Færsluflokkur: Samgöngur

Átak í þjónustu við ferðamenn

ÍslandFyrir nokkru síðan tilkynnti ríkisstjórn landsins að hún hyggðist standa fyrir landkynningarátaki og verja til þess á annað hundrað milljón króna. Það átti að kosta einhverja markaðsherferð, minnir mig, sem er ágætt út af fyrir sig. Hins vegar kom fram afar áhugaverð tillaga hér á blogginu um að þessum fjármunum væri betur varið með því að útbúa loftmyndir af landinu sem t.d. Google og Yahoo gætu notað á kortavefjum sínum. Í dag eru Reykjavík, Reykjanesið og afmarkaðir hlutar Vesturlands sýndir í þokkalegri upplausn í Google Maps, en aðrir hlutar landsins eru í mun lakari gæðum. Betur má þó ef duga skal!

Tökum tvö dæmi um staði á landinu:

Hvor vefslóðin gagnast erlendum ferðamanni betur til að glöggva sig á staðháttum?

Besta rástöfunin í þjónustu við ferðamenn er að tryggja erlendum aðilum aðgang að hágæða ljósmyndum af landinu. Þessir aðilar (Google, Yahoo, Microsoft) munu seint sjá sér hag í því að gera landinu fullnægjandi skil á kortavefjum sínum og því þarf að koma að þessu verkefni með beinum hætti. Samhliða þarf að gera örnefnagrunn Landmælinga, gagnagrunn LUKR og sambærilega grunna aðgengilega svo hægt sé að bjóða almennilega framsetningu á gögnum á vefnum. Bein aðkoma að verkefninu myndi að auki tryggja samræmda framsetningu landsins, en hér má sjá hvað gerist þegar ólíkum myndum er skeytt saman. Úr verður fráhrindandi sýn á landið sem auðveldlega mætti forðast.

Án þess að hafa nokkuð fyrir mér í þessum efnum þá grunar mig að ofangreint myndi kosta eitthvað álíka og sex vikna skemmti- og útsýnisflug Frakka yfir landinu. Það sýnir að þetta er bara spurning um forgangsröðun, ekki peninga.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband