Þriðjudagur, 23. september 2014
Þetta gengur ekki upp!
Rúmlega fimm þúsund manns, mest aldrað fólk, bíða eftir nauðsynlegum aðgerðum, sumir hverjir í rúmlega 500 daga og samt eru til extra peningar fyrir Ríkiskirkjuna. Þessi gjafmilda og eymingjagóða nefnd vill ausa fé í hundraða milljóna vís í Ríkiskirkjuna. Þegar slíkar niðurstöður eru bornar á torg hlýtur maður að reikna með því að þessi alvöru verkefni ríkisins, þessi verkefni sem skipta einhverju máli, séu þegar full fjármögnuð. En þegar um fimm þúsund manns bíða eftir aðgerðum og ráðamenn kjósa að ausa meira fé í trúarpyttinn, þá er ljóst að forgangsröðunin er röng. Vera má að hlutaðeigandi séu með þessu að tryggja sér betri vist í handanlífinu, en dagljóst má telja að þau gæði gagnast þessum fimm þúsund lítt.
Eitthvað stemmir ekki í þessari jöfnu.
Yfir 5.000 bíða eftir aðgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Þú ert samur við þig.
Þessi nefnd er, eins og þú ættir að vita eftir að marg ert búið að sýna þér fram á hið sanna, er að reyna að ná samkomulagi við Momentum - afsakið ríkið - á að það skili ólögmætum ránsfeng sínum serm þsð hélt eftir í tíð ríkisstjórnar flugfreyjunnar og jarðfræðinemans. Sú óþokkastjórn stal af trúfélögum ríflega 40% af því gjaldi sem það innheimti af sóknargjöldum í gegn um samning og lög þar um frá 1987.
Allt í lagi að þú hafir þínar skoðanir á trú - en hqafðu staðreyndir og sannleik á hreinu sem hægt er að skoða á netinu hjá Alþingi og Stjórnarráðinu. Engin stjarnvísindi þar eða guðfræði - heldur samningar veraldlegir og skjalfestir.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.9.2014 kl. 22:22
Stærsti kosturinn við að henda peningum í Ríkiskirkjuhítina er að þar eru engar biðraðir því það er svo lítil eftirspurn eftir plássunum. En sá kostur er agnar lítill þegar haft er í huga að árlega sýgur Ríkiskirkjan til sýn fjölda milljarða sem gætu runnið til góðra verka eins og t.d. að útrýma fimm þúsund manna biðlistum. En kannski að fólk með bilaða mjöðm, gláku eða þvagfærasýkingar sætti sig bara vel við 'ókeypis' sæti í kirkjunni á meðan það bíður ... hver veit? Þetta ástand þess er, jú, Guðs vilji.
En það er rétt hjá þér að það er í gildi ömurlegur innheimtusamningur sem komið var á þegar ljóst þótti að landinn reiddi ekki trúarölmusuna glatt úr hendi. Þess vegna hefur það aldrei komið til tals innan raða Ríkiskirkjunnar að taka innheimtuna í eigin hendur því það vita þeir sem þar ráða að heimtur yrðu þá sem magur skuggi af þeim silfurhaugum sem nú er skóflað í hana.
Jón Valur hefur sagt söguna um prestinn sem nennti ekki að ganga á milli heimila í sókninni í innheimtu og þess vegna samið við sýslumann. Það sem Jón Valur lét ósagt var að prestur hefur örugglega verið ósáttur við heimturnar og fundið út að ríkisinnheimta yrði snöggt um betri og ábatasamari leið til þess að fjármagna rekstur bygginganna sem Jésús Jósepsson taldi óþörf því hann sagði fólki bara að loka sig af í herbergi heima hjá sér og biðja í leynum. Það fer lítið fyrir eftirfylgni með þeim orðum þegar fámennum messum er út- og sjónvarpað hist og her.
Væri Jésús vappandi um í dag þá myndi hann afþakka þessa ríkisinnheimtu því hún fjármagnar bara hræsnisfulla hegðun ef eitthvað er að marka þau orð sem honum eru eignuð.
Óli Jón, 23.9.2014 kl. 23:04
Þú ert enn í ömurlegum illvilja útúrsnúningum í staðreynda stað. Fyrir samninginn, sem ríkið óskaði eftir að fyrra bragði, þá voru trúfélögin með innheimtuna á eigin vegum. Reyndu nú að sýna að þú vitir hvað þú ert að segja.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.9.2014 kl. 23:35
Fyrir samninginn? Predikari, nú ert þú að rugla, það er ekki neinn samningur um sóknargjöld, Alþingi getur hækkað og lækkað (jafnvel afnumið algerlega) sóknargjöld eins og það vill.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.9.2014 kl. 23:39
Ríkið sóttist ekki eftir þessu. Þessi ömurlegi gjörningur er tilkominn vegna þess að kirkjan var búin að spila heilagan gumpinn svo hressilega úr brókinni að hún var komin að fótum fram, hornkerling í samfélagi sem gaf lítið fyrir hana. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum telja ráðamenn þjóðarinnar sig iðulega skylduga til þess að halda yfir henni verndarhönd, sem hún þarf svo sannarlega á að halda, og þess vegna hefur þetta apparat skrönglast, óverðskuldað, með þjóðinni í allan þennan tíma í ríkisstyrktri öndunarvél sem heldur í henni lífsmerkjum sem eru langt umfram það sem ella myndu vera.
Um tilurð þessa óláns samnings er hægt að lesa hér, en ég leyfi mér að birta þessa tilvitnun:
Þessi 'eign' kirkjunnar var því ekki mikils virði fyrst hún gat ekki haldið lífi í nokkrum krossmönnum Krists sem áframsendi allt klabbið til ríkisvaldsins. Ég skora á þig að renna í gegnum greinina, hún er býsna góð, en mig grunar að þú munir fá aðsvif eftir lesturinn enda mun þá hrikta í grunnstoðum þess Guðlega töfraheims sem þú virðist lifa í.
Eignasöfnun kirkjunnar í gegnum tíðina hefur um margt verið vafasöm og leyfi ég mér að vísa í þetta í því samhengi:
Hér er önnur tilvitnun:
Og þriðja tilvitnunin:
Ástæða þess að ég vík að þessum eignamálum hér er auðvitað sú að sýna þá ófyrirleitni sem kirkjan hefur tamið sér í samskiptum við borgarana og ríkið. Henni ber allt og allt skal hennar.
Já, kirkjan á sér glæsta sögu sem vörðuð er með kerlingagjöfum, ofbeldi, undirferli og ríkisaðstoð. Ég fyrirgef það alveg ef þú verður kjaftstopp, en skil vel að þú teljir þig þurfa að sprikla í snörunni því þú hefur, skv. nafngiftinni, óskynsamleg og óseðjandi þrá og þörf til skrifta. Fáðu þessari áráttu útrás hér, öðrum til skemmtunar. Annars er gott að lesandi þessa þráðs hafi í huga að 'cacoethes' merkir líka meinlegur kvilli eða vond hegðun. Máské það hafi eitthvað með þetta þref þitt að gera :)
Óli Jón, 24.9.2014 kl. 00:11
Síðuhöfundur og Hjalti Rúnar grípa hér sem ávallt um kristni til lyga og útúrsmnúninga. Ömurlegt hlýtur að vera fyrir slíka að geta ekki notað sannleikann við að koma sjónarmðum sínum á framfæri.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2014 kl. 03:32
Óli Jón. Það er eftir öðru að slóðin sem þú setur - er bara alls ekki um sóknargjaldið og ég var að ræða um og þú að svara mér. Haltu þig við efnið.
Hitt er annað að skáldsagan sem slóðin endar á er ekki merkileg um það sem átti sér stað og getur aldrei talisty til heimilda um samningninn 1907 og 1997.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2014 kl. 03:37
Þessi samningur frá 1987 er um að"kirkjujarðir" ,sem kirkjan eignaði sér en var í raun stuldur frá kaþólsku kirkjunni við siðaskipti og sem kaþólska kirkjan hafði sölsað undir sig, komi í hendur ríkisins og ríkið borgaði laun presta og biskupa í staðinn,eins og ég hef margoft sagt þér prédikari en þú bara bullar og bullar og bullar og bullar og bullar.
Jósef Smári Ásmundsson, 24.9.2014 kl. 09:29
"Síðuhöfundur og Hjalti Rúnar grípa hér sem ávallt um kristni " Hér ertu enn að bulla Prédikari. Það er ekki verið að grípa um kristni í þessum tilvitnunum heldur atferli kirkjunnar í peningamálum sem er nokkuð langt frá kristnu siðferði. Þegar verið er að gagnrína þessa hluti grípa kirkjunnar menn ávallt til þess að verið sé að ráðast á kristni sem er ekki alls kostar rétt. Ég bendi á að það eru ekki bara trúleisingar eins og Hjalti og Óli Jón sem finnst þetta til skammar heldur einnig mér og vel kristnu fólki í þjóðfélaginu, meir að segja einstökum prestum þjóðkirkjunnar.
Jósef Smári Ásmundsson, 24.9.2014 kl. 10:06
Meinlegi kvilli: Þetta er allt á sömu bókina lært. Ríkisinnheimta sóknargjalda var neyðarráðstöfun þegar trúfastir sauðir Ríkiskirkjunnar voru ekki trúfastari en svo að þeir nenntu frekar að eiga peninginn sjálfir frekar en að láta kirkjuna hafa hann. Þeim fannst ágætt að hafa þetta val og virtust margir hverjir velja að borga bíóferðir frekar en bænahjal.
Já, þessi ríkisinnheimta var vatn á myllu kirkjunnar, myllunnar sem var við það að stöðvast sökum þess að vatnið (lesist: monníngarnir sem alþýðan vildi ekki láta af hendi) skorti. Nú fóru hlutirnir að gerast þegar trúartollurinn var krakaður úr buddum þjóðarinnar með hjálp innheimtumanna ríkisins. Það var nefnilega útséð með að almenningur hefði almennt áhuga á því að fjármagna kirkjuna sjálfviljugur, eins og áður kom fram, og því þurfti að beita fantabrögðum við innheimtuna.Í byrjun árs 1988 tekur ríkið að sér að vinda tíundina úr þjóðinni, þennan þá trúarskatt sem almenningur virtist ekki sjálfviljugur reiða úr hendi. Ég gríp niður í grein sem Baldur Kristjánsson skrifaði árið 2013, en þar segir hann:
Karl Sigurbjörnsson, þáverandi biskup, vissi nákvæmlega hvernig landið lá þegar hann sendi Alþingi afar aumlegt og lítilsiglt bréf árið 2002, en þá var umræða um hvort ekki væri sanngjarnt að gefa almenningi val um greiðslu sóknargjaldsins í gegnum trúfélagaaðild og var málið m.a.s. komið svo langt á veg að það var komið í frumvarpsform. Biskup kvakaði þannig ámátlega:
Já, hann vissi fyrir víst að ef þjóðin gæti sparað sér nokkra þúsundkalla árlega á því að skrá sig úr trúfélagi væru hinstu dagar Ríkiskirkjunnar runnir upp. Þjóðin hefði sótt að Þjóðskrá eins og engisprettuplága í því skyni að skrá sig úr, mestmegnis, Ríkiskirkjunni, enda væri það ráðstöfun sem skilaði henni góðu tímagjaldi. Nei, þetta vildi biskup ekki. Frjálst val og hagur Ríkiskirkjunnar fara jafn vel saman og minkur og hænsnasveimur, það vissi biskup og það grátbað hann þingheim um að hafa í huga. Eymingjagott Alþingi sá aumur á fyrsta lautinant Guðs hérlendis og kaus óbreytt ástand.
Mikil er reisn Ríkiskirkjunnar. Hún fellur marflöt fyrir altari Mammons, dýrkandi glansandi silfrið umfram sjálfsögð réttindi sauða sinna sem hún veit að er ekki treystandi til þess að standa við eðlilegar skuldbindingar sínar væri allt með felldu.
En í því samhengi er vert að rifja upp að aðeins lítill minnihluti þjóðarinnar skráði sig sjálfur í Ríkiskirkjuna, ríkið hefur nefnilega í gegnum tíðina séð um þá skráningu fyrir hana þegar sauðirnir eru nokkurra daga gamlir. Það er nú ekki erfitt að fylla félagatal þegar manni býðsta slík þjónusta :)
Já, mikil er reisn Ríkiskirkjunnar.
Óli Jón, 24.9.2014 kl. 11:25
Predikarinn sanni, ég giska á að kirkjuráð ríkiskirkjunnar sé líka "að grípa til lyga og útúrsnúninga" þegar það viðurkennir að það sé enginn samningur til um sóknargjöld. Nema auðvitað að hvorki ég né kirkjuráð séu að ljúga og Predikarinn sé að rugla.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.9.2014 kl. 12:35
Þess má geta að frá árinu 1998 (held ég muni ártalið rétt) hafa sóknargjöld hækkað um raungildi um ca. 25%.
Það er hægt að leysa þetta mál auðveldlega þannig að bæði Þjóðkirkjan og utantrúfélagsfólk verði ánægt. Lítum til fordæma í bæði Svíþjóð og Danmörku. Í báum löndum innheimtir ríkið sóknargjöld en EKKI af þeim sem ekki eru í trúfélögum! Sóknargjaldið í þessum löndum er sérstakur skattur sem leggst OFANÁ aðra skatta, en ekki óskilgreindur "hluti" almenns tekjuskatts ALLRA, eins og hér.
í Svíþjóð geta svo sóknir sjálfar ákveðið hversu hátt gjaldið skuli vera, en það er aðeins mismunnadi milli sókna, t.d. sónkri sem eru að byggja sér nýjar kirkjur geta hækkað sitt gjald t.d. tímabundið.
Væri þetta ekki UPPLAGT, Predikari??
Skeggi Skaftason, 24.9.2014 kl. 13:37
Aðskilnaður ríkis og kirkju myndi leysa þetta deilumál. Trúfélög myndu þá sjálf innheimta félagsgjöld af sínum og aðrir "utan" leysast frá aukalegri gjaldskyldu til skólamála.
Á sama hátt og þjóðkirkjuna mátti ríkisvæða á sínum tíma mætti einnig losa hana undan ríkisvæðingunni.
Flestir, sem kjósa að tilheyra þjóðkirkjunni, myndu gera það áfram vegna þjónustunnar. Hvernig svo sem félagsgjöldin yrðu innheimt.
Kolbrún Hilmars, 24.9.2014 kl. 16:29
Þið ruglið eins og ykkur vantrúargemsum er einum lagið og snúið út úr.
Smári - 1987 er ekki um jarðir - heldur um samning sem ríkið óskaði eftir um sóknargjaldainnheimtuna.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2014 kl. 17:37
HRÓ - Þú veist það jafn vel og ég að innan hverrar stéttar eru ekki allir sem vita alla hluti.
Ráðið hefur ekki viðurkennt neitt -enda liggur fyrir samningur eftir samninganefndafundi um það sem síðan er opinberaður í lögunum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2014 kl. 17:38
Kolbrún.
Þessi innheimta sóknargjalda koma ekki aðskilnaði ríkis og kirkju neitt við.
Þetta er innheimtusamningur.
Það er nánast fullkominn aðskilnaður á milli ríkis og kirkju frá því fyrir löngu síðan - nema hvað varðar í orði eins og með stjórnarskrárákvæðið.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2014 kl. 17:40
Skeggi - sóknargjaldið var ákveðið af kirkjunni á sínum tíma og í lögunum kveðið á að það hækkaði að raungioldi - reyndu nú að esa í stað þess að senda út sleggjudóma. Flugfreyjan og jarðfræðineminn stálu af trúfélögum þessa lands gegn lögum og samningi nærri helmingi gjaldsins. Ætti að senda þau rakleiðis á Litla Hraun sem og aðra glæpamann.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2014 kl. 17:43
Prédikari, það er ekki hægt að stela félagsgjöldunum ef ríkisinnheimtan er lögð af.
Ekki heldur af þeim sem standa utan trúfélaga. Hvaðan kom annars sú hugmynd?
Kolbrún Hilmars, 24.9.2014 kl. 18:19
Predikari, þú svarar ekki spurningu minni, finndist þér ekki upplagt að haga sóknargjaldainnheimtu eins og í Svíþjóð??
Ef ekki, af hverju? Af því þú vilt að ég borgi félagsgjöld í þitt blessaða trúfélag, þó svo ég sé ekki félagi, kæri mig ekkert um félagið og sé ekki hlynntur trúarkenningum þess?
Skeggi Skaftason, 24.9.2014 kl. 20:36
Afsakið, prósenturnar voru ekki réttar hjá mér.
Á árunum 1988-2008 hækkuðu sóknargjöld AÐ RAUNGILDI UM 42%.
Meira hér:
Þegar litið er til tímabilsins 1988–2008 þá hækkaði sóknargjald á einstakling um 317% að nafnvirði en um tæp 42% á föstu verðlagi. Á sama tíma hækkaði greitt heildarframlag vegna sóknargjalda um 505% að nafnvirði eða sem svaraði til tæplega 106% raunhækkunar umfram vísitölu neysluverðs. Þessi mikla raunhækkun skýrist fyrst og fremst af því að árlegar hækkanir tóku mið af breytingum á meðaltekjuskattstofni einstaklinga, sem hækkaði töluvert á þessu árabili umfram vísitöluna, auk þess sem gætti áhrifa af fólksfjölgun. Þegar hins vegar er horft yfir allt tímabilið 1988–2014, þ.e. að meðtöldum árum aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum eftir bankahrunið haustið 2008, þá hækkaði árlegt sóknargjald um 259% að nafnvirði en það svarar til 12% lækkunar að raungildi á áætluðu verðlagi ársins 2014.
http://www.althingi.is/altext/143/s/0793.html
Skeggi Skaftason, 24.9.2014 kl. 20:43
Preddi - þú veist ekki einu sinni hvernig þetta vesæla kerfi þitt, samið um að Þjóðkirkjufólki beggja vegna borðsins, eigi að vera samkvæmt lagabókstafnum. Það er ekki sagt í lögunum að framlögin úr ríkissjóði skulu "hækka að raungildi"
Reglan um hvermig gjaldið skyldi breytast milli ára er eftirfarandi:
síðar ákvarðast gjaldið af endanlegri ákvörðun gjaldsins frá fyrra ári, að viðbættri hækkun er samsvarar þeirri hækkun er kann að verða á meðaltekjuskattsstofni einstaklinga á öllu landinu milli næstliðinna tekjuára á undan gjaldári.
Svo það var fullkomlega eðlilegt að sóknargjaldið lækkaði eitthvað eftir 2008, enda lækkaði meðaltekjuskattstofn.
En þetta skiptir ekki öllu. Ég bíð enn spenntur, ætlarðu að svara spurningu minni um sænska sóknargjaldafyrirkomulagið??
Skeggi Skaftason, 24.9.2014 kl. 22:32
Skeggi. Nei ég vil ekki sænska kerfið því við erum með ágætis sóknargjaldakerfi hér.
Þú ert ekki látin borga í þjóðkirkjuna ef þú ert ekki félagi.
Þú veist augljóslega ekkert um sóknargjaldalögin. Þetta var allt skírt frá uopphafi með framkvæmdina. Það eru einnungis vantrúarpésar eins og þú sem viljið ekki skilja það að hefðbundunum sið Hildiríðarsona.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.9.2014 kl. 01:15
Hvernig dirfist þér að uppnefna menn hér Prédikari." vantrúargemsi".Hefurðu einhverja hugmynd um hvaða trúarskoðanir ég hef. Eða eru allir bara heiðingjar sem eru utan þjóðkirkjunnar. Samningurinn sem ég var að tala um var samningur um kirkjujarðir sem Halldór í Holti Gunnarsson og Þorsteinn Pálsson sáu um. það getur vel verið að mig misminni með ártalið en þessi samningur um sóknargjöldin sem þú talar um frá 1987 kannast ég bara ekki við og æskilegt að þú bendir á heimildir.
Jósef Smári Ásmundsson, 25.9.2014 kl. 08:36
Predikari,
ég vissi svo sem að það gagnist ekki að tala við þig. Þú ert helvítis lygari og aumingi.
Skeggi Skaftason, 25.9.2014 kl. 08:58
Smári.
Þeir sem ég vísa til með vantrúarstimpilinn hafa um árabil opinberað sig sem slíkir í skrifum sínum og pönkast sérstaklega á öllu sem tengist kristni að sið Reynis T og Hildiríðasona.
Ráðherrann Jón Helgason setti upp nefnd sem samdi um sóknargjaldainnheimtuna og liggur eftir þá vinnu fyrir samningur eftir samninganefndafundi um það sem síðan er opinberaður í lögunum um sóknargjöld og er á vef Alþingis eins og önnur lög.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.9.2014 kl. 09:59
Skeggi.
Það er fallegt orðbragðið venju fremur hjá þér. Ég ásamt fleirum hafa um árabil sýnt með vísan í skjöl þar um á netinu eins og t.d. lagabókstafi um allt sem viðkemur trúfélögum og sérstaklega þeim kristnu. Það hefur borið álíka árangur eins og að reyna að bleyta gæsir með því að skvetta á þær vatni. Það hrína ekki á ykkur staðreyndir og enns íður sannleikur eins og sannast hefur um árabil. Þið mantrið sömu afleiðingartugguna þrátt fyrir snnleikinn sem borinn hefur verið ykkur á silfurfati, enda virðist ætlan ykkar með afvegaleiðingu að reyna að gera almenning óánægðan með ríkjandi kerfi.
Það kom ykkur væntanlega á óvart í þjóðaratkvæðagreiðslu flugfreyjunnar og jarðfræðinemans að það ákvæði sem holaut mestan stuðning í þeirri kosningu var einmitt stjórnarskrárákvæðið um þjóðkirkjuna.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.9.2014 kl. 10:04
Ég heiti JÓSEF SMÁRI ,Prédikari og nota alltaf fullt nafn undir það sem ég skrifa- ekki leyninafn. Þú vísar til mín meðal annars og ég kannast ekki við að pönkast( hvað sem það þýðir) á öllu sem tengist kristni. Stuldur þjóðkirkjunnar á eigum þjóðarinnar tengjast kristni á engann hátt. Ekki nema þú sért að vísa til boðorðsins "þú skalt ekki stela". En þar stendur líka " þú skalt ekki ljúga" svo kannski ættir þú að fara í smá endurmenntun í fræðunum.
Jósef Smári Ásmundsson, 25.9.2014 kl. 10:10
Predikari,
Ég er bara hreinskilinn í skoðunum mínum á þér, og ekki með neinn orðavaðal, enda ekki guðfræðimenntaður.
Ég kalla þig lygara af því þú lýgur.
Varðandi alla þessa samninga sem þú vísar til (og reyndar hagræðir staðreyndum eins og þér hentar) þá er það nú svo að ALLTAF þegar ríkið hefur "samið" við ríkiskirkjuna þá er þess gætt að samningsmenn ríkisins séu hliðhollir kirkjunni og félagar í þessum sértrúarsöfnuði. Þannig sitja fulltrúar kirkjunnar beggja megin borðs.
Menn vísa t.d. oft til meints "samnings" frá 1907. Sko, það ár var rétt svo hálfur mannsaldur liðinn frá því hér komst á trúfrelsi.
Fyrir 1874 VAR EKKI TRÚFRELSI Á ÍSLANDI. Þjóðkirkjan hafði á 19. öld sömu hugmyndafræðilegu stöðu í samfélaginu og kínverski kommúnistaflokkurinn. Einokun á sannleikanum.
Ímyndum okkur ef nú væri komið á alvöru fjölflokka lýðræði í Kína. En kommúnistaflokkurinn myndi koma því þannig fyrir að hann myndi skipta á nokkur þúsund sveitajörðum sem hann hafði "eignast", í staðinn fyrir að láta ríkið greiða laun milljón kommúnismapredikara um aldur og ævi. Og myndi svo búa þannig í haginn að kínverski ríkissjóðurinn myndi borga flokknum "félagsgjöld" fyrir 75% þjóðarinnar, sem enn væru skráð í flokkinn, eftir nýlokið einokunartímabil hans!
Þetta lýsir stöðu íslensku Þjóðkirkjunnar ansi vel.
Skeggi Skaftason, 25.9.2014 kl. 11:10
Jósef Smári.
Afsakið með nafnið það var óvart.
Hverju stal þjóðkirkjan af þjóðinni ? Þú veist að rangar sakargiftir eru saknæmar að lögum ? Þannig er Boðorðinu sem þú nefnir svo fjálglega þar með snúið upp á þig.
Hafi þjófnaður verið þá liggja fyrir gögn um rannsókn og síðan sakamál. Endilega segðu okkur hverju var stolið. Fínt að fá eins og 2-5 dæmi af þúsundum kannski ? Þá þarf dómsniðurstöðu og rannsókn og nafn þess sem stolið var.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.9.2014 kl. 11:11
Predikari, fyrst að þér er svona annt um ríkiskirkjuna, hefur þér þá ekki dottið í hug að láta stjórnendur hennar vita af þessum samningi? Það virðist enginn af stjórnendum hennar vita af tilvist þessa samnings, sem myndi vissulega hjálpa þeim gífurlega. Mætti halda að hann væri bara ekki til!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.9.2014 kl. 14:23
Hjalti Rúnar.
Eftir fullyrðingar þínar þar um þá kannaði ég þetta hjá helstu stjórnendum þjóðkirkjunnar og hver einast þeirra sem ég ræddi við vissi um samninginn.
Reyndu annan kristnihatari.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.9.2014 kl. 17:56
Nú þessum svonefndu kirkjujörðum prédikari. Ekki ætlarðu að segja mér að kirkjan sé með afsöl, þinglýsingar eða gjafabréf fyrir allar þessar jarðir. Ef þú getur framvísað þeim þá dreg ég þetta til baka. En smá tip. til ykkar Hjalta Rúnars. Eigiði ekki einhverja aðra prófílmynd af ykkur. Þið eruð eins og skrattinn og amma hans á þessum myndum.
Jósef Smári Ásmundsson, 25.9.2014 kl. 19:27
Jósef Smári,
Þú veist að hér er réttarríki. Sá sem ásakar fer með gögn um glæp til löggæslu eða saksóknara og það er rannsakað. Já það eru til gögn um allt á landinu okkar góða hundruðir ára aftur í tímann.
Nokkrir hafa eins og þú komið með sleggjudóma um svona rugl en enginn getað nefnt dæmi um glæp. Sem vin er enda ekki fyrir hendi. Þá væri líka l0ngu búið að rétta sklíkt dómstólum sem von er,
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.9.2014 kl. 19:43
Ég hvet hvern þann sem telur að um glæp hafi verið að ræða svo sem þjófnað eða annað slíkt að koma með athugasemdir og gögn þar um til löggæslu eða saksóknara og það sem fyrst.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.9.2014 kl. 20:11
Þú veist að við búum í réttarríki Prédikari. Og ef þú telur þig eiga eitthvað verðurðu líka að sýna framá það að þú eigir það- sína gögn sem sanna eignarréttinn. Ef ég á bíl þá verð ég líka að geta sýnt fram á það með kvittun, afsali eða gjafabréfi . Ef það er ekki til afsöl eða gjafabréf sem sanna eignarhald kirkjunnar þá á hún ekki þessar eignir. Ég á voðalega erfitt með að trúa að kaþólska kirkjan hafi gefið lútherstrúarmönnum allir eignir sem þeir"áttu" fyrir siðaskipti.Hvað ertu að meina í seinni athugasemdinni. Hvaða gögn eiga menn sem kæra þennan þjófnað að koma með. Þar sem eru engin gögn til staðar hlýtur að vera nóg að kæra og þá er það kirkjunnar að koma með gögn sem sanna eignahald þeirra. Ekki vera að snúa sönnunarbyrðinni við.
Jósef Smári Ásmundsson, 25.9.2014 kl. 20:28
Umráð og áratuga eða hundruða ára notkun sýnir og sannar eignarréttinn enda enginn vbéfengt hann. Átt þú fasteignn ? Eða stalstu henni ? Áttu bbílinn þinn ? Hvers konar röksemdafærsla er þetta hjá þér Jósef Smári - ég hef hingað til haldið að meira veri spunnið í heilabú þitt en þú gefur nú í skyn.
Þú lætur ekki sem að hér sé réttarríki.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.9.2014 kl. 20:46
Umráð og áratuga eða hundruða ára notkun sýnir og sannar engann eignarrétt Prédikari. Já ég á húseign og bíl . Ég stal hvorugu heldur keypti . Þetta er mjög góð röksemdarfærsla hjá mér og ég hef ekki verið þekktur fyrir að koma ekki með haldgóð rök fyrir máli mínu. Ég hef heldur aldrei verið talinn illa gefinn. Skoðaðu í eigin rann áður en þú ferð að saka aðra um það.
Jósef Smári Ásmundsson, 25.9.2014 kl. 21:06
Enginn hefur komið með haldbær rök né gögn um þjófnað þjóðkirkjunnar á nokkurrin eign enda ekki um slíkt að ræða. Margir hafa fullyrt slíkt og dyllgjað um og slíkt hefur aldrei veri'ð annað en slúður og tal Hildiríðarsona enda ósatt með 0llu - vafalaust alveg eins og þú átt þinn bíl og fasteign með heiðarlegum hætti.
Það getur enginn seti'ð mánuðum, árum, áratugum eða í hundruð ára á nokkurri eign sem ekki er fengin með heioðarlegum hætti án þess að fá á sig rannsókn eða dóm. Það veist þú - þó ekki væri annað en af hyggjuviti.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.9.2014 kl. 21:35
Predikarinn sanni, nefndu einn eða tvo "stjórnendur [Þ]jóðkirkjunnar" sem þú ræddir við sem kannast við þennan samning. Mig langar þá nefnilega að spyrja þá sjálfur og fá að sjá þennan goðsagnakennda samning sem aðeins þú virðist þekkja.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.9.2014 kl. 23:32
HRO
Það er búið að fara með þifg skref fyrir skref í gegn um þetta og undarlegt verður að teljast að þú hafir ekki enn skilið þetta. Ég fer að undrast um það hvort einhverjar starfhæfar sellur eru milli eyrna þinna ? Hvað er það í íslensku máli sem þú ekki skilur ?
Gerðu þér ferð til hvers þess stjórnanda sem þig luystir og spyrðu að því hvort þeir kannist ekki við það að ríkið tók að sér að innheimta sóknargjöldin - sömuleiðis gætir þú gert þér ferð að ræða við Jón Helgason ráðherrann sem kallaði eftir þessum samningi og setti upp samninganefndina.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.9.2014 kl. 23:44
LOL :)
Jón Helgason, hann sklydi þó ekki líka hafa verið félagsmaður í þessum sértrúarsöfnuði þínum?! :)
Skeggi Skaftason, 26.9.2014 kl. 09:03
Prédikari. Þegar þú sérfræðingurinn um málefni kirkjunnar getur ekki bent á neitt gjafabréf, samning,afsal eða kvittanir fyrir greiðslu geri ég fastlega ráð fyrir að ekkert af þessu sé fyrir hendi . Eftir stendur þá að þessar eignir hafa verið stolnar af einstaklingum og/ kaþólsku kirkjunni. Næst síðasta færsla þín er ansi furðuleg og segir margt. Þú ert að segja að ef hlut sé stolið sé það í lagi ef ránsfengnum er haldið í einhvern tíma. Er það svona sem þú túlkar boðorð bíblíunnar. Geturðu bent á einhvern lagabókstaf um þetta efni hjá réttarríkinu. Ef hann er fyrir hendi var þá ekki óþarfi fyrir ríkið að gera einhvern samning um þessar jarðir við kirkjuna. Ríkið hefði bara getað nýtt sér þennan lagabókstaf og "stolið" jörðunum frá kirkjunni og haldið þeim í einhvern árafjölda. Ég á bágt með að trúa því að þetta sem er sett fram þarna komi frá einstaklingi með sæmilega heilbrigða heilastarfsemi. Þú er kominn út í horn prédikari og þegar þú ert farinn að grípa til svona svara og eins þegar þú hnýtir aftaná dylgjur um mitt gáfnafar. Þú getur alveg reynt að semja um jafntefli í þessari rökræðu en ég held samt að sé gæfulegast fyrir þig að leggja niður rófuna og gefa skákina.
Jósef Smári Ásmundsson, 26.9.2014 kl. 09:32
Predikarinn, hvaða stjórnendur sögðu þér að það væri til samningur um innheimtu sóknargjalda? Í ljósi þess að kirkjuráð og Kirkjuþing hafa ályktað um að nauðsynlegt sé að gerður verði samningur um sóknargjöld, þá er ljóst að allir þeir stjórnendur telja að það sé ekki til neinn samningur um sóknargjöld þegar. Þannig að hvaða stjórnendur eru það sem sögðu þér að það væri til samningur um sóknargjöld? Sagði Jón Helgason þér það?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.9.2014 kl. 12:24
Ég tilheyri þjóðkirkjunni og styð hana. En ég get ekki samþykkt að hún (sem félagið mitt) sýni yfirgang eða að Fjársýsla ríkisins geri það í hennar nafni.
Ef Hjalti Rúnar hefur rétt fyrir sér, þá er augljóst að einhver óeðlileg innheimta á sér stað. Ekki síst vegna þess að sérgjöld eru tiltekin á skattlagningarseðli; X krónur vegna elligjalda, X krónur vegna RÚV.
Félagsgjöld í trúfélög? Nei - engin! Þess vegna gætum við eins verið rukkuð um félagsgjöld fyrir að vera eða vera EKKI í Rotary eða Kiwanis.
Kolbrún Hilmars, 26.9.2014 kl. 17:07
Sæll Óli.
Lög um sóknargjöld, 1987 nr. 91, 29. desember
ásamt og með breytingum til ársins 2013
eru afdráttarlaus um innheimtu sóknargjalda.
Sjálfsagt var auðvitað og lögum samkvæmt að
Þjóðkirkjan sem allir aðrir fengi að bergja á
þeim beiska bikar sem árið 2008 var öllum
landslýð.
1987 nr. 91 29. desember
Húsari. 26.9.2014 kl. 17:30
Kolbrún.
HRÓ er þekktur fyrir að segja ekki satt orð um málefni þjóðkirkjunnar. Hvorki fjársýslan né þjóðkirkjan hafa sýnt yfirgang.
Fjársýslan reiknar á hverju ári út sóknargjaldið þar sem samningurinn kvað á um að lögð var til grundvallar upphæð sóknargjalda eins og hún var 1986, eða árið á undan þegar trúfélög innheimtu þetta sjálf og fjársýslan átti að sjá um að reikna það upp árlega þannig að það fylgdi verðlagsþróun. Þetta sviku flugfreyjan og jarðfræðineminn með grófum og saknæmum hætti og stálu sóknargjaldinu næstum að helmingi til og ættu að búa á Litla Hrauni meðal annarra þjóða þessa lands.´
Húsari er að höggva í sama knérunn og hann núna. Lögin síðari eru brot á samningi um sóknargjöld sem gerður var við trúfélög í landinu 1987. etta er eins og þæegar innheimtufyrirtæki ákveður að halda eftir þvém það innheimtir fyrir aðra. Þetta var aldrei gjald sem ríkið átti heldur trúfélögin. Hefði þetta verið ríkisstofnun á fjárlögum en ekki með samning um innheimtu sóknargjalda þá voru trúfélög látin sæta nærri 30% hærri niðurskurði en sú ríkisstofnun sem mest var skorið hjá. Það stórkostlega að þessi óþokkahjú stálu innheimtufénu sem þeim var trúað fyrir og settu trúfélög landsins nánast á hausinn fyrir vikiuð og vantrúarpúkarninr á fjósbitnaum fitnuðu og það skríkti hátt í þeim sem og óþokkunum umtöluðu.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.9.2014 kl. 19:53
Sæll Óli.
Þau lög sem nú eru í gildi um kirkjujarðir eru frá 17. marz 2007
með hliðsjón af l. nr. 78, 1997, jarðalögum 2004 og að hluta
lögum frá 24. júlí 1789.
Ekkert fer á milli mála um eignarhaldið skv. 62. gr.
Menn geta þráttað um kirkjujarðir í það óendanlega
en skýlaus lög eru fyrir hendi um þær.
Afsakið svo innlit mitt, ágæta fólk, en mér fannst af
spjallþræði að ekki kæmi nógu vel fram að lög stæðu til þess
sem um er rætt.
Húsari. 26.9.2014 kl. 21:21
Afsakið nokkrar innsláttarvillur áðan. Þeirra verst var þar sem stendur : „...búa á Litla Hrauni meðal annarra þjóða ...“ það átti að standa þar : búa á Litla Hrauni meðal annarra þjófa.......
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.9.2014 kl. 21:37
Predikarinn er tröll. Ég hef áður rætt þetta við hann áður, og hann svara bara með skætingi og bulli.
Það hafa ekki verið innheimt sérstök sóknargjöld á Íslandi frá árinu 1987. Sóknargjöldin koma úr ríkissjóði, það er "litið svo á" að þau séu partur af almennum tekjuskatti, sem eins og allir vita sem kynna sér málið er innheimtur alveg óháð því hvort fólk er skráð í félag sem nýtur sóknargjaldastyrkja úr ríkissjóði eða ekki.
Ég hef gert þetta að umræðuefni í tveimur blaðagreinum, sem engir Þjóðkirkjumenn hafa mótmælt.
http://www.visir.is/rikid-innheimtir-ekki-soknargjold/article/2013708089963
http://www.visir.is/af-hverju-ekki-nefskattur-/article/2014709119991
Einar Karl, 27.9.2014 kl. 07:43
Einar Karl er sleggjuómari göturæsisins. Auðvitað nenna fáir að svara svona útúrsnúningum eins og Einar setur fram í blaðagreinini. Flestir kunna jú að lesa, nema menn eins og Enar kannski sem virðast hafa verið í hópi þierra sem féllu í Pisa k0nnuninni þar sem eir virðast ekki kunna að lesa sér til gagns. Þess vegna er að nánast allir sem starfa innan eða þekkja til trúfélaga þekkja hvernig samningurinn varð til. Það er hægt að lesa í smáatriðum í skjölum sem hafa legið lengi fyrir á netinu.
Sannleikinn um þetta er búið að marg sýna honum og HRÓ en þeir eru sem gæsin, sem ekki blotnar þó áhana sé skvett vatni.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.9.2014 kl. 11:29
Enn svarar Predikarinn án nokkurra raka og eys bara skít yfir viðmælendur sína. Þú ert dóni og sorakjaftur, "Predikari". Ég skil vel að þú viljir ekki skrifa hér undir eigin nafni.
Skeggi Skaftason, 27.9.2014 kl. 12:15
Skeggi.
Ég og fleiri erum búnir að marg skrifa langar og lærðar greinar með vísan í lög, reglur og fundargerðir og fleiru. Þessir sömu menn og hér er búið að vísa aftur í fyrri skrif við þá sem hafa þá kannski ekki lesið svörin í þau mörgu skipti sem þau hafa verið send þeim, eða þá að þeir kunna ekki að lesa sér til gagns. Það sýnir að þeir eru sem dom quixote að berjast við vindmyllurnar.
Það væri svo sem hægt a ðbirta langar tilvitnanir úr fyrri skrifum - en það virðist gagnlaust af ástæðum em hér hafa verið nefndar. Lærdómur og sannleikur hrín ekki á þeim, frekar en að gæsin blotni við að á hana er skvett vatni.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.9.2014 kl. 12:39
Predikari:
nú hef ég lesið þessar greinar Einar Karls yfir aftur, og hafði lesið þær báðar áður. Það er ekki eitt einasta atriði rangt í þessum greinum. Ekki eitt einasta.
Ef þú telur að svo sé, nefndu þá AÐ MINNSTA KOSTIR EITT ATRIÐI, og útskýrðu hvernig það sé rangt. Það þýðir ekkert að segjast hafa gert það oft áður, og vísa svo ekki í eina einustu krækju í svoleiðis meintar fortíðarskýringar.
Eitt annað við þessar greinar Einars. Það er nákvæmlega ENGINN DÓNASKAPUR í garð Þjóðkirkjunnar eða kristni, ekkert verið að gagnrýna trú eða trúarbrögð, eða gera upp á milli skoðana. Samt uppnefnir þú hann "sleggjuómari göturæsisins". Af hverju finnst þér í lagi að tala svona við fólk? Gerir þú það heima hjá þér? Ég spyr eins og krakkarnir, er ekki alltí lagi heima hjá þér??
Skeggi Skaftason, 27.9.2014 kl. 13:17
Cacoethes og Húsari: Af því að hér hefur verið karpað stuttlega um rétt kirkjunnar til þeirra kerlingagjafa sem hún hefur í gegnum tíðina sölsað undir sig, þá er vert að vitna í bréfaskriftir Svavars Kjarrvals við fjármálaráðuneytið sem fram fóru á öndverðu árinu 2013. Svavar spurði ráðuneytið út í nokkur atriði sem tengjast eymingjagerningnum sem varð upprunalega til þegar kirkjan hafði spilað rassinn svo rækilega úr brókinni að meira háttar ríkisaðstoð þurfti til þess að grafa hana upp úr fúamýrinni.
Meðal þess sem kemur fram í svari ráðuneytisins er að engin afsöl fyrir þessum eignum eru til. Ég vitna beint í svar ráðuneytisins hér:
Því er dagljóst að þær eru fúnar og feysknar, stoðirnar, sem þessi neyðaraðstoð og hreppsómagahjálp byggir á. Eymingjagott ríkið, sem er skyldað skv. stjórnarskrá til þess að vernda Ríkiskirkjuna, kemur henni sí og æ til bjargar í gegnum tíðina, en uppsker ekkert nema meiri heimtufrekju og leiðindi.
Annars er áhugavert að velta fyrir sér af hverju kristin trú er eina fyrirbærið sem talið er þurfa sérstaka vernd í stjórnarskrá. Mín skýring er sú að samningsmenn hennar hafi séð hversu aum hún er í raun og þess vegna ákveðið að setja þetta baktryggingarákvæði inn sem réttlætingu fyrir öllum þeim ótrúlegu hundakúnstum og barbabrellum sem grípa hefur þurft til svo hægt sé að lengja í líftíma Ríkiskirkjunnar um nokkur ár í senn. Altént voru þessir samningsmenn stjórnarskrárinnar sammála um að Ríkiskirkjan gæti aldrei spjarað sig án þess að geta hreiðrað um sig í holhönd ríkisvaldsins þar sem fjármunirnir renna glatt í göróttar kistur hennar.
Óli Jón, 27.9.2014 kl. 13:28
Sæll Óli.
Engar deilur hafa verið uppi milli samaningsaðila
um eignarhald á kirkjujörðum frá því að það var
undirritað. Þvert á móti er það talið óskorað og hafið
yfir allan skynsamlegan vafa.
En svo vikið sé að því máli sem þú lagðir upp með
jafnhliða þessu þá er vitanlega ekkert því til fyrirstöðu
ef samkomulag næst um það milli allra er hlut eiga að
máli að koma því svo fyrir að sóknargjöld renni að
hálfu til nýbyggingar Landspítalans næstu árin.
Er það tillaga sem þú samþykkir fyrir þitt leyti?
Húsari. 27.9.2014 kl. 18:54
Húsari: Nei, það er ekki tillaga sem hugnast mér því ég vil að kirkjan innheimti sín félagsgjöld sjálf og þeir fjármunir sem nú hverfa frá ríki til hennar fari í verðugri verkefni í staðinn. Ég veit þó fyrir víst að það hugnast ekki forsvarsmönnum Ríkiskirkjunnar því með því yrði stráfellir á fjármálum hennar enda hafa landsmenn áður sýnt í verki að þeim þykir vænna um skildingana sína en kirkjuna.
Óli Jón, 27.9.2014 kl. 19:00
Sæll Óli.
Þakka þér fyrir svarið.
Nú blasa staðreyndir við og eru með því móti
sem við báðir vitum.
Væri það ekki samt tilvinnandi þau ár sem enn
lifir af samningi ef allir sameinuðust um að
sóknargjöldin rynnu að hálfu til nýbyggingar
Landspítalans; að öll trúar og lífsskoðunarfélög
sameinuðust í slíku átaki?
Hvorirtveggju mundu sýna lofsvert frumkvæði
og í leiðinni þá samhygð og þá ábyrgð sem
þátttaka þeirra einna sér og í nafni trúar- eða
lífsskoðunarfélags mundi hafa í för með sér
við slíka ákvörðun.
Í grunninn er það auðvitað svo að allir meðlimir
þessara félaga eru bræður og systur og því fyrr
sem það kemur fram í verki því betra; takmarkið
er auðvitað að menn finni það og sjái að svo er í
reynd en ekki eitthvert meiningarlaust orðagjálfur.
Samstarf af þessum toga gæti orðið fyrsta skrefið
á þeirri braut að íslenskt samfélag nái áttum
og að brjótast útúr þeirri stöðnum sem blasir við
á Íslandi næstu 30 - 40 árin
að öllu óbreyttu.
Hverjum stæði nær slíkt uppbyggingar og umbótastarf
í nafni lands og þjóðar ef ekki einmitt trúar- og
lífsskoðunarfélögum.
Húsari. 27.9.2014 kl. 20:39
Óli Jón
Ómerkilegt er af þér að koma enn og aftur með þessar vesölu tilvitnanir sem greina ekki frá neinu nema lélegri skjalavörslu í ráðuneytum sem og starfsmönnum sem eru þá ekki starfi sínu v
Þú getur flett upp á fyrri svörum til þín þar sem ég rak þversum í kokið á þér þessa útúrsnúninga áður.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.9.2014 kl. 22:57
.....starfi sínu vaxnir. átti að standa þþarna ofar
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.9.2014 kl. 23:00
Húsari.
Ríkisstjórn óþokkanna flugfreyjubbar og jarðfræðinemans stal nú tæpum hlemingi þess fjár á ríkisstjórnartíð sinni sem ríkið innheimtir fyrir trúfélög samkvæmt samningi, þanig að tillaga þín var í tíð þeirra óþokka í framkvæmd.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.9.2014 kl. 23:01
Predikari, enn og aftur: Hvaða stjórnanda Þjóðkirkjunnar talaðirðu við? Þetta var væntanlega ekki neinn í kirkjuráði, af því að þau vita að það er enginn samningur um sóknargjöld. Og þetta var væntanlega ekki neinn á Kirkjuþingi, af því að þau vita líka að það er enginn samningur til um sóknargjöld. Hver hefur sagt þér að það sé til einhver samningur um sóknargjöld?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.9.2014 kl. 13:42
Predikari! Þakka þér orðsendinguna!
Getur þú útskýrt fyrir mér hvernig það gat gerst
þá ´rikisstjórn fólksins´ komst að, að hún skyldi ekki
taka úr sambandi stökkbreytingu lána þegar í stað?
Sjálfsagt ekki margir séð fyrir Dróma-útspilið í því sambandi!
Húsari. 28.9.2014 kl. 14:49
HRÓ
Það skal gerð enn ein tilraunin til þess að láta á það reyna að þú kunnir að geta, áður en yfir lýkur, að geta lesið þér til gagns og hafa þig upp úr falli þínu i PISA rannsókninni. Það sem hér á eftir kemur hefur áður verið lagt á borð fyrir þig og Enar og fleiri af ykkur kristnihöturum. En þið virðist allir hafa fallið á PISA prófinu - um það vitnar lyga- og útúrsnúningamantran sem þið kyrjið þrátt fyrir sannleikann sem ykkur hefur verið sýndur. Nema þið gerið þetta af ásettu ráði að hætti þeim sem Svavari Gestssyni var kennt í háskóla austur-Þýskalands hvernig á að tæta andstæðing ykkar niður með áróðri ósönnum eða útúrsnúningum. Þið virðist allir hafa náð að nema þá undirróððursstarfssemi upp á 10. Hér kemur það sem ykkur hefur áður verið sýnt en þið eruð greinilega hættir að lesa eða viljið ekki heyra þetta og sjá vegna þess að það hentar ekki undirróðurs- og niðurrifsstarfssemishætti ykkar?
Lögin ásamt greinargerð með lögunum vitna um að samningur lá fyrir og ekki nóg með það heldur einnig hvernig hann hljóðaði. Það er ígildi skriflegs samnings finnist ekki eintak af honum - það er ljóst að lögum. Þeir sem að þessu stóðu fyrir hönd kirkjunnar munu enn vera lifandi til að vitna um það til viðbótar því sem kemur fram í greinargerð með lögunum.
Sett var á laggirnar nefnd sem kom að því verki að semja frumvarp til laga um sóknargjaldið og þar liggur fyrir fundargerð til viðbótar greinargerðinni. Fundargerð nefndarinnar auk greinargerðarinnar votta um að samningur var um sóknargjaldið og verðlagsbreytingar þess á hverju ári, en framkvæmd laganna árin á eftir vitna einnig um verðlagsbreytingar sem höfðu áhrif til hækkunar jafnan.
Nefndina skipaði Jón Helgason ráðherra, Í nefndina skipaði hann sr. Jón Einarsson prófast, og Kristján Þorgeirsson en þá tvo skipaði hann að tillögu Kirkjuráðs, þá skipaði hann Snorra Olsen fulltrúa í fjármálaráðuneytinu og Þoreif Pálsson skrifstofustjóra Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sem jafnframt var settur formaður þessarar nefndar. Þá starfaði einnig með nefndinni Ólafur Kr. Ólafsson deildarstjóri í Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.Samkomulagið er áréttað í greinargerðinni með frumvarpinu, vottar að þessu starfi í nefndinni eru enn til vitnis um þetta og sömuleiðis er til skipunarbréf nefndarmanna þar sem þetta er tíundað og sömuleiðis bréf á milli ráðherra, byskups og kirkjuþings þar sem ríkið býður að taka þetta að sér á þeim forsendum sem koma fram í greinargerðinni og lagaframkvæmdin þar til síðasta ríkisstjórn tók við völdum styður þetta einnig. Það getur þú spurt fjársýsluna um.
Þó ég léti þig hafa staðfest afrit af þessu þá myndir þú ekki segja né viðurkenna að samningur hafi verið kominn á - þrátt fyrir að hann sé orðinn að lögum frá alþingi eins og ég hef sýnt þér.
Ég vissi strax í upphafi að það væri skelfileg tímasóun að skrifast á við þig um nokkurn hlut sem kemur trúmálum við þvi háttur þinn um árin er að Don Kíkótast með þetta út í hið óendanlega þrátt fyrir staðreyndir í þingskjölum eða hvað annað segi þig hafa rangt fyrir þér - þú segir bara að hvítt sé svart og PUNKTUR.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.9.2014 kl. 14:55
Alveg þori ég að veðja góðri rauðvínsflösku að þessir fimm nafngreindu karlar voru ALLIR skráðir félagar í sértrúarsöfnuðinum Þjóðkirkjunni.
En þetta svokallaða "samkomulag" breytir einfaldlega ekki neinu, og var ekki þannig að aldrei væri hægt að rifta því.
Það er einfaldlega óréttlátt að fella sóknargjöld inn í almennan ríkisrekstur og almenna skattheimtu. Eins og mannréttindanefnd SÞ hefur bent á.
Skeggi Skaftason, 28.9.2014 kl. 17:19
Skeggi
pacta sunt servanda - það er alþjóðlegt - enda til að hætta að standa við samning þá þarf að endursemja - þeað gerðu ekki óþokkahjúin og sóknargjaldaþjófarnir flugfreyjan og jarðfræðineminn. Þau komu sem aðrir ribbaldar og tóku það sem þeim sýndist þvert á samninginn. Ekki gleyma að þessi samnigur náði yfir öll trúfélög á Íslandi sem og síðar lífsskoðunarfélög. Ekki einungis þjóðkirkjuna.
Þetta gjald var reiknað árlega og var ekki föst prósenta inni í skattheimtunni. Fjársýsla ríkisins samkvæmt lögunum og samningnum sá um það árlega að reikna það með tilliti til veðrlagsþróunar á milli ára.
Það er rangt að segja ð þetta sé inni í almennum ríkisrekstri - þetta er sóknargjald sem ríkisstjórnin óskaði eftir að semja um að gera á þennan hátt og kallaði eftir því. Þess vegna var nefndin sett upp sem fyrr segir til að semja um þetta áður en kom til lagasetningar í framhaldi þess að samningar tókust.
Vilji menn breyta svona þá þarf að setjast niður og semja um það eða semja sig út úr þessu. Það gerðu ekki óþokkahjúin sóknargjaldastelsjúku.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.9.2014 kl. 17:35
Sem sagt. Það var enginn samningur gerður. Bara nefnd skipuð af starfsmönnum ríkiskirkjunnar og fólki frá kirkjumálaráðuneytinu. Sú nefnd bjó til frumvarpið að sóknargjaldalögunum. En aldrei var neinn samningur gerður.
Í guðanna bænum Predikari, prufaðu að senda tölvupóst upp á biskupsstofu og spurðu einfaldlega "
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.9.2014 kl. 19:17
Úps... spurðu einfaldlega að því hvort að það sé til einhver samningur um sóknargjöld. Biskupsstofa mun segja þér "Nei", en líklega munt þú bara afskrifa það sem lyga frá hatursmönnum ríkiskirkjunnar.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.9.2014 kl. 19:18
Preddi mun aldrei tékka á þessu, hann vill ekki þurfa að breyta sinni uppdiktuðu atburðarás. Hann trúir henni næstum því sjálfur!
Ef við svona, for the sake of argument, gerum ráð fyrir að þetta gæti hypothetically að hafa gerst, AF HVERJU hefði ríkisstjórn mögulega átt að hafa áhuga á þessu?????
(Nema þá að viðkomandi ríkisstjórn vildi viðhalda hnignandi ríkisskirkju.)
Skeggi Skaftason, 28.9.2014 kl. 20:18
HRÓ
Nefndin var til þess að ná samningi um þessa innheimtu. Í kjölfar þess að samningur náðist var gert frumvaro að lögum. Það virðist rétt sem ég segi miðað við það sem þú segir nú - þú virðist ekki geta lesið þér til gagns.
PISA könnunin felldi þig og þína trúbræður.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.9.2014 kl. 06:40
Skeggi.
Ríkisstjórnin kallaði eftir þessu - það liggur fyrir. Um það eru til bréfaskriftir.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.9.2014 kl. 06:41
Nei.
Skeggi Skaftason, 29.9.2014 kl. 08:11
Cacoethes: Samningurinn ekki til, afsöl ekki til, ekkert er til nema einlæg þrá kirkjunnar eftir meira silfri. Það þarf mikla Guðlega náð til þess að véla svona óskapnað í gegnum ríkiskerfið, en þetta var auðvitað neyðarástand, kirkjan blönk og hempurnar mölétnar. Þá helgar tilgangurinn meðalið því það sem beið handan við hornið var Eden þar sem ríkismannað rigndi af himnum sbr. skrif ríkiskirkjuprestsins Baldurs Kristjánssonar:
Já, með þessum einstaka gjörningi byrjaði fjármagnið að flæða og það þrátt fyrir að megin grunnstoðir hans finnast ekki.
Hallelúja! Dýrð sé eymingjagóðu ríkinu, reddara kristni á Íslandi, sem vélskráir enn nýfædd börn í trúfélag móður!
Óli Jón, 29.9.2014 kl. 10:21
Skeggi.
Þú og þínir getið barið höfðinu áfram við steininn eða haldið áfram vindmyllubaráttu ykkar gegn kristni. Það breytir ekki því að um sóknargjaldainnheimtuna er til samningur sem varð til og eftir hinum kallað af ráðherra að fyrra bragði. Öll gögn eru til um þetta. Það kristallast ekki hvað síst í þeirri staðreynd að af þessum samningi leiddi lagasetningo g, já, lögin heita „Log um sóknargjöld ofl.“. Skrítið að kalla lögin þessu nafni þegar samkvæmt þér og kristnihö0turum að sóknargjöld skal ekki innheimta né eru þau innheimt ! ! !
Þið sem andskotist í kristnihatri ykkar berið með rentu að vera félagar í flokki hildiríðarsona og kallist don Quixote að auki.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.9.2014 kl. 11:28
Óli.
Auðvitað hækkuðu leigugjöld eitthvað. Það er þekkt staðreynd að bæði á tíð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og síðan þjóðkirkjunnar þá voru þeei trúfélög mun mildari og eftirlátssamari á leigugjöldum jarða sinna við bændur. Alþekkt er að höfðingjar sem og konungur voru með hærri gjöld á leiguliða sína og óbilgjarnari á innheimtunni ef frá eru taldir Magnús amtmaður og tengdasonur hans Ólaur stiptamtmaður, en það er hægt að lesa t.d. í bók Árna Bö0rnssonar.
Kirkjan gaf oft eftir gjöldin til þeirra sem illa stóðu - enda um kristið fólk að ræða. Þú ert ekki að flytja nein ný sannindi í þessu efni Óli.
Þá eru öll gögn til um þetta, þó svo að núverandi starfsmenn ráðuneyta séu ekki starfi sínu vaxnir og finna þau ekki. Í þeirri ímynduðu veröld sem þú vilt setja upp í þessu og við ímyndum okkur að engin afsöl væru til þá væru lögin sjálf næg sem afsal fyrir eignunum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.9.2014 kl. 11:36
Predikari, enn og aftur: Ef þér er svona annt um Þjóðkirkjuna, viltu þá ekki láta stjórnendur hennar vita af tilvist þessa samnings, af því að enginn þar kannast við hann (nema víst þessi "stjórnandi" hennar sem þú segist hafa rætt við, en neitar að nefna)?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.9.2014 kl. 12:24
HRÓ
Þeir vita af honum. Þökk fyrir hugulsemina í þjóðkirkjunnar garð hvað þetta varðar. Það voru stjórnendur, en ekki stjórnandi sem ég sagði.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.9.2014 kl. 12:34
Sæll Óli.
'Silfrið,' streymir að sjálfsögðu að jöfnu til
trúar- og lífsskoðunarfélaga, - ekki eingöngu til
þjóðkirkjunnar eins og ætla mætti af pereati
þínu gagnvart kirkju.
Vitanlega er lífsskoðunarfélögum heimilt að
afþakka sóknargjöldin.
Heildarsamhengi hlutanna er svo breytt lagaumhverfi
með tilkomu lífsskoðunarfélaga og réttarstöðu þeirra
til jafns við Þjóðkirkjuna.
Þessi lagarammi hverfist um 62. gr. Stjórnarskrárinnar
og skuldbindingar ríkis gagnvart kirkju en ekki síður
gagnvart lífsskoðunarfélögum sbr. 63. gr. með breytingum
skv. l. nr. 97, 28. júní 1995, 1. gr.
Húsari. 29.9.2014 kl. 13:25
Predikarinn, ef þau vita af honum, hvers vegna eru þau (kirkjuþing og kirkjuráð) þá alltaf að álykta um að það sé nauðsynlegt að gerður verði samningur um sóknargjöld? Og viltu ekki segja okkur hvaða stjórnendur þetta voru (eða er það leyndarmál?)?
En allt í lagi, ég er búinn að senda þeim tölvupóst, skal segja þér frá svarinu þegar það kemur.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.9.2014 kl. 13:51
Strax komið svar frá biskupsstofu: "Samningur milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar um sóknargjöld, er ekki til.
Lög um sóknargjöld og fleira, nr. 91/1987, fjalla um þetta atriði."
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.9.2014 kl. 15:14
HRÓ
Þessi starfsmaður þekkir greinilega ekki til þessa máls annað en lagatextann sjálfan og því er svarið ekki að koma neitt á óvart.
Ég hef rakið þetta hvernig þetta kom til sem endaði með lögunum sem starfsmaður byskupsstofu nefnir. Það er staðreynd sem þeir sem eru eldri en tvævetur vita ósköp vel.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.9.2014 kl. 18:46
Predikari: Nefndu þá einhvern starfamann biskupsstofu eða "stjórnanda" ríkiskirkjunnar sem veit af tilvist þessa samnings! Á ég að þurfa að senda póst á þau öll? Og enn og aftur: Hvers vegna eru kirkjuráð og kirkjuþing alltaf að álykta að það þurfi að gera samning um sóknargjöld ef þau vita að það sé til samningur um sóknargjöld?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.9.2014 kl. 19:37
HRÓ
Ég geri enn betur - spurðu svona 300 lögmenn (sérð netföng á heimasíðu lögmannafélagsins) og lýstu aðdraganda þann sem ég hef lýst að þessari lagasetningu og hvað þeir lesi úr honum ! Þeir sem eru verðir lögmannsréttinda sinna munu segja þér að augljóst sé að samningur hafi verið kominn á í nefndinni á milli málsaðila sem varð til þess að lagafrumvarp var skrifað upp í samræmi við samninginn. Lögin vitna um samninginn augljóslega.
Hitt er svo annað mál að engu skiotir hveort samningur hafi legið fyrir því lögin taka af tvímæli um að óþokkahjúin flugfreyjan og jarðfræðineminn fóru ránshendi á ólögmætan hátt um sóknargjöldin.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.9.2014 kl. 19:48
Predikari, hvað segirðu um að ég finni einhvern sem er bæði lögmaður **og** kirkjuþingsmaður? Og enn viltu ekki segja mér hvaða stjórnandi innan kirkjunnar sagði þér frá því að þessi samningur væri til.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.9.2014 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.