Fækkun fermingarbarna

Þessi þróun, sem þarna er lýst, er óhjákvæmileg í dag. Gamla viðmiðunartalan, 80-90%, er táknmynd gamla tímans þegar börn höfðu óbeint ekkert val um hvort þau fermdust eða ekki og því er ánægjulegt að sjá þessa tölu lækka enda bendir sú lækkun til þess að börnin séu farin að taka upplýstari ákvörðun og að mínu viti er hún sú að þau telji sig ekki hafa nægar forsendur til þess að taka ákvörðun um að tengjast einu trúfélagi umfram annað á svo ungum aldri. Fermingin á auðvitað að eiga sér stað þegar fólk er komið á sjálfræðisaldurinn, enda veigamikil ákvörðun sem ekki á að neyða nokkurn mann til þess að taka.

Að sama skapi er áhugavert að sjá að presturinn telur þau börn sem nú kjósi kirkjulega fermingu vera staðfastari í því vali sínu. Gott ef svo er, en það breytir ekki því að hrifnæm börn á þessum aldri geta ekki tekið þessa ákvörðun, sér í lagi þegar haft er í huga að þeim eru t.d. settar skorður þegar kemur að útivistartíma þar sem þeim er ekki treyst til þess að meta hann sjálf.

Það að selja sig undir vald guðs er síður en svo léttvæg ákvörðun og á að vera tekin án utanaðkomandi þrýstings og lokkandi seiðs gjafaglýjunnar sem auðvitað er megin ástæða þess að mörg börn kjósa að ganga þennan veg. Þetta eru leifar af gamalli og fornfálegri hefð sem ber að breyta og aðlaga að nútíma samfélagi. Ferming á þessum aldri þjónar alls ekki hagsmunum barnsins, tímasetningin er einungis miðuð við þarfir trúfélagsins og þá sér í lagi Ríkiskirkjunnar sem hefur hagnast hvað mest á þessu fyrirkomulagi í gegnum tíðina. Rikiskirkjan veit hins vegar vel að ef ferming færi fram eftir að sjálfræðisaldri væri náð, myndu afar fáir feta þann veg og það hræðist hún næstum því jafn mikið eins og ef hætt yrði að skrá nýfædda hvítvoðunga í trúfélag móður.


mbl.is Mismikil þátttaka í fermingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Óli Jón, þó ég sé nú að mestu sammála þér þá held ég að vandamálið sé ekki ferming sem slík, í samhengi manndóms- eða kvendómsvígslu. Vandamálið er sá siður Lúterskra kirkna á Norðurlöndum að nota ferminguna samkvæmt kaþólskum sið, þ.e.a.s. að fermingarbörn eru látin "staðfesta trú sína". Lúter lét afleggja fermingar, enda kaþólskar, en þær voru teknar upp aftur að konungstilskipan á 18. öld sem nokkurs konar barnapróf.

Ferming, sér í lagi borgaraleg ferming, sem manndóms/kvendómsvígsla er aftur á móti hið besta mál að mínu mati, sérstaklega eins og Siðmennt hefur framkvæmt hana.

Lög um fermingar gera ráð fyrir að börn séu að jafnað 2 árum eldri en núverandi fyrirkomulag þegar þau fermast. Ef lögunum væri fylgt, og börn væru að fermast 15 til 16 ára, þá væru þau einnig orðin flest sjálfráða um skráningu í trúfélag.

En kirkjan vill halda aldrinum lágum til að forðast sjálfstæði og uppreisnaranda eldri unglinga, og þegar hún er gagnrýnd fyrir að ferma ólögráða börn þá segir hún gjarnan að þetta er athöfn sem foreldrarnir gangist í fyrir hönd barna sinna. En um leið er "trúarsáttmálinn" sem börnin eru látin sverja dýrum eið orðinn marklaus og ekki síður siðlaus.

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.10.2013 kl. 13:59

2 identicon

Því miður er þetta rétt hjá þér og hefur kristindómurinn verið allt of umburðarlindur gagnvart öðrum trúarbrögðum og þá á ég að sjálfsögðu við islam og ekkert annað, sem riður sér til rúms í hinum kristna heimi án mótstöðu. Yfirgangur og hótanir islamista á vesturlöndum og þá sérstaklega gagnvart sínu eigin fólki, sem hefur flúið viðbjóðinn í heimalandinu, fær engann frið. Islamistarnir setjast upp á þessar fjölskyldur og kyrja yfir fáfróðu fólkinu(oftast analfabetar), að forðast heimamenn og ekki blanda geði við það, enda vantrúaðir hundar(kristnir), en fara á bæn í moskuna fimm sinnum á dag.

Það versta við þetta er, að kirkjunar menn, t.d. trúlausir prestar (í Svíþjóð) styðja þessa þróun og hafa meira að segja ráðið imamm til starf í kirkjum landsinns. Til hvers, veit ég ekki.

Að hunsa þjóðkirkjuna, en snúa sér til Mekka fimm sinnum á dag er ekki rétt þróun og grandaleysið verður dýrkeypt að lokum! Hér er gott dæmi um þróunina: http://www.thereligionofpeace.com/Pages/ChristianAttacks.htm

og enginn gerir neitt, eða hvað?

V.Jóhannsson 14.10.2013 kl. 14:19

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

V.Jóhannsson.Ég er einn af þeim sem hunsa þjóðkirkjuna en sný mér hins vegar ekkert í átt til Mekka enda sami grauturinn.Hins vegar þekki ég marga vel kristna sem eru hið ágætasta fólk og einnig múslima sem eru ekkert síðri.En þessi uppátroðsla Al-quita og sambærilegra hópa öfga íslamista er hins vegar mikið vandamál en við leysum það ekki með því að dæma allan fjöldann.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.10.2013 kl. 15:42

4 identicon

Ég dæmi ekki allann fjöldann.

Tryggingafyrirtæki auglýsti i den: Eftir bolta kemur barn!

Eftir múslima kemur islamist! Það eru tvö ef ekki þrjú múslima trúfélög á Íslandi. Múslimar og ofstækis islamistar sem eru staðsettir í Ýmishúsinu. Því fólki öllu ætti að útvísa úr landinu með mökum og börnum. NÚNA!

Breyta landslögum og taka af því fólki ríkisborgararéttinn.

V.Jóhannsson 14.10.2013 kl. 18:38

5 identicon

Þú ert hin hliðin á trúarnötta-peningnum V.Jónannsson, þú ert svona krIstlamisti

DoctorE 14.10.2013 kl. 23:22

6 identicon

Það hefur ekki nokkur lifandi maður áhuga á þessu nema þú og prestarnir og einmana menn eins og DoctorE sem hefur ekki tekist að koma sér upp meira sexý áhugamálum.

Jú...og reyndar þeir sem bjuggu til og stjórna heila klabbinu. Og þeir eru ekki Kristnir, en bæði þú sjálfur og páfinn vinna fyrir þá án þess að vita það.

Framtíðin er jafn ólík því sem þig dreymir og því sem páfann og Gunnar í Krossinum dreymir um. Allir eigið þið það sameiginlegt að vera dauðir áður en dagurinn kemur þegar þið yrðuð allir mjög, mjög hissa. En börnin ykkar munu lifa hann. Halltu bara áfram að "berjast" á móti þeim sem eru að vinna frítt fyrir sömu aðila og þú sjálfur ;) kirkjuna og félaga þeirra.

Lumin 15.10.2013 kl. 01:40

7 identicon

Áhugi þinn og Doctor E og svoleiðis týpna er hin hliðin á áhuga prestanna og páfans. Þessi áhugi, sem er af sama meiði og stjórnað frá sama stað, þjónar þeim tilgangi að slæva áhuga fjöldans og drepa hann smám saman, meðan þið drepið hann saman úr leiðindum.

Þá verður hann móttækilegri fyrir því sem kemur þegar allir eru hættir að heyra ;)

Keep up the good work, strákar mínir. Páfinn er bara starfsmaður á plani eins og þið ;)

Luminate 15.10.2013 kl. 01:43

8 identicon

Galileo var hvorki kristinn né atheist. Og ekki Newton heldur. Og meira að segja þeir sem seldu ykkur stuffið þarna í gamla daga voru bara að blöffa.

Einu sinni var maður sem langaði í gráan vegg.

Hann atti einu liði á móti öðru í ofbeldisfullu rifrildi um hvort veggurinn ætti að vera hvítur eða svartur.

Þeir máluðu og máluðu og máluðu og loks varð hann grár. Þá voru þeir dauðir en maðurinn hló og hafði ekki þurft að borga krónu.

Þannig fer fyrir ykkur og páfanum/Gunnari og öllum hinum kollegum ykkar ;)

Luminous 15.10.2013 kl. 01:46

9 identicon

Eruð þið á sveppum...

DoctorE 15.10.2013 kl. 13:05

10 Smámynd: Óli Jón

Brynjólfur: Ég get fyllilega tekið undir sjónarmið þitt varðandi ferminguna. Ekkert er athugavert við hana sem slíka og þá sér í lagi þegar beiðendur velja hana, fyllilega upplýstir og sáttir við sitt val. Á undanförnum áratugum hefur því ekki verið til að dreifa, enda eru börnin allt of ung til þess að taka þessa ákvörðun. Hins vegar er það þessi ungi aldur sem virðist hafa heillað og lokkað Ríkiskirkjuna, enda hefur smölun fermingarbarna líklega verið ódýrasta og hagkvæmasta sauðasöfnunarráðstöfunin sem í boði er fyrir utan auðvitað sjálfvirka skráningu nýfæddra barna í trúfélag móður.

Sökum þessa er ánægjulegt að sjá að börn í dag eru í síauknum mæli farin að hafa þá skoðun að þau vilja þetta ekki og vil ég trúa því að það sé vegna þess að þau vilji ekki gera upp hug sinn á þessum tímapunkti. Hvernig sem allt veltur þá hugnast þessar haustréttir Ríkiskirkjunnar börnum æ minna og því er sú þróun sem við sjáum núna óumflýjanleg og gleðileg.

Óli Jón, 15.10.2013 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband