Ríkiskirkjan þarf meiri pening og óheftan aðgang að leikskólabörnum

Þetta er það eina sem getur bjargað henni (og þó ekki). Á hverju einasta ári rýrnar Ríkiskirkjan þrátt fyrir fádæma stuðning ríkisins við hana í formi peninga og forréttinda.

Þetta ár er það fyrsta hvar innan við 70% þjóðarinnar eru skráð í Ríkiskirkjuna. Höfum í huga að ekki eru mörg ár síðan að þessi tala var í kringum 92%. Hið skondna í stöðunni er að fjölmennasti hópurinn sem sækir um aðild að Ríkiskikrkjunni eru nýfædd börn :) Já, 65 nýfædd börn óskuðu eftir því að vera skráð í félagatal hennar á síðasta ári. Er það ekki frábært? Auðvitað tekur Ríkiskirkjan þeim fagnandi, enda munu þau breytast í peningamyllur eftir 18 ár þegar ríkið byrjar að ausa peningum í kirkjuna vegna þessara umsókna. En þessum umsækjendum fer fækkandi eftir að reglum um skráningu nýfæddra barna í trúfélag móður var breytt, sem er vel, því eins og allir eru sammála um eru engar haldbærar ástæður fyrir því af hverju skrá þarf nýfædd börn í svo gildishlaðið félag sem Ríkiskirkjan er.

Nú er farið að þrengast verulega að Ríkiskirkjunni sem frá stofnun hefur aldrei þurft að reiða sig á neitt annað en kjánalega mikinn stuðning frá ríkisvaldinu. Sauðirnir hafa aldrei viljað borga trúartollinn og því var ríkið látið sjá um það.

En nú sverfir að. Þjóðinni er alls ekki illa við Ríkiskirkjuna, henni er bara alveg slétt sama. Hún skilur ekki af hverju ríkið sturtar öllum þessum peningum í hana árlega, enda vill þjóðin betri nýtingu á þessum fjármunum.

Í fyrra var hlutfall Hagstofutrúaðra 71,55%, í ár er það 69,9%, á næsta ári dettur það í 68,5% og svo koll af kolli. Þessu verður ekki breytt nema með lögskráningu allra Íslendinga í Ríkiskirkjuna, það eitt mun bjarga henni frá því að hverfa eins og ryk í vindi.


mbl.is Meirihlutinn hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekkert að því að setja pening í þjóðkirkjuna, það eru til nóg af peningum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.2.2017 kl. 15:55

2 Smámynd: Reputo

Ríkið byrjar að greiða út styrki til trúfélaga þegar sauðirnir ná 16 ára aldri. Það hefur alltaf verið tabú í pólitíkinni að tala um ríkiskirkjuna á neikvæðan hátt eða minnast á spóntökur úr aski hennar, en þetta er að breytast sem betur fer. Hugaður flokkur gæti náð í töluverðan stuðning með loforðum um að sverfa að þessu aftuhaldspeningahítarbákni sem þessi stofnun er.

Reputo, 13.2.2017 kl. 15:59

3 Smámynd: Óli Jón

Jóhann: Ríkiskirkjan ætti sjálf að ákveða sína gjaldskrá sjálf og innheimta svo sjálf með útsendingu gíraseðla. Það mun hins vegar aldrei gerast því fólk vill almennt ekki borga sóknargjöldin.

Óli Jón, 13.2.2017 kl. 16:59

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það eru allir á ríkisspenanum og af hverju ekki Þjóðkirkjan. Nefndu mér einhvern sem ekki er á eða hefur einhvern tíman tekið við einhverjum bótum, styrkjum og stundum er það kallað laun.

Vinstra liðið segir að Islendingar séu flug ríkir, þegar bent er á að kostnaður  við flóttamenn og hælisleitendur sé mjög mikill, þá er svarið eins og ég hef bent á, "Íslendingar eru flug ríkir og hafa vel efni á kostnaði við hælisleitendur fyrir 300 þúsund í viðbót" (heilbrigðisráðherra).

Sé ekki að hverju fólk er að væla yfir þessum fáeinu krónum sem fara til þjóðkirkjunnar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.2.2017 kl. 18:36

5 Smámynd: Óli Jón

Jóhann: Já, það er rétt. Fjöldi aðila fær styrki frá ríkinu til alls konar hluta. Ríkiskirkjan er þó í sérflokki, að ég held, því hún fjármagnar sig bara í gegnum ríkið. Íþróttafélög eru með félagsgjöld og margvíslegar aðrar tekjur, Ríkiskirkjan ekki í marktækum mæli. Allir vita auðvitað að prestar taka aukagjöld fyrir alls konar þjónustu, en það eru ekki tekjur Ríkiskirkjunnar, þær fúlgur renna beint í vasa prestanna sem þó eru á fínum launum fyrir.

Hvað segirðu um að láta á það reyna hve margir eru raunverulega til í að borga félagsgjöld til hennar. Væri ekki áhugavert að sjá hve stórt hlutfall þeirra 69,9% sem nú hafa almennt verið vélskráð inn á félagatal hennar væri til í að opna budduna og borga tæplega 11 þúsund árlega fyrir þjónustu hennar.

Ég tel að það væru hámark 4-5%, en enginn veit það fyrr en reynt hefur á það. Þegar það er komið í ljós væri hægt að taka afstöðu til þess með hvaða hætti ríkið styrkti Ríkiskirkjuna með sérstökum framlögum eins og önnur félagasamtök. En á meðan þetta er ekki gert er fjármögnun hennar afar óeðlileg og ósanngjörn.

Óli Jón, 15.2.2017 kl. 13:41

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nei ég er alveg á því að ríkið greiði kirkjunni styrki, enda held ég að það skaði engan að fara í kirkju.

Ég er nú ekki trúaður maður og hef ekki farið í kirkju siðan ég var fermdur, sem ég vildi nú ekki gera en fjölskyldan stjórnaði því, siðan hefur það verið jarðafarir þegar ég hef vottað virðingu og samúð með fjölskyldunni.

Ég er sennilega skráður í þjóðkirkjuna þó svo að ég sé skírður í frikirkjuna, en svona þér að segja þá er mér nákvæmlega sama hvort ég er í þjóðkirkjunni eða ekki.

Ég held að það skaði engan að sjá hvaðan hugmyndir um lög landsins koma frá og þá á ég sérstaklega við hegningalögin. Það má benda t.d. á að kirkjunar bók er á móti því að fólk steli og íslenska ríkið er á móti því að fólk steli og hegnir fólki fyrir það.

Nei Óli Jón, ég sé ekki af hverju það þarf að breyta því hvernig kirkjan er fjármögnuð, þetta hefur gengið ágætlega til dagsins í dag, í það minsta síðan ég man eftir mér.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.2.2017 kl. 15:45

7 Smámynd: Óli Jón

Jóhann: Þú ert þá væntanlega samþykkur því að öll félagasamtök á Íslandi geti farið þess á leit við ríkið að það fjármagni þau á sama hátt og Ríkiskirkjuna? Enginn munur er á Ríkiskirkjunni og t.d. Hinu íslenska bókmenntafélagi nema þá að Híb þarf að hafa fyrir því að rukka félagsgjöld sem félagar þess borga glaðir á meðan ríkið fjármagnar Ríkiskirkjuna af því að félagar hafa aldrei viljað borga félagsgjöld þar.

En gamla lumman um að enginn skaðist af því að fara í kirkju er marklaus. Það eru til fjölmargir hlutir í þessum heimi sem eru skaðlausir, en ríkið eys ekki peningum í þá. Ég skaðast t.d. ekki af því að fara í bíó, en ég þarf samt að borga mig inn. Mér þætti fínt ef ríkið borgaði fyrir mig aðgangseyrinn og myndi jafnvel vera til í að borga poppið sjálfur ... altént í byrjun, líklega myndi ég fljótlega vilja að ríkið borgaði það líka. Það er heimtufrekja í anda Ríkiskirkjunnar og hlýtur því að vera í lagi :)

Óli Jón, 15.2.2017 kl. 16:18

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er alveg sjálfsagt að ríkið borgi fyrir allan félagsskap, enda held ég að ríkið gefi styrki til flestra félaga nú þegar, hvort eð er.

Eins og ég setti fram í mínum athugasemdum, íslenska ríkið er með nóga peninga, vinstraliðið hefur tjáð mér að svo sé. Enda stendur ríkið undir greiðslum fyrir túristahælisleitendur á hótelum, veitingastöðum o.sv. frm. Og þegar túristahælisleitendur vilja fara heim, þá borgar ríkið fyrir flug farið og gefur þeim ferðapening upp á fleirri hundruð þúsund króna.

Þannig að ég sé því ekkert til fyrirstöðu að ríkið greiði styrki til þjóðkirkjunnar. ÍÞ að minsta þá er meiri hluti þjóðarinnar skráður i þann klúbb.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.2.2017 kl. 18:42

9 Smámynd: Óli Jón

Jóhann: Gaman er að þú skulir vitna í að meirihluti þjóðarinnar skuli vera skráður í Ríkiskirkjuna sem er alveg satt og rétt. En breytir það einhverju um þá staðreynd að langlangflestir voru skráðir í hana við fæðingu og hafa þannig aldrei óskað með beinum hætti eftir að vera skráðir í hana? Veikir það að einhverju leyti þessa staðreynd að þrátt fyrir að fólk hafi engan beinan ávinning af því að skrá sig úr Ríkiskirkjunni er straumurinn frá henni stöðugur og jafn? Eða helgar tilgangurinn bara fjárausturinn sem svo sannarlega gæti nýst annars staðar, jafnvel til þess að flytja óheppna hælisleitendur frá landinu, nú, eða búa þeim gott heimili hér?

Óli Jón, 15.2.2017 kl. 18:57

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að þú sést ekki að ná því sem ég er að reina að koma á framfæri, það er til nóg af peningum hjá ríkinu til fjármagna alla klúbba á Íslandi.

Ég hef enga trúaröfgva eða trúarfóbíu, so to speak  gagnvart trúarbrögðum eða hugmyndafræðum, en það eru klúbbar sem predika íslam og halda því fram að íslam sé trúarbrögð, en ég tel islam ekki vera trúarbrögð heldur hugmyndafræði um það hvernig á að stjórna fólki og neiða það til hlýðni ella verða fyrir misþyrmingum eða lífláti. Þetta er nú það sem að ég hef lesið í blöðum og séð í sjónvarpi og á utube.

En um að gera að veita klúbbum sem predika íslam rikistirki og hjálpa þeim að byggja moskur á hverju götuhorni, svo að fólk sem aðhyllist þessa hugmyndafræði þurfi ekki að ferðast langar leiðir til að biðja, hvað er það 6 eða 7 sinnum á dag. Sparar eldsneytiskostnað og minkar mengun.

Kveðja frá Houston

P.S. Óli Jón ertu nokkuð með kristnifóbíu?

Jóhann Kristinsson, 15.2.2017 kl. 19:30

11 Smámynd: Óli Jón

Jóhann: Nei, alls ekki fóbíu, enda þarf enginn að hræðast svona hró og skar sem er löngu komið af fótum fram. Þetta er meira angist vegna þess hve mulið er undir Ríkiskirkjuna án þess að hún eigi nokkurt tilkall til þess. Það orkar meira á mig en einhver fóbía.

Þú, hins vegar, virðist haldinn skelfilegri íslamafóbíu því þér tekst að þvæla samhengislausu blaðri um íslam í spjall um margvíslegustu málefni. Ég vona að þú náir þér af þessu fljótt og vel, þetta hlýtur að vera bugandi líðan.

Óli Jón, 15.2.2017 kl. 19:43

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nei hef enga íslamafóbíu, ég hef búið í yfir 15 ár samtals í löndum þar sem íslam hugmyndafræðin er allsráðandi og hef engan áhuga fyrir að ganga í klúbba islama. Ekkert frekar en að ganga í klúbba trúarbragða.

En sönnunin er að ég hef enga íslamafóbíu er að eg vil að íslenska ríkið fjármagni islamaklúbba eins og aðra klúbba. Til dæmis benti ég á að það væri mikil hagræðing fyrir áhangendur íslam að fá ríkið til að reisa moskur á hverju götuhorni. Finst þér það vera að ég sé með islamafóbíu?

Ég er mikið fyrir að allir klúbbar eigi að fá ríkisfjármagn eins mikið og þeir vilja, enda til nóg af peningum í ríkiskassanum. Svo hafur vinstraliðið og sumir sjallar tjáð mér í ræðum og riti þegar það er spurt um kostnað hælisleitenda.

Nú hef ég verið með kurteisi gagnvart þínum skoðunum Óli Jón og hef vonast til að þú mundir sýna minum sömu kurteisi. En ég spurði bara hvort þú sést með kristnafóbíu, en kanski hafði ég átt spurja hvort þú værir með þjóðkirkjufóbíu, en égbiðst velvirðingar á þessum mistökum. 

En af hverju að vera með skítkast út í mig persónulega af því að ég hef aðrar skoðanir en þú á þjóðkirkjunni og öllum öðrum klúbbum, það á ég erfit með að skilja. Hefði ekki verið nóg að láta svar þitt stand, alveg eins og eg geri við þinni spurningu, en sleppa skítkastinu.

First að þetta er farið út í skítkast hjá þér, þá ættla ég ekki að tjá mínar skoðanir um þjóðkirkjuna og alla aðra klúbba að sinni.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.2.2017 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband