Þriðjudagur, 8. mars 2016
Útvarp Saga og trúleysi Íslendinga
Í niðurstöðum nýrrar könnunar Útvarps Sögu sést glögglega á hve miklum hrakhólum kristin trú verður hérlendis í framtíðinni. Henni mun hafa tekist að glopra niður yfirburðastöðu upp á vel rúmlega 90% markaðshlutdeild niður í 31%. Sú staða er auðvitað ágæt út af fyrir sig, ég er t.d. viss um að sértrúarsöfnuðurinn Catch the Fire yrði afar sæll með hana, en ríkisstofnun sem hefur um ómunatíð fengið ótæpilegan stuðning frá ríkinu í formi fjár og aðstöðu getur ekki gert sig sæla með svona hrakfarir.
En hvað svo?
Trúleysi er glögglega það sem fólk vill, en rétt um 60% þjóðarinnar mun velja þann góða kost. Þetta mun gerast þrátt fyrir að Ríkiskirkjan fái fúlgur fjár í meðlag frá ríkinu, að óvitar verði skráðir í hana við fæðingu og að hún fái að útvarpa messum á Rúv :) Nei, sex af hverjum tíu einstaklingum munu játa trúleysi og svo munu auðvitað fleiri bætast í þann hóp. Þetta mun gerast þrátt fyrir að trúleysi fái ekki nokkurn stuðning frá ríkinu. Reyndar má færa fyrir því góð rök að með vélskráningu ríkisins á nýfæddum óvitum í trúfélög sé beinlínis gengið fram með oddi og egg gegn trúleysi, en þrátt fyrir allt er sá ógeðfelldi gjörningur bara að hægja á þróuninni, ekki breyta henni.
Hósanna, hósanna!
Velkomnir, Íslendingar, í trúlausa framtíð. Í sjálfu sér mun þó ekkert breytast. Þið hugsið hvort sem er lítið sem ekkert um trú, farið lítið sem ekkert í kirkju í trúarlegum erindagjörðum og hafið í raun lítið sem ekkert hugsað um trú nema þá þegar æ vaxandi fjöldi ykkar velur að hafna Ríkiskirkjunni með úrsögn (sem þið þurfið sjálfir að vasast í, ríkið skráir ykkur bara í hana). Því hefur þetta í raun engin áhrif á ykkur því trú markar ekki djúp spor í líf ykkar nú, það sýna skoðanakannanir.
Því er við hæfi að óska ykkur til hamingju með þessa framtíð sem vísindaakademía Útvarps Sögu sér fyrir. Hún verður frábær!!!
PS. Ekki þarf að efast um niðurstöðurnar því þær eru afurð vinnu færustu sérfræðinga þjóðarinnar í gerð og framkvæmd skoðanakannana hérlendis.
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Trúarbrögðin vaxa mest í fáfræði, fátækt og eymd.... þau geta ekki lifað í upplýstum og frjálsum samfélögum.
Trúleysi kemur af sjálfu sér eftir því hversu upplýst/menntað fólk er...
DoctorE 8.3.2016 kl. 12:37
Markaðshlutdeild? Hvorki trú eða trúleysi á að vera söluvara Þeir sem aldrei hafa upplifað íhlutun Guðs eða nærveru hans, eiga að sýna sjálfum sér og öðrum heiðarleika og sleppa því að gera sér upp trú. Annars gerast þeir hvort sem er sekir við boðorð allra trúarbragðanna: Þú skallt ekki ljúga. Guði hugnast ekki þykjustuleikur. Hinir sem hafa upplifað eitthvað eiga að vera heiðarlegir við sjálfan sig og ekki láta stjórnast af hópþrýstinginn, annars gerast þeir sekir um það sama sem er bara samskonar staða og að vera skápahommi. Það kemur ekkert gott út úr því að beita sjálfan sig andlegu ofbeldi með því að afneita lífsreynslu sinni og tilfinningum. Markaðurinn á ekki að koma nálægt trúmálum frekar en kynferðismálum. Þá erum við farin að tala um skoðannavændi, og það sama á við ef fólk lætur hópþrýsting hafa áhrif á sig. Við eigum að mæla með því að fólk sýni sjálfu sér þá virðingu að búa sér hvorki til lífsreynslu eða afneita henni. Ekkert annað, því afskiptasemi umfram það er komin inn á svæði ofríkis og kúgunar.
Guðni 8.3.2016 kl. 12:40
Hugmyndum um að hlutir eins og trú og slíkir menningarlegir þættir fylgi meintu "upplýsingarstigi" þjóðfélaga, er hafnað af flestum mannfræðingum og félagsvísindamönnum. Slíkar hugmyndir bera keim rasískum hugmyndum sem hafa einmitt skilgreint bæði eingyðistrú og trúleysi sem afleiðingu þróunar, þar sem slík trú endurspeglar samfélög hvíta mannsins sem drottnaði yfir hinum, hvort sem er frá Rússlandi eða gegnum kristnina. Talið var að frumstæð samfélög væru fjölgyðistrúar og einkenndust mjög af hjátrú. Með aukinni þekkingu á "frumstæðum" samfélögum kom í ljós að þetta er della. "Frumstæðustu" samfélög manna eru til í ýmsum útgáfum, og þar á meðal bæði altrúlausum og eingyðistrúar. http://atheism.about.com/od/atheismhistory/a/PrimitiveAtheismSkepticism.htm Þar sem hugmyndir um að trúarbrögðin fylgi þróun eru ekki lengur viðurkenndar af félagsvísindunum er það almennt meðal menntaðra manna að gruna þá sem halda slíku fram um kynþáttahatur eða menningarfasisma.
Guðni. 8.3.2016 kl. 12:51
Trúleysið er mesta böl mannkynsins. Við þekkjum það bæði frá kommúnistum og nasistum.
Finnur Þorsteins 8.3.2016 kl. 15:56
Það gat nú verið að þú útlegðir þetta eins frjálst og þér sýndist, Óli Jón, og létir jafnvel lesendur þína halda, að þessar niðurstöður fælu í sér það, sem þátttakendur í könnuninni óskuðu sér í framtíðinni, en því fór víðs fjarri, því að spurningin, sem lögð var fyrir þá og þú lézt ekki svo lítið að nefna, var þessi:
Hver verða trúarbrögð framtíðarinnar á Íslandi?
Þetta var því meira spádómar fólks um framtíðina heldur en tjáning fólks á sinni æskilegu framtíðarsýn.
Jón Valur Jensson, 8.3.2016 kl. 16:59
Guðni: Auðvitað er Ríkiskirkjan á markaði. Hún lítur reyndar á hann sem einokunarmarkað, en það er annað mál. Árlega ver hún háum fjárhæðum í markaðssetningu á sér og varningi sínum og nú nýverið var samþykkt að leggja 150 milljónir í að þjálfa nokkra starfsmenn hennar í silfurtungutali svo hægt sé að lokka að fleiri sauði að jötunni. Hún er því á markaði, á því leikur enginn vafi.
Svo er hitt að almennt hefur hærra menntunar- og velmegunarstig kælandi áhrif á trúarhita fólks, en það sýnir sig glögglega í Evrópu. Þú mátt draga þínar ályktanir af því.
Finnbogi: Ekki þarf að krafsa djúpt þegar hin ýmsu átök eru skoðuð til að sjá fingraför trúar. Hægt er að nefna blóðugar nágrakkakritur á Írlandi þar sem kaþólikkar og mótmælendur bárust á banaspjótum.
Jón Valur: Þú ert s.s. að segja að kristnir voni að landið verði undir gunnfána kristninnar, en hafa samt ekki neina trú á því? Þetta er það eina sem hægt er að lesa úr orðum þínum. Útskýrðu endilega ... ef þú getur.
Óli Jón, 8.3.2016 kl. 17:08
Sniðugt svar hjá þér.
En, nei, ætli fólk sé ekki bara svona kvíðið framtíðinni –– líka vitandi hvernig farið er með börnin í skoðanakúgandi skólakerfi með nánast frjálsum heilaþvotti vinstri sinnaðra kennara, "frjálslyndra" og trúlausra og afvegaleiðslu um siðferðismál !
Jón Valur Jensson, 8.3.2016 kl. 17:54
Vegna svars þíns til Finnboga:
Deilurnar og átökin á N-Írlandi stóðu hvorki um trúmál né nágrannakrit, heldur 1) um stéttbundið misrétti sem ráðandi prótestantar beittu kaþólska, m.a. með því að halda þeim frá embættum og góðri vinnu, og 2) um vilja hinna upprunalega írsku (sem flestir voru kaþólikkar) til að N-Írland yrði sameinað Eire, írska lýðveldinu. Í báðum tilfellum hafði ég samúð með þeim hugðarefnum (concern), en alls ekki með meðulunum sem beitt var og sízt alls með hinni marxísku hryðjuverkahreyfingu IRA.
Jón Valur Jensson, 8.3.2016 kl. 18:02
Trúleysi elur af sér fjandskap gegn náunganum. Kærleiksleysi eykst eins og glöggt má sjá á Vesturlöndum m.a. á Íslandi. Skeytingsleysi hverskonar og græðgisvæðing og er nútíma kapítalismi afsprengi aukins trúleysis. Það snýst allt orðið um að upphefja sjálft sig og hámarka gróða á kostnað náungans í ýmsmum myndum. Kaldhæðni gagnvart náunganum birtist á svo margan hátt í okkar þjóðfélagi í stöðugt auknu mæli. Nútíma þrælahald eins og við sáum bregða fyrir hér á landi fyrir skömmu,taumlaus fíkniefnaneysla,siðleysi og svo mætti lengi telja. Allt er þetta afleiðing vaxandi trúleysis. Trúarbrögðin hafa öll staðið fast gegn þessu.Í tilfelli Vesturlanda er það hin kristna trú.
Finnur Þorsteins 8.3.2016 kl. 18:04
Það kemur ekki orð af viti upp úr honum Finn... ekki JVJ heldur :)
DoctorE 8.3.2016 kl. 18:30
Já, Finnur heitir hann reyndar sá ágæti maður; tek undir með honum.
Jón Valur Jensson, 8.3.2016 kl. 18:54
Það er virðingarleysi fyrir eigin lífsskoðun að tala um hana sem markaðsvöru. Ég er hvorki Þjóðkirkjumaður né trúlaus, en samviskufrelsi á að vera mönnum dýrmætara en svo að markaðurinn sé fyrsta orðið sem kemur upp í hugann. Þegar við erum komin út í skoðana- og samviskuvændi er hámarki firringarinnar náð og best að hugsa sig um.
Guðni 8.3.2016 kl. 20:48
Eins og ég sagði þá er svona alþýðuspeki fyrirlitin af nútímafélagsvísindum og rasískt evrópu-miðað yfirburðatal komst úr tísku kringum 1940. Evrópumaðurinn er ekki mælikvarði á alla hluti, heldur þvert á móti mesti skaðvaldur heimsins. Líði mannkynið undirlok skrifast það að stærstu leyti á reikning Vesturveldanna og allrar þeirra mengunar sem þau framleiða. Ef mannkynið á að lifa af verðum við að snúa okkur að menningarhópum sem kunna betur að lifa í samhljómi við náttúruna eins og Frumbyggja-Norður Ameríku, og þá mun allt svona tal líða undir lok.
Guðni 8.3.2016 kl. 20:52
Hverjir eru þessir "færustu sérfræðingar" á sviði skoðanakannana, sem gerðu þessa könnun?
Ómar Ragnarsson, 8.3.2016 kl. 23:16
Jón Valur: Góðir og kristnir Íslendingar sem setja allt sitt traust á Guð sinn treysta honum þó ekki nógu mikið til að vita að hann muni halda velli? Eru það skilaboðin? Treysta kristnir því ekki að gamli góði Guð muni þrauka gegn mér og mínum? Jæja, ef rétt reynist þá verður altént að gefa kristnum klapp á bakið fyrir að játa svo greiðlega vantrú sína á kristnum sið.
Hvað Írland varðar þá segir þú þetta ágætlega í byrjun varnarræðu þinnar:
... stéttbundið misrétti sem ráðandi prótestantar beittu kaþólska ...
Þetta voru s.s. mótmælendur sem pönkuðust í kaþólikkum eins og þú segir sjálfur. Svo er hægt að segja að kaþólikkar hafi verið þetta og mótmælendur hitt, en í grunninn var trúin helsta sérkenni þeirra.
Ómar: Því hefur oft verið haldið fram að kannanir Útvarps Sögu séu í hæsta gæðaflokki og í þessu samhengi kýs ég að trúa því.
Ég hlýt þó að benda lesendum á að netkannanir Útvarps Sögu gefa bara vísbendingar um skoðanir hlustenda Útvarps Sögu, en segja ekkert um þankagang þjóðarinnar enda eru lítil líkindi með með henni og úlfahjörðinni sem liggur við viðtækin og drekkur í sig gallsúra síbyljuna sem frá Sögu kemur.
Þá hlýt ég að benda á að netkannanir ÚS, Bylgjunnar og blog.is svo fáeinar séu nefndar eru einstaklega mikið drasl (nema í þessu tilfelli, auðvitað, af því að það hentar mér) því hægt er að svindla á þeim hægri vinstri. Í því samhengi bendi ég á grein sem ég setti saman í denn, en í henni er farið yfir þessi mál.
Óli Jón, 9.3.2016 kl. 11:25
Rót vandans á Norður-Írlandi var aldrei trú, heldur kynþáttahatur. Ef þú lest skrif Englendinga um Íra frá þessum tíma þá er bara hægt að líkja þeim við það versta sem hefur verið sagt um svart fólk, enda voru Írar kallaðir "svertingjar Evrópu". Ekki bara það, heldur voru Írar seldir sem þrælar til Ameríku, í minna magni ensvartir. Rót slíkra viðhorfa var félagslegur Darwinismi, sú hugmynd að misjafnt veraldargengi manna stýrist af misgóðum erfðum og mismiklum kynþáttalegum yfirburðum, en slíkar hugmyndir útskírðu fátækt á Írlandi með því að Írar væru aumingjar sem ættu ekki betra skilið.
Kaþólska á Norður-Írlandi hefur alltaf verið veikari en á Írlandi einhverra hluta vegna og viðhorf mikið frjálslyndari, til dæmis gagnvart samkynhneigðum. Mótmælendatrú á Norður-Írlandi er heldur ekkert sterkari en annars staðar á Bretlandi. Rótin er því ekki trú og það er mikil fáfræði að láta sem svo sé. Kynþáttahatur og trú er sitt hvor hluturinn og þetta eru ólíkar þjóðir sem upprunalega höfðu gjörólíka menningu og tungumál, þó önnur hafi nú náð að þurrka út mörg einkenni hinnar, rétt eins og gerðist með Íra hér á Íslandi, en heiðnir menn virðast snemma hafa náð að næstum þurrka út öll menningarleg áhrif þeirra og drepa írska tungu og menningu á Íslandi.
http://www.globalresearch.ca/the-irish-slave-trade-the-forgotten-white-slaves/31076
http://www.pitt.edu/~hirtle/uujec/white.html
https://en.wikipedia.org/wiki/Anti-Irish_sentiment
Guðni 9.3.2016 kl. 17:22
Samtök eins og IRA njóta enn mikils stuðning á Norður-Írlandi, en nær einskis á Írlandi. Niðurstaðan er því sú að því kaþólskari sem þú ert, því meira íhald og því hómófóbískari, því minna líklegur ertu til að styðja IRA. Viðhorf á Írlandi og Norður-Írlandi til hluta eins og kvenréttinda og samkynhneigðar eru sláandi ólík og ástæðan er að kaþólska kirkjan hefur ekki, og hafði aldrei samskonar ítök, á Norður Írlandi og hún hefur á Írlandi. Norður Írar bera þó virðingu fyrir kaþólsku kirkjunni, þó þeir taki kenningar hennar ekki alvarlega, því Írska þjóðin hefði verið þurrkuð út og væri ekki lengur til hefðu ekki komið til verndaraðgerðir kaþólsku kirkjunnar sem varðveitti og kenndi til dæmis írska tungu eftir að Bretar höfðu bannað notkun hennar á flestum stöðum með lögum að viðurlögðum refsingum.
Málið er þar að auki hápólítískt og flókið en fjármagn sem hryðjuverkasamtök á Norður-Írlandi hefur mest komið frá Bandaríkjunum, þar sem sum þessi samtök voru stofnuð, og þar sem þau hafa átt fjölmarga fylgismenn sem aldrei hafa komið til Írlands. Bandaríkjamenn af írskum ættum eru ennþá minna strangtrúaðir en Norður-Írar, svo ástæðan er fjarri því að vera trúarleg.
Guðni 9.3.2016 kl. 17:27
Guðni: Eins og ég sagði áður má setja aðra merkimiða á hópana, en það sem einkenndi þá mest er að annar er kaþólskur og hinn mótmælendatrúar og eins og við vitum hafa flestir trúaðir afar mikið gaman af því að sjá hvað hinir, sem ekki trúa eins, geta verið miklir kjánar. Því þarf ekki að koma á óvart að þessir hópar hafi borist á banaspjótum í gegnum tíðina.
Óli Jón, 9.3.2016 kl. 23:39
Trúarbrögðin voru alls ekki það sem einkenndi þessa hópa mest, og það er vanvirðing við þá báða að halda því fram. Írland dagsins í dag er land sem ber þess merki að hafa orðið nýlenduherra að bráð, en það hafði áður mjög sérstaka menningu, sína eigin tungu og hefur orðið fyrir barðinu á meira kynþáttahatri en nokkrir aðrir íbúar Evrópu, fyrir utan gyðinga og síguna. Að smætta sögu Írlands í eitthvað trúarstríð er bæði mikill misskilningur og stórkostleg vanvirðing við írsku þjóðina.
Guðni 10.3.2016 kl. 00:49
Ég legg til að þú lesir í alvörunni þessa hlekki sem ég sendi þér. Þeir eru fínasta lesning. Fáfræði Íslendinga um aðrar þjóðir er orðin gjörsamlega óþolandi, en viljaleysið til að afla sér þekkingar er þó verra. Það er ekki vandamál að vera kaþólikki í Bretlandi og hefur ekki verið mjög lengi. Trúlausir, mótmælendur, hindúar og búddhistar slást um að fá að setja börnin sín í kaþólska skóla, enda með bestu skólunum. Þýskaland skiptist sirka 50/50 niður á kaþólikka og mótmælendur öldum saman og það urðu aldrei svona átök þeirra á milli. Sama gildir annars staðar í álfunni þar sem kaþólikkar og mótmælendur búa saman í landi síðan á miðöldum. Vandamálið í Írlandi var því augljóslega ekki trúarhiti, heldur rasismi, sem er allt annað og ólíkt vandamál. Eins og allir nema rasistar og mjög fáfróðir menn eru fúsir til að viðurkenna.
Guðni 10.3.2016 kl. 00:52
Munurinn er þessi, maður frá Bavaríu, yfirleitt kaþólikki, lítur á mann frá Berlín, yfirleitt mótmælenda, sem jafningja sinn, þó hann hafi kannski einhverjar skoðanir á honum, enda mikill munur á menningu og verðmætamati. Þetta átti ekki við um Breta og Íra. Bresku nýlenduherrarnir litu á Íra sem réttlaus dýr, og um það vitna þeirra eigin orð jafn skírt og greinilega og rit og ræður Adolfs Hitler um hans skoðanir á öðru fólki. Þetta er ástæðan fyrir því að Írar voru seldir í ánauð til Bandaríkjanna til að strita með svörtum á ökrum, eins og komið er inn á í þessum hlekkjum sem ég sendi þér. Bretar hefðu aldrei tekið þýskan kaþólikka eða franskan og selt hann í ánauð sem dýr væri með þessum hætti, en ástæðan fyrir þessum mun er vandlega skjalfest og skráð kynþáttahatur sem er kennt um sem sögulega staðreynd í öllum helstu háskólum heimsins.
Guðni 10.3.2016 kl. 00:57
Þakka þér, Guðni, fyrir afar athyglisverð og fræðandi innlegg þín hér (einnig svör þín við léttúðugu svari Óla Jóns kl. 23.39).
Vekja má athygli þeirra trúlausu á því, að félagslegur Darwínismi Bretanna var (og er) eitt dæmið um það, hversu neðarlega veraldlegt siðgæði getur komizt. Annað dæmi og enn svæsnara er bolsévisminn, sem í sigurvímu sinni píndi, níddist á og útrýmdi blásaklausu fólki.
Jón Valur Jensson, 10.3.2016 kl. 08:47
Guðni: Það sem ég hef sagt er að þessi átök hvarfast um kaþólikka öðru megin og mótmælendur hinum megin. Hér er t.d. grein frá History Channel í Bretlandi í hverri þetta er augljóst. Ég sagði líka að hægt væri að setja aðrar merkingar á þessa hópa, t.d. sambandssinnar og aðskilnaðarsinnar, en eftir stendur að í grunninn börðust kaþólikkar og mótmælendur. Það voru t.d. mótmælendur úr Óraníu-reglunni sem marseruðu 12. júlí ár hvert frá Portadown að Drumcree kirkju og til baka aftur í gegnum byggð kaþólskra sem var mikill átakavaldur sem leiddi af sér að minnst sex kaþólikkar voru drepnir.
Þannig sést að átakalínurnar voru markaðar á milli kaþólikka og mótmælenda, en hægt er að setja aðra þætti inn í þetta líka.
Jón Valur: Nú er gaman að sjá hversu mikils þú metur innlegg frá nafnlausum konum, en venjulega eru þau þér mikill þyrnir í augum :) þú hefur ekki einu sinni krafist þess að Guðni geri grein fyrir sér. Það er líklega sama hvaða gott kemur í þínum huga.
---
Við erum að færast frá efni greinarinnar sem eru væntanleg trúhvörf íslensku þjóðarinnar sem hefur í áreiðanlegri könnun á skoðunum hennar lýst því yfir að trúleysi muni verða normið hér á landi innan tíðar. Það er stóra málið og gleðitíðindin sem við okkur blasa.
Óli Jón, 10.3.2016 kl. 09:56
Til Jóns Vals.
Í fyrradag setti ég inn athugasemd á bloggsetur Kristinna stjórnmálasamtaka við færslu sem ber yfirskriftina Aðeins Færeyingar meðal Norðurlandabúa eignast nógu mörg börn ... (http://krist.blog.is/blog/krist/entry/2167671/)
Í athugasemdinni spurði ég hvort það væri skoðun samtakanna að helsta hlutverk kvenna væri að eiga börn, en það er hápunkturinn í ofangreindri bloggfærslu.
Þessi athugasemd hefur ekki enn verið samþykkt til birtingar þótt hún brjóti ekki á neinn hátt í bága við skilmála samtkanna.
Getur þú upplýst mig um hvernig á því stendur?
Gísli Bj. 10.3.2016 kl. 11:01
History Channel er afþreygingarstöð þrátt fyrir virðulegt nafnið og ekki gild heimild. Mörg hneyksli og rangfærslur tengjast history channels og enginn sem ber virðingu fyrir alvöru sagnfræði og vönduðum vinnubrögðum tekur þá stöð alvarlega. Óraníu-reglan er fálagsskapur til að tryggja hagsmuni fólks af ákveðnum menningarlegum bakgrunni með ákveðin menningarleg gildi, en ekki eiginleg "trúarregla". Það eru til fjöldamargar svipaðar hreyfingar í heiminum. Það er ekki "hægt að setja aðra þætti inn í þetta líka," þegar lágmarkskunnátta í sögu Írlands sýnir skírt að þeir hafa alltaf verið helstu fórnarlömb kynþáttahaturs í Evrópu á eftir gyðingum og sígunum. Þeir voru ekki kallaðir "svertingjar Evrópu" út af engu, heldur afþví að það var farið með þá einmitt þannig, þeir voru jafnvel sendir á bómullarakra í þrældóm. Það er áhugaverð staðreynd að margir leiðtogar frelsisbaráttu svartra í Bandaríkjunum eiga einmitt líka írska forfeður, því það varð mikil blöndun þarna á milli, og það voru jafnvel ýmsar kenningar meðal kynþáttahatara og arðræningja um að þetta væri "æskileg" blöndun sem myndi gefa af sér betri þræla. Svo ógeðsleg og ömurleg er nú sú saga, og mikil óvirðing, nánast kynþáttahatur, að smætta hana sem "trúarstríð". Ókaþólskir Írar mættu sömu vanvirðingu og hatri. Mótmælendur á Norður-Írlandi eru ekki af írskum uppruna, heldur aðfluttir Englendingar. Blöndun á milli hópanna var lítil og aðalástæðan var sú að Englendingar vildu alls ekki blandast Írum. Þú ert dottinn í sömu gryfju og bókstafstrúarmenn sem sama hvað maður lætur þá hafa af alvöru heimildum vilja sjá sína eigin einfölduðu útgáfu af heiminum, afþví hún hentar þeirra eigin hugmyndum, sem þeir hafa engan áhuga á að þróa eða breyta, heldur bara að fá staðfestar, til að veita þeim sjálfum falska öryggistilfinningu, en að sækjast eftir slíku kemur í veg fyrir að maður þróist sem manneskja. Got t dæmi um þetta er að þú svarar alvöru akademískum heimildum með afþreyingu frá History Channel, sem þú hefur reyndar augljóslega rangtúlkað, ekki að það skipti máli. Þetta er svipað og að svara umræðu um Frumbyggja Norður-Ameríku með að senda inn myndskeið af Amerískum vestra og benda á að þeir séu vondir kallar. Afþreying og menntun er tvennt ólíkt, þó seljendur afþreyingar reyni stundum að má skilin þegar partur af pakkanum er að selja fólki gervimenntun sem hefur svipað menntunargildi og "fréttagildi" umræðuþátta á FOX news. Þú ræður alveg hvort þú villt vera svona manneskja eða ekki og ég ætla ekki að standa í að uppfræða fólk sem hefur engan áhuga á sannleikanum, heldur langar bara að standa í sandkassaleik við menn á sama plani: bókstafstrúarmenn, samverkamenn sína í einstrengisskap, rangfærslum og einföldun veruleikans.
Guðni 10.3.2016 kl. 17:40
Þetta á ekki að vera skítkast og ef þér sárnar þetta þá geturðu huggað þig við að vanvirðing fyrir írskri menningu er einmitt hluti af menningararfleið Íslendinga, við misnotuðum líka og arðrændum Íra, munurinn var bara sá að okkur tókst að undiroka þá alveg og skemma menninguna þeirra og uppræta tungumálið þeirra, á meðan Bretum tókst það ekki. Það hefur allar götur síðan verið einkenni á Íslendingum að óhuggulega margir landar okkar telja það æskilegra hlutskipti að vera "Know it Alli" heldur en upplýstur. Enginn getur verið bæði, maður þarf að velja, og það síðarnefnda tekst ekki nema maður reglulega stokki upp í eigin heimsmynd og hugmyndaheimi, storki honum viljandi og aðlagi að nýjum upplýsingum. "Know it Allarnir" vilja frekar gera allt einfaldara en það er, en það er leiðin í burtu frá sannnleikanum í átt að forheimskun.
Guðni 10.3.2016 kl. 17:46
Það væri lágmarksvirðing við þá þjóð sem við Íslendingar höfum gert mest illt í þessum heimi og skuldum margt að fjalla um sögu hennar af sannleiksást, frekar en mistúlka hana og einfalda í ómerkilegu áróðursstríði eins og hún sé söluvara. Að halda fram svona fjarstæðu er jafn fjarri sannleikanum og að útskíra málefni svartra Bandaríkjamanna sem "trúarlegt vandamál". Alls konar fólk kom að sölu og þrælkun svartra: hvítt kristið fólk, islamskir arabar sem höfðu mikinn iðnað í kringum sölu svartra, og reyndar þekkist þrælahald á svörtum enn í sumum löndum þeirrra, og trúleysingjar. Í engu tilfelli var þetta "trúarstríð", heldur undirokun á öðru fólki í nafni kynþáttahaturs. Síðari tíma vandamál sprottin af þessum veruleika er heldur ekki hægt að smætta sem "trúarlegt vandamál", þegar rótin er allt önnur og öllu ógeðfelldari en hugmyndir um yfirnáttúrulegar verur. Þvert á móti er rót vandans sprottin af óhóflegri dýrkun á manninum, nánar tiltekið þeim hvíta, hreinræktaða og engil-saxneska, það er að segja: sjálfsdýrkun.
Guðni 10.3.2016 kl. 17:55
Óli Jón, um allt bera innlegg Guðna hér um Írlandsmál þess merki, að þar sé í 1. lagi vel gefinn maður á ferð og í 2. lagi mjög upplýstur um málefni landsins, þ.m.t. norðurhlutans, ólíkt þér, sem endurtekur hér einfaldaðar alhæfingar þínar og klisjur í takt við almenna vanþekkingu.
Það, sem Guðni skrifar hér til réttingar hluts Íra, menningar- og sögulega séð, m.a. gagnvart kúgurum þeirra, Bretum, er líka dýrmætt.
Gísli, ég hef margbeðið þig að gera grein fyrir þér vegna innleggja á Krist.blog.is í takt við reglur þar um innlegg. Spurning þín um konurnar hefur aldrei verið tekin fyrir á vettvangi samtakanna, enda óþarfi. Við virðum alveg konur ekkert síður en þú.
Jón Valur Jensson, 10.3.2016 kl. 19:34
Óli Jón, af hverju lætur þú eins og þetta sé eftirsóknarvert? Hvað er gott við guðleysi? Eða ef við tökum hinn pólinn, er betra í þínum augum að fólk missi trúna á Guð, missi trú að það sé tilgangur og von andspænis dauðanum?
Mofi, 10.3.2016 kl. 21:06
Mofi: Af hverju ætti fólk að missa trú á Guð? Ekkert sem ég eða aðrir gera ætti að geta hnikað trú fólks ef hún er raunveruleg og sönn. Ef trúin á Guð þolir ekki smá ágjöf, hversu mikils virði var hún þá? Miðað við það sem Jón Valur segir virðist trúfesti landsmanna ekki vera upp á marga fiska fyrst þeir gera hvort sem er ráð fyrir að þjóðin verði að mestu leyti trúlaus í framtíðinni.
Eru t.d. einhverjar líkur á að þú látir af þinni trú í fyrirsjáanlegri framtíð? Slíkt kæmi mér afar mikið á óvart, en spurningin er samt réttmæt og góð.
Óli Jón, 10.3.2016 kl. 22:02
Sæll Óli Jón jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !
Mofi (Halldór Magnússon) !
Af hverju: ætti að vera einhver tiltekin von, gagnvart Lífinu / frekar en Dauðanum ?
Ég veit ekki betur - en, að við:: mis- gáfaðar mannskepnurnar, fáum harðla litlu ráðið um örlög okkar, svona yfirleitt.
Og: skiptir þá litlu máli, hvort við tilbiðjum einhvern stakan Guð / (ósýnilegan berum augum) eða þá ótiltekinn fjölda Guða:: úthöggna, eða málaða á léreft, t.d.
Jafn öruggt Mofi minn - og að 7/8'' úr Tommu eru 22.22mm, eins og, að 22mm eru SLÉTTIR 22mm. (skírskotun til Málmiðnaðar fræðanna) t.d.
Trú: á þennan Guðinn, eða þá annan - eða AÐRA, skiptir því litlu Mofi, þegar upp er staðið, enda, svörin ekki fengin okkur, á þessu tilveru stigi.
Tek fram - að sjálfur, styð ég Orthódoxkirkjuna (Grísk/Rússnesku og Serbnesku), og þeirra tilkomumiklu Helgisiði og venjur, svo fram komi, einnig.
Með beztu kveðjum - sem endranær /
Óskar Helgi Helgason 10.3.2016 kl. 22:03
Mér dettur engin góð ástæða í hug Óli :) Eftir öll þessi ár að rökræða þessa spurningu þá finnst mér eins gögn og rök skipta afskaplega litlu máli þegar kemur að þessari spurningu. Og þú hefur rétt fyrir þér, sú trú væri lítils virði, alveg sammála. Ég vil miklu frekar þjóð sem veit að hún er guðlaus og horfist í augu við þá staðreynd frekar en þjóð sem heldur að hún sé kristin en er í raun og veru sama sem guðlaus.
Það þyrfti kraftaverk til þess að ég hætti að trúa á Guð :D
Mofi, 10.3.2016 kl. 22:47
Það þarf ekki kraftaverk Mofi, skynsemi er allt sem þarf.
DoctorE 10.3.2016 kl. 23:15
Allt í lagi, prófum skynsemi á þetta. Berum saman þinn valmöguleika við minn valmöguleika. Ef ég hef rétt fyrir mér þá er möguleiki á eilífu lífi þar sem illska er ekki lengur til, hvorki harmur né dauði. Ef þú hefur rétt fyrir þér þá er enginn möguleiki á eilífu líf, þetta stutta líf er það eina sem er og svo ekkert sem gerir allt okkar strit tilgangslaust.
Prófum að setja þetta upp eins og viðskipti. Ímyndaði þér að þú ert fjárfestir og það koma til þín tveir menn með sitthvora viðskiptahugmyndina. Þú spyrð fyrsta, ef að þín álætlun gengur upp, hvað mun ég þá græða á því að fjárfesta í þinni hugmynd. Viðskiptamaður A segir að hann búist við tugmiljóna hagnaði fyrsta árið og svo ennþá meira árið þar á eftir. Síðan spyr hann viðskiptamann B, hvað mun hann græði ef hans áætlun stenst. Seinni viðskiptamaðurinn segir að ef allt gengur eftir þá mun hann tapa öllu og verða skuldugur upp fyrir haus.
Segðu mér Dokksi, hvort væri skynsamlegra að fjárfesta hjá viðskiptamanni A eða viðskiptamanni B?
Mofi, 11.3.2016 kl. 18:12
Til Jóns Vals.
Þú krefur ekki 'Guðna' um persónuupplýsingar þegar þú gerir hans orð að þínum.
Ert þú sá eini í Kristilegum stjórnmálasamtökum sem ritstýrir bloggsvæði samtakanna?
Gísli Bj. 13.3.2016 kl. 09:36
Það vill svo til, að ég er sammála Guðna þessum. Leyfist mér það?
Nei, ég er ekki sá eini í Kristnum stjórnmálasamtökum sem ritstýrir Moggabloggi samtakanna. En af hverju skráir þú þig ekki inn á Moggabloggið með fullu og réttu nafni þínu, Gísli?
Jón Valur Jensson, 21.3.2016 kl. 12:23
Hvernig skýrir þú þessa aukningu á múslimum, þ.e. úr 0,3% eins og þeir teljast vera í dag skv. Hagstofu Íslands og svo könnun Útvarps Sögu, upp í 5,3%, eða hvorki meira né minna en 17.932 múslimar af heildinni sem er skv. Hagstofu Íslands í dag 338.349?
Og Ásatrú rýkur skyndileg úr 1,1% og upp í 2,3%? Búddatrú er nokkuð nærri lagi, úr 0,4% upp í 0,66% en svo vantar alveg tvo hópa, þ.e Súsista og Siðmennt. Álfatrú eða Spíritismi er heldur ekki með í könnuninni. Hráslagaleg vinnubrögð, að mínu mati.
Finnst þér, svona í alvöru, þessi skoðanakönnun marktæk?
Sigurður Rósant, 21.3.2017 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.