Dónaskapur og íþróttablæti hjá Rúv!

Svona er þetta!Rétt í þessu ætlaði ég að stilla á fréttir á Rúv, en gríp í tómt. Það er nefnilega fótboltaleikur einhvers staðar í heiminum sem er augljóslega mun merkilegri og fréttnæmari en staðan í íslensku þjóðfélagi þennan dag. Þessi dagur er svo ekkert einsdæmi því þetta gerist merkilega oft.

Það er óskiljanlegt að fótboltaleikur skuli trompa fréttir í dagskrá Rúv. Íþróttablæti Ríkisvarpsins er með þvílíkum endemum að það er ekki fyrir fákunnandi og fréttaþyrstan mann að skilja. Það má ekki maður hlaupa, henda spjóti eða sparka bolta einhvers staðar án þess að dagskrá Rúv riðlist fram og til baka svo hægt sé að sýna beint frá.

En það er svo sem ekkert að gerast hér heima sem jafnast á við kappleik Bandaríkjanna og Brasilíu. Auðvitað er ekkert merkilegra í dag en þessi æðislegi fótboltaleikur. Boltinn trompar Icesave hvaða dag sem er! Icesave verður hvort eð er ekki nema hálf billjón króna á endanum sem er hverfandi mál meðan fótboltinn lifir að eilífu!

Þetta er helber dónaskapur og kolvitlaus áhersluröðun hjá forsvarsmönnum Ríkisvarpsins. Hafi þeir mikla skömm fyrir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona svona slakaðu á mar og horfðu á USA,landið sem  kemur okkur til hjálpar að endingu,hjálpar á lappir og snýtir okkur eftir að allar aðrar þjóðir hafa gefist upp.

Björn.

Bon Scott 28.6.2009 kl. 19:38

2 identicon

vissir þú að áhugamenn um íþróttir borga jafn háan Rúv skatt og þú?

Sigmar Magnússon 28.6.2009 kl. 20:33

3 identicon

fréttir voru rétt fyrir leikinn þú ert bara ekki með

birkirsnaer 28.6.2009 kl. 20:47

4 identicon

greyið mitt reyndu að öðlast líf og reyndu einnig að þroskast örlítið áður en þú verður orðinn allt of gamall

andri 28.6.2009 kl. 20:55

5 identicon

jesús minn eini hvað menn geta grenjað yfir á þessu bloggi, átti að sleppa að sýna stórleik í beinni fyrir 1900000 þús fréttina af ICESAVE í þessari viku?? ágætt að hvíla þessar endurteknu bölsýnisfréttir dag eftir dag og sjá unaðslegan fótbolta í boði Brasilu, amk veitti síðueigana svo sannarlega það!

Hákon 28.6.2009 kl. 21:24

6 identicon

óskapleg fátækt er það andlega að geta ekki liðið það að öðru fólki sé skemmt. Það hlýtur að fara um þig að kveikja á RÚV rás eitt og hlusta á klassíska tónlist... nema þá að þú elskir þá tegund....það gæti jú verið að einhverjum öðrum líkaði þess háttar tónlist. Slakaðu á og reyndu að sjá út fyrir þinn eigin sjóndeildarhring.

Ég sjálfur hef ekki gaman af dansi en get vel unnt öðrum þeirrar skemmtunar og hef aldrei lagt til eða viljað að hann yrði bannaður.

Tryggvi Marteinsson 28.6.2009 kl. 21:35

7 Smámynd: Óli Jón

Bon Scott: Ég er afar rólegur. Leikurinn er hins vegar hundleiðinlegur og á ekki heima í dagskránni á fréttatíma. Það er vel hægt að sýna hann í lok dagskrárinnar.

Sigmar: Vissir þú að hundaeigendur borga jafn háan Rúv skatt og þú? Og hvenær eru fréttir færðar til í dagskránni til að sýna frá hundasýningum?

Birkir Snær: Takk fyrir þessa ábendingu, ungi maður. Málið snýst einmitt um það að fréttirnar voru færðar til í dagskránni. Það hefði auðvitað átt að hafa fréttirnar á réttum tíma og rjúfa útsendinguna frá þessum leik, ef það hefði þá á annað borð þurft að sýna frá honum.

Andri: Ég á ágætt líf sem helgast meðal annars af því að ég horfi ekki á fótbolta :)

Hákon: Ég grenja svo sannarlega yfir þessu. Það er fátt unaðslegt við fótbolta, enda er hann líklega ein leiðinlegasta sjónvarpsíþrótt sem hugsast getur. Ég myndi hugsanlega fyrirgefa þetta ef um væri að ræða körfubolta, en fótbolti ... bleh!

Tryggvi: Já, ég lifi fyrir það að svipta fótboltaáhugamenn því að geta horft á fótbolta kl. 19 að kvöldi. Það er mitt markmið í lífinu. Það er reyndar enginn að tala um að banna fótboltann (hmmm?!), bara að benda á að það er fáránlegt að sýna beint frá svona hobbíi á fréttatíma. Ég vona sannarlega að þú og þínir haldið áfram að njóta fótboltans og að þú vaxir og dafnir sem mannvera við það ... bara ekki á fréttatíma. Athugaðu ... ég vil ekki banna fótbolta, bara að hann sé sýndur á fréttatíma.

Að lokum langar mig til að birta hér krækju í ágæta auglýsingu sem lýsir þessu ömurlega ástandi frábærlega ... njótið vel :)

Youtube

Óli Jón, 28.6.2009 kl. 21:45

8 identicon

Sæll Óli Jón og kærar þakkir fyrir að koma á blað því sem ég og svo margir aðrir hafa hugsað í gegnum árin. Af hverju er réttur fótboltaháhugamanna til að fylgjast með sínu áhugamáli 'æðri' þörf annarra til að fylgjast með gangi mála innan lands og utan.

Þegar er búið að setja upp ýmsar íþróttarásir sérstaklega fyrir þennan hóp fólks (innlendar og erlendar) ... af hverju þarf líka að trufla dagskrá okkar hinna?????

Getur þetta fólk ekki unnt öðrum sín áhugamál?????

Björk 28.6.2009 kl. 22:11

9 identicon

Sammála þér Óli Jón. Það er fáránlegt að flytja fréttir til út af fótboltaleik.

Ína 28.6.2009 kl. 23:52

10 identicon

Það er hvort sem er ekkert í fréttum þessa daganna jú það er ICESAVE sem flest allir eru orðin löngu þreyttir á að heyra í fréttum!!. Svo má nú líka sýna íþróttir í sjónvarpi þó það sé útlenskt....

Halldór Gunnar Jónsson 29.6.2009 kl. 00:52

11 identicon

Umræðan hér endurspeglar ósanngirni ríkisrekins fjölmiðils. Allir skulu borga sama hver dagskráin er. Sá sem vill horfa á fótboltaleik hefur ekki réttara fyrir sér en sá sem vill horfa á fréttir eða sá sem vill horfa á íslensk leikrit eða ameríska stórmynd. Á frjálsum markaði verða til stöðvar eins og Stöð 2 sport og bíórásin, það er meira að segja heil stöð á fjölvarpinu sem fjallar ekki um neitt annað en tísku. Á frjálsum markaði kaupum við aðgang að því efni sem við viljum og þannig á það að vera, enginn greiðir þá fyrir áhugamál annara.

Það er ekki sanngjörn krafa að ætlast til þess að þeir sem vilji horfa á fótbolta kaupi sér sérstaklega aðgang að íþróttarásum en þeir sem vilja fréttir fái þær á kostnað allra annarra og þurfi því að greiða minna fyrir vikið.

Ég legg því til að RÚV verði lagt niður eða selt, afnotagjöld eða nefskattur aflagður og valdið liggi hjá hverjum og einum í hvað hann telur fjármunum sínum best varið.

Vilhjálmur Andri Kjartansson 29.6.2009 kl. 01:47

12 identicon

Þú þarna Óli Jón hlýtur að vera einhver mest grumpy maður sem finnst, það sem þú hefur netaðgang þá geturu séð fréttirnar sem þú misstir af á ruv.is.

Á næsta ári mun svo rúv sýna alla HM keppnina þannig þú minn kæri fúlingi skalt bara búa þig undir það að þurfa fylgjast vel með dagskránni þá því hann mun færast oft til.

Það hefur stór meirihluti þjóðarinnar áhuga á svona stórmótum og það er bara eins og með alla sem borga afnotagjöld að það er ekkert allt efni sem er áhorfanlegt, hvað gerir maður þá??? jú maður horfir bara á eitthvað annað eða gerir eitthvað annað.  Það eru menn eins og þú sem fá mann til þess stundum að dæsa yfir frjálsu tjáningarfrelsi og netið sé svona aðgengilegt.

Óli Jón pereat.

Hilmar Ægir Þórðarson 29.6.2009 kl. 03:11

13 identicon

helvítis væl

styrmir 29.6.2009 kl. 08:54

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óli Jón. Ég er farinn að venjast þessum fíflalátum og átta mig á því að þetta á sér rætur í fornri menningu Rómverja. Í Colosseum sátu keisarar Rómverja ásamt yfirstéttinni og horfðu á skylmingarþrælana berjast. Veðreiðar eru eftirsótt afþreying og spennan afskapleg. Sama gildir um maurakapphlaup og froskahlaup. Góðir veðhlaupahestar seljast fyrir ofurverð og sama er uppi á teningnum með góða knattspyrnumenn.

Reiður hesteigandi skýtur hestinn ef hann tapar á veðreiðum og dæmi eru um að knattspyrnumenn séu myrtir eftir tapaða leiki.

Mannkynið er ekki nándar nærri eins þroskað og okkur er sagt á hátíðastundum.

Árni Gunnarsson, 29.6.2009 kl. 09:22

15 Smámynd: Páll Blöndal

Tek undir orð þín Óli Jón. Ég sé þetta reyndar svipað og hann Árni Gunnarsson.

En eitt fannst mér alveg dæmigert fyrir okkar ríkissjónvarp.
Það var þann 17.júni 2000 þegar jarðskjálftarnir riðu yfir hér á suðurlandinu.
Stöð 2 rauf sína dagskrá og sagði vel frá því sem var að gerast.
En RÚV??? Nei aldeilis ekki. það var nefnilega verið að sýna beint frá fyrsta leik í HM að mig minnir. Ekki úrslitaleikur eða neitt merkilegt.
En þeir nefndu jarðskjálftana örstutt í hálfleik úr íþróttasettinu hjá RÚV.

Sjálft RÚV sem á að hafa þetta öryggishlutverk umfram aðra miðla.

Nei ástæðan er einföld.
Þeir sem stjórna RÚV eru gamlir Heimdeillingar með boltafíkn á lokastigi.

Páll Blöndal, 29.6.2009 kl. 10:09

16 identicon

Þetta var mjög góður og skemmtilegur leikur, með mikilli spennu og drama. Hefði ekki viljað missa af honum :)

Ég horfði á fréttir klukkan 18.00. Það er lítið öðruvísi en að horfa á fréttirnar kr. 19.00. Ekkert mál reyndar.

OskarJ 29.6.2009 kl. 10:13

17 Smámynd: Óli Jón

Ína: Takk fyrir kærlega.

Halldór: Ég er sammála þér að það megi sýna íþróttir í sjónvarpi ... bara ekki á fréttatíma. Þá horfir fullorðna fólkið á sjónvarp.

Vilhjálmur Andri: Fullkomlega sammála. Fótboltamenn kaupa sér þá áskrift að Sýn.

Hilmar Ægir: Já, ég er 'grumpy' enda er nægt tilefni til. Hvað varðar netið, þá er hægt að segja hið sama um fótboltann. Hann er vel kynntur víða og því engin ástæða til að sýna hann á fréttatíma. Það góða við HM er að maður horfir aldrei eins lítið á sjónvarp og þegar sú hörmungahátíð stendur yfir :) Þá tek ég fúlingjahátt minn, fer út og geng!

Ut ameris, amabilis esto.

Styrmir: Já, þetta er mikið væl í fótboltafólki, þar er ég fyllilega sammála.

Árni: Það er mikið til í þessu. Sjálfur velti ég þessu fyrir mér í pistli fyrir nokkru síðan :)

Páll: Takk kærlega. Hvernig var það þegar 17. júní skjálftinn reið yfir á Suðurlandi? Var ekki íþróttaleikur í sjónvarpinu sem hélt áfram um langa hríð eftir það?

Óskar: Að sama skapi er lítið mál fyrir þig að horfa á leikinn í dagskrárlok :) er það ekki?

Óli Jón, 29.6.2009 kl. 11:14

18 identicon

Nei! Stórleikir eiga að vera í beinni útsendingu. Það er ekkert mál að færa enn einn fréttatímann.....sérstaklega þegar ekkert sérstakt er að gerast.

OskarJ 29.6.2009 kl. 12:14

19 identicon

Óli Jón: Auðvitað eiga þeir sem vilja horfa á fótbolta að kaupa sér áskrift á slíkar stöðvar en þá átt þú líka að kaupa áskrift á stöðvar sem sýna fréttir. Það er ekkert sanngirni fólgið í því að ætlast til þess að allir borgi undir manns eigin áhugamál en heimti svo að aðrir borgi fyrir sín.

Það er augljóst mál að leggja á niður RÚV eða selja það.

Vilhjálmur Andri Kjartansson 29.6.2009 kl. 12:48

20 Smámynd: Óli Jón

Björk: Takk kærlega fyrir þitt innlegg. Við erum á sömu bylgjulengd þarna.

Óskar: Mér skilst að Bandaríkin séu með eitt slappasta lið í alheiminum þannig að varla telst þetta hafa verið stórleikur. Annars hef ég ekki hundsvit á því og er því dauðfeginn. Hins vegar skiptir það ekki máli; fréttir eiga að trompa fótbolta alla daga og tvisvar á sunnudögum!

Vilhjálmur Andri: Við erum sammála um þetta.

Óli Jón, 29.6.2009 kl. 13:25

21 identicon

Lið sem vinnur Spánverja, ríkjandi Evrópumeistara, getur varla verið slappt lið.  Það hlýtur nú að vera rými fyrir áhugamálum annarra. Er það ekki? Maður er ekki alltaf sáttur við það sem er í boði, en verður að sætta sig við ýmislegt....án þess að væla. Voru ekki helv. Grímuverðlaunin á dagskrá um daginn þegar ég vildi heldur sjá Kastljós.

OskarJ 29.6.2009 kl. 13:50

22 identicon

Mín skoðun er að eini réttlætanlegi tilgangur ríkisjónvarpsins er að halda úti dreifikerfi fyrir allt landið, ekki ósvipað grunnneti fyrir raforkudreifingu.  Þannig geta sportidjótar fengið sjónvarpsefni við sitt hæfi og antisportistar fengið sjónvarpsstöðvar við sitt hæfi. 

Það er sannað hér á landi að sportistar þessa lands eru tilbúnir að borga fyrir sitt efni á sérrásum! Getur nöldurkórinn, sem kann ekki að lesa dagskrána, sem koma allar breytingar á óvart, sem horfir á sjónvarpið,  sest við matarborðið og fer á klósettið eftir klukkunni, haldið úti sjónvarpsstöð án íþrótta og annars þess sem í taugarnar á því fer, án þess að aðrir séu skikkaðir til að borga með þeim. 

Stöð 2 er eftir því sem ég best veit alltaf með fréttirnar á sama tíma, skiptu um rás, erfiðara er það ekki.

Bjorn Jonasson 29.6.2009 kl. 15:01

23 Smámynd: Óli Jón

Óskar: Það virðist reyndar ekki vera nægt rými fyrir áhugamál allra því fótboltinn tröllríður dagskrá sjónvarpsins á kostnað annars efnis. Þá er þetta ekki spurning um magn heldur tímasetningu. Mín vegna mættirðu horfa á fótbolta allan sólarhringinn, alla daga ársins NEMA á milli kl. 19 og 20. Sá tími á að vera frátekinn fyrir alvöru mál en ekki fótbolta.

Og talandi um rými gagnvart áhugamálum annarra; hvenær var fréttum frestað fyrir beina útsendingu frá hundasýningu, skákmóti, tölvuleikjakeppni eða svifflugi? Forsvarsmenn Rúv virðast haldnir einhverri annarlegri fótboltaþráhyggju á kostnað alls annars sem ekki er í takt við yfirlýst markmið um rekstur þess.

Björn: Fótboltaáhugamenn skipta yfir á Sýn, erfiðara er það ekki. Er það ekki málið?

Óli Jón, 29.6.2009 kl. 15:18

24 identicon

Ég er svo innilega sammála þér. Það er gjörsamlega óþolandi hvernig ruv, sjónvarp ALLRA landsmanna, hagar sér þegar  fótboltakall prumpar einhversstaðar útí heimi. Afhverju er alltaf sýnt beint? Afhverju er ekki hægt að nota aðra tíðni fyrir íþróttaleiki? Á mínu 4ra manna heimili er ENGINN sem fylgist með íþróttum. Og við borgum líka skatta. Er ekki nóg að hafa þessa íþóttaþætti og samantektir helgarinnar? (mér finnst nú meira að segja nóg um það! ;) )

Hafðu þökk fyrir að vekja máls á þessu.

Rósa 29.6.2009 kl. 15:50

25 identicon

Ef það ætti að sýna hundasýningar, skákmót eða annað sem maður hefur takmarkaðan áhuga á. Þá myndi maður bara taka því og gera eitthvað annað. Það var búið að auglýsa þennan leik sérstaklega og þess vegna gerði ég ráðstafanir og horfði á mínar fréttir kl. 18. Ég horfði síðan á leikinn á eftir. Naut því beggja þetta kvöldið. Ef þetta hefði verið hundasýning eða annað þvílíkt og ég hefði misst af fréttum heffði ég einfaldlega horft á fréttir á netinu og síðan fundið mér eitthvað annað að gera. Eins og ég gerði þegar Grímuverðlaunin voru í Sjónvarpinu.

Ég er ekki áskrifandi að Sýn þannig að ég tek hverjum stórum leik fagnandi sem RÚV sýnir mér.  

Svo er ágætt yfir höfuð að horfa bara lítið á sjónvarp. Hægt að fá fréttirnar beint í æð með mörgum hætti á flestum tímum sólarhringsins.....Ennþá. 

OskarJ 29.6.2009 kl. 16:33

26 identicon

Tja.....það er nú ekki eins og það séu hundasýninga-skák eða leiksýninga samantektir í lok hvers einasta fréttatíma. Nú eða nokkrir þættir í viku tileinkaðir því eins og er með boltaíþróttirnar.

Hvað þá að fréttatímar séu færðir til í næstum því hverri viku fyrir beinar útsendingar frá öðrum viðburðum en boltatengdum! Það er engann veginn hægt að líkja því saman! Bara hlægilegt. Og svo er líka hægt að fá íþróttir beint í æð með mörgum hætti og á öllum tímum sólarhrings ef manni hugnast það. Óþarfi að misnota sjónvarp ALLRA landsmanna, fyrir háværan, frekan og lítinn hóp. ;)

Rósa 29.6.2009 kl. 22:11

27 identicon

Nei Rósa mín enda njóta þessir hlutir ekki líkt því eins mikils áhuga og fótbolti sem er vinsælasta íþrótti í þessum heimi. Þeir sem skilja hana ekki, hafa ekki eða geta ekki leikið hana. Síðuhöfundur kom með þetta dæmi, ekki ég. 

Ég endurtek. Ég er ekki áskrifandi að Sýn og ætla ekki að vera það. Því tek ég því fagnandi þegar meiriháttar íþróttaviðburður er í Sjónvarpi allra landsmann. Þá fæ ég og margir aðrir eitthvað fyrir peninginn sem við höfum lagt í þetta batterí.

Því miður verður HM á næsta ári trúlega á Sýn og því ekki hægt að sjá keppnina á RÚV lengur, enn einn hlutur sem útrásarbrjálæðið er búið að eyðileggja fyrir okkur.

Gott ráð. Þegar eitthvað er í sjónvarpinu sem þú hefur ekki áhuga á að horfa á....Farðu bara og gerðu eitthvað annað :) 

OskarJ 29.6.2009 kl. 23:49

28 identicon

Ég hlakka til að lesa blogið þitt um þetta sama efni þegar heimsmeistarkeppninn í S-Afríku fer fram eftir ár, en frá 11.júní til 11. júlí má gera ráð fyrir að RÚV síni 64 leiki í beinni útsendingu og mun líklega u.þ.b. helmingur þeirra vera spilaður á mill 19:00 og 20:00.

P.s. Verð líka að taka fram að leikurinn á sunnudaginn var ekki hundleiðinlegur, heldur hin besta skemmtun eins og fimm marka leikir eru yfirleitt.

Kjartan Atli Óskarsson 30.6.2009 kl. 09:49

29 identicon

Tja minn kæri Óskar, enda fá boltaunnendur , eins og ég benti á hér að ofan, sérumfjöllun í öllum dagblöðum, ófáum íþróttaþáttum (sem ég m.a. borga) ofl. Mér finnst bara sjálfssögð kurteisi að fólk fái að sjá sínar fréttir á réttum tíma.Það er nú ánauðar áskrift á þessu blessaða skeri okkar.

Ef þú ert svona rosalega tuðruþyrstur, þá er gott að fá sér labbitúr á næsta íþróttabar eða nota tölvuna sína!! 

Rósa 30.6.2009 kl. 12:18

30 Smámynd: Óli Jón

Rósa: Þú heldur uppi merki okkar fréttafólksins með glans :)

Óli Jón, 30.6.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband