Ljósmyndir, söl og vatnshrútar ...

Í dag fór ég á skemmtilega ljósmyndasýningu á Eyrarbakka, en hún var haldin í heimahúsi í tengslum við hátíðina Vor í Árborg. Sýnandi, Dísin á Flickr, tók á móti okkur og bauð söl um leið og við skráðum okkur í gestabók. Dísin þessi hefur um langa hríð verið einn af mínum uppáhalds ljósmyndurum á Flickr og því var gaman að hitta hana og fá að sjá nokkrar af myndum hennar í góðri stærð.

En það var ekki bara hægt að sjá glæsilegar ljósmyndir þarna því afi sýnanda hafði einnig opnað vinnustofu sína þar sem sjá mátti ógrynni kunnuglegra og framandi verkfæra. Sá gamli hafði augsýnilega verið liðtækur handverksmaður alla sína tíð og ljóst var að borgarbarnið kom ekki að tómum kofunum hjá honum. Ég handlék hníf úr fyrri heimsstyrjöldinni, sá skáp sem minnti helst á ferða altaristöflu, fékk innsýn inn í hvernig strokkur er búinn til auk sem sem virkni vatnshrúta var gaumgæfilega reifuð.

Ljósmyndir, söl og vatnshrútar ... hvað er betra til?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Sæll Óli Jón.

Ég get ekki orða bundist að mynnast aðeins á vatnshrútinn. Þetta verkfæri var notað til sveita til að dæla vatni til daglegra nota. Þessi uppfinning er afskaplega einföld en gagnleg. Reynar var mér bent á það um daginn að enn væri til vatnshrútur  í notkun.

Þar sem ég ólst upp var vatnshrútur, og skilaði sínu hlutverki prýðilega. Það eru engin vandkvæði á því að nota svona verkfæri við vissar aðstæður.

Raunar er mér málið skylt að vissu leyti.

Þannig vill til að ég er með lítið pípulagningarfyrirtæki sem heitir Vatnshrúturinn ehf.

Benedikt Bjarnason, 25.5.2009 kl. 11:05

2 Smámynd: Óli Jón

Benedikt: Afi minn sagði mér í eina tíð frá því þegar hann smíðaði vatnshrút á unga aldri sem hefði reynst vel í mörg ár. Þetta er góð uppfinning sem hefur sparað mörgum vatnsburðinn í gegnum tíðina. Þú hlýtur að tengjast hrútnum nánum böndum fyrst þú nefndir fyrirtæki þitt eftir honum :)

Óli Jón, 25.5.2009 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband