Skylduskráning hvítvoðunga í félög ...

Born to JesusÞetta er afar ánægjuleg frétt. Það er hreint og klárt ofbeldi að skrá ómálga barn í eitthvað félag við fæðingu þess, hvort sem um er að ræða trúfélag eða ekki. Þegar börn komast á sjálfræðisaldur er rétt að þau hafi sjálf frumkvæði að því að skrá sig í það félag sem þau vilja tilheyra, ef eitthvað er.

Ég hef reyndar alltaf verið undrandi yfir því að forkólfar Ríkiskirkjunnar skuli hallir undir þetta fyrirkomulag því það ómerkir í raun allar staðtölur um skráningu í trúfélög. En kannski finnst þeim þessi fantasíuskráning betri en hrollkaldur veruleikinn sem tæki við. En þar finnst mér þá skorta á trú viðkomandi á eigin málstað.

Ég vona sannarlega að þessi yfirlýsing Jafnréttisstofu verði enn eitt lóðið á vogarskálina sem leiði til þess að þetta ólýðræðislega fyrirkomulag verði afnumið hið allra fyrsta. Ég er þó um leið efins að svo verði því það vita allir sem vilja vita að þetta fyrirkomulag er í raun öndunarvél Ríkiskirkjunnar því án þess væru ekki rúmlega 80% þjóðarinnar innskráð þar. Mér er til efs að það hlutfall væri hærra en 10%. Það segir hins vegar ekkert um trúfesti þjóðarinnar. Ég þykist vita að hún sé meiri og sterkari en það.

Líklega gerist ekki neitt ... en það kostar ekkert að vona :)


mbl.is Siðmennt fagnar áliti Jafnréttisstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kirkjan er ekki endiega að spá í þessa skráningu til þess að átta sig á kristninni í landinu, heldur meira til þess að geta montað sig af því á tillidögum að 80% þjóðarinnar sé kristinn, þetta hentar líka sem áróðustæki og þar að auki fá þeir greitt per haus,  svo á meðan þeir passa svona vel upp á veskið sitt þá munu þeir berjast eins og  ljón til að viðhalda þessu.

Valsól 9.12.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Kirkjan fær að vísu ekki greidd sóknargjöld fyrir einstaklinga yngri en 16 ára en hún telur þá til félagatali sínu og fær fullt af sóknargjöldum fólks sem er sinnulaust um lífsskoðunarmál og skráir sig því aldrei úr þjóðkirkjunni.  Aðeins um 8-10% þjóðarinnar trúa á megin kjarna kristinnar kenningar, þ.e. á upprisuna og eilíft líf, samkvæmt Gallup könnun á vegum hennar sjálfrar árið 2004.

Svanur Sigurbjörnsson, 10.12.2008 kl. 01:36

3 identicon

Mikið er nú gott að maður er ekki einn um að deila þessum áhyggjum.  Ég er einstæður faðir, en við erum með sameiginlegt forræði.  Á sínum tíma ákváðum við barnsmóðir mín að skíra strákinn okkar ekki.  Ég stend utan trúfélaga, en hún er skráð í kirkjuna.  Ég hringdi í Hagstofuna í haust til að athuga með skráningu drengsins míns í trúfélög.  Hann var að vitaskuld skráður í þjóðkirkjuna , ég sagði þeim að ég hefði aldrei gefið heimild fyrir þessu, sameiginlegt forræði þýðir að foreldrar verða BÁÐIR að samþykkja mikilvæg mál er snúa að barninu.

Þar sem að réttur minn var ekki virtur sendi ég kvörtun á Umboðsmann Alþingis.  Hann hefur nú nýverið sent kvörtun mína áfram á Dóms- og Kirkjumálaráðuneyti, þar sem hann fer fram á rökstuðning fyrir þeim gjörningi að skrá son minn í kirkjuna að mér forspurðum.

Réttlætið mun sigra að lokum, verst hvað það tekur langan tíma...

Árni Sveinn 30.12.2008 kl. 23:15

4 Smámynd: Óli Jón

Árni Sveinn: Þetta er sannarlega áhugavert og vonandi færðu niðurstöðu úr þessu fyrr en síðar. Auðvitað reiknar maður með því að kerfið verði samt við sig, en oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, það sannar t.d. Jóns-málið svokallaða.

Bestu kveðjur í baráttuna!

Óli Jón, 30.12.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband