Miðvikudagur, 20. maí 2009
Enn ein skrautfjöðurin í kollhúfu kaþólikka
Hvað er það við kaþólskuna sem elur á þessari hegðun? Hvernig verða þeir sem gefa sig út fyrir að vera manna bestir í raun allra manna verstir þegar til kastanna kemur? Er það þráhyggjan sem kaþólska kirkjan er haldin gagnvart kynhegðun fólks? Hún virðist alltaf boðin og búin til að leggja venjulegu, og óvenjulegu, fólki línurnar í kynferðismálum, en sér ekki sjálf að hún er mest þurfi þegar kemur að ráðgjöf í þeim efnum! Var ekki einhvers staðar talað um flís og bjálka? Það geta ekki verið markverð skrif fyrst hin háa kaþólska kirkja tekur ekki mark á þeim!
Kynferðislegir undirtónar enduróma í þessari skýrslu þar sem fórnarlömbin eru, venju samkvæmt þegar kaþólskir prestar eru annars vegar, saklaus börn. Spillingin og óhugnaðurinn hefur teygt anga sína út um alla kirkjuna því þarna er skelfilegri og skipulagðri yfirhylmingu lýst. Barnaníðingum er ítrekað forðað frá handtöku, rannsókn mála er tálmuð og réttlætinu drepið á dreif.
Þetta er sorgleg og ljót saga, en það sorglega er að þetta er bara enn einn kaflinn í langri og ömurlegri sögu sem enn er skrifuð víða um heim á kostnað barna, sem í langflestum tilfellum eru bjargarlaus fórnarlömb í þessum hildarleik!
Írsk börn sögð hafa verið beitt ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málið er rosalegt... svo segir kaþólskur prestur að við sem trúum ekki að ruglukollasöguna í biblíu, að við séum ekki mennskir
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/881171/
DoctorE 20.5.2009 kl. 22:34
Ég hugsa að rót vandans sé frekar að finna í eftirlitslausu og algeru valdi. Ég hef allavega litla trú á að þetta sé eitthvað sér-kaþólkst vandamál, enda held ég að það sé vandfundið samfélag sem ekki hafi sögur af viðbjóðslegri og skipulögðum misnotkunum á varnarlausu fólki alveg óháð því hvaða trúar eða trúleysi þar var stundað. Hræddur um að það séu Breiðarvíkurdrengir í öllum löndum :(
Héðinn Björnsson, 21.5.2009 kl. 12:50
Ég held að Héðinn sé með kjarna málsins hér að ofan.
Gísli Ingvarsson, 21.5.2009 kl. 13:07
Guð er vandamálið... boðskapurinn er vandamálið.
karlar bjuggu guð til... hann mátti ekki gagnrýna án þess að fólk yrði tekið af lífi.
Kaþólskt vandamál... þeir eru verstir... af öllum, viðurkenndur barnaníðingshringur
DoctorE 21.5.2009 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.