Hver hreppir hnossið?

Nú þegar bænakvakið eftirsótta fær ekki lengur inni í Rúv þá hlýtur spurningin að vera hvaða útvarpsstöð önnur hreppir þetta hnoss? M.v. þá miklu eftirspurn sem kristnir nefna í kvörtunarpistlum sínum ætti ekki að vera erfitt að finna kvakinu annað heimili á öldum ljósvakans. Aðrar stöðvar hljóta því að standa í langri röð og biðja blíðlega um að fá að útvarpa þessum vinsælum dagskrárliðum.

En svo má auðvitað alltaf biðja fyrir endurkomu kvaksins á Rúv :) bænin er, jú, öruggasta leiðin til þess að ná sínu fram. 


mbl.is Orði kvöldsins og Morgunbæn hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Óli.

Hvað finnst þér um að halda úti þessu ríkisrekna Ríkisútvarpi?

Margur sér það sem "barn síns tíma" og að setja ætti það
þegar á opinberan markað í stað þess að styrkja það
80 miljónum árlega, - ígildi hins nýja landspítala?

Húsari. 14.8.2014 kl. 17:08

2 Smámynd: Óli Jón

Húsari: Mér er nokk sama um Ríkisútvarpið, hlusta bara á BBC World Service. Mér er þó til efs að rekstur þess kosti ríkið ígildi nýs landspítala árlega.

Óli Jón, 14.8.2014 kl. 17:17

3 identicon

Sæll Óli.

Bestu þökk fyrir snöfurmannlegt svar!

Upplýsingar varðandi þennan samanburð má finna
á síðu Alþingis; síðasta þingi.

Húsari. 14.8.2014 kl. 17:42

4 identicon

Sæll Óli!

Hvað er að gerast, fílar sig enginn í sukkinu lengur?!

Æðislega heavy má þsð vera að enginn skuli láta í sér

heyra, - það meikar ekki sens.

Mér gefst þá tími til að þakka þér fyrir þennan

einstaklega vel skrifaða, skemmtilega og fyndna texta

þinn. Þar klingir í sporum svo eftir er tekið.

Varðandi þessar breytingar á dagskrá ríkisútvarpsins

þá eru það 4 hópar manna sem bera skarðan hlut frá borði

ef lítt grunduð og alveg áreiðanlega kolólögleg

ráðstöfun fréttastjóra, væntanlega með innvirðulegri

og víðtækri blessun útvarpsstjóra, að afnema þá

sérstöku dagskrárliði sem nefndir hafa verið.

Það er kristni í landinu og hún staðfest í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, - meðan það hefur ekki verið afnumið

þá eiga þeir sjúklingar, þeir sem á dvslarheimilum búa

og þeir sem einir þreyja þorra og góu, stjórnskipulegan rétt

á því að þessum dagskrárliðum sé haldið úti.

Seljum fjandans ríkisútvarpið!

Húsari. 15.8.2014 kl. 09:56

5 Smámynd: Óli Jón

Húsari: Ef bænakvakið er jafn eftirsótt og þú vilt vera láta, munu aðrar útvarpsstöðvar ekki slást um að fá það til sín? Við erum reyndar að tala um bænir, nokkuð sem fólk getur alveg klárað upp á eigin spýtur án aðstoðar frá ríkinu. Reyndar er það svo að kristnir Íslendingar virðast vera svo hjálparvana og umkomulausir í sinni trú að:

  • ríkið þarf að skrá börn þeirra í trúfélag
  • ríkið hefur þurft að boða trú í leik- og grunnskólum
  • ríkið þarf að leiða börn í kirkjur á jólum
  • ríkið þarf að fjármagna trú þeirra
  • ríkið þarf að lesa fyrir þá bænir þeirra

Getur verið að kristnir Íslendingar séu bara ekkert sérlega kristnir þegar þeir vilja helst að ríkið sjái bara um þetta bix? Altént virðast þeir ekki nenna að stússast í neinu sem eðlilega má tengja við skyldur þeirra sem uppalendur barna í trú.

Það ber enginn skarðan hlut frá borði í þessu máli. Allir sem vilja geta nálgast Biblíuna og lesið upp úr henni sér til dægrastyttingar. Það eru kirkjur í hverjum koppi hérlendis og ætti flestum ekki að vera skotaskuld úr því að heimsækja þær (sem allra fæstir þó gera). Ríkisirkjan sjálf getur reynt að gyrða í brók og kvakað t.d. á Netinu, en það er ekki hægt. Nei, ríkið þarf að taka þennan pakka!

Matteus 6 segir:

"Þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helzt standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.

En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér."

Er hægt að fara meir gegn þessu boði Jesúss sjálfs en að útvarpa bænakvaki á Rúv? Raunverulega? Jæja, ég er viss um að hentistefnukristnir eigi ekki í nokkrum vandræðum með að svara þessu þannig að þeir geti áfram liðið í gegnum lífið án þess að þurfa að gera nokkurn hlut sem kristinn gæti talist.

Óli Jón, 16.8.2014 kl. 04:22

6 Smámynd: Óli Jón

Ljóst er að kristnum rennur kalt vatn á milli skinns og hörunds enda hlýtur trúin að visna upp og deyja ef fólkið þarf sjálft að kvaka bænirnar sínar. Af hverju ættu kristnir að hafa fyrir því að biðja bænirnar sínar sjálfir ef hægt er að fá þær lesnar í útvarpinu? Þá þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að velja sér bænarefni heldur gera bara það að sínu sem útvarpið velur hverju sinni.

Já, það er erfitt líf að vera kristinn og þurfa að gera hluti sjálfur. Ég er viss um að Jesús Jósepsson myndi alveg skrifa upp á útvarpsbænir svo sauðir hans þyrftu ekki að ómaka sig vegna slíks dundurs.

Óli Jón, 16.8.2014 kl. 04:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband