Lífæð Ríkiskirkjunnar fyrir gerðardóm?

Ég vona að þetta mál (Rúv: Kirkjan líklega með ríkið fyrir gerðardóm) fari snarlega fyrir gerðardóm og fái þar málefnalega meðferð. Þessi ömurlegi gjörningur, sem vélað var um af hópi gamalla fermingardrengja í denn tíð sem ekkert vit virðast hafa á samningagerð, hefur reynst íslenskri þjóð allt of dýr og tímabært er að vinda ofan af honum. Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um verðmæti jarðanna hefur Ríkiskirkjunni aldrei tekist að lifa af gæðum landsins og ítrekað þurft að leita til ríkisins til þess að fá pening. Þegar jarðirnar gáfu lítið af sér var farið til ríkisins og þegar sauðirnir hættu að borga sóknargjöldin var ríkið látið sjá um innheimtuna á trúartollinum.

Þessir fjármunir eru notaðir til þess að byggja og viðhalda, að mestu, tómum kirkjum um allt land og borga laun presta sem fá rúmlega hálfa milljón á mánuði sem er 200 þúsund krónum meira en læknakandidat fær.

Ríkið þarf að segja upp jarðasamningnum, taka til sín ákveðinn hluta jarðanna sem það er sannarlega búið að borga upp í topp og skila afgangnum. Síðan þarf að afleggja sóknargjaldakerfið því engin skynsamleg rök eru fyrir því að hverju ríkið þurfi að borga félagsgjöld í einni gerð félaga (gjöldin eru ekki innheimt lengur, þetta er bara greiðsla úr ríkinu pr. sauð).

Aðeins þá kemur í ljós hver raunverulegur hugur þjóðarinnar er til Ríkiskirkjunnar, en það má hafa í huga við þær vangaveltur að hlutdeild hennar á trúarmarkaðnum hefur rýrnað um rúmlega prósentustig árlega undanfarin fimmtán ár og það þrátt fyrir að enn tíðkast sjálfvirkar skráningar nýfæddra barna í trúfélag.

Guð blessi Ísland :)

 

PS. Ég veðja á að Ríkiskirkjan muni ekki fara með þetta mál fyrir gerðardóm því þrátt fyrir allt getur hagur hennar aldrei orðið betri en hann er nú. Peningarnir flæða inn frá ríkinu og hún veit að hún fengi ekki nema brot af þeim fjárhæðum ef hún þyrfti að reiða sig á sóknarbörn sín.

PSS. Þrátt fyrir meintar fjárhagslegar hremmingar slær Ríkiskirkjan ekkert af og byggir nýja kirkju í Hafnarfirði. Er það merki um kröm að streðast við að auka við fitulagið? Ég held ekki. Einhvers staðar hlýtur að vera til dæmisaga um ráðsmanninn sem eyddi umfram efni. Kannski þekkja ráðsmenn Ríkiskirkjunnar ekki þessa sögu? Kannski þyrfti Gideon að beina spjótum sínum að Biskupsstofu í stað 5-6 ára barna? Kannski?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti laga margt á íslandi fyrir þá peninga sem nú er sóað í ríkiskirkjuna.

DoctorE 13.8.2015 kl. 10:55

2 Smámynd: Valur Arnarson

Já, við skulum vona að rúv og kirkjan fari snarlega fyrir gerðardóm :D

Valur Arnarson, 13.8.2015 kl. 21:36

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Á þá Reykjavíkurborg, með þínum rökum, að hirða til eignar tvær hæðir RUV- musterisins eftir fáein ár af því þeir greiða háa leigu ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.8.2015 kl. 22:54

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Og enn Óli Jón ert þú í fölsunum um málefni þjóðkirkjunnaró þeirri von að þeir sem ekki vira betur álpist til að trúa þér - þú breytist ekkert - sannleikurinn og rökn hrína ekki á þér frekar en að gæsin blotni sem vatninu er skvett á.

Pacta sunt servanda - gildir í réttsrríkjum um veröld víða ög skal gilda um þig og þjóðkirkjuna.

Ríkið hefur ekki greitt ráðsmanninum laun sín - svo við notum líkingu þína, í þessu tilfelli lögbundin sóknargjöld um 5-7 ár núna og skuldar um helming þerrafrá þessum árum auk þess sem ríkið hefur ekki efnt kaupsamningsskyldur sínar vegna nærri 700 jarða og þar af ótal höfuðbóla, hálfur Garðabær og fleira í þeim dúr liggja undir.Þjóðkirkjan fengi betri gjöld af eignum sínum ef samningnum yrði rift eins og boðið var upp á af þjóðkirkjunni áður en kom ril samningsins 1997. Ríkið vildi það ekki. Þessi samningssvik ber ríkinu að greiða þegar í stað aftur í tímann, enda er gjaldið sem ríkinuy ber að greiða fyrir þvílík gæði sem það fékk í samningum aldarinnar - það á enn eftir að sæma samningamenn stórroddarakrossi með stjörmu og gullkeðju fyrir afrek sitt að landa svo stórkostlega góðum samingi fyrir ríkið.

Ríkið verður sem aðrir að standa við gerða samninga og skila þýfi sínu sem flugfreyjan og jarðfræðineminn tóku ófrjálsri hendi - þessa ótíndu þjófa á að geyma inni á Litla Hraun þar sem þjófar eru jafnan geymdir um árabil. Þau hefðu gott af því að læra siðfræði á meðan þau eru þar inni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.8.2015 kl. 23:07

5 Smámynd: Óli Jón

Valur: Já, vonandi! Hins vegar gerir Rúv umtalsvert meira gagn í samfélaginu fyrir hverja krónu en Ríkiskirkjan og vil ég því frekar styðja við Rúv en andlegt hobbí fáeinna landsmanna.

Predikari: Skv. útreikningum fjármálaráðuneytis fékk Ríkiskirkjan ofskammtaðan trúartollinn í 19 ár af 20. Hvenær ætlar hún að skila því til baka? Hvað þarf þessi hít eiginlega mikið til þess að nóg sé nóg? Peningum er linnulaust sturtað í botnlausa gímaldið, en alltaf vill þetta óseðjandi fyrirbæri meira.

Skoðaðu grafið í Vantrúargreininni og sjáðu þá hluta súlnanna sem er fyrir ofan strik ... þeir standa fyrir ofgreiddan trúartoll. Það er því ekki hægt að taka mark á innantómu pípinu í biskupi þegar hún kvartar um fjársvelti og hvað þá þegar málið í næstu málsgrein er haft með í mixinu.

Já, hvað segirðu um byggingu nýrrar kirkju í Hafnarfirði? Er þetta eðlilegt hjá stofnun, hvers forstjóri segir að hún þoli ekki eitt ár í viðbót af niðurskurði. Þetta er eins og frú Agnes sé á fleygiferð í sportbíl í átt að klettabrún, en í staðinn fyrir að hemla gefur hún hressilega í. Eru bruðl og óráðsía svo viðtekin venja hjá Ríkiskirkjunni að hún vælir út um annað munnvikið, en fyrirskipar byggingu á nýrri kirkju út um hitt? Höfum í huga að það er enginn sérstakur skortur á kirkjum í Hafnarfirði, ef eitthvað er þá er ofgnótt af þeim þar. Myndum við hafa samúð með manneskju sem kvartar yfir peningaleysi eina stundina, en byggir svo sundlaug í garðinum sínum hina? Er hægt að finna til með þeim sem sífrar stöðugt og segist þurfa að herða sultarólina, en fyrirskipar jafnframt að það skuli byggja risavaxinn sólskála við húsið sitt?

Nei, Ríkiskirkjan á ekkert inni hjá þjóðinni. Miklu frekar er hún í stórskuld fyrir vonda ráðsmennsku og illa meðferð á öllu því gjafafé sem í hana hefur verið borið. Losum okkur við þetta bákn og leyfum henni að standa á eigin fótum. Við vitum báðir að auðvitað að það myndi hún aldrei geta, en þá er henni bara greiði gerður með því að stytta dauðastríðið og leyfa henni að hverfa í hóp lítilla sértrúarsöfnuða með smá snefil af reisn.

Óli Jón, 14.8.2015 kl. 00:19

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli J

Þú hamast í rangfærslunum sem fyrr.

Ný kirkja er byggð af safnaðarmeðlimunum í sókninni en ekki af þjóðkirkjunni. Það er búið að segja þér endalaust oft frá ölliu sem þú síðan snýrð á h aus - sannar það sem ég sagði um þig stórfalsarann i málefnum kristni og kirkju. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.8.2015 kl. 00:30

7 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Gott er að sjá að allt er í blússandi gír hjá Ástjarnarsókn fyrst hún getur látið teikna og hanna kirkju á tímum þegar fjárhagslegur Svarti-Dauði herjar á allar aðrar sóknir. Við þurfum auðvitað eina tóma kirkju í viðbót í Hafnarfirði, það sér hver maður.

En hvað segirðu um ofgreiðslur trúartollsins í nær 20 ár? Áttu engin sniðug og snjöll tilsvör þar? Hvenær á Ríkiskirkjan að hefja endurgreiðslur á þessu fé? Þú ert vonandi búinn að kynna sér grafið, ofursnjall maðurinn sem þú ert, og sjá hversu stór mínusinn er ... er það ekki?

Óli Jón, 14.8.2015 kl. 00:41

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já samur ertu enn í fölsunum - ég hef ekki sökkt mér í þetta graf - en hafi verðlagsbreytingaútreikningar ríkisins ekki verið réttir, þá er það dropi í hafi miðað við samningssvik ríkisins.

Mér finnst líklegra að ríkið hafi reiknað rétt frekar en vantrúarmenn sem þú vísar á sem eru þekktir af heift sinni og hatri á kristni og kirkju.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.8.2015 kl. 00:53

9 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Eitthvað er nú heiftúðugt hatur þitt á vantrúuðu fólki að villa þér sýn. Þarna er vitnað beint í skýrslu fjármálaráðherra sem hann flutti á Alþingi Íslendinga. Þessar ofgreiðslur til um 20 ára eru margfalt miklu meiri en skerðingarnar sem til komu í 5-6 ár eftir hrun. Þessu verður ekki jafnað saman.

Ekki sökkva þér í þetta graf því jafnvel ámátlegasta bæn til guðs þíns gæti ekki bjargað þér úr svekkelsisfeninu :)

Óli Jón, 14.8.2015 kl. 01:04

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Megi kirkjan lifa meðan líf er á jörðinni. - Minni á að þótt kirkjur séu ekki alltaf þétt skipaðar í Sunnudagsmessum,eru þær skjól svo ótal margra á öðrum tímum. Þar fer fram starf í sjálfboða vinnu,sem svarar til milljóna á ári sem annars leituðu til þjónustu heilbrigðislaunafólks. En Óli Jón og félagar hafa fyrir því að falsa staðreyndir um málefni kirkjunnar sem kemur m.a.fram í færslu Predikarans.Ég fagna því að raunverulegur hugur þjóðarinnar til kirkjunnar er þetta mikill,þrátt fyrir allar skerðingar af völdum óvina hennar.Viltu kynnast Jésús Kristi kæri Jón!?

Helga Kristjánsdóttir, 14.8.2015 kl. 01:07

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

>...í þessu tilfelli lögbundin sóknargjöld um 5-7 ár núna og skuldar um helming þerrafrá þessum árum...

Þetta er nú meira ruglið. Ríkið skuldar ekki félögum út í bæ eða stofnunum neitt ef það ákveður að minnka framlög sín til þeirra. 

Ef kirkjan myndi í alvöru halda að hún ætti rétt á sóknargjöldum frá ríkinu, þá væri auðvelt mál fyrir hana að krefja ríkið um þann pening (og fara til dómstóla ef ríkið borgaði ekki). Kirkjan gerir það ekki, af því að hún veit að hún á engan rétt á þeim. Þess í stað þrábiður hún um að samningur verði gerður um sóknargjöld (sem samkvæmt Predikaranum er víst þegar til!)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.8.2015 kl. 02:05

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þið kristnihatarar hafið rangt fyrir ykkut eins og nánast alltaf.

Annars  vegar er ólögmæt skerðing sóknargjalda um heldingur þess sem ríkið átti samkvææmt lögum og samningi við trúfél0g að skila. Bara sú upphæð er feykinóg til að jafna út rangan verðlagsteikning, sem ég trúi ekki að hafi verið  gerður. Síðan er ógreidd kaupsamningsgjöld til áratuga sem ríkið skuldar þar fyrir utan.

Pacta sunnt servanda - það á við ríkið, vantrúarpésa sem kristna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.8.2015 kl. 08:44

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já - vel á minnst - þetta blogg einmitt fjallar um málskot þjóðkirkjunnar á vanefndum til dómstóla til að sækja l0gvarinn rétt sinn samkvæmt gerðum samningum ö sem eru þar að auki lögfestir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.8.2015 kl. 08:52

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Predikarinn, það hefur ekki nokkur maður neitað því að kirkjujarðasamningurinn sé til. Hins vegar neita bæði ég og yfirstjórn ríkiskirkjunnar því að það sé til samningur um sóknargjöld. Þú virðist vera einn um það að trú aá tilvist hans.

Og ríkið hefur borgað trúfélögum sóknargjöld í fullkomnu samræmi við lögin.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.8.2015 kl. 11:01

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Þú hefur fullkomlega rangt fyrir þér með greiðslur sóknargjalda sem og er vandi þinn, sennilega til að blekkja trúgjarna því ég trúi ekki að þú sért svona tregur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.8.2015 kl. 11:54

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Predikarinn, hvaða ár voru greiðslur ríkisins til kirkjunnar ekki í samræmi við lög um sóknargjöld?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.8.2015 kl. 12:13

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ
Þegar flugfreyjan og jarðfræðineminn skretu nánast um helming frá því sem samið var um fyrirkomulagi og það samkomuulag lögleitt 1987.

Þú ert með útúrsnúning að kristnihatursmanna sið að venju.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.8.2015 kl. 12:17

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þegar ríkið hefur skert sóknargjöld, þá hafa þau einfaldlega breytt lögunum um sóknargjöld (Alþingi má breyta lögum). Þannig að upphæð sóknargjalda hefur alltaf verið í fullkomnu samræmi við lögin.

Það er frekar ódýrt að halda því fram að þessi skoðun mín séu útúrsnúningar að hætti "kristnihatursmanna" þar sem þú getur heyrt nákvæmlega sama málflutning með því að hlusta á umræður á kirkjuþingi. Nema auðvitað kirkjuþingsmenn séu upp til hópa "kristnihatursmenn".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.8.2015 kl. 12:44

19 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Breyting á lögum hefur Alþingi rétt á - en ekki í þessu tilfelli þar sem upphaflegu lögin byggja á samningi um fyrirkomulagið við ríkisvaldið með samþykki Alþingis á upphaflegu lögunum. Því skaltu ekki gleyma að ríkið óskaði eftir því að fyrra bragði að koma þessu á.
Þess vegna er ríkið að brjóta samnig eins og í kaupsamningdgrei'sm hátt í 700 jarðir sem þjóðkirkjan átti.
Jú þú ert ávallt með hártoganir og útúrsnúninga í málwefnum kristni og kirkju - virðist plagsiður þinna líka.
Það er marg búið að færa þér staðreyndir þessa máls og meira að segja stafa þær ofan í þig. Þú ert ekki svona vitylaus að skilja ekki einfaldar staðreyndir - því verður ekki trúað. Þú ert að reyna að bklekkja þá sem þekkja ekki til málsins í þeirri von að þú getir sáð fræjum óánægju - með hluti sem eru svo alls ekki sannir,

Hvað varðar umræður einstakra kirkjuþingsmanna - þá er það eins með þá og þá sem þú reynir að kasta ryli í augun á að ekki eru allir kirkjuþingsmenn inni í þessum máluum sem von er. Það táknar ekki að mál séu eins og þeir eða þú heakldir að þau séu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.8.2015 kl. 12:57

20 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Kristnihatarar?

Ert þú þá trúfrelsishatari, Predikari? innocent

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.8.2015 kl. 13:03

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

>Breyting á lögum hefur Alþingi rétt á - en ekki í þessu tilfelli þar sem upphaflegu lögin byggja á samningi um fyrirkomulagið við ríkisvaldið með samþykki Alþingis á upphaflegu lögunum.

Það er ekki til neinn samningur um sóknargjöld. Hvorki ég, biskupsstofa, kirkjuþing og kirkjuráð kannast við þann samning.

Þú margheldur því fram, en getur ekki bent á hann, eða bent mér (og yfirstjórn Þjóðkirkjunnar!) á einhvern sem gæti bent á þennan samning.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.8.2015 kl. 13:03

22 Smámynd: Odie

Er ekki best að Predikarinn sanni nú máls sitt og birti þennan samning.

Hann ætti að vera auðfundinn. 

Ef hann getur ekki birt samninginn sem gerður var þú þá hlýtur hann að vera einhver uppspuni.

Odie, 14.8.2015 kl. 13:38

23 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Bentu bara á þennan samning, svo einfalt er það :)

Óli Jón, 14.8.2015 kl. 13:43

24 Smámynd: Óli Jón

Helga: Er það ekki hending að kirkja sé þéttskipuð og ef hún er þéttskipuð, eru gestirnir þá ekki almennt gráir fyrir hærum? Bentu svo með eigin rannsókn á þessar meintu falsanir sem þú lepur upp hjá Predikaranum, hann er um margt ómerkingur sem staglast á rugli og þvælu og er því ómarktækur í mörgum málum.

Vil ég kynnast Jésúsi Kristi? Já, virkilega mikið, en ég tel betri líkur á því að ég geti komist í kynni við Köngulóarmanninn. Þú mátt samt alveg benda Jésúsí á að hafa samband, það væri afar gaman að heyra í honum.

Óli Jón, 14.8.2015 kl. 13:54

25 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég vísa í fyrri pósta á síðu Óla Jóns og HRÓ þar sem farið var í saumana á því að samningur lá fyrir þegar lögin voru samþykkt 1987. Lögin sjálf vitna um það og ekki síður greinagerðin með lögunum á frumvarpsstigi þeirra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.8.2015 kl. 16:06

26 Smámynd: Valur Arnarson

Óli Jón, þú veist að það er afleiðing sósíalismans að ríkiskirkjan lifir hér góðu lífi en í sósíalísku samfélagi þá vill ríkið stýra því hvernig við lifum lífinu okkar og þess vegna sjáum við ríkis- hitt og þetta. Grófasta og versta dæmið er auðvitað verkamannaflokkur þýskra þjóðernissósíalista sem var flokkur sem komst til valda í þýskalandi skömmu fyrir seinna stríð. Ég er á þeirri skoðun að trúarlíf landans myndi stórbatna ef við yrðum laus við ríkiskirkjuna en þar er að finna hina svokölluðu nútímalegu guðfræðinga sem gera fátt annað en að snúa öllu á haus - búa til krúttlega nútímaútgáfu af guðfræði Biblíunnar þar sem Jesús er kynntur til sögunnar sem tiltölulega valdalaus fræðimaður.

Valur Arnarson, 14.8.2015 kl. 18:04

27 Smámynd: Óli Jón

Valur: Gott er að þú viljir Ríkiskirkjuna á sinn rétta stall.

Predikari: Sýndu okkur samninginn :) fyrst þú veist hvar hann er, þá ætti það ekki að taka langan tíma. Við nennum ekki að lesa fleiri orðlengingar frá þér.

Óli Jón, 14.8.2015 kl. 18:55

28 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Valur

Svona til þess að leiðrétta misskilning sem ríður húsum hjá kristnihöturum vantrúarpésanna þá er engin ríkiskirkja á Íslandi og hefur ekki verið um langan aldur. Ef þú ert hins vegar á annarri skoðun sem kristnihatararnir boða í ófögnuðarerindi sínu þá þarftu að sýna fram á það. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.8.2015 kl. 20:09

29 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli J

Það kemur fram í frumvarpinu 1986 að samningur lá fyrir og lagasetningin virnar um það.Þér myndi hvort eð er ekki duga að fá slíkan samning innsiglaðan - þú myndir samt segja að það væri ekki samningur - það hentar ekki illim málstað ykkar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.8.2015 kl. 20:11

30 identicon

"Hins vegar gerir Rúv umtalsvert meira gagn í samfélaginu fyrir hverja krónu en Ríkiskirkjan og vil ég því frekar styðja við Rúv en andlegt hobbí fáeinna landsmanna."

Óli Jón: Þetta er ekki rétt hjá þér. RÚV gerir ekkert gagn í samfélaginu, ekki frekar en ríkiskirkjan. Hvort tveggja ætti að einkavæða (taka alveg af ríkisspenanum).

Pétur D. 14.8.2015 kl. 23:16

31 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

>"Það kemur fram í frumvarpinu 1986 að samningur lá fyrir..."

Þetta er rangt. Hér er frumvarpið: http://www.althingi.is/altext/110/s/pdf/0133.pdf

Ekki einu orði minnst á neinn samning þarna. Enn og aftur virðist Predikarinn lifa í sínum eigin raunveruleika. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.8.2015 kl. 00:29

32 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Þú hefur farið að mínum ráðum liksins og sótt hið opinbera skjal sem ég hef vitnað í ásamt fleiru í þessu sambandi.

Sjá má :

„Nefndin hefur haft það sem meginsjónarmið að kirkjan haldi tekjustofnum sínum óskertum, miðað við það sem hún hefur nú. Jafnframt er mikilvægt að reglur, sem settar verði, tryggi stöðugleika á tekjustofnum sókna.“

Bara þessi eina tilvísun segir frá því sem ég hef sagt svo dæmi sé tekið. Segir frá þeim gerundvelli sem samningar tólust í nefndinni um þetta mál sem HRÓ segir rangt. Breytingar flugfreyjunnar og jarðfræðinemans á lögunum er í andstöðu við það samkomulag sem var orðið. Það þarf ekki nema meðalgreindan kj0lturakka til að skilja það - hvað þá mannvitsbrekkur í röðum kristnihatara sem allt skilja. EN það hefur sýnt sig að þeir vilja ekki þann sannleik sem liggur fyrir því að trúboði þeirra þóknast hann ekki - andstætt því sem Ari Þorgilsson sagði þá vilja þessir hafa frekar það sem betur hljómar í eyrum þeirra - og það er ekki sannleikurinn í þessu máli.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.8.2015 kl. 00:54

33 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

PérurD

Þjóðkirkjan er ekki á ríkisspena - ólíkt RUV, enda er RUV ríkisstofnun sem hefur verið gerð að opinberu hlutafélagi í eigu ríkisins eftir sem áður. Svo er ekki með þjóðkirkjuna.

Ég hélt að þú hefðir meira vit á málum en þetta PD !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.8.2015 kl. 01:01

34 identicon

Þessi svokallaða þjóðkirkja fær milli 4 og 5 milljarða á ári úr ríkiskassanum af fé skattgreiðenda án þess að nokkuð komi á móti auk þess sem ákvæði í stjórnarskránni (62. grein) skuldbindur ríkið til að vernda hana og styðja. Það gerir hana að ríkiskirkju sama hvernig þú snýrð því.

Pétur D. 15.8.2015 kl. 04:51

35 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Pétur D.

Þú opinberar fávísi þína á þessu máli hér með.

Nærri 17% af öllum jörðum á Íslandi keypti ríkið á kaupleigu nokkurs konar fyrir slikk af þjóðkirkjunni. Það eru því ekki framlög frá skattgreiðendum heldur greiðslur af kaupsamningi á hátt í 700 jörðum sem ríkið fékk í samningnum og fær því sjálft arð af. Ef þú Pétur selur ríkinu húsið þitt - ætlast þú ekki til að fá umsamdar greiðslur fyrir eignina án þess að það sé kallað framlag skattgreiðenda til þín ? 

Er þá Reykjavíkurborg að leggja RUV til framlög útsvarsgreiðenda upp á hundruð milljóna af því þeir leigja 2 hæðir í útvarpshúsinu af RUV ?
Er þá leigufélagið í Borgartúni 21 að fá framlög úr ríkissjóði og skattgreiðendum af því fullt af ríkisstofnunum eru þar í leiguhúsnæði ? Auðvitað ekki. Þetta skilur hver meðalgreindur maður.

Háskóli Íslands er ríkisstofnun og er í 100% eigu ríkisins og er á fjárlögum með allt sitt fyrir utan happdrættistekjur. Það er ríkisháskóli og það sem ég nefndi skilgreinir það vel.

Ríkið á ekki eina einustu krónu eða eignarheimildir í þjóðkirkjunni og greiðir ekki neitt af kostnaði þar og ekkert í því getur skilgreinst þar með sem ríkisstofnun að sjálfsögðu - þetta hlýtur meira að segja þú að skilja ef þú skoðar það.

Stjórnarskrárákvæðið er ævagamalt. Það ákvbæði kostar ríkið ekki krónu en ríkið græðir ótrúlegar fjárhhæðir á því. Þjóðkirkjan sinnir ótal verkefnum og sálgæslu algerlega án þes að taka sérstaka greiðslu fyrir, ara en leiðindi og svívirðingar auk ávirðinga ýmissa og rangfærslur eins og sjá má í þessu bloggi og á öðrum vettvangi einnig. Þetta er því nánast einstefnu ákvæði sem þjóðkirkjan sinnir og tekur ekki eyri fyrir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.8.2015 kl. 11:25

36 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Af hverju riftir Ríkiskirkjan ekki samningnum fyrst hún er að gefa svo mikið til ríkisins sem raun ber vitni og fyrst aðgangur hennar að þessum geggjuðu gæðum myndu færa henni auð svo mikinn að jafnvel Guð sjálfur hefur ekki ímyndunarafl til þess að sjá hann fyrir sér?

Getur verið að jarðnæðið sé ofmetið og að lúxuslífi hennar sé lokið þurfi hún að yrkja landið sjálf? Getur verið að Ríkiskirkjan telji sig ekki geta reitt sig nokkurn annan viðsemjanda en ríkið sem hefur verið henni svo eymingjagott í gegnum tíðina? Getur verið að hún sé svo illa brennd af samskiptum sínum við sóknarsauði sína í denn þegar þeir hættu að nenna að borga sóknargjöldin að í þá stöðu vill hún alls ekki komast aftur?

Af hverju klýfur Ríkiskirkjan sig ekki frá ríkinu og selur því frekar í staðinn þá eftirsóknarverðu þjónustu sem hún veitir? Fyrst eftirspurnin er í samræmi við það sem þú ýjar að, þá hlýtur að vera svellandi og ólgandi markaður fyrir blessanir og bænahjal sem hægt er að selja með geistlegri álagningu.

Ekki bulla núna, svaraðu skýrt og skilmerkilega! :)

Óli Jón, 15.8.2015 kl. 12:35

37 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

>"Bara þessi eina tilvísun segir frá því sem ég hef sagt svo dæmi sé tekið. Segir frá þeim gerundvelli sem samningar tólust í nefndinni um þetta mál sem HRÓ segir rangt."

Predikarinn, það er ekkert í þessari tilvintun um neinn samning. Skoðum hana:

>„Nefndin hefur haft það sem meginsjónarmið að kirkjan haldi tekjustofnum sínum óskertum, miðað við það sem hún hefur nú. Jafnframt er mikilvægt að reglur, sem settar verði, tryggi stöðugleika á tekjustofnum sókna.

Nefndin hefur eitthvað meginsjónarmið og segir að það sé mikilvægt að tekjustofnar sókna verði stöðugir. Ekkert talað um neinn samning.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.8.2015 kl. 12:36

38 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Eins ég hef sagt áður þá væri gullbryddað samningsblað með innsiglum í bak og fyrir ekki þér nægjanlegt - það hentar ekki trúboði þínu með ófögmnuðarerindi þitt. Þú vilt halda lyga- og skrumskælingarerindi áfram sama hvaða gögn og sannleikur er borinn fyrir þig. Þú sannar það en og aftur núna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.8.2015 kl. 12:41

39 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli J

Þjóðkirkjan er ekki með nein slík tengsl sem þú vísar í við ríkið og eru auðvitað einungis uppdigtaður hugarburður kristnihatara í þínu sauðahúsi.

Ég hef margsagt þér áður að þjóðkirkjan bauð ríkinu að losna undan samningnum og fá jarðir sínar aftur og losd þar með ríkið ur þessari ánauð sem þú telur það vera í með þessum samningi. Sannleikurinn er sá að ríkið vildi ekki rifta þeim samningi enda er ríkið með einhvern besta samning íslandssögunnar í höndum með þessu jarðakaupasamningi - fær þvílík gæði fyrir slikk.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.8.2015 kl. 12:45

40 Smámynd: Óli Jón

Mig grunar að Predikarinn sjái þetta svona:

Predikarinn les á milli lína

Það er stundum gott að hafa aðra sýn á hlutina, en ...

Óli Jón, 15.8.2015 kl. 12:57

41 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Það er stór munur á því að bjóða eitthvað eða krefjast einhvers. Nú veit ég reyndar ekkert um sannleiksgildi þess sem þú heldur fram og leyfi mér að efast um það m.v. orð þín um samninginn ímyndaða undanfarið, en Ríkiskirkjan er ekkert að flýta sér út úr þessu 'nauðungarsambandi' ef þetta er það sem hún gerir. Henni líður ágætlega þarna og í það minnsta margfalt miklu betur en ef hún myndi þurfa að standa á eigin fótum.

Óli Jón, 15.8.2015 kl. 13:02

42 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli J

Þið kristnihatarar með ófögnuðarerindið ykkar haldið ykkur við skrumskælingu og uppdigtaða hluti og skellið skollaeyrum við sannleik og haldið fyrir augun þegar ykkur eru sýnd gögn. Þau henta ekki ófrægingarherferð ykkar á kristni og þjóðkirkjunni. Það sér hver maður sem nennir að lesa skrif ykkar og hefur snefil af freind og lesskilningi.

Þið virðist ekki blygðast ykkar að fara fram með þessum hætti sem þið hljótið að vita að eru hreinræktaðar lygar og í besta falli hálfsannleikur til að koma höggi á kristni og þjóðkiorkjuna.

Það liggur fyrir að ríkið vildi ekki taka boði um riftun og vildi gera nýjan samning sem lögfestur var 1997.  Þrátt fyrir samninginn leyfa stjórnmálamenn sér að ganga á bak samningsins þrátt fyrir að hann sé ríkinu óhemju góður og gefandi þó svo að við hann væri staðið að full - sem ríkið hefur ekki gert um langa hríð.

Fyrir liggur að þjóðkirkjan hefði mun betri tekjur af því að fá eignasafn sitt til baka, það er marg búið að reimkna það. Það hefur ríkið einnig reiknað sín megin frá og vill ekki riftun samningsins.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.8.2015 kl. 13:10

43 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli J

Já - þjóðkirkjan stendur á eigin fótum.

Tekjur hennar felast mest í jarðakaupsamningnum og síðan sóknargjöldum, þó ólöglega skert séu undanfarin mörg ár og fyrr var greint.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.8.2015 kl. 13:11

44 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Predikarinn, þetta tal þitt um að við sjáum ekki sóknargjaldasamninginn af því að við hötum kirkju og kristni missir marks af því að hvorki biskupsstofa, kirkjuráð né kirkjuþing kannast við þennan samning.

Enn og aftur, hvar er hægt að sjá þennan samning? Geturðu bent mér á einhvern sem veit hvar hann er að finna?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.8.2015 kl. 13:14

45 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Allar þessar stofnanir vita um samninginn og þekkja hann, þó það geri ekki allir menn innan hverrar stofnunar. Margir hafa ekki kynnt sér þessi mál og þekkja því lítið eða ekkert til mála eins og gengur innan allra fyrirtækja. Það nýtið þið andkristnnu ófrægingarmenn með ófögnuðarerindi ykkar.
Þið haldið afram herferð ykkar eins og rjúpan við staurinn óhá sannleikanum því hann hentar ekki trúboði ykkar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.8.2015 kl. 13:21

46 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Predikarinn, getur þú bent mér á einhvern einstakling innan þessara stofnana sem veit um samninginn og þekkir hann?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.8.2015 kl. 13:27

47 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Svo er merkilegt að enginn þessara manna sem þekkir til þessa samnings hafi látið hitt fólkið vita af þessum samningi! Ætla það myndi ekki heyrast eitthvað frá ríkiskirkjunni um það að það væri verið að brjóta samning með því að lækka sóknargjöld? Af hverju ætli það gerist ekki? Hmmm....

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.8.2015 kl. 13:29

48 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Lestu fjölmiðla síðan flugfreyjan og jarðfræðineminn settust í ríkisstjórn. Það er marg búið að mótmæla skerðingunum ólögmætu, bæði frá einstaka starfsmönnum þjóðkirkjunnar, leikmönnum sem kirkjuþingi og núna síðast vegna jarðasamningsins að kirkjuþing neitar að samþykkja undanþágu frá kaupsamningnum eins og þessi bloggþráður er einmitt stofnað um þá frétt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.8.2015 kl. 13:42

49 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Predikarinn, það mótmælir enginn tilvist kirkjujarðasamningsins. Þau hafa hins vegar ekki kvartað undan skerðingu á sóknargjöldum á þeirri forsendu að þannig sé verið að brjóta einhvern ímyndaðan samning

Jafnvel á þessu kirkjuþingi mátti sjá að þau voru að vonast til þess að það yrði gerður samningur um sóknargjöld.

Enn og aftur: Getur þú bent mér á einhvern innan þessara stofnana sem getur bent mér á þennan ímyndaða samning?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.8.2015 kl. 14:04

50 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Hvað á oft að fara í gegn um þetta ? Ertu með greindarvísitölu undir frostmarki eða eitthvað ?

Segjum svo að ekkert væri skriflegt neins staðar. Hvað kallast það þegar menn reyna að komast að nioðurstöðu um einhverja hluti sem ýmsar leiðir eru til að ná niðurstöðu um og viðkomandi komast síðan að niðurstöðu um hvernig skuli farið að ?
Hjá öllum þjóðum með lýðræðislegar hefðir kallast slíkt að samningur hafi náðst um fyrirkomulaið. 
Samkomulag þess efnis birtist síðan á veraldarvefnum í greinargerðinni með frumvarpinu um sóknargjöldin sem síðan er lögfest og sent forseta til undirritunar sem lög frá Alþingi.

Síðan breytir flugfreyjan og jarðfræðineminn lögunum og brjóta þar með gegn samningi/samkomulagi sem lögin frá 1987 lögfestu - það gerðu þau einhliða og því ólöglegt gagnvart öðrum lögum landsins ýmsum.

Þetta verðið þið andkristimenn og þjóðkirkjuhatarar að reyna að skilja. Slíkt brot er jafn ólöglegt ef um væri að eræða samninga við aðra en þjóðkirkjuna - til dæmis þig.

Alþjóðlegt er Pacta sunt servanda - það á við Alþingi, þjóðkirkjuna jafnt sem og þig.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.8.2015 kl. 14:12

51 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Vandamálið er greinilegra meira en það að þú haldir að einhver samningur sé til sem enginn annar kannast við. Vandamálið er það að þú skilur ekki hugtakið "samningur". 

Það að einhverjir nefndarmenn hafi verið sammála um eitthvað þýðir ekki að það hafi orðið til einhver samningur á milli ríkis og kirkju. Nefndarmennirnir voru bara sammála um eitthvað. Svo einfalt er það.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.8.2015 kl. 14:51

52 identicon

Predikari, í þessu máli þá hefur það ekkert gildi að nefndin hafði eithvað að "meginsjónarmiði" sínu, án þess að samningur hafi verið gerður um annað þá getur ríkið endurskoðað meginsjónarmið sitt í þessu máli. Ef til dómsmáls kæmi þá mundi ríkið líklegast benda á það að engin starfsmaður þess hefur heimild til að gera munnlega samninga fyrir sýna hönd, augljóst ekki satt, og að nefndin hafði ekki umboð til að binda ríkið fjárhagslega.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson 15.8.2015 kl. 18:40

53 identicon

Ég sendi fyrir nokkrum mánuðum erindi byggt á Upplýsingalögum til Innanríkisráðuneytisins biðjandi um lista yfir alla þá samninga sem Innanríkisráðuneytið og forverar þess hefðu gert við Þjóðkirkjuna og stofnanir hennar síðan 1985, Innanríkisráðuneytið fékk svo aðstoð frá Biskupsstofu við að sannreyna það að allt hafði fundist.

Allir þeir samningar sem voru á listanum sem ég fékk eru nú þegar opinberlega fáanlegir á síðum Biskupsstofu og Innanríkisráðuneytisins.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson 15.8.2015 kl. 18:50

54 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, Elfar, þetta er alveg stórkostlegur málflutningur. Menn sem sátu í nefnd sem átti bara að semja frumvarp eiga víst að hafa gert munnlegan samning fyrir hönd ríkis og kirkju um að skuldbinda ríkið um milljarða krónur árlega með því að vera sammála um hvernig frumvarpið ætti að vera. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.8.2015 kl. 18:56

55 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Ég ráðlegg þér að hætta bara núna, þetta er orðið gott. Þú hefur engu að bæta við alla endaleysuna sem frá þér kemur komið í þessum þræði. Náttferð í fyrra fallinu er líkast til það besta sem þú gætir leyft þér í stöðunni eins og hún er.

Óli Jón, 15.8.2015 kl. 20:21

56 Smámynd: Odie

Maður verður víst að trúa til að getað séð samninginn.  

Annars er hann bara gufa !

síðan er svo gaman að túlka svona ósýnilega samninga.

en það stendur í honum að hann renni úr gildi 2016 enda löngu búið að greiða fyrir þett allt :-)

Odie, 15.8.2015 kl. 20:45

57 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þið eruð samir við ykkur kristnihatararnir. Þið segið svart hvítt þegar hentar ykkur - og það kinnroðalaust.

Þið hafið greinilerga engan lögfræðilegan skilning og allra síst siðferislegan, og getið greinilega ekki lesið ykkur til gagns. Svo mikiðer ljóst. Þó hef ég trú á að þið séuð vísvitandi að rangtúlka með einbeittum ásetni9ngi að blekkja fólk sem ekki veit betur því ég trúi varla að þið séuð svona vitlausir - slíkt er nánast ekki hægt !

Nefndin hafði fullt umboð samkvæmt erindisbréfi ráðherra. Eins og með kjarasamninga, þá öðlast þeir gildi eftir atkvæðagreiðslu - í þessu tilfelli Alþingis, sem samþykkti nánast óbreytt samningi þeim sem nefndin náði (Elfar !)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.8.2015 kl. 07:18

58 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Predikarinn, gætirðu komið með tilvitnun úr þessu erindisbréfi? Í greinargerðinni segir bara að nefndin hafi átt að semja þetta frumvarp. Það er ekki einu orði minnst á að þarna hafi verið einhver samningagerð í gangi á milli ríkis og kirkju.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.8.2015 kl. 14:59

59 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

„.......tilnefna tvo menn til þess aðendurskoða ákvæði laga um sóknargjöld og kirkjugarðsgjöld....“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.8.2015 kl. 15:24

60 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ekkert þarna um neinn samning. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.8.2015 kl. 19:15

61 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Þú ert greinilega snillingur nr.1 á Íslandi að berja höfðinu við steininn og kristnihataravinir þínir fylgja fast á hæla þína.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.8.2015 kl. 20:11

62 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 ...og að svo mæltu barði predikarinn, máli sínu til áréttingar, höfði sínu svo fast við steininn að út vall grauturinn...

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2015 kl. 15:32

63 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Ástjarnarsókn gerir kröfu á Hafnarfjarðarbæ um að hann leggi 60 milljónir í byggingu Ástjarnarkirkju til viðbótar við að hafa látið sóknina hafa ókeypis lóð.

Eitthvað er þetta á skjön við þessa fullyrðingu þína:

"Ný kirkja er byggð af safnaðarmeðlimunum í sókninni en ekki af þjóðkirkjunni. Það er búið að segja þér endalaust oft frá ölliu sem þú síðan snýrð á haus ..."

Þetta og gefins peningar í formi sóknargjalda, er lífið ekki skondið? :)

Óli Jón, 15.2.2016 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband