem eru 3 mismunandi trúflokkar (útlendingar) og sagði samstarfsmönnunum stolt frá hvernig þetta væri á Íslandi. Finnst mikill missir af þessari breytingu.
Dagrún 10.9.2009 kl. 09:05
Hvernig er það fáum við þá minni skatt ef við erum utan trúfélaga ?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 10.9.2009 kl. 09:09
Dagrún.. hvaða baktrygging er þetta sem þú talar um, ertu að tala um nígeríska veðmálið með að fá extra líf.
Við borgum hvað ~6000 milljónir í þetta batterí... og þú segist fá stuðning, hvernig stuðning? óóó aumingja þú, en veistu hvað Jesú elskar þig ef þú elskar hann fyrst.
Nei setjum þessaru þúsundir milljóna í menntun fyrir börnin okkar, í heilbrigðis og félagsmál... .
Þú sérð það Dagrún að þú ert að borga í ímyndaðan miða til himnaríkis, trú byggir algerlega á sjálfselsku og sjálfsumhyggju.
Ég yrði mjög glaður ef fólk segði sig úr þessu rugli, svo þegar kreppan er búin þá höldum við samt skattinum sem áður fór í kirkju, notum hann til að aðstoða aðra í fátækum löndum... í stað þess að borga biskup milljón á mánuði, prestum hundruð þúsunda á mánuði, þúsundir milljóna í skrauthallir.... it sucks
Það er skömm að fólki sem vill halda í þessa glæpastarfssemi... meira að segja guddi myndi ekki fíla svona... (Þá er ég að tala um alvöru gudda, ekki viðbjóðin í biblíunnni)
Disclaimer
Það er ekki til alvöru Guddi
DoctorE 10.9.2009 kl. 09:24
Dagrún: Það er gott að heyra að þú eigir stoð í þinni trú, en þá hvarflar auðvitað ekki að þér að skrá þig úr þínu trúfélagi, sem er vel. Hvað varðar þessar greiðslur, þá væri auðvitað eðlilegast að þessi skattur félli niður ef maður er ekki skráður í trúfélag, en líklega hefur þetta fyrirkomulag verið sett á til þess að gera gjaldheimtuna sjálfa ekki að aðalatriði. Fyrst maður borgar hvort eð er, þá hefur maður minni áhyggjur af því hvert þetta fer. Ef skráning úr trúfélagi væri 12 þúsund króna sparnaðarráð árlega, þá hefðu fjölmargir líklega skráð sig út fyrir löngu síðan.
Guðrún Þóra: Nei, þessi skattheimta er til staðar hvort sem við erum innan eða utan trúfélaga. Skatturinn rennur bara beint í ríkissjóð ef viðkomandi stendur undan trúfélags, sbr. orð Hjalta hér að ofan.
Óli Jón, 10.9.2009 kl. 10:31
Getum við þá ekki stofnað okkar eigið trúfélag, svona fjölskyldutrúfélag og fewnigð peninganna þangað. Hvaða reglur þurfa að gilda til að hægt sé að kalla hlutina trúfélag ?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 10.9.2009 kl. 15:09
Guðrún Þóra: Það er örugglega hagkvæmt fyrir stærri fjölskyldur og ættir að skrá sig sem trúfélög :) það mætti halda flott ættarmót fyrir sóknargjöldin!
Óli Jón, 10.9.2009 kl. 15:21
Man ekki hvað það þarf marga til að stofna súperhetjufélag...300 minnir mig, mig minnir einnig að siðmennt hafi verið hafnað vegna þess að þeir eiga ekki ímyndaðan fjöldamorðingja í geimnum sem vin.
Við getum horft á þessa sérmeðferð sem trúfélög fá sem einskonar örorkubætur, fullorðið fólk sem trúir á svona rugl á við vissa fötlun að stríða... no shit
DoctorE 10.9.2009 kl. 15:26
Það er ekkert tilgreint lágmark í lögunum um skráð trúfélög. Nýjasta skráða trúfélagið kallast "SGI á Íslandi" (ég hef ekki hugmynd um hvaða átrúnaður stundaður þar) og var skráð hjá dómsmálaráðuneytinu 2008. Fámennasta trúfélagið í fyrra var "Heimakirkja" með 11 meðlimi!
Samkvæmt lögum um skráð trúfélög eru skilyrði fyrir skráningu trúfélags þau að um sé að ræða félag sem leggur stund á átrúnað eða trú sem tengja má við þau trúarbrögð mannkyns sem eiga sér sögulegar eða menningarlegar rætur.
Mjög loðið finnst mér. Hversu djúpar þurfa þessar rætur að vera? Baháí og mormónar eru tiltölulega nýtilkomin trúarbrögð sem hefði e.t.v. ekki átt að samþykkja sem trúfélög skv. þessu.
Bjarki 18.9.2009 kl. 14:23
ómæ ómæ ætli að það sé búið að skrá mig aftur í ríkiskirkjuna , skráði mig úr fyrir humm já svakalega mörgum árum síðan...ath þetta á morgun takk fyrir ábendinguna :)))
Eva , 23.9.2009 kl. 01:40
Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni þegar ég var 16 ára fyrir um 20 árum. Þá var hagstofan/þjóðskráin í gamla Alþýðuhúsinu og afgreiðslukonan þar var mjög óhress með þetta óguðlega tiltæki mitt. Hún hefur sennilega álitið þetta vera persónulega árás á sig. En helvíti leið mér vel á eftir.
Nú, 20 árum síðar get ég sagt með stolti, að hvorug dætra minna er skírð og báðar hafa þær fermzt hjá Siðmennt. Ég man fyrir um 5 árum á Vísis-spjallinu þegar ég sagði frá áætlunum mínum varðandi Siðmennt. Bæði Sannkristinn og Jónas urðu ákaflega miður sín. Þá leið mér líka mjög vel.
Það er eitt sem mér finnst óréttlátt og hef skrifað það einhvers staðar. Þegar allar ríkisstofnanir/ráðuneyti fengu fyrirmæli um að skera niður þurfti Kirkjumálaráðuneytið að skera niður allra minnst (nokkrar milljónir) miðað við hvað hægt væri að skera niður í kirkjumálum (5 þúsund milljónir).
Ríkið ætti að taka önnur lönd sér til fyrirmyndar í þessum málum. Í Svíþjóð voru kirkja og ríki aðskilin fyrir áratugum síðan við góðar undirtektir og hefur það gefizt vel. Enginn heilvita Svíi myndi vilja ríkiskirkju aftur. Í Skotlandi hafa fjölmargar kirkjur verið seldar einkaaðilum, t.d. voru tvær kirkjur í skozku borginni Aberdeen seldar. Önnur (í Union Street) er nú glæsilegur pöbb með altari og helgimyndum á steindum gluggum, en hin (á Rosemount Viaduct) er nú næturklúbbur. Ég get séð fyrir mér margs konar not fyrir íslenzkar kirkjur, sem eru hvort eð er einungis notaðar á helgidögum.
Kirkjumenn halda því fram að ef aðskilnaður verði lögleiddur, þá eigi ríkið að skila öllum kirkjujörðunum. Ég held nú ekki. Kirkjan sölsaði undir sig allar þessar jarðir á sínum tíma, m.a. með því að blekkja deyjandi ekkjur. Þannig að jarðirnar hafa aldrei raunverulega tilheyrt kirkjunni til að byrja með.
Hugsið ykkur hvað væri hægt að spara, ef guðfræðideild HÍ, sem er barn síns tíma verður seld hæstbjóðanda. Ekki aðeins rekstrarkostnað, heldur einnig allar þær óþarfa stöður sem ríkið verður að setja á laggirnar fyrir offramleidda guðfræðinga.
Ég ætla að ljúka þessu með vísu sem Jakob Antoníusarson gerði um þrjá presta á Skarðsströnd, þá séra Guðlaug, séra Svein og séra Arnór:
Þar sem svartklædd þrenning býr / þróast enginn friður. / Blessun guðs þar burtu flýr / en bölvun rignir niður.
Vendetta, 28.3.2010 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.