Fjármagn frá ríkinu

Biskup Ríkiskirkjunnar á visir.is, 18. desember 2015

"En þetta er mjög sniðugt hjá þeim [Zúistum]. Þetta er klárt fólk, bráðsniðugt. Það sér þarna möguleika á því að fá fjármagn frá ríkinu."

Þarna lýsir biskup því hvernig trúfélag, sem er að fullu sambærilegt við Ríkiskirkjuna, er skipað snjöllu og bráðsniðugu fólki sem hefur séð möguleika á að fá fjármagn frá ríkinu. Ekki þarf að leita langt til að finna fyrirmyndir þess.

Vert er að halda til haga að biskup talar ekki um margumtöluð og ímynduð 'sóknargjöld' þarna, heldur talar hún um hlutina eins og þeir eru, fjármögnun frá ríkinu sem sniðugt, nei bráðsniðugt, fólk getur komist í.

PS. Munurinn á Zúistum og Ríkiskirkjunni er reyndar sá að Zúistar ætla að koma aurunum til sauða sinna á meðan Ríkiskirkjan getur hreinlega ekki fengið nógu mikið af peningum fyrir sjálfa sig eins og alþjóð veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli Jón

Nú leggstu enn lægra en þú hefur nokkru sinni - Really !!!  :

„trúfélag, sem er að fullu sambærilegt við Ríkiskirkjuna“

Trúir þú þessu sjálfur eða er þetta hefðbundin leið þín til að afvegaleiða ?

Þú veist einnig mæta vel að Zúistar eru ekki með neina starfsemi né sáluhjálp og hjálparstarf eða eitt eða neitt. Þvílík steypa hjá þér. Því ertu gersamlega að bera saman appelsínur og steina.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.12.2015 kl. 15:46

2 Smámynd: Óli Jón

Predakari: Gagnvart ríkinu er enginn munur á þessum félögum nema hvað helst að Ríkiskirkjan er umtalsvert dýrari á fóðrum. Þessi félög uppfylla bæði sömu skilyrði og kröfur sem gerðar eru og bæði fá fjármagn frá ríkinu eins og biskup orðar það svo vel.

Óli Jón, 22.12.2015 kl. 15:55

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli Jón

Enn ein lygin. Ríkið innheimtir sama af meðlimum allra trúfélaga og lífsskoðnarfélaga þannig að þar enginn dýrari á fóðrumen annar. Þetta veistu vel, eða ættir að vitra, en það hentar ekki áróðri þínum að viðurkenna það.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.12.2015 kl. 16:02

4 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Jæja, nú er fokið í flest skjól. Enn og aftur heldurðu fram þeirri skrökulygi að ríkið innheimti eitthvað fyrir Ríkiskirkjuna og skili því til hennar. Þrátt fyrir að búið sé að segja þér þetta í það minnsta hundrað sinnum þá virðistu ekki ná því að ekkert er innheimt. Ríkið lætur trúfélög fá fjármagn m.v. félagatal, en það tengist á engan hátt því hvort félagarnir borgi skatta eða ekki. Ég veit að þú hefur illan bifur á beinum tilvísunum í staðreyndir og gögn og forðast það því sjálfur eins og heitan eldinn, en ég ætla að vísa í orð fjármálaráðherra um þessi mál:

Í lögunum segir að framlagið sé ákveðin hlutdeild í tekjuskatti. Í reynd hefur sú framsetning þó ekki haft sérstaka þýðingu fyrir fyrirkomulag þessara mála þar sem engin sérgreind sóknargjöld eru innheimt af ríkinu, hvorki af þeim sem greiða tekjuskatt né þeim sem eru undir skattleysismörkum, heldur eru framlög vegna sóknargjalda greidd úr ríkissjóði af almennu skattfé og öðrum tekjum ríkisins óháð innheimtu tekjuskatts. Þetta kemur m.a. fram í því að framlögin eru greidd úr ríkissjóði þrátt fyrir að um þriðjungur framteljenda greiði engan tekjuskatt til ríkisins.

Nú veit ég að þú segir mig ljúga þessu blákalt, en svo er ekki. Fjármálaráðherra sagði þetta í svari á Alþingi. En hvað sagði hann?

Væri eitthvað að marka bullið í þér myndu tekjur trúfélaga rýrna um 1/3 því það er það hlutfall framteljenda sem greiða ekki tekjuskatt til ríkisins. Þessi innheimta er því ekki til staðar, trúfélög fá fjármagn frá ríkinu eins og biskup segir.

Lestu þetta nú hægt og skilmerkilega, eina setningu í einu. Ef þörf krefur, punktaðu þá hjá þér minnisatriði. Prófaðu að túlka textann í vaxlitamyndum. Ef textinn er of langur eða flókinn, taktu þá hlé og horfðu á teiknimynd til að hvíla hugann. Skiptu lestrinum niður á 2-3 daga og íhugaðu í lok hvers dags hvað þú last. Farðu yfir minnispunktana, ráðfærðu þig við fullorðið fólk og þá muntu sjá að það sem þú hefur haldið fram er hreint og klárt bull. Algjör vitleysa. Endaleysa af flottustu sort.

En mig grunar samt að þú munir renna viðstöðulaust í svaðið og bægslast meira um. Verði þér það að góðu :) 

Óli Jón, 22.12.2015 kl. 16:18

5 Smámynd: Óli Jón

Ég ætla að fá að gera þessi orð ódauðleg á Internetinu:

"Ríkið innheimtir sama af meðlimum allra trúfélaga og lífsskoðnarfélaga þannig að þar enginn dýrari á fóðrumen annar."
Predikarinn, 2015

Svo mörg voru þau.

Óli Jón, 22.12.2015 kl. 16:22

6 identicon

Ef greindarskortur og sjálfsbelkking væru banvænir sjúkdómar þá væri þessi "predikari" löngu dauður. En svona er þetta. Skrokkurinn tórir þótt vitið vanti. En svo er auðvitað spurning hvort það sé í raun eitthvað líf að vera svona svakalega vitlaus.

Kassinn 22.12.2015 kl. 17:00

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli J'on

Það er ekki við trúfélög og lífsskoðunarfélög að sakast á hvern veg Alþingi ákvað framkvæmdina í lögunum um samning þann sem gerður var um að ríkið tæki að sér innheimtuna á sóknargjöldunum. Þetta vilt þú ekki skilja. Ríkið tók að sér að innheimta þetta og gerir það á sinn hátt og skilar samkvæmt samningnum þar um til trú- og lífsskoðunarfélaga. Við þau er ekki að sakast á hvern veg þetta er gert, enda á ábygð ríkisins.

En þér hentar illum málstða þínum að afflytja þetta að venju ykkar kristnihatara og þjóðkirkjunnar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.12.2015 kl. 17:39

8 identicon

Sæll Óli.

Það fer ekkert á milli mála að Zúistar
hafa yfirboðið trú- og lífskoðunarfélög
með þeim hætti að tæpast verður eftir leikið.

Það er jafnt á komið með trú- og lífsskoðunarfélögum
að þeim er alvara með starfi sínu og margur sem leggur
hvort tveggju liðsinni sitt með fjárstyrkjum eða
öðrum hætti.

Ekkert fer á milli mála að athæfi þeirra Zúista er
löglegt en í mínum huga er það fyrst og síðast siðlaust.

Húsari. 22.12.2015 kl. 19:11

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Predikókó:

Ríkið innheimtir sama af meðlimum allra trúfélaga og lífsskoðnarfélaga

Agnes biskup:

Þetta er klárt fólk, bráðsniðugt. Það sér þarna möguleika á því að fá fjármagn frá ríkinu.

Ja hérna!  Hverjum skal trúa, Predikaranum nafnlausa, eða Biskup Íslands??

Skeggi Skaftason, 22.12.2015 kl. 21:15

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur

Staðreyndirnar tala sínu máli í lögum um sóknargjöld og greinargerðinni með lögunum. 

Það rennir stoðum undir þaðsem ég sagði um þetta áðan. Gerðu nú menntun þinni ekki skömm til með svona lágkúru málflutningi og gildishlöðnu drýgindalegu tali.

Skírt er að ríkið tók að sér að innheimta sóknargjöldin og hvernig ríkið fer að því er ekki á ábyrgð trúfélaganna heldur Alþingis, en trú- og lífsskoðunarfélögin taka við því sem ríkið innheimtir. Fari ríkið skrítnar leiðir í því er ekki hægt að sakast við trúfélögin.. Þetta getur hver sem er með greindarvísitölu yfir stofuhita skilið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.12.2015 kl. 23:02

11 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

húsari, hvernig getur framferði zuista verið siðlaust? Er það tilkoma trúfélagsins, eða ætlun þeirra að skila " sóknargjöldunum" til meðlima? Sjálfur skráði ég mig í félagið úr öðru trúfélagi ( ekki þjóðkirkjunni) vegna þess að ég er ósáttur við þetta sóknargjald. Ég ætla að skila peningunum til ákveðins málefnis ( félags langveikra barna), sem ég tel verðskulda meira þessa peninga en eithvert trúfélag eða ríkið sem notar  sóknargjald fólks utan trúfélaga til að auka fjárveitingu til þjóðkirkjunnar eða til guðfræðideildarinnar. Er þetta siðleysi hjá mér?

Jósef Smári Ásmundsson, 23.12.2015 kl. 10:31

12 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Biskup sjálfur lýsir fjármögnun trúfélaga eins og þegar manna rigndi af himnum, enda hlýtur hún að upplifa það sem kraftaverk þegar holskeflur af fjármagni frá ríkinu sturtast mánaðarlega inn á bankareikninga Ríkiskirkjunnar.

En rétt er sem þú segir að ríkið virðist velja sér þessa leið og er ástæðan sú að innheimta á þessum trúartolli er ómöguleg framkvæmd. Sagan sýnir glögglega að sauðirnir vilja ekki borga og því er eina leiðin sú að ríkið hreinlega leggi út fyrir þessu. Hversu mikil reisn/niðurlæging er í því að Þjóðkirkja allra landsmanna, þessi ómissandi ástmögur íslensku þjóðarinnar, skuli ekki geta innheimt félagsgjöldin sín sjálf er svo önnur umræða. En það breytir ekki því að þú ferð með staðlausa stafi þegar þú talar um innheimtu, hún er ekki til staðar og mun aldrei verða til staðar því slíkt fyrirkomulag gefur bara réttmætan höggstað á þessari ógeðfelldu fjármögnunarleið.

Óli Jón, 23.12.2015 kl. 11:01

13 Smámynd: Skeggi Skaftason

Dr. Prelli,

þú segir "Skírt er að ríkið tók að sér að innheimta sóknargjöldin og hvernig ríkið fer að því er ekki á ábyrgð trúfélaganna heldur Alþingis,"

Nei, þetta er aldeilis hvorki skýrt né skírt. Skýrt er hins vegar að ríkið tók að sér að greiða sóknargjöldin til trúfélaga. Og ÞAÐ kemur skýrt fram í lögum um sóknargjöld.

Þess vegna er það alveg laukrétt hjá Biskup að sóknargjöldin eru fjármagn frá ríkinu.

Skeggi Skaftason, 23.12.2015 kl. 14:39

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

>"...en trú- og lífsskoðunarfélögin taka við því sem ríkið innheimtir."

Jafnvel þó svo að maður myndi ímynda sér að ríkið væri í raun og very að innheimta félagsgjöld fyrir trúfélög, þá er samt enginn ástæða til að ásaka ríkið um "þjófnað".

Því það er einfaldlega hægt að segja að þegar sóknargjöld lækkuðu hafi ríkið einfaldlega ákveðið að lækka þá upphæð sem það innheimtir. Ríkiskirkjan fær þá 100% af innheimtum sóknargjöldum, en Alþingi ákvað einfaldlega að lækka hina innheimtu upphæð. 

Enginn þjófnaður! (nema Predikarinn geti séð eitthvað um þetta í samningnum sem aðeins hann kannast við)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.12.2015 kl. 15:32

15 identicon

Ein spurning til ykkar sem komið hér nokkuð reglulega til að ræða trú innheimtu sóknargjalda og annars sem ber á góma í skrifum hér,hafiði nokkuð verulega verki með þessu, þið minnið mig dálítið á littla drengi í sandkassa sem eru að rífast um skófluna,fötuna og sigtið,bið í frammhalinu að þið njótið jólana á kvern hátt sem þið nálgist hátiðina í ykkar trú.

sigurður kristjánsson 23.12.2015 kl. 15:51

16 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Gleðileg jól til þín líka, Sigurður Kristjánsson.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.12.2015 kl. 17:40

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Þú veist það jafn vel að samið var um að ríkið tæki að sér innheimtu sóknargjald og það skyldi hækka árlega í takt við verðlagsþróun og sérstaklega tekið fram þannig yrði til að trúfélög gætu gert sínar fjárhagslegguu ákvarðanir í ljósi þessa og skuldbundið þegar það á við.

Þennan samning sviku óþokkahjúin flugfreyjan og jarðfræðineminn með því að breyta ítrekað þessu ákvæði, eins og kemur í ljós á breytingasögu laganna.

Það er óumdeilt að ríkið tók að sér innheimtu sóknargjalda og þú gretur ekki kennt trúfélögunum um það á hvern veg ríkið fer að þeirri innheimtu, enda ekki á forræði trúfélaganna, heldur ríkisstjórnar og Alþingis.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.12.2015 kl. 18:26

18 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Gísli, ef ríkið á einhverjum tímapunkti rukkar inn lægri sóknargjöld, þá hlýtur það að vera til að létta undir hjá sóknarbörnunum og þá er að sjálfsögðu við þau að sakast en ekki innheimtuaðilann. Og ef um einhvern samning hefur verið um að ræða þá er það ekki einhliða samningur milli ríkis og þjóðkirkju heldur allra trú- og lífsskoðunarfélaga og eins þeirra sem standa fyrir utan trúfélaga.Þjóðkirkjan hefur aldrei fengið umboð frá öðrum sem málið varða til að semja fyrir þeirra hönd.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.12.2015 kl. 19:44

19 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jósef Smári

Þetta hefur áður verið nefnt ítrekað og reifað, en Jón Helgason ráðherra óskaði eftir að ríkið tæki að sér að innheimta sóknargjöædin. Samkomulag varð um það, en öll trúfélög á þeim tíma var boðið að tjá sig við nefndina og eru því þáttakendur i þessu. Vafalaust getur trúfélag eða lífsskoðunarfélag óskað eftir að segja sig frá þessu óski það þess. Zúistar ættu að ríða þar á vaðið af augljósum siðferðislegum ástæðum.

Ríkið tók einhliða ákvörðun um að svíkja samninginn og lækka gjaldið og þa með anda þess sem samningurinn snerist um. Þjófnaður er slíkt kallað að svíkja samninga þar sem fé er haft af öðrum aðilanum án samþykkis hans eða eftirgjafar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.12.2015 kl. 23:19

20 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Af hverju hótaði Ríkiskirkjan því aldrei að rifta samningnum og taka innheimtuna í eigin hendur fyrst hún var svo fjársvelt og pínd? Nú veit ég að þú getur ekki svarað fyrir hana, en áhugavert væri að fá hugleiðingar þínar um efnið.

Óli Jón, 24.12.2015 kl. 09:57

21 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

." Vafalaust getur trúfélag eða lífsskoðunarfélag óskað eftir að segja sig frá þessu óski það þess". Minnist þess að frumvarp þess efnis hafi komið fram varðandi þá sem hafa skráð sig utan trúfélags en það hafi komið mótbárur frá biskupi þínum þar sem hún taldi að þá sæji fólk sér hag í því að segja sig úr kirkjunni. Svo það gekk ekki. Þessvegna verður að fara þessa leið sem Zuistar eru að fara. En ég ítreka fyrri færslu þar sem þú hefur eitthvað misskilið hana. Málið er að það er ekki innheimtumannsins að ákveða gjaldið heldur innheimtuaðilans, þ.e. stjórn þjóðkirkjutrúfélagsins. Veistu til þess að lögfræðingurinn fái að ákveða upphæðina á innheimtuseðlinum?

Jósef Smári Ásmundsson, 24.12.2015 kl. 10:33

22 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

En meðal annarra orða: Gleðileg jól til ykkar allra og sérstaklega til þín Gísli og hafiði það gott yfir hátíðina.

Jósef Smári Ásmundsson, 24.12.2015 kl. 10:37

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Þú veist það jafn vel að samið var um að ríkið tæki að sér innheimtu sóknargjald og það skyldi hækka árlega í takt við verðlagsþróun og sérstaklega tekið fram þannig yrði til að trúfélög gætu gert sínar fjárhagslegguu ákvarðanir í ljósi þessa og skuldbundið þegar það á við."

Það var ekkert samið um þetta. Það voru samin lög!

En hvar kemur fram í þessum meinta "samningi" þínum að ríkið megi ekki ákveða að lækka það sem það á víst að "innheimta"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.12.2015 kl. 14:03

24 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ
Það var samið um þetta og það kemur fram í greinargerðinni með lögunum.

Þetta veistu auðvitað jafn vel og ég en það hentar ekki illum málstað ´þínum í hatri á þjóðkirkjunni að viðurkenna það.

Lögin eru byggð á þessum samningi ogauðvitað er Alþingi heimilt að breyta lögum þegar þeim hentar, en það er auuðvitað brot á þvi sem lögin byggja á og er sérstaklega nefnt þar um. Það er brot á samningi og er auðvitað siðlaust svona einhliða. Þú sérð líka á árlegum breytingum á lögunum um hríð að þar er nefnt a' þrátt fyrir ákvæði í annarri grein og svo framvegis þá er innheimtu gjaldinu breytt til lækkunar  frá því sem ætti að vera samkvæmt lögunum.

Hættu nú þessum vindmylluáhlaupum þínum og sinntu trú þinni og láttu aðra í friði með sína.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.12.2015 kl. 00:01

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Af hverju innheimtir ríkið ekki líka félagsgjöld íþróttafélaga og annarra frjálsra félagasamtaka?

Ímyndið ykkur hvað það væri hentugt fyrir íþróttafélögin væri komið á  "skylduaðild" allra að einhverju íþróttafélagi, nýburar væru þá sjálfkrafa munstraðir í "félag" móður sinnar.

Preddi, eru það afskipti að þínu trúfrelsi að vilja ekki greiða fyrir þig trúarkostnaðinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.12.2015 kl. 13:23

26 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Æi,það gengur auðvitað ekki að nálgast þetta málefni frá þessu horni við þig Predikari, því að þú getur bara skáldað eins og þér sýnist hvað felst í þessum "samningi" sem aðeins þú þekkir. 

En það væri gaman ef þú myndir svara honum Óla Jón, ef það er augljóslega samningur um þetta, og að ríkið er að "stela" þessum peningi frá ríkiskirkjunni, af hverju fer hún þá bara ekki í mál við ríkið og vinnur einhverja milljarða?

(Alvöru svarið svarið við þeirri spurningu er að stjórnendur kirkjunnar vita að það er enginn samningur og að ríkið má breyta sóknargjöldum eins og því langar) 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.12.2015 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband