Riftum Ríkiskirkjusamningnum

Nú þegar Ríkiskikjan er á hröðu undanhaldi er rétt að skoða gamlan og vondan samning sem gerður var þegar þjóðin var sakbitin og þjökuð af meintri synd. Nóg er komið af austri þessarar ölmusu. Samninginn verður að gera upp, ríkið tekur til sín þær jarðir sem hún hefur greitt fyrir og skilar hinum, ef einhverjar eru, sem væntanlega eru þá svo verðmætar* að Ríkiskirkjan getur lifað í vellystingum þótt sauðirnir hverfi á braut.

Hvernig sem allt veltur verður þessari sjálftöku að ljúka. Hún var í besta falli vafasöm þegar henni var komið á og er hreint út sagt fáránleg í dag.

* Þær eru ekki svo verðmætar því Ríkiskirkjunni hefur aldrei tekist að lifa á þessum meintu eignum sínum sem hún hefur 'eignast' með afar dularfullum hætti í gegnum tíðina.


mbl.is Vilja segja upp samningi ríkis og kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta kemur þér ekki við

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2016 kl. 10:12

2 identicon

Ríkið hefur ekki greitt fyrir eina einustu jörð. Rifti ríkið samningnum ber því að skila öllum jörðunum. Eignarréttur ríkisins helst aðeins svo lengi sem samningurinn gildir. Þó ríkið sé skráður eigandi og fari með jarðirnar eins og sína eign þá er samningurinn meira í ætt við leigusamning en kaupsamning.

Espolin 3.6.2016 kl. 10:18

3 Smámynd: Óli Jón

Helga: Kemur þessi fjáraustur ekki allri þjóðinni við eða er hann bara mál styrkþeganna, þeirra fáu sem njóta þessa manna sem rignir af himnum ofan úr ríkisfjárhirslunni?

Espolin: Þetta er jarðakaupasamningur. En máské er hægt í heimi Ríkiskirkjunnar í hverjum hægt er að lesa hvað fólk vill úr gömlum textum að segja að kaupsamningur sé leigusamningur.

Óli Jón, 3.6.2016 kl. 10:37

4 identicon

Illa fengnar jarðir, lognar út, teknar með ofbeldi af forfeðrum okkar og ógnum um eilífar pyntingar....
Auðvitað kemur okkur þetta við. ríkið á þetta allt saman, ekki spurning

DoctorE 3.6.2016 kl. 12:11

5 identicon

Miðað við hvernig jarðaverð hefur þróast frá því díllinn var gerður er e.t.v. ástæða til að athuga hvort ekki sé rétt að tvöfalda eða þrefalda greiðslurnar. Kirkjunnar menn hafa greinilega verið slakir bisnessmenn þegar þeir sömdu við ríkið.

Jós.T. 3.6.2016 kl. 12:23

6 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Eftir því sem ég best veit þá er ég sá eini sem hefur birt opinberlega tilraun til að meta verðmæti jarðanna sem ríkið yfirtók 1907. Af ýmsum gögnum má ráða að kirkjan hafi sjálf látið gera slíkt mat vegna samninganna 1997, en það mat hefur ekki birst opinberlega (af hverju ekki?).

Jarðirnar sem afhentar voru 1907 voru að andvirði af stærðargráðunni 10 - 20 milljarðir króna á núvirði. Greiðslur til kirkjunnar vegna jarðanna síðastliðin rúm 100 ár er væntanlega minnst 100 milljarðir króna á núvirði, þar af yfir 30 milljarði frá 1997. Sama hvernig dæmið er gert upp þá er ríkið búið að borga kirkjunni miklu meira en eðilegt mætti telja í samningum milli aðila.

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.6.2016 kl. 13:11

7 Smámynd: Óli Jón

Vert er að benda á greinabálkinn sem Brynjólfur vísar óbeint til:

Samningar ríkis og kirkju
Samningarnir 1907 og 1997
Lántaka, verðtrygging og kaupverð
Afborganir fram að endalokum

Ég hvet alla til að lesa þessa traustu og góðu samantekt. Höfum svo í huga að ríkið heyktist á því að gera svona úttekt og þess vegna fór þessi skelfilegi samningur aldrei í kostnaðarmat. Því er svo komið að á meðan hann stendur óbreyttur mun ríkið borga fyrir þessar jarðir óendanlega háa fjárhæð því það mun aldrei hætta að borga.

Eitthvað segir mér að Helga, Espolin og Jós.T. væru nú ekki til í íbúðar- eða bílakaup á þeim forsendum ... nema auðvitað ef þau væru seljendurnir :)

Óli Jón, 3.6.2016 kl. 14:08

8 identicon

Þetta er ekki hefðbundinn jarðakaupasamningur. Og aldur samningsins skiptir engu máli. Skyldur samningsaðila dofna ekki með tímanum. Það er enginn síðasti söludagur. Hann er eins gildur og hefði hann verið gerður í gær.

Geri ríkið við þig samning um að greiða þér og síðan erfingjum þínum krónu á dag fyrir að þú látir af hendi nokkra þúsundkalla þá gæti komið að því að samningurinn verði óhagstæður ríkinu. Á samningurinn bara að gilda þá daga sem ríkið er í gróða?

Sama hvernig dæmið er gert upp þá er eðlilegast að samningar standi. Engum blekkingum var beitt og báðir aðilar vissu að hverju þeir voru að ganga. Ríkið gerði samning og samkvæmt honum eru, og verða, greiðslur ríkisins eðlilegar.

En hvers virði eru Þingvellir? Hvað vilja Kínverjar borga? Það var bara ein af þessum 700 sem ríkið fékk. Landið undir Garðabæ er heldur ekkert slor og kostar sitt eigi að skella á það verðmiða. 10-20 milljarðar er augljóslega bara brot af verðmæti jarðanna en gæti dugað fyrir vöxtum.

Espolin 3.6.2016 kl. 14:44

9 Smámynd: Óli Jón

Espolin: Þess vegna þarf að gera þennan samning upp, meta hann með vísindalegum aðferðum og kanna hver skuldar hverjum hvað. Þetta er þeim mun mikilvægara þegar haft er í huga hversu óeðlileg öll afgreiðsla þessa samnings var og endurtek ég það augljósa í því samhengi að ekkert verðmat lá fyrir. Enginn ætti að fara út í samningagerð af þessari stærðargráðu án þess að vita dýpt mýrinnar sem hann er að ana út í. Að samningaborðinu virðast hafa komið vinir Ríkiskirkjunnar á alla kanta, það er eina skýringin á þessum fjármálalega tryllingi.

Óli Jón, 3.6.2016 kl. 14:50

10 Smámynd: Rafn Guðmundsson

glæsilegur pistill Óli Jón - ég er sammála auðvitað

Rafn Guðmundsson, 3.6.2016 kl. 15:16

11 identicon

Ég trúi því að Guð skapaði manninn. En hitt er annað mál að það var maðurinn sem skapaði trúarbrögðin. Í mínum huga er trú og trúarbrögð sitt hvort. Þjóðkirkjan hefur ekkert með trú að gera, heldur er hún bara hluti af stjórntækjum "Elítunnar" til að halda lýðnum niðri.

Staðan er þannig í dag að ég spái því að almenningur í þessu landi kjósi fljótlega, endanlega með fótunum og fari. Þá fyllir "Elítan, landið af Múslimum sem þeir ætla að nota í láglaunastörfin. En músliminn lætur ekki stjórnast af Kristnum gildum, og slátrar "Elítunni". Þannig held ég að þetta verði.

Steindór Sigurðsson 3.6.2016 kl. 15:32

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef það er til peningar til að halda uppi útlendingum fyrir tugi miljarða á hverju ári, þá get ég ekki séð neitt sem að kallar á að rifta Rikiskirjusamningnum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.6.2016 kl. 18:08

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt Jóhann ríkiskirkjan er auk þess stofnun þar sem fólk finnur öryggi. þetta er jarðarkaupasamningur já,auk þess er kirkjan miklvægasta stofnun þessa frjálsa ríkis,kristnin er ríkistrú og skal vernduð af hinu háa Alþingi. 

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2016 kl. 19:46

14 Smámynd: Óli Jón

Steindór: Ég trúi því að maðurinn hafi skapað Guð og eftir það varð til grundvöllur fyrir suma til að skapa rasisma og fordóma. En þú gengur með Guði og þess vegna hlýtur þú að hafa rétt fyrir þér.

Jóhann: Eigum við ekki frekar að bæta í mennta- eða heilbrigðiskerfið í staðinn fyrir fjármögnun á einhverju sem hægt er að gera fyrir luktum dyrum eins og Biblían mælir fyrir því aðeins hræsnarar biðjast fyrir á torgum.

Helga: Já, svo mikið er öryggið að fólk flykkist frá henni í massavís. En enn á hún inni hjá öllum smábörnunum sem eru skráð í félagatal hennar, aðrir láta sér fátt um finnast.

*Þetta kemur þér ekki við* gætir þú sagt (það svar er í miklu uppáhaldi hjá þér, enda svo kjarnyrt og málefnalegt) og rengt þetta hjá mér, en tölurnar ljúga ekki sama hve mikið þú biður og vonar :) Trausta og örugga Ríkiskirkjan þín er á hröðu undanhaldi úr íslensku samfélagi og það er ekkert sem þú og þínir geta gert því.

Óli Jón, 3.6.2016 kl. 20:32

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nei Óli Jón, en það væri í lagi að hætta að eyða milljörðum í útlendinga, sem koma okkur ekkert við og láta þá peninga í mennta og heilbrigðiskerfið. Það má líka láta öryrkja og aldraða fá eitthvað af þessum útlendingadekurpeningum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.6.2016 kl. 20:55

16 identicon

Óli Jón ég er alveg sammála þér varðandi það að leggja niður þjóðkirkjuna. Því eins og ég sagði hún hefur ekkert með trú að gera. Söfnuðir alveg sama hverrar trúar um er að ræða, eiga að mínu mati að standa og falla með fylgjenum safnaðanna. Og ef svo væri, er ég alveg viss um að þjóðkirkjan væri ekki til í dag. Ég er líka á þeirri skoðun að einhverjir menn sem hafa lært svokallaða guðfræði í Háskólanum séu ekki eigendur, hvorki af ríkisjörðum eða ríkisbyggingum, svokölluðum kirkjum eða safnaðarheimilum.

Í mínum huga er þetta bara eitt dæmið um ruglið í okkar þjóðfélagi, sem er löngu orðið gjörsamlega glórulaust.

En já ég á mína trú og þó við séum ekki sammála þar. þá sýnist mér að við séum alveg sammála um það fyrrnefnda.

Steindór Sigurðsson 4.6.2016 kl. 01:28

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er þeð eina staðfasta og rétta í landinu. "Menn sem læra guðfræði og standast próf fræðanna,eignast ekki með því jarðir kirkjur eða safnaðarheimili"!!? Hvaða glóra er í þínum huga Steindór,að lesa þetta bull segir manni að byðja fyrir þér. Eigðu þína trú í friði eins og við gerum, sem trúum á lifanda guð

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2016 kl. 02:52

18 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þó samningnum yrði rift myndi þjóðkirkjan ekki leggjast niður.

Þjóðkirkjur allra Norðurlandanna stóðu frammi fyrir alvarlegum og vaxandi tekjuskorti eftir því sem fram leið og í lok 19. öld stóðu jarðeignirnar ekki lengur undir mannsæmandi launum presta. Í Noregi og Danmörku tók ríkið yfir eignirnar og borgar kirkjunni beint úr ríkissjóði án þess að talað sé um "jarðakaupasamninga".

Í Svíþjóð hélt kirkjan eignum sínum og þær duga í dag fyrir embætti biskupsins - en allur annar kostnaður er greiddur af ríkinu (laun presta osfrv.).

Á Íslandi var farin þessi furðulega leið: Þegar jarðeignir kirkjunnar stóðu ekki lengur undir rekstri kirkjunnar þá "keypti" ríkissjóður jarðirnar gegn því að standa undir rekstrinum.

Þessi samningur var mistök, og það eru enn meiri mistök núna, af hálfu kirkjunnar, að halda fast í samninginn. Afstaða kirkjunnar ber keim af heimtufrekju og hroka, kirkja sem stendur frammi fyrir hratt fækkandi meðlimafjölda þarf að huga betur að ímynd sinni.

Þó ég sé sammála Steindóri um að söfnuðir ættu sjálfir að standa undir rekstri trúfélaga sinna, þá held ég að slíkt fyrirkomulag yrði seint samþykkt hér á landi. Stuðningur ríkisins við trúfélög er staðreynd, og þar á auðvitað að gæta jafnræðis. 

Brynjólfur Þorvarðsson, 4.6.2016 kl. 04:45

19 Smámynd: Óli Jón

Steindór: Þetta er alveg rétt hjá þér. Ef Ríkiskirkjan ætti að reiða sig á að fylgjendur hennar skráðu sig sjálfir í félagatal hennar væri hún löngu horfin. Ef hún hefði átt að reiða sig á að þeir borguðu trúartollinn sjálfviljugir hefði hún verið andvana stofnuð.

Helga: Svekkjandi, en satt.

Brynjólfur: Sammála um að þessi heimtufrekja Ríkiskirkjunnar er henni ekki til nokkurs sóma.

Svo er ég líka sammála þér um að söfnuðir Ríkiskirkjunnar muni seint geta framfleytt sér sjálfur fyrir eigið aflafé því það er einfaldlega ekki nægt lýsi í félagsmönnum til þess og reikna með því að þeir borgi trúartollinn. Íþróttafélög, saumaklúbbar, gönguhópar og flest annað í þjóðfélaginu getur rekið sig fyrir innheimt félagsgjöld nema Ríkiskirkjan. Flestir félaga hennar voru skráðir í hana við fæðingu og voru því ekki aðilar að ákvörðuninni.

Ríkið mun því líklega þurfa að mylja undir hana um stund, því miður, á meðan félagatalið gengur úr sér.

Óli Jón, 4.6.2016 kl. 10:26

20 identicon

Sæll Óli.

Það þarf tvo í tangó og það Pasa Double
sem þú kallar eftir verður ekki tekið fyrr
en að uppfylltum þeim skilyrðum.

Það er laukrétt hjá þér að Þjóðkirkjan er á
hröðu undanhaldi og mestar líkur á að þetta
leysist allt upp í fríkirkjur og sértrúarhópa
þar sem betlið skipar öndvegi ásamt marmaraprýddum
salarkynnum og gullslegnum himnatjaldsúlum.

Kann að liggja fyrir okkur að stunda Heilagsandahopp
á næstu árum og vafalaust gott innlegg í
heilsurækt og mannamein á okkar tíð.

Þó eftirsókn kunni að vera nokkur að breyta
kirkjum landsins í bjórstofur og hórukassa
svo ferðamannaiðnaðurinn fái að dafna og blómstra
og dauðahopps-túrhestar hvötum sínum fullnægt
í Reynisfjöru kann að verða nokkur bið.

Eina lausnin á þessu er sú að þú bjóðir þig fram til þings
og semjir um allt heila klabbið þegar best stendur á
til slíkra hluta. Íslenski þjóðarflokkurinn er talinn einhver
vanlegasti kostur nú um mundir.

Nú er að bretta upp handleggina og spýta í handarkrikana!

Húsari. 4.6.2016 kl. 11:38

21 Smámynd: Óli Jón

Húsari: Takk fyrir þessa fallegu áskorun, en seint mun ég eiga erindi á Alþingi.

Hvað varðar fríkirkjur og sértrúarhópa, þá sýnist mér sú svartsýnisspá þín ekki eiga innstæðu því fólk sem skráir sig úr Ríkiskirkjunni velur oftast að standa utan trúfélaga. Einhverjir fara í þessa átt, en þeim fer fækkandi. Vilji einhverjir hoppa með heilögum anda gera þeir það bara.

Óli Jón, 4.6.2016 kl. 12:05

22 identicon

Því miður á meðan kynslóð Helgu hér að ofan lifir verður ekki hægt að breyta þessu en eftir ca 20 ár getum við það og losum okkur við þetta óþarfa bákn sem Kirkjan er. Bara eitt dæmi um fáránleika kirkjunnar sem ríkisstofnunar. Nývígður prestur er með helmingi hærri byrjunarlaun en læknir. Hvernig getur nokkurri heilbrigðri manneskju fundist það rökrétt.

Steinunn Friðriksdóttir 4.6.2016 kl. 12:48

23 Smámynd: Óli Jón

Steinunn: Já, það eru við, sem sitjum á efri greinunum í aldurstrénu, sem erum hraðahindrunin á þessari þróunarbraut. Ríkiskirkjan er grá og guggin, félagar hennar eru eins og ég, gráir og guggnir. Kannanir sýna að fylgi sitt sækir hún til gamla fólksins, það unga lætur sig hana litlu varða. Það hafnar henni ekki endilega, því er bara sama. Því er það bara tímaspursmál hvenær hún hrekkur endanlega upp af því félagarnir fara fyrr en síðar til fundar við meintan skapara sinn.

Dæmið sem þú tekur er gott. Þessi launamunur er hrein móðgun við almenna skynsemi og getur aldrei verið skýrður með haldbærum rökum. Prestur er á við 2,5 lögreglumenn þegar talið er upp úr launaumslaginu sem er grátlegt og ógeðfellt.

Óli Jón, 4.6.2016 kl. 16:42

24 identicon

Sæll Óli.

Alltaf haft trú á þér til góðra verka
og sönn og einlæg meining þar að baki.

Kannski menn endurveki Tilraunafélagið
sem stofnað var 1905 og helgaði sig
draugum og uppvakningum en fór illu heilli
lóðrétt til andskotans.

Þetta endar hvort eð er allt í eldsofninum!

Húsari. 5.6.2016 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband