Er þetta skynsamlegt eða nauðsynlegt?

Á sama tíma og heilbrigðiskerfið þarf á hverri krónu að halda eru framlög til Ríkiskirkjunnar aukin. Þetta er afar undarleg ráðstöfun og verður enn undarlegri þegar haft er í huga að í bæklingi sem fylgir með trú Ríkiskirkjunnar má sjá eftirfarandi leiðbeiningar:

5Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín. 6En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér. [Matt. 6:5-6]

Ekki aðeins er bent á þann möguleika að fólk geti stundað sína trú upp á sitt einsdæmi án mikillar fyrirhafnar, höfundur kversins beinlínis upplýsir hina leiðitömu um að þeir eigi alls ekki að fara í kirkju því það geri bara hræsnarar. Hið alsjáandi auga mun píra inn í skúmaskotið og gefa hinum leiðitama fín og flott verðlaun.

En hvað vissi sá sem mælti þessi orð? Það er bersýnilega ekkert mark á honum takandi! Mokum því meira fé í deyjandi kirkju, framlengjum dauðastríðið aðeins því einhvers staðar verða hræsnararnir (ekki mín orð!) að vera.

PS. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það jaðrar við dónaskap að vitna í Biblíuna máli mínu til stuðnings og biðst ég fyrirfram forláts á því. En eins og langflestir hlaðborðskristnir gera þá valdi ég að taka úr henni kafla sem hentar mér, hinar bábiljurnar læt ég vera að sinni.

PSS. Ég feitletraði textann sem ráðsmenn ríkissjóðs geta vitnað í þegar þeir gyrða í brók og skera enn frekar niður framlög til Ríkiskirkjunnar. Hann er afdráttarlaus, en þó örugglega þannig að auðveldlega er hægt að snúa honum algjörlega á hvolf og lesa úr honum að hægri vísi til vinstri og að niður snúi í norðvestur eins og títt er um margt í handbókinni. En við sem kunnum bara að lesa og skilja texta eins og hann kemur fyrir verðum bara að láta okkur nægja að skilja þetta eins og það er.


mbl.is Framlög til þjóðkirkjunnar hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samningur ríkis og kirkju er viðskiptalegs eðlis og kemur trúmálum ekkert við. Þessi framlög eru greiðsla samkvæmt samningi. Ríkið fékk jarðirnar og kirkjan fékk uppihald.

Ufsi 2.10.2013 kl. 13:31

2 Smámynd: Óli Jón

Það er við hæfi að benda á ágæta greinaröð um þann óskapnað sem þessi samningurinn er. Hann er aumingjagóður gjörningur, hannaður til þess að halda lífi í Ríkiskirkjunni sem var í dauðateygjunum þegar samningurinn var fyrst gerður og hrörleg þegar hann hefur verið endurnýjaður.

Því er lítil reisn eða virðing tengd þessum samningi, hann er bara öndunarvél sem tryggir Ríkiskirkjunni áframhaldandi líf um stund. Ef kirkjan væri ekki gjörsamlega háð þessum samningi þá myndi hún segja honum upp eftir allan niðurskurð síðustu ára og hefja sjálf innheimtu á þeim trúarskatti sem hún telur sig eiga inni hjá þjóðinni. Það mun hún hins vegar aldrei gera því forstjórar hennar hafa í gegnum tíðina vitað að fáir myndu borga Guðlegan gíróseðilinn og þá er nú betra að fá skertar refjar en engar.

Óli Jón, 2.10.2013 kl. 14:20

3 identicon

Niðurskurður kreppuáranna var ekki á valdi ríkisstjórnarinnar nema með samþykki kirkjunnar. Hækkunin núna er engin tilviljun eða vegna sérstaks trúaráhuga ríkisstjórnarinnar. Annars skiptir það litlu máli, samningurinn er til og hvorugur aðilinn hefur vilja eða getu til að segja honum upp. Tilvitnanir í biblíuna hjáróma væl útí bæ breyta þar engu um.

Ufsi 2.10.2013 kl. 16:53

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ufsi, niðurskurður kreppuáranna á sókanrgjöldum var algerlega á valdi ríkisins án samþykki ríkiskirkjunnar. Ríkið gæti ákveðið að hætta þeim styrki algerlega.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.10.2013 kl. 18:29

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Kirkjan þarf væntanlega meiri peninga til að standa straum af auknum kostnaði við jarðarfarir vegna fjölgunar þeirra sem látast vegna lélegs heilbrigðiskerfis. Það er þess vegna sjálfsagt og eðlilegt að kirkjan sé styrkt þegar skorið er niður hjá heilbrigðiskerfinu. Þetta hljóta allir heilvita menn að sjá.

Hörður Þórðarson, 2.10.2013 kl. 22:40

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hörður Þórðarsson:

Það er greinilegt að þú hefur aldrei drepist! :)

Kirkjan leggur ekki krónu til jarðarfara. Þú færð ekki einu sinni frí afnot af kirkjunni þinni. Sjá t.d. hér:

http://www.utfor.is/hvad_kostar_utfor/daemi_um_kostnad.htm

Við borgum öll kirkjugarðsgjald (óháð trúfélögum og sóknargjaldi) sem rennur til kirkjugarða. Samkvæmt þessari síðu sem ég vísa til fá prestar greitt af þessu kirkjugarðsgjaldi, svo jarðarfarir virðast ekki nema að takmörkuðu leyti innifaldar í þeirra föstu launum.

Kostnaður vegna prestþjónustu við kistulagningu og útför svo og kostnaður vegna grafartöku er greiddur af kirkjugörðunum.

Sjá líka þessa skýrslu, lið 5 á bls 10:

Samkvæmt lögum ber kirkjugörðum að greiða

prestþjónustukostnað við útfarir.

http://www.kgsi.is/SKYRSLA_05bx.pdf

Skeggi Skaftason, 3.10.2013 kl. 11:31

7 identicon

Þetta er skammarlegt, þó ekki sé meira sagt. Ef ekki væri nema fyrir "rétttrúaða" sem valltra yfir þögla meirihlutann, og er Vantrú og slíkir einunigs lítill hluti þeirra, og ef ekki væri fyrir múslimana, þá væri þjóðin búin að kjósa burt Þjóðkirkjuna. Þjóðin tekur afstöðu með Þjóðkirkjunni sem vörn við yfirtroðslu annarra, sem henni finnst ekki virða hana og lýðræðið. Þetta hljómar einkennilegt, en svona er þetta nú samt. Sigmundur Davíð fékk ekki atkvæði út á neitt annað heldur, og hann veit það og þess vegna styður hann Þjóðkirkjuna. Ef Íslendingar væru bara látnir í friði væri hér enginn Sigmundur og engin þjóðkirkja. Ég studdi hvorugan, en ég þekki mína þjóð og veit hvernig hún hugsar og hvað stírir henni. Látið fólki bara í friði og hér verður allt í lagi fljótlega.

Íslendingur 3.10.2013 kl. 15:02

8 identicon

Í hvert skipti sem "rétttrúaður" einstaklingur (og hann er ekki kristinn í dag) lætur eitthvað út úr sér í sínum "rétttrúnaðar" tón á móti einhverjum málstað, þó það væri djöfullinn sjálfur, þá aflar hann stuðnings meirihluta þjóðarinnar við einmitt þann málsstað. Og í hvert skipti sem slíkur einstaklingur reiðir til höggs gagvart einhverjum, þó það væri Gordon Brown á hápunti Icesave, þá mun þjóðin koma honum til varnar. Allir vinir hinna "rétttrúuðu" verða automatískt að einstaklingum til að varast í augum þjóðarinnar. Annars hefðu múslimar það ekkert verra hér en hver annar. Þögli meirihlutinn hugsar talsvert öðruvísi en þeir sem hafa hátt og básúna út um allt. En, afþví hér ríkir lýðræði, þá er það hann sem ræður þessu fyrir rest, svo menn ættu kannski að fara að sýna honum meiri virðingu. Ég er ekki skoðanabróðir hans, en ég virði hann, og ég virði lýðræðið. Því virði ég "rétttrúaða" einskis.

Íslendingur. 3.10.2013 kl. 15:06

9 identicon

Hafið svo hugfast að rétttrúnaður er ekki vitsmunalegur heldur pseudo-heilastarfsemi síbylgjunnar. Hann er hin sanna andstæða allra framfara á öllum sviðum og dauði heimspekilegrar hugsunnar kallast "rétttrúnaður". Hinn þögli meirihluti aðhyllist ekki "rétttrúnaðinn". Hann er þvert á móti auðmjúkur, þykist ekki vita of mikið, dregur ekki ályktanir um of marga hluti, og tekur ekki afstöðu með eða á móti of mörgu. Þeir sem af hroka og hálfmenntun og vissum hæfileika til að ljúga að sjálfum sér þurfa að hafa afgerandi skoðanir á öllu, þeir eiga ekki samúð hans. Til þess er hann of vitur og hann býr ólíkt hinum "rétttrúuðu" yfir bæði dýpt og greind.

Íslendingur 3.10.2013 kl. 15:09

10 identicon

Hvers vegna gengur Kínverjum svona vel í dag? Þeir aðhylltust stefnu sem kallast Taó og kjarninn í henni er þetta: Látið fólkið vera. Predikarar af öllu tagi spilla og gera skaða. Það skiptir engu máli hvort predikarinn heitir Graham eða hvort hann tilheyrir hinum "rétttrúðuðu." Grahamistar eru ekki vandamál á Íslandi. Þeir eru of fáir og eru aðeins raunverulegt vandamál þar sem þeir eru nógu margir til að vera sjálfir hinir "rétttrúðuð" eins og í Suðurríkjum Bandaríkjanna, þar sem þeir eru hinn predikandi múgur sem yfirgnæfir þögla meirihlutann og ógnar honum. En hinir innlendu "rétttrúuðu" eru hér vandamál og ef það fer ekki að sljákka í þeim og þeir aðeins að hafa hægar um sig þá fara að gerast hér hlutir sem verða aldrei teknir til baka og þá verður aldrei snúið aftur. Þökk sé predikun hinna "rétttrúuðu" og heilalausu. Þjóðkirkjan lifir í skjóli þeirra sem berjast gegn henni. Þjóðin hefur aðeins samúð með henni afþví hinir "rétttrúuðu" háværu hér á landi hafa það ekki.

Íslendingur 3.10.2013 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband