Fimmtudagur, 13. október 2016
Nýr spútnik brotlendir eftir sneypuför
Jæja, það kvarnast úr þessari ólánsfylkingu þegar Spútnik og kó eru reknir úr henni með skömm enda á hún hvergi innstæðu nema á Útvarpi Sögu og allir sem eitthvað vita geta giskað á ástæðu þess. Skoðanakannir Útvarps Sögu hafa þó reyndar þann kost að benda oftast á þann kost sem þjóðin sem heild hefur mesta andstyggð á og engin breyting virðist þar á.
Farvel, Spútnik, enginn nema Jón Valur saknar þín.
Sumir rekast bara illa í flokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allt í steik hjá Jóni Val. Nýja átrúnaðargoðið fremur pólitískt hara kíri daginn eftir lofrulluna. Stendur samt sjálfsagt enn einhvers staðar með sultardropa á nefinu að reyna að safna undirskriftum fyrir Íslensku Þjóðfylkinguna áður en fresturinn rennur út ... sem er á morgun held ég. Það liggur við að maður vorkenni manngreyinu.
Magnús Már 13.10.2016 kl. 22:24
Sæll Óli.
Engin heildstæð löggjöf er til um
réttindi og skyldur innflytjenda á Íslandi.
Það er ótækt og verður að bæta úr því strax á næsta þingi.
Afleiðingin af þessu er svo svartamarkaðsbrask
þar sem nútímaþrælahald viðgengst auk heimilisiðnaðar
og annarrar iðju.
Það er okkur lífsnauðsyn að ná tökum á þessum
málum og að gera áætlun um það hvernig við viljum
haga þeim þegar til lengri tíma er litið.
Við getum ekki látið þetta stjórnast öllu lengur
af tilfinningum einum saman og að atburðarás sé stjórnlaus
að meginhluta til og að öfgasamtök til hægri eða vinstri
ráði för í þessu efni.
Hvað ÍÞ snertir þá held ég að stærstu
mistökin hafi verið þau að halda sig ekki
við innflytjendur og málefni þeirra einvörðungu
en gjalda trú jafnt sem öllu öðru hlutleysi sitt
enda málinu með öllu óviðkomandi.
Húsari. 14.10.2016 kl. 01:30
Sæll aftur!
Það má til að fá skýr svör frá flokkum og frambjóðendum
nú fyrir komandi kosningar hvað þeir ætlast fyrir
í þessum málum.
Húsari. 14.10.2016 kl. 02:13
http://thjodfylking.blog.is/blog/thjodfylking/entry/2182071/
Íslenska þjóðfylkingin, 14.10.2016 kl. 02:39
Menn forðast eins og heitan eldinn að minnast á Dögun, þ.e. fjölmiðlar, sennilega er sá flokkur of róttækur fyrir auðmenn og valdaklíkur. Enda voru þeir útilokaðir frá oddvitaumræðum á Stöð2 um daginn. En sennilega er best að haga sér eins og villimaður til að ná athyglinni, verð samt að segja að það er sorgleg staðreynd að það þurfi að haga sér eins og vitleysingur til að ná athygli. En hér er Dögun. xdogun.is hér er hægt að kynna sér stefnumálin þar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2016 kl. 18:53
xdogun.is nebb kemur ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2016 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.