Laugardagur, 23. maí 2015
Kreddur og fordómar á undanhaldi
Mikið er gaman að sjá að á heimsvísu flæði almennt undan fordómafylkingu Jóns Vals, Gylfa Ægissonar og Útvarps Sögu. Það er helst þar sem trú hefur náð að sýra fólk í vanþróaðri löndum sem hægt er að finna sjónarmið á borð við þau sem áðurnefndir menn og fyrirbæri standa fyrir, en í upplýstari hlutum heimsins eiga þau hreinlega ekki upp á pallborðið. Jafnvel í hinu rammkaþólska Írlandi sjá sauðirnir að fordómarnir eru tærandi og byggðir á illu innræti, en á móti kemur þá seljast smokkar ágætlega þarlendis þannig að í raun hefur kaþólskan ekki jafn mikil tök þar og ætla mætti.
Þetta er vondur dagur fyrir kreddubandalag Kristna þjóðarflokksins (lesist Jón Val), veftröllið Gylfa Ægisson og það vesalings fólk sem fylgir þeim að málum. Fyrir okkur hin er hann hins vegar bjartur og góður því þarna var enn eitt lóðið lagt á vogarskál sanngirni og réttlætis.
Til hamingju hommar, lesbur og velgjörðarfólk, ykkar er dagurinn. Hinir geta bara sleikt sárin í skugganum.
Já-sinnar fagna sigri á Írlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Facebook
Athugasemdir
Ég reikna ekki með því að neinir trúaðir sleiki sárin í skugganum.
Þeir sem eru Kristnir þekkja vel spádóma sem segja að svona muni verða í siðferðismálum jarðarbúa skömmu fyrir endurkomu Jesú.
Við reyndar fögnum svona fréttum innst inni, því þá vitum við að spádómar Biblíu eru þó réttir.
Samkvæmt þeim, þá eru það menn af þínu sauðahúsi sem að lokum sleikja sár.
Þú getur kallað menn fávísa, þröngsýna og hálvita út í eitt,en það breytir engu með uppfyllingu spádóma Biblíu.
Loncexter, 23.5.2015 kl. 18:03
Þegar maður les svona tóma tjöru eins og það sem Lolli prump hér að ofan skrifar þá er ekki annað hægt en að skella í góðan hlátur. HAHAHAHA
Já, kristnir og sérfræðiþekking þeirra á biblíunni er alger. Kanntu annan? Kristið fólk veit annað hvort EKKERT um biblíuna eða er í strangri afneitun um það sem þar stendur.
Núna tekur við betra og umburðarlyndara samfélag á Írlandi meðan að þeir sem voru svo óheppnir að vera heilaþvegnir af kristni einhvern tíma á lífsleið sinni neyðast til að brjóta heilann um það hvernig eitthvað mjög svo heimskulegt sem stýrir sýn þeirra á heiminn er í rauninni ennþá satt og að þetta sé sönnun á þessu heimskulega sem stýri lífi þeirra.
Vúbbdí dú!
Hannes Björn Kristjánsson 23.5.2015 kl. 18:43
Loncexter: Já, við bíðum bara eftir stráfellinum þegar Guð og Jesús og heilagur andi mælir hreinlyndi manna. Það verða sko dásamlegir tímar, maður minn. Væri ég trúaður gæti ég vart sofið fyrir spenningi, enda hvað annað er hægt eftir svona skemmtilestur:
3Þetta skuluð þér þá fyrst vita, að á hinum síðustu dögum munu koma spottarar er stjórnast af eigin girndum 4og segja með spotti: "Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að frá því feðurnir sofnuðu stendur allt við sama eins og frá upphafi veraldar." 5Viljandi gleyma þeir því, að himnar voru til forðum og jörð til orðin af vatni og upp úr vatni fyrir orð Guðs. 6Þess vegna gekk vatnsflóðið yfir þann heim, sem þá var, svo að hann fórst. 7En þeir himnar, sem nú eru ásamt jörðinni, geymast eldinum fyrir hið sama orð og varðveitast til þess dags, er óguðlegir menn munu dæmdir verða og tortímast. 8En þetta eitt má yður ekki gleymast, þér elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. 9Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar. 10En dagur Drottins mun koma sem þjófur, og þá munu himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin sundurleysast í brennandi hita og jörðin og þau verk, sem á henni eru, upp brenna. 11Þar eð allt þetta ferst þannig, hversu ber yður þá ekki að ganga fram í heilagri breytni og guðrækni, 12þannig að þér væntið eftir og flýtið fyrir komu Guðs dags, en vegna hans munu himnarnir leysast sundur í eldi og frumefnin bráðna af brennandi hita. 13En eftir fyrirheiti hans væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr.
Pétur 2, 3:3-13
Ég myndi auðvitað ekki lesa út úr þessu það að Guð leysi enn og aftur vandamál sín með ofbeldi í stað þess að ræða þau eins og sá sem valdið hefur. Þvert á móti myndi ég bara sjá dásamlega tíð í vændum. Þó myndi ég auðvitað gæta þess að vera bara í léttum bol og stuttbuxum ... vegna hitans, skilurðu!
Hvernig sem allt veltur, þá myndi ég ekki vilja vera spottari!!!
Óli Jón, 23.5.2015 kl. 18:56
Óli Jón er Jesús. Halli lú ja.
FORNLEIFUR, 23.5.2015 kl. 20:42
Sæll félagi og takk fyrir góða grein. Gaman að sjá hvað Símahrellirinn (lesist JVJ) skrifar á síðu sínni. " Fjölmiðlar voru undirlagðir áróðri með já-sinnum, svo hlutdrægir voru þeir". Og svo annað gullkorn frá honum: "Talið er, að kjósi mikill hluti yngri kjósendanna, en fáir eldri, sé já-sigur í höfn, en Írar erlendis hafa líka kosningarétt og notuðu hann drjúgt. Ég hef því ekki gefið upp vonina um að hér takist að verja hina hefðbundnu, náttúruréttar- og kristnu mynd hjónabandsins". Kirkjan sem hefur þvílík tök á Írlandi hefur ekki einu sinni getað barist á móti þessu þrátt fyrir ómæld fjárútlát. Ekki minnist hrellirinn á það
thin 23.5.2015 kl. 20:46
Fornleifur: Ég afþakka þá nafnbót, en takk samt.
thin: Það er einmitt holur hljómur í málflutningi sem ýjar að aðstöðuleysi kaþólsku kirkjunnar í þessum efnum. Írland ku vera rammkaþólskt og kistur kirkjunnar þar eru fleytifullar af syndaaflausnarfé sem hefur örugglega verið sett í þetta heilaga stríð gegn hommunum og lesbíunum. En allt kemur fyrir ekki sem sýnir vel að áhrif kirkjunnar fara þverrandi hér. Hún hlýtur að orna sér við þá hugsun að enn á hún einhver 'góð' ár eftir í Afríku fyrir ógeðfelldan málflutning sinn, því þar liggja sóknarfærin í dag. Vonandi hækkar menntunarstigið þar hratt svo þarlendir sjái alla gallana á tilboði hennar sem allra fyrst því kaþólskan þrífst best í fáfræði og myrkri.
Óli Jón, 23.5.2015 kl. 22:35
Ég held þetta sé rétt hjá Fornleifi. Einhvers staðar las ég að frelsarinn myndi koma aftur í þann mund sem endalokin munu verða. Gott ef ekki í bíblíunni. Þetta passar akkúrat við Óla Jón . Hinir efstu tímar eru greinilega í nánd.
Jósef Smári Ásmundsson, 23.5.2015 kl. 23:02
Þú ert augljóslega gegnsýrður af hatri og heift. Jafnvel þeim sem eru sammála þér hlýtur að blöskra. Ef þú heldur virkilega að þú sért boðberi hins góða gegn hinu illa, vá hvað þú ert gegnsýrður af ranghugmyndum um eigið ágæti.
Bjarni 24.5.2015 kl. 01:12
Bjarni: Já, þetta er afar góð greining hjá þér, þú ert bersýnilega snjall.
En finnur þú ekkert hatur, heift eða illvilja í málflutningi þeirra sem ég hrakyrði í mínum pistli eða ert þú jafn sýrður og það lið? Tekur þú sjálfstæða og upplýsta afstöðu í þessu ákveðna máli eða ertu einn af þeim sem lepur skilyrðislaust upp það sem lekur úr Útvarpi Sögu? Einn af þeim sem 'þekkir marga samkynhneigða og hefur ekkert á móti þeim', en eru samt á móti þeim?
Hvað ertu eiginlega? Það væri gott að vita þó það um þig.
Óli Jón, 24.5.2015 kl. 01:25
Ég þekki einhverja samkynhneigða og ég er hvorki með þeim né á móti þeim. Það virðist hins vegar hafa farið fram hjá þér að umrædd atkvæðagreiðsla á Írlanda var um hvort samkynhneigðir ættu að fá réttindi hjóna í lagalegum skilningi, ekki að þeir, eða þær, eigi skilyrðilausan rétt á blessun kirkjunnar til samlífis. Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna samkynhneigðir vilja endilega fá blessun kirkujunnar til sín samlífis, sérstaklega þegar fólk sem segist algjörlega trúlaust gerir það að kröfu sinni.
Hvernig væri að þú svaraðir því hvers vegna þér er það svo mikilis virði að samkynhneigðir fái blessun kirkjunnar, trúlaus maðurinn sem þú ert, eða þykist vera. Er það bara til að núa kirkjunni um nasir, eða er eitthvað annað og meira sem býr að baki.
Bjarni 24.5.2015 kl. 02:31
Óli Jón. Sem trúleisingi rétt eins og þú segist vera þá verð ég að lýsa skoðunum mínum.
Sem trúleysingi hefur maður engar sérþarfir, alls engar. Maður er laus við kreddurnar og hagar hugsunum sínu eftir því.
Það truflar mann ekki að annað fólk trúi, því sem það sínist og til dæmis ég fer í kristnar jarðafarir til þess að heiðra þann látna og eftirlifendur.
Ég mæti í skírnir barnabarna minna og óska því um leið allrar hugsanlega gæfu á lífsleiðinni.
Ég þarf ekki að belgja mig upp gagnvart trúuðum og hreyta ónotum í guðsorðabækur, þeim til armæðu .
Af hverju í ósköpunum ætti ég að finna hjá mér þörf til að gera það?
Þetta fólk sem trúir, gerir það líklega oftast þar sem nánir ættingjar foreldrar eða afar og ömmur hafa innprentað þessum hugsunum og lífsstíl til þessa fólks og því líður vel þannig.
Og þar að auki er trúarlíf gömul og gild menning sem ekki nokkur ástæða er að abbast uppá.
Jafnvel Þótt þú og ég séum ekki í þeim hópi.
Ástæða þess að ég er að skrifa þetta er að ég fyrirlít öfgamen í trúmálum af öllu hjarta og ekki síður öfga trúleysinga.
Öfga trúleysingar eru ekki hótinu betri en annað öfgafólk og þessi hópur er leiðinlegasta og óþarfasta fyrirbrigði sem ég kemst í kynni við.
Snorri Hansson, 24.5.2015 kl. 03:30
Ég tek undir skrif Snorra. Sem trúleysingi á maður að taka tillit skoðana trúaðra og bera virðingu fyrir þeim. Eins á sama hátt á maður að gera kröfu á því sama á móti." komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig". Á þessum grunni: orð Bjarna " Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna samkynhneigðir vilja endilega fá blessun kirkujunnar til sín samlífis". það eru fjölmargir samkynhneigðir sem eru trúaðir og vilja þessvegna vera í samneyti við kristna og njóta þá allra réttinda sem kristnir einstaklingar. Ekki ætlastu til að samkynhneigðir kasti trúnni í stað þess að berjast fyrir réttindum sínum sem kristið fólk? Verður það ekki að vera á öðrum grunni?
Jósef Smári Ásmundsson, 24.5.2015 kl. 07:42
Bjarni, skapaði ekki Guð almáttugur samkynhneigða í sinni mynd?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.5.2015 kl. 08:44
Tek undir með þér Snorri að mörgu leyti. En þarf ekki líka menn sem benda á hræsnina sem tröllríður svo oft ofgatrú? Þögnin er alltaf okkar versti óvinur í öllum málum líka þessu. Það er einmitt þögnin sem hefur haldið völdum kirkjunnar svona lengi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.5.2015 kl. 09:38
Sæll Óli.
Hygg að betra sé að iðka jöfnuð en misrétti
og fæ ekki séð hvað því ætti að vera til fyrirstöðu
að samkynhneigðir njóti blessunar kirkjunnar semog samferðamanna sinna í lífi sem í dauða.
Sagt er að byltingin eti börnin sín!
Þetta má til sannsvegar færa í mörgum tilvikum
og ósjaldan eru það fordómar þeirra sjálfra sem
í hlut eiga í sinn eigin garð sem eru hvað
viðsjárverðastir. Menn sjá fjandmenn þar sem þeir
eru engir og sóa kröftum sínum í vindmyllur
Kaflaskil hafa orðið í þessum efnum og almenn sátt
samfélagsins er um flest raunverulega fyrir hendi.
Orðið samkynhneigð skelfir fáa og því virðast öfgar á borð
við samkynhneigð sem atvinnu og fá ekki tungu hrært um
nokkurt annað efni eða andstaða með líkum hætti
hreinasta fásinna.
Kærleiksboðskapur Krists var ekki opinberaður fáeinum
útvöldum heldur öllum mönnum!
Húsari. 24.5.2015 kl. 12:19
Það verða alltaf einhverjir ómerkilegir menn sem úthúða og móðga minnihlutahópa eins og samkynhneigða, múslima eða kristna menn, því miður. Umburðarlyndið ristir það grunnt hjá flestum að þeir rugla því saman við rassgatið á sjálfum sér. Umburðarlyndi slíkra manna er bara hvað sem gefur auðveldast tilefni til eineltis þann daginn, afþví það var ekki tekið almennilega á andfélagslegum tendesum þeirra í grunnskóla og þeir fullorðnuðust þess vegna aldrei.
Church of Natan 24.5.2015 kl. 14:38
Bjarni: Vá, hvað þú ert klisjukenndur! "Ég þekki einhverja samkynhneigða og ég er hvorki með þeim né á móti þeim." Er hægt að vera aumkunnarverðari í þessari umræðu? Þetta er klassísk réttlæting fordómaliðsins og þú stakkst þér af háum palli ofan í þessa fúamýri :) Gangi þér vel að krafla þig upp úr þessum drullipolli.
Það er mér mikils virði að ríkisstofnun með ríkisstarfsmenn geri ekki upp á milli borgaranna á sama hátt og mér er það mikils virði að þú fáir sömu þjónustu og aðrir ef þú þarft t.d. að hringja í lögregluna eða sækja heilbrigðisþjónustu.
Lausnin er auðvitað sú að skilja á milli ríkis og ríkiskirkju og þá getur hún algjörlega sett sínar eigin fordómafullu og fáránlegu reglur eins og hún vill.
Snorri: Ég geri athugasemd við það sem þú segir um að trúarlífið sé gömul og gild menning sem ástæðulaust sé að abbast upp á. Að mínu mati er þetta kolröng afstaða því þessi 'gamla og gilda menning' hefur haft vond áhrif á heiminn og hefur enn í dag. Ekki þarf að leita lengra í þeim efnum en í efni fréttarinnar sem ég geri að umtalsefni hér ofar. Ég geri ekki, og hef aldrei gert, athugasemdir við að fólk sé jarðað eða skírt og fer sjálfur í kristnar athafnir þegar svo ber undir og er þá líklega jafn víðsýnn og þú í þeim efnum. Hins vegar er ástæðulaust að láta óátalin öll þau tærandi áhrif sem þessi 'gamla og gilda menning' hefur enn í dag. Þau eru víða, þau eru slæm og þau meiða, sundra og skemma. Látum ekki einhverja þörf fyrir víðsýni leiða sjónirnar frá því.
Trúin hefur haft vond áhrif á stöðu konunnar í samfélaginu, stöðu samkynhneigðra og örvhentir eru m.a.s. hrakyrtir í kristinni trú. Hún hefur lagt blessun sína yfir þrælahald og verið óendanleg uppspretta sektarkenndar milljarða fólks í gegnum tíðina. Telja mætti upp fjölda atriða til viðbótar, en ég nenni því ekki.
Við skulum því gæta að því að láta víðsýnina ekki verða okkur fjötur um fót því m.v. við málflutning þinn þá er þetta allt gott og gilt. En athugaðu að það er t.d. bara trúfólk eða afvegaleitt barnatrúarfólk sem hefur barist gegn sjálfsagðri réttindabót samkynhneigðra. Það þarf að ganga hart gegn þessum hópi sem með fordómum sínum og hroka meiðir og særir umtalsverðan fjölda fólks með málflutningi sínum.
Þetta Hallelújahjal þitt er afskaplega mærðarlegt og fínt, en það gagnast helst fordómaliðinu. Í mínum huga er það lélegur kostur og því hafna ég honum. En vonandi finnurðu góðan frið í þessari afstöðu, vonandi sækirðu áfram messur og trúarlegar athafnir og vonandi finnurðu áfram leið til þess að loka augunum gagnvart málflutningi manna á borð við Gylfa Ægisson og Jón Val Jensson. Líklega liggur hamingjan einhvers staðar á þeim slóðum. Athugaðu þó að mér sýnist víðsýni þín vera farin að umhverfast í þröngsýni og jafnvel rörsýn sem er eitthvað sem þú getur hugleitt í næstu messuferð.
Með vísan í lokaorð þín þá sé ég að við séum álíka skemmtilegir og þarfir.
Jósef: Maður á að bera virðingu fyrir rétti fólks til þess að hafa skoðanir, en fólk á enga heimtingu á því að borin sé virðing fyrir þeim skoðunum.
Ásthildur: Og ég tek undir með þér að mestu leyti :)
Húsari: Gott er að sjá orð þín um jöfnuð, þau eru kærkomin. Hvað kærleiksboðskapinn varðar, þá er hann bara almenn kurteisi og hana höfum við flest öll innra með okkur í meiri eða minni mæli.
Óli Jón, 27.5.2015 kl. 12:01
Ef við bara gætum lært að samkennt og samstaða er eina leiðin til betra lífs okkar allra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2015 kl. 12:31
Sérðu ekki hvað þið Jón Valur Jensson eruð nákvæmlega eins ?
Snorri Hansson, 28.5.2015 kl. 01:18
Snorri: Ef þetta átti að vera móðgun, þá lukkaðist hún alveg ágætlega :)
Óli Jón, 28.5.2015 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.