Átak í þjónustu við ferðamenn

ÍslandFyrir nokkru síðan tilkynnti ríkisstjórn landsins að hún hyggðist standa fyrir landkynningarátaki og verja til þess á annað hundrað milljón króna. Það átti að kosta einhverja markaðsherferð, minnir mig, sem er ágætt út af fyrir sig. Hins vegar kom fram afar áhugaverð tillaga hér á blogginu um að þessum fjármunum væri betur varið með því að útbúa loftmyndir af landinu sem t.d. Google og Yahoo gætu notað á kortavefjum sínum. Í dag eru Reykjavík, Reykjanesið og afmarkaðir hlutar Vesturlands sýndir í þokkalegri upplausn í Google Maps, en aðrir hlutar landsins eru í mun lakari gæðum. Betur má þó ef duga skal!

Tökum tvö dæmi um staði á landinu:

Hvor vefslóðin gagnast erlendum ferðamanni betur til að glöggva sig á staðháttum?

Besta rástöfunin í þjónustu við ferðamenn er að tryggja erlendum aðilum aðgang að hágæða ljósmyndum af landinu. Þessir aðilar (Google, Yahoo, Microsoft) munu seint sjá sér hag í því að gera landinu fullnægjandi skil á kortavefjum sínum og því þarf að koma að þessu verkefni með beinum hætti. Samhliða þarf að gera örnefnagrunn Landmælinga, gagnagrunn LUKR og sambærilega grunna aðgengilega svo hægt sé að bjóða almennilega framsetningu á gögnum á vefnum. Bein aðkoma að verkefninu myndi að auki tryggja samræmda framsetningu landsins, en hér má sjá hvað gerist þegar ólíkum myndum er skeytt saman. Úr verður fráhrindandi sýn á landið sem auðveldlega mætti forðast.

Án þess að hafa nokkuð fyrir mér í þessum efnum þá grunar mig að ofangreint myndi kosta eitthvað álíka og sex vikna skemmti- og útsýnisflug Frakka yfir landinu. Það sýnir að þetta er bara spurning um forgangsröðun, ekki peninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

 Komdu sæll Óli Jón

 Mér skylst að fyrir liggi í samgönguráðuneyti undirbúningur að frumvarpi um að gera hnit af Íslandi að public domain -

Svo virðist sem að yfirvöld hafi samið af sér á sínum tíma. Kortagrunnur Íslands er í umsjá landmælinga Íslands en verkfræðistofur og samsýn eiga flest hnitin af götum osfrv.

Ég er að vinna að grænkortagerð af Íslandi ásamt kollegum á natturan.is en til að geta gert kortin þarf hnit yfir vegi og þéttbýlisstaði og það kostar margar milljónir. Google væri meira segja tilbúið til að borga fyrir eitthvað af þessu, en þessir aðilar virðast svo hræddir við opnar upplýsingar að þeir liggja á þessu eins og ormar á gulli. Það er að mínu mati úrelt hugsun og ekki upplýsingum til framdráttar. Við lifum í heimsþorpi á netinu og þá hugsun verður að fá inn meðal hagsmunaaðila. Upplýsingar á kortum gegnum google og fleiri ættu að vera opin (public domain) en stofurnar eiga einkarétt á gögnum þó að skattborgarar þessa lands hafi í raun kostað kortagerðina. Þetta er sérkennilegt mótsögn og að mínu mati þarf að vinna gegn svona þróun (því við erum eins og þróunarland hvað þetta varðar).  Opnar upplýsingar og frelsi til að kortleggja er hreinlega öllum til framdráttar.

Kollegi minn Marin Kardjilov hefur hafið byltingu þar sem hann reynir að  virkja sem flesta til að leggja hnitin sín inn á google.

Vek athygli á þessari síðu

 www.isgeo.net

um google map Iceland

bestu kveðjur

Anna 

Anna Karlsdóttir, 25.7.2008 kl. 17:48

2 identicon

Frábær umfjöllun hjá þér Óli að venju! Það má benda áhugasömum á að Google Maps hafa sett í gang verkefni hjá sér til að bæta úr kortaleysi landa á borð við Ísland og Guam og Tonga.

Hver sem er getur lagt sitt af mörkum við kortagerðina á slóðinni: http://www.google.com/mapmaker

Ég er byrjaður að laga til vegina í hverfinu mínu og ef nógu margir taka þátt þá verðum við komin með góð kort af Íslandi innan skamms.  Hægt er á auðveldan hátt að leggja vegi, setja inn helstu örnefni og fleira.

Guðbrandur Örn Arnarson 1.8.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband