Helgi Hóseason

Helgi HóseasonÁ leið minni til vinnu keyri ég reglulega fram hjá þeim stað þar sem Helgi Hóseason stendur vaktina staðfastlega og minnir á sjálfsagða kröfu sína þess efnis að skírnarsáttmáli hans verði ógildur. Það sést glögglega að karlinn er farinn að gamlast þar sem hann stendur tinandi í öllum veðrum með skiltið sitt.

Þegar ég sé kallinn spyr ég mig ætíð hvers vegna Ríkiskirkjan leysir hann ekki undan þessum sáttmála sem hann undirgekkst ómálga og staðfesti ólögráða, að eigin sögn, tilneyddur. Hún telur sig víst ekki þess umkomna að ógilda sáttmála á milli einstaklings og Himnafeðganna sem er merkilegt í ljósi þess að hún telur sig umkomna til þess að koma honum á. Þetta er illskiljanlegt.

Er það ekki kærleiksverk af hálfu Ríkiskirkjunnar og Þjóðskrár að leita allra leiða til þess að verða við ósk Helga Hóseasonar? Geta góðir og snjallir menn ekki sest niður og fundið leið til þess að verða við eðlilegri ósk gamals manns sem augsýnilega þráir fátt heitar en þetta? Að mínu viti þarf ekkert annað en gott hjartalag og einbeittan vilja til þess að þetta mál geti fengið farsælan enda fyrir alla aðila.

Mynd: Elvar Freyr
Nánar um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef rætt við nokkra guðfræðinga í gegnum árin um þetta mál Helga.  Ein lausn sem gæti hugsanlega virkað, er að Helgi lýsi einfaldlega yfir sjálfur að hann vilji "afskírast."  Ekki þarf meira til.  Einföld viljayfirlýsing milli hans og æðri máttar.  Þar með er málið úr sögunni.

H.T. Bjarnason 5.7.2008 kl. 19:42

2 Smámynd: Óli Jón

Sæll, H.T.

Það má vel vera að svo sé, en á Helgi Hóseason ekki rétt á því að sáttmálinn verði ógiltur innan vébanda Ríkiskirkjunnar þar sem til hans var stofnað? Er þetta ekki bara ódýr flóttaleið hennar í þessu máli? Skv. þessu er Ríkiskirkjan bara óþarfur og dýr milliliður í málum sem fólk virðist augsýnilega geta afgreitt sjálft með einföldum yfirlýsingum.

Eftir stendur svo styr Helga við Þjóðskrá sem hefur neitað að viðurkenna breytingu á samningssambandi hans við Himnafeðgana.

Óli Jón, 5.7.2008 kl. 19:55

3 identicon

Frábært svar hjá þér Óli varðandi það hvort kirkjan sé ekki óþarfa milliliður. Fyrir mörgum mörgum árum hitti ég Helga þar sem hann var að selja ýmsa blöðunga og fleira. Hann var staddur niður á Hlemmi með mótmælaspjald. Ég keypti af honum nokkur blöð með vísum og teiknuðum myndum sem voru tilvísanir í trúnna. Ein vísan var svona:

Krosslafs hræ við láð varð laust

ljótt með kauna aman

til himna eins og skrugga skaust

með skít og öllu saman. 

Valsól 5.7.2008 kl. 20:13

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta er nú deila um keisarans skegg að mínu viti. Það sem prestar senda inn til þjóðskrár er nú bara tilkynning um það nafn sem foreldrar hafa gefið barni sínu. Það þarf engan prest til. Menn geta sent slíka tilkynningu sjálfir. Síðan geta menn breytt nafni sínu í þjóðskrá sjálfir tvisvar eða þrisvar á lífsleiðinni ef ég man reglurnar rétt.

Skírn er á milli Guðs og viðkomandi einstaklings. Bara með því að virða ekki lög og boð Guðs, þá eru menn sjálfkrafa búnir að ógilda skírnarsáttmála sinn við Guð, hafi hann þá nokkurn tímann verið fyrir hendi á annað borð.

Síðan er annar handleggur sem er af hverju Helgi hefur áhyggjur af einhverju sem hann trúir ekki að sé til - að sögn. Það að hann sé í baráttu gegn himnafeðgnum kannski bendir til að Helgi sé ekki eins vantrúaður á þá eins og hann vill vera láta ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.7.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Skírn er ekki bara milli Gvuðs og manna.  Svo sannarlega ekki, því ríkiskirkjumenn hafa oftar en einu sinni vísað í skírnina til að réttlæta trúboð í leik- og grunnskólum.  Þeir halda því fram að ekki sé um trúboð að ræða þar sem börnin séu langflest skírð.

Hér er fínt viðtal við Helga.

Matthías Ásgeirsson, 5.7.2008 kl. 21:55

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er eðlilegt að prestar haldi sambandi við skírnarbörn sín - þó það nú væri. En síðan eins og í sambandi við Helga Hóseason þá er eðlilegt að ónáða hann ekki - enda búinn að slíta skírn sína fyrir langa löngu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.7.2008 kl. 22:06

7 Smámynd: Óli Jón

Það er gott, og jafnvel blessað, að Helgi geti einhliða sagt upp skírnarsamningi sínum við æðri máttarvöld. En af hverju er Ríkiskirkjunni það ómögulegt að hjálpa honum að gera þetta með opinberum hætti og við svipaðar kringumstæður og þær sem ríktu þegar samningnum var komið á í byrjun?

Hví getur Ríkiskirkjan ekki gert þetta fyrir kallinn fyrst þetta er svona lítið og einfalt mál?

Óli Jón, 5.7.2008 kl. 22:17

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kirkjan hefur ekkert með "uppsögn" skírnarsáttmála að gera. Það liggur í eðli samningsins. Hann ert gerður beint við Guð. Prestur framkvæmir sjálfa skírnina en hver og einn sér sjálfur um að halda sér í sáttmálanum, það getur enginn gert fyrir hann. Helgi hefur augljóslega rofið sáttmálan og þarfnast engrar hjálpar við það. Það eina sem presturinn gerir efir að hann framkvæmir skírn að hann staðfestir það á sérstöku eyðublaði að hann hafi framkvæmt slíka skírn og tilkynnir þjóðskrá með formlegum hætti um nafngift foreldranna. Það er sitt hvor hluturinn : annars vegar skírn og hins vegar nafngjöf foreldra á barn sitt. Þjóðskráin fylgist með sjálfri nafngiftinni - annað varðar kirkjuna um að fylgjast með hverjir hafi tekið skírn en um viðhald þess sáttmála verður hver og einn að rækja við Guð. Þess vegna er enginn sem getur gert það fyrir annan mann, ekki einu sinni þjóðkirkjan.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.7.2008 kl. 22:27

9 Smámynd: Óli Jón

En burtséð frá öllu öðru, hvað kemur í veg fyrir að Ríkiskirkjan geri þetta fyrir Helga Hóseason? Framkvæmi athöfn sem er þá augsýnilega algjörlega marklaus og óþörf í augum Ríkiskirkjunnar, en bráðnauðsynleg í augum Helga? Hún kom samningnum á í athöfn sem var algjörlega óþörf og marklaus í augum Helga.

Skírnarsamningnum var í raun 'þinglýst' í kirkju, hví má ekki 'þinglýsa' uppsögn hans þar líka? Hví er ekki hægt að veita gömlum manni þessa lausn?

Óli Jón, 5.7.2008 kl. 22:36

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er ekki neitt til sem er að afskíra hvað þá að gefa út vottorð um eitthvað sem er ekki fyrir til. Helgi sá í reynd um þetta sjálfur með formlegum hætti þegar hann gaf út yfirlýsingu um það frammi fyrir söfnuðinum um slíka ógildingu eins og lesa má í fylgiritinu þínu.

Prestur sér um sjálfa skírnina, viðkomandi skírnarþegi sér um að halda sér innan sáttmálans - geri hann ekki svo er sáttmálinn sjálfkrafa úr gildi fallinn og ekkert sem kirkjan né prestar geta gert neitt í, né hafa þeir umboð þar um úr Ritningunni eða frá Frelsaranum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.7.2008 kl. 22:45

11 Smámynd: Billi bilaði

Takk fyrir bloggið, og Matthíasi fyrir hlekkinn á viðtalið.

Það eina sem virðist upp á vanta hjá Helga er að þjóðskrá breyti skráningu sinni - en það er víst betra að stríða við einstaklinginn en gefa tommu eftir.

Annars hafði faðir minn þá sögu að segja af Helga að hann hafi verið í verkfallsvörslu með honum í verkföllunum 1953 og/eða 1955.  Þá voru þeir m.a. við fleiri menn að vakta skip uppi á Akranesi, að það yrði ekki affermt.  Þetta var um miðjan vetur, en Helgi fór samt á hverjum morgni og stakk sér til sunds í höfnina við skipið til að sýna að þar væri ekki við neina aukvisa að etja.

Billi bilaði, 5.7.2008 kl. 23:03

12 Smámynd: Óli Jón

Jæja, þetta mál fer augsýnilega ekki lengra. Og þó! Gæti Ríkiskirkjan ekki sent Þjóðskrá vottorð um að Helgi hafi rofið skírnarheiti sitt þannig að hægt væri að setja inn mótfærslu, n.k. kreditfærslu, sem myndi upphefja fyrri færslu varðandi skírn Helga? Málið er henni skylt, því hún sendi inn upplýsingar um skírn Helga í denn. Þetta er bara hreint og klárt veraldlegt tækniatriði sem ætti ekki að vefjast fyrir Ríkiskirkjunni. Það þarf ekki einu sinni prest í þetta, bara skriffinna á kontór Ríkiskirkjunnar.

Hvað segirðu um það, Predikari góður? Er þetta ekki ásættanleg lausn?

Óli Jón, 5.7.2008 kl. 23:04

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ef það er skráð á blað einhvers staðar að skírn hafi átt sér stað, þá er það eitthvað sem gerðist og vottar um þá gjörð á þeim tíma í fortíðinni sem hún var gerð. Það er ekki hægt að fara aftur í tímann og sjá svo um að skírnin hafi ekki átt sér stað. Hitt hefur Helgi þegar ítrekað gert- sem enginn getur gert fyrir hann- lýst formlega yfir því að hann telji sig ekki skírðan lengur. Þó að prestar og skriffinnar kirkjunnar séu máttugir þá hafa þeir ekki umboð til afskírnar. Ritningin felur prestum að framkvæma skírnir ekki að afskíra.

Það getur enginn afskírt fyrir annan. Menn rjúfa á sitt eindæmi skírnarsáttmálan með gjörðum sínum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.7.2008 kl. 23:18

14 Smámynd: Óli Jón

Vitanlega er rétt að enginn getur afskírt annan (en að sama skapi ætti enginn að geta skírt annan heldur, hvað þá ómálga hvítvoðung). En Ríkiskirkjan, sem sjálfskipaður sérfræðingar í skírnarsáttmálanum og framkvæmd hans hér á jörðu, ætti samt að geta gefið út vottorð þess efnis að Helgi Hóseason sé ekki lengur bundinn af honum. Þannig er Ríkiskirkjan ekki að afskíra Helga, heldur aðeins að votta afskírn hans. Hreint og klárt kontóristamál sem hefur ekkert með trú að gera, jafnvel ekkert með skírnarsáttmálann ef út í það er farið.

Það er auðvitað hægt að sjá þetta frá nokkrum hliðum. Opinberri skráningu hlýtur að vera ætlað að endurspegla einhvern raunveruleika. Hún er augsýnilega ekki rétt í tilfelli Helga og gefur þannig ranga mynd af veruleikanum. Gallinn er sá að þessi ranga mynd hugnast Ríkiskirkjunni en ekki Helga, sem er illt. Tilfinningar Helga í málinu ættu að vega þyngst.

En er þá ekki réttast að hætta að skrá skírnardægur í Þjóðskrá og tala t.d. frekar um nafngiftardægur? Með slíkri breytingu myndi Helgi Hóseason t.d. finna frið þar.

Óli Jón, 5.7.2008 kl. 23:37

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Eins og fyrr sagði þá er skýrsla prests til þjóðskrár skýrsla um nafngift. Það er það sem snýr að opinberri skráningu hjá þjóðskrá. Prestum er falin slík skýrsla fyrir hönd foreldrana þegar um skírn er að ræða. Láti foreldrar ekki skíra börn sín og njóta þar með ekki þjónustu prests, þá senda þau sjálf inn skýrslu á formi sem liggur frammi hjá þjóðskrá.

Helgi hefur sjálfur gefið út munnlegt vottorð frammi fyrir söfnuðinum að hann sé ekki lengur undir skírnarsáttmálanum. Þetta hefur hann gert víða og Guð var fyrstur um þá vitneskju og síðar hefur Helgi gjört það heyrinkunnugt í fjölmörg skipti þannig að það er held ég hverju mannsbarni það kunnugt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.7.2008 kl. 00:05

16 identicon

Vel gjört hjá Óla Jón að taka málstað Helga Hóseassonar ,hér til umræðu.Hef margoft rætt við Helga á horninu á Langholtsvegi/Holtavegi,það er mjög fræðandi að spjalla við hann.Einurð hans og ákveðni er athyglisverð.Helgi er nágranni minn,og okkur þykir vænt um hann,hjálpum honum öll að ná takmarki sínu.

Númi 6.7.2008 kl. 00:20

17 identicon

Já hvernig væri það að við tækjum höndum saman og reyndum að þrýsta á að Helgi fengi réttláta meðferð og hjálpa honum að vinna sína baráttu áður en hann kveður þetta líf. Mikil er skömm kirkjunnar ef þeir geta ekki unt manninum þess að losna undan þessum samningi sem hann hefur aldrei skrifað undir.

Þetta er eins og öll krikjusagan ber með sér, eintómt svínarí á fólki. Jarðir voru vélaðar undan fátækum bændum, jarðir sem kirkjan notar svo núna til að stilla ríkinu upp við vegg og heimta pening. 140 prestar skipta á milli sín 77 miljónum í hverjum mánuði og fyrir utan það þá taka þeir sér fyrir allar athafnir. Já talandi um erfðasyndina, græðgina. Svo fær þetta batterí 4-5 þúsund miljónir árlega til að leika sér með fyrir utan það sem sveitarfélögin láta kirkjuna hafa til viðhalds á kirkjubyggingum.

Valsól 6.7.2008 kl. 00:36

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála því að gera þennan gamla baráttujaxl glaðan og leyfa honum að deyja með einhver gögn frá kirkjunni og hagstofunni.    Vonandi fær hann ósk sína uppfyllta sem fyrst. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.7.2008 kl. 00:58

19 identicon

Ætli kjarni málsins sé ekki sá að það er ekki til nein athöfn eða gjörningur innan hinnar lútersku evangelísku kirkju sem heitir "af-skírn".  Hún er hvorki til, né er til hefð fyrir svona löguðu.  Vitaskuld gæti einhver prestur af-skírt Helga, en ég er hræddur um að sú athöfn hefði litla merkingu þar sem hún er ekki til.  Ég held að það sé langfærsælast fyrir Helga að reyna að gefa líf sitt einhvern annan tilgang en að berjast fyrir þessu.

H.T. Bjarnason 6.7.2008 kl. 01:30

20 Smámynd: Sigurjón

Þú segir nokkuð HT.  Það skyldi þó ekki vera að kirkjan finni ekki upp athöfn sem leysir fólk undan hennar skyldum og ekki sízt borgun.  Það er ekkert skrýtið að kirkjan hafi ekki athöfn sem leyfir fólki að losa sig við kvaðir hennar, þar sem kristin kirkja er fyrst og fremst peningaplokkari sem vill að sjálfsögðu ekki leyfa neinum ómerkilegum trésmiði í Reykjavík að losna undan sínum þjáningum og peningaplokki.

Ég lýsi hér með yfir stríði gegn kristinni kirkju og hennar ómerkilega peningaplokki.

Það er ekki rétt sem fram hefur komið frá predikaranum, sem er að sjálfsögðu ómerkilegur kristlingur, að prestar hafi fyrst og fremst að skyldu að nefna börn.  Það er fráleitt og fáránlegt.  Þegar þeir skila inn til nafnaskrá, láta þeir með fylgja að barngreyið hafi verið skírt og því að eilífu skylt kristinni kirkju.  Þetta er hið ómerkilega batterí kirkjunnar.  Það er enn talað um það í dag að börn ,,eigi að fermast í vor".  Eins og þau hafi eitthvað val!? Ég held svei mér þá að ég fari í það með Helga að fá þennan ómerkilega sáttmála ógiltan með serímóníu í kirkjunni, þar sem hægt var að gilda hann með serímóníu í kirkjunni.  Annað er hreint ekkert annað en viðurstyggð.

Sigurjón, 6.7.2008 kl. 08:08

21 identicon

Því miður held ég að enginn prestur né kirkja sé þess umkominn að losa Helga Hóseason undan sínu fargi, og þótt allir prestar og biskupar myndu lýsa skírn hans ógilda og stimpla og kvitta fyrir með eigin blóði, þá myndi Helgi Hóseason finna sér eitthvað annað til að mótmæla. Hann trúir á það að vera í heilögu stríði (eins og sumir aðrir sem hér hafa skrifað). Who is your padre?

padre 6.7.2008 kl. 10:32

22 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mig grunar að raunveruleg ástæða þess að Helgi Hosearson fær ekki þessa ósk sína uppfyllta er að þá gætu margir fyllt í kjölfarið. Sjálfur er ég alltaf á leiðinni að segja mig úr þjóðkirkjunni en hef ekki komið því í verk. Næst þegar kirkjan ætlar að reyna að ljúga því að fólk hér á landi sé svo kristintrúað hika ég ekki við að gera það. Stærstur hluti fólk er í þjóðkirkjunni nauðugt viljugt því það var fermt áður en það fékk tækifæri um að gera upp á hvað það trúir eða trúir ekki á.

Brynjar Jóhannsson, 6.7.2008 kl. 10:41

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurjón og Brynjar : Fólk er ekkert skuldbundið þjóðkirkjunni vegna þess að það hafi eitt sinn þáð skírn af hendi prests. Það geta allir skráð sig úr henni sem þess óska. Þið hafið greinilega ekki lesið Biblíuna eða það sem hér hefur verið sagt um eðli skírnarinnar. Skírnin er sáttmáli sem hver einstaklingur á við Guð. Sá sáttmáli ónýtist við það að viðkomandi fylgir ekki boðum og lögum Guðs. Við það eitt eru menn formlega búnir að slíta þessum sáttmála. Í tilfelli Helga þá hefur hann gert svo að auki margoft í votta viðurvist. Kirkjunni er ekki gefið neitt umboð í Ritningunni til að slíta eða ómerkja skírn enda ekki mögulegt vegna þess að það er hvers og eins að viðhalda sáttmálanum ekki kirkjunnar. Kirkjunni er einungis veitt umboð til að framkvæma skírnarathöfnina.

Skjalið sem þjóðskránni er sent varðar þjóðskrána samkvæmt lögum þar um vegna nafngiftarinnar, sem er ekki það sama og skírn. Tilkynningu um nafngift senda foreldrar sem ekki þiggja skírn inn sjálfir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.7.2008 kl. 14:08

24 Smámynd: Sigurjón

Það er stórmerkilegt að kirkjan geti komið þessum sáttmála á, en ekki ógilt hann.

Ef allir sem nokkurn tímann hafa ekki farið 100% eftir t.d. boðorðunum 10 eru búnir að slíta sáttmálann við guð, þá eru nú ekki margir í raun skírðir, er það?  Hefur þú t.d. ávallt farið eftir þeim boðorðum predikari?  Aldrei nokkurn tímann brotið neitt þeirra?

Svo er líka magnað að þú talir um að þiggja skírn.  Hvað hafa ómálga börn með það að segja?  Þvingað skírn væri nær lagi. 

Sigurjón, 6.7.2008 kl. 18:53

25 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Hefur það aldrei gerst, að kirkjan hafi strikað menn út úr kirkjubókum? Eða hefur aldrei neitt verið stikað úr kirkjubókum? Ég efast um það.

Mér finnst að það sé mannúðarmál, að Helgi fái skírnina fjarlægða. Hann hefur barist fyrir þessu allt sitt líf. Og aldrei viljað tilheyra kirkjunni, eftir að hann komst til vits. Nú er hann gamall maður, og hvað með að gleðja karlinn aðeins? Það myndi vera kirkjunni til hróss.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 7.7.2008 kl. 08:44

26 identicon

Það má benda á það að eitt af því sem Helgi er að mótmæla og fer fram á er að nafn hans verði strikað út úr kirkjubókum, svo einföld er hans beiðni. Þetta geta krikjunarmenn ekki framkvæmt fyrir gamla manninn, heldur láta þeir hann hýrast á götuhorni með skiltið sitt til æviloka. Hafi þessir kirkjumenn ævinlega skömm fyrir.

Valsól 25.7.2008 kl. 06:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband