Mánudagur, 13. janúar 2014
Hverjum klukkan glymur ...
Enn og aftur meitlast utan af höfuðkirkju Íslendinga, þeirri kirkju sem misfyndnir segja þá sem þjóðin fylkir sér um. Þegar þessi frétt er lesin er gott að hafa í huga að þetta er líklega flest fólk sem var skráð í Ríkiskirkjuna við fæðingu og hefur aldrei með einum eða öðrum hætti orðið vart við þá skráningu enda hefur það aldrei verið spurt um þann gjörning eftir að það komst til vits og ára. Svo er gott að hyggja að því að þetta fólk hefur engan fjárhagslegan ávinning af þessari leiðréttingu á kolröngum staðtölum. Ríkiskirkjan skaddast hins vegar nokkuð fjárhagslega og þess vegna sér hún mikið eftir þessum villuráfandi sauðum sem nú hættir sér út á það andlega berangur sem fylgir skráningu utan trúfélaga.
En fyrir mitt leyti óska ég þessu fólki til hamingju með að hafa tekið afstöðu. Þær óskir mínar ná einnig til þeirra hundrað sem skráðu sig í Ríkiskirkjuna, að því gefnu að sú ákvörðun hafi verið upplýst og meðvituð sem er ekki gefin forsenda þegar kemur að skráningu í Ríkiskirkjuna, því þeir hafa bersýnilega velt sinni trúarvitund fyrir sér og fundið sér stað innan vébanda hennar. Vel gert!
Alltaf verður skýrara og skýrara að nú flæðir undan Ríkiskirkjunni og ríkisstyrktri trú þrátt fyrir allan ríkisstyrkinn! Helsta hald hennar nú er skráning hvítvoðunga í trúfélag, sem hún græðir mest á, trúboð í gegnum skólakerfið og ríkisstyrkur þegar kemur að trúartollinum því afar fáir myndu borga hann sjálfviljugir.
Og svo er einnig skemmtilegt að rangar staðtölur verða ögn réttari við þetta og þannig kvarnast utan af þeirri flökkusögu að 76% þjóðarinnar játi kristna trú :) sem er gott. Enginn vill rangar staðtölur svo allir geta unað sáttir við.
Eitt þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:52 | Facebook
Athugasemdir
Það eru miklu fleiri kristnir hér en bara þjóðkirkjufólk.
Vel yfir 90% landsmanna eru í kristnum söfnuðum. Og það er ekkert kristið trúboð hér í gegnum skólakerfið.
En fólk utan trúfélaga er ekki nema rúm 5% landsmanna þrátt fyrir mikla viðleitni hér og þar til að fá menn til að skrifa upp á úrsögn úr trúfélögum.
Jón Valur Jensson, 13.1.2014 kl. 23:05
Jón Valur: Hversu mikið erfiði þurfa agentar ríkisins að leggja á sig þegar þeir skrá nýfædd börn í trúfélag móður? Það hlýtur að vera erfitt starf, að lýsa kostum og göllum þess fyrir nýfæddu barninu að beygja sig undir ægivald hefnigjarns og ægilegs Guðs svo ekki sé talað um að fá upplýst samþykki barnsins fyrir því arna. Þetta hljóta að vera miklir snillingar, blessaðir af Guðs náð með hæfileika til þess að skilja barnahjalið og tala það mál til baka. Það er aldeilis viðleitnin á þeim bænum.
Enn og aftur segi ég nú bara hversu lítilþægur þú og skoðanasystkin þín eru, að gera ykkur þessar ríkisvæddu og -styrktu skráningu að góðu. En hún er auðvitað eina haldreipið í þeim ólgusjó sem áhugamál ykkar berst um í því ekki plumar þetta hobbí sig upp á eigin spýtur, það er margreynt! Fólk myndi varla skrá sig í trúfélag nema ríkið kæmi ekki að því, fólki myndi ekki uppfræða börnin sín um Jesús og kó og þess vegna þarf ríkið að koma að því og dagljóst er að pöpullinn myndi alls ekki borga trúartollinn og þess vegna þarf ríkið að reiða hann fram úr sameiginlegum sjóðum allra, trúaðra jafnt sem vantrúaðra jafnt sem trúlausra.
Það er erfitt að kristinn í dag og þurfa að sætta sig við svona. En þú gerir það sem þú þarft að gera, það er á hreinu.
PS. Á miðvikudaginn hríf ég enn eina sálina úr ríkisstatistíkinni :) það er auðvitað fyrir því haft, vissulega mun meira en þegar þínir krossmenn láta greipar sópa um fæðingardeildir þessa lands, en algjörlega þess virði ... þú veist, til þess að leiðrétta kolrangar opinberar staðtölur!
Óli Jón, 13.1.2014 kl. 23:19
Skrá ekki trúleysingjar börn sín í Siðmennt eða utan trúfélaga?
Hver er þá munurinn á ykkur og þjóðkirkjufólki að því leyti?
En þegar þú ert kominn hér í æsta gírinn, nenni ég ekki að lesa lengur.
Jón Valur Jensson, 13.1.2014 kl. 23:24
Jón Valur: Auðvitað nennir þú ekki að lesa :) þú átt líklega erfitt með að grilla í textann í gegnum sölt tár bugaðs krossmannsins.
En sérðu engan mun á því sem þú segir, "Skrá ekki trúleysingjar börn sín í Siðmennt og utan trúfélaga?" og því þegar ríkið sér um það? Ef ekki, þá ertu bara glerharður kommúnisti og sósíalisti þegar þú leggur gæði ríkisafskipta að jöfnu við einkaframtakið. Þetta verður væntanlega eitt af stóru baráttumálum Kristilega þjóðarbandalagsins þegar þú ferð fram í næstu kosningum, að bæta við geistlega ríkisskráningarkontórinn sem er ein helsta lífæð kristinnar trúar hérlendis.
Óli Jón, 13.1.2014 kl. 23:30
Ég er nú harla lítill ríkisbákns-styðjandi, Óli Jón, og hef (kannski ólíkt þér) mestu óbeit á kommúnisma, nánast eins og á nazisma.
En það er ekkert ókristilegt við það að ríkið hafi sitt hlutverk fyrir samfélagið; miklu fremur er alger (eða anarkísk) ríkisafneitun hýperlíberalista andkristileg.
Að því sögðu er hins vegar óþarfi að minna neinn mann á það, að oft hafa forsjármenn ríkisvaldsins misnotað það og farið langt fram úr því sem kalla má náttúrlegt hlutverk þess.
PS. Og það er bara ekkert að því að ríkisvaldið skrái hjá sér, í hvaða trúfélög mannfólkið skiptist. En nýskírð börn borga ekki sóknargjöld.
Jón Valur Jensson, 14.1.2014 kl. 00:03
Jón Valur: Burtséð frá því hvort litlu krílin séu andlag trúartolls, sem er auðvitað frekar fúlt fyrir Ríkiskirkjuna, því hún myndi græða á trúarlegri tá og geistlegum fingri ef hún gæti rukkað ríkið um krónurnar þeirra.
Getum við ekki verið sammála um að ríkið fari fram úr náttúrulegu hlutverki sínu þegar það skráir hvítvoðunga í trúfélög? Eða á þetta ekki við þegar kemur að því að bjarga kristinni trú hérlendis frá því að enda eins og geirfuglinn? Helgar tilgangurinn máské meðalið? Er kannski um einhver neyðarsjónarmið að ræða? Eru börnin í skýrri hættu ef ríkið skráir þau ekki í trúfélag? Fara þau máské að tyggja skro og blóta ef það gerist ekki? Nei, þú sættir þig við þessa sovésku aðferð, en ert þó ekki kommúnisti, enda vel meðvitaður um alvarleika málsins því enginn vill þurfa að reiða sig á það að fullorðið og upplýst fólk sjái sjálft um að skrá sig í trúfélög. Nei, reynslan sýnir okkur að enginn Íslendingur hefur nokkru sinni skráð sig sjálfur í félag og þess vegna þarf ríkið að hafa milligöngu þar um.
Og auðvitað er ekkert ókristilegt við það að trúin reiði sig á ríkisvaldið í skráningarmálum, trúboði og fjáröflun. Þetta er í fullu samræmi við kenningar og postúlasjónir Jesúss sjálfs þar sem hann sagði að allt vald væri ríkinu gefið og að aðeins í gegnum Hagstofu ríkisins myndi fólk finna sanna frelsun og frið. Og sjá, kristnir skulið þér vera þá er búið er að merkja yður sem slíka í bókum Hagstofunnar alla daga allt til enda veraldar.
Þú ert sannarlega óstjórnlega hrifinn af þessu ráðstjórnarlega fyrirkomulega, nafni :) en samt ekki kommúnisti, ó nei!!!. Það er skondið trix sem ég hef ekki séð áður! Þú hrakyrðir kommúnismann, en vilt samt læðast í verkfærakistu hans þegar hentar og taka fram þau tól sem kommúnískust eru ... þú veist, í nafni Jésúss Krists og honum til bjargar.
Merkilegt, það :)
Óli Jón, 14.1.2014 kl. 00:26
Hahaha! Heimaskítsmát og 1-0 fyrir trúleysingjanum.
Frelsaður 14.1.2014 kl. 00:43
JVJ er algerlega hardcore fyrir kommúnista einræði, sjáið bara guðinn hans, sá sem ekki kýs og leggst undir hann skal vera pyndaður og brenndur að eilífu.
Við erum að tala um að einræðisguðinn hans JVJ stendur fyrir pyntingum á næstum öllum mönnum sem hafa fæðst og JVJ sér ekkert athugavert við það, hrópar bara: Elsku Dear Leader of love, let me kiss your ass my precious.
Allir einræðisgúbbar sögunnar eru sem lömb miðað við guðinn hans JVJ og hans "ultimate plan"
DoctorE 14.1.2014 kl. 10:22
Það er ekkert "ráðstjórnarlegt" við skráningarhlutverk ríkisins á alls konar hlutum. Æsingur þinn yfir þessum málum, Óli Jón, lýsir því greinilega, hve tapsár þú ert. Meðlimir kristinna safnaða í landinu eru meira en 18 sinnum fleiri en þeir sem standa utan trúfélaga. Æ, æ!
Jón Valur Jensson, 14.1.2014 kl. 12:04
Jón Valur: Er þá ekki við hæfi að skoðanaskráningarstofa ríkisins færi út kvíarnar og hefji skráningu á stjórnmálaskoðunum ungra barna því dagljóst hlýtur að vera að þau endi á sama stað og foreldrarnir á litrófi pólitíkurinnar. Þá liggur beint við að skrá börn beint í íþróttafélög foreldranna því öruggt má telja að börn Frammara verði Frammarar.
Æi, nei, fyrirgefðu mér. Stjórnmálaskoðanir og val á íþróttafélögum er persónuleg ákvörðun einstaklinganna. Ekki er gert ráð fyrir þeim munaði þegar kemur að trú því auðvitað erfa skynlausu og ómótuðu börnin skoðanir foreldranna á ósýnilegum ofurmennum. Annars væri úti um skipulögð trúarbrögð þegar frjálsu vali og skynsemi er bætt við í deigið :) Þess vegna þarf ríkið að grípa litlu börnin áður en þau öðlast örðu af sjálfsvitund og skynsemi og skrá þau í trúfélag því eins og Jesús Jósepsson sagði; "Látið börnin koma til mín í gegnum skoðanaskráningarstofu ríkisins því í gegnum hana liggur leiðin til upplýsingar og andlegrar fyllingar."
Hvernig sem allt veltur þá getur þú huggað þig við það að hafa lifað síðustu góðu tíma kristinnar kirkju og trúarbragða almennt. Sérðu myndina sem fylgir greininni, hún mun ásækja Ríkiskirkjuna og kristna trú eins og vofa í framtíðinni. Það flæðir undan trú í öllum upplýstum löndum og kaþólska kirkjan þín á sér t.d. ekkert annað ráð en að herja á Afríku þar sem hún getur, um stund, nýtt sér menntunarskort innfæddra til innlagningar á kaþólskuvírusnum. En lítilþægni þín gerir það að verkum að þú ert örugglega fullkomlega sáttur við það því guðlegur tilgangurinn helgar bragðvont meðalið.
Ég ætla svo að enda þetta innlegg á broskalli svo þú haldir ekki að ég hafi verið reiður eða æstur.
:)
Óli Jón, 14.1.2014 kl. 14:14
Mörg orð um ekkert frá þér eins og oftar.
En um hvaða mynd ertu að tala, krossmyndina?
Jón Valur Jensson, 14.1.2014 kl. 20:03
Jón Valur: Og enn sýnir það sig að ómælt magn orða fær þig ekki til þess að sjá villu þíns vegar. Þetta er eins og rökræða við ljósastaur, en þá er skömmin auðvitað öll mín megin fyrir að leggja alltaf upp í þessa vonlausa baráttu :)
Myndin er taflan sem sýnir niðurlægingu Ríkiskirkjunnar sem hefur mistekist að stækka með þjóðinni þrátt fyrir ráðstjórnarlega ríkisskráningarkontórinn sem þú hefur svo mikið dálæti á og telur væntanlega bestan allra ríkisstofnana. Máské þarf ríkisskráningardeildin þín að herða róðurinn og hreinlega skrá bara fólk, t.d. eins og mig, óumbeðið í Ríkiskirkjuna svona til þess að Jesús líti ekki illa út því hann hlýtur að vera með dúndrandi höfnunartilfinningu þegar hann les bloggið mitt sem hann hlýtur að gera sem alsjáandi snillingur. Væri ég fulltrúi Jesúss og Guðs á Íslandi, þá myndi ég verða býsna hræddur því ófáar sögur fara af refsigleði og hefnigirni þess síðarnefnda þegar honum mislíkar eitthvað. Kannski er bara fínt að vera trúlaus og þurfa ekki að óttast refsigleðina og hefndargirndina?
Óli Jón, 14.1.2014 kl. 23:17
Þessi fækkun í Þjóðkirkjunni (sem er NB ekki ríkiskirkja) er nú ekki ýkja mikil í raun í tölum talið, það voru 291 fleiri í henni 2013 en 1998, og hér hefur eflaust líka áhrif, að margir Íslendingar hafa flutzt héðan eftir bankakreppuna. En vissulega hefur hún minnkað hér hlutfallslega, en kaþólska kirkjan stækkað mjög; en þú talar auðvitað ekki um það!
Jón Valur Jensson, 15.1.2014 kl. 00:25
Aldeilis að menn eru að tína kirsuber. 291 fleiri í ríkiskirkjunni árið 2013 en árið 1998 en færri í ríkiskirkjunni árið 2013 en öll árin þar síðan 1999. Þetta er bara orðabókarskilgreining á því að tína kirsuber (cherry-picking)
Ekki bara fækkar hlutfallslega í ríkiskirkjunni heldur lækkar hausatalan líka.
Frændi Jesús 15.1.2014 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.