Miðvikudagur, 25. september 2013
Trú á hröðu undanhaldi í Bretlandi
Í dag segja um 48% Breta að þeir aðhyllist ekki nein trúarbrögð á meðan um 20% segjast tilheyra Church of England, en voru 40% fyrir þrjátíu árum síðan. Þetta kemur fram í könnuninni British Social Attitudes Survey sem gerð var nýverið í þrítugasta skiptið.
Nóg sagt.
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Er ekki íslam að verða stærri en kristnin þarna? Einhverstaðar las ég það.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.9.2013 kl. 03:59
Jón Steinar hefði nú getað fundið haldbærar upplýsingar í stað þess að koma með svona barnalegar fullyrðingar. Veit maðurinn ekkert hvað er að gerast í hinum stóra heimi?
Samkvæmt Wikipedia var staðan sú 2011 að tæp 60% töldu sig kristin, 25% trúlaus (þ.e. tilheyrðu engum trúarbrögðum) og 5% múslímar. Auk þess voru 7% sem gáfu ekki upp trú sína.
Síðan sem Óli Jón vísar til er byggð á viðamikilli nýlegri rannsókn (en ekki manntali). Á þeirri síðu sem fjallar um trúarviðhorf má sjá ágætis línurit yfir þróunina 1983-2012.
Múslímar leynast í gráu línunni neðst sem stendur í c.a. 7%, þar hefur ekki orðið aukning á síðasta áratuginn og virðist frekar stefna niður á við.
Brynjólfur Þorvarðsson, 25.9.2013 kl. 05:00
Getur verið að raunveruleika-trú sé að aukast, og trúarbragða-trú á undanhaldi?
Trúarbrögð boða almættis-umboðslausar hótanir um, að þeir fái náðarsamlegast ekki að vera til hjá almættinu, sem óhlýðnast þessum misviturra manna trúarbrögðum.
Trúarbrögðum, þar sem breyskir og mennskir taka sér vald til að drottna, túlka og ráða yfir öðrum mennskum og breyskum.
Hvers konar kúgunar-valdníðsla er það?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.9.2013 kl. 14:54
Hefur heimurinn eitthvað skánað við fækkun trúaðra? Menn trú bara á annað eða það sem er stundum kallað mammón. Fátækt, hungur og ójöfnuður aldrei meiri og eykst frá ári til árs. Við getum bara litið til Íslands. Sama staða hér og á eftir að aukast til muna á næstu árum. Trúarbrögðin eru ekki rót neins ills þvert á móti.
Sigurður 25.9.2013 kl. 21:50
Það virðist oft, að með trúleysinu komi siðleysið.
hrefna coe 25.9.2013 kl. 22:50
Mikið til í því, Hrefna. Þrátt fyrir efnislegar framfarir, tækni og menntun fer Vesturlöndum hnignandi siðferðislega séð, mórölsk absolút ekki lengur viðurkennd, súbjektíf viðmið og eiginhyggja koma í stað boðorðanna o.s.frv.; maðurinn álítur sig of merkilegan til að lúta guðlegu valdi, en ranglar um í óvissu eða hreinni eiginhagsmunahyggju, -- það er meðal afleiðinganna.
Jón Valur Jensson, 25.9.2013 kl. 23:37
Sigurður, það er algengur misskilningur að heimur fari versnandi. Hið rétta er að aldrei áður hafa hlutfallslega jafn margir haft það jafn gott. Jöfnuður er mun meiri en lengst af í veraldarsögunni, lífslíkur og lífsgæði miklu meiri, frelsi og réttlæti útbreiddari og líkurnar á að deyja af völdum ofbeldis og hernaðar hafa aldrei verið minni.
Hrefna, það er einnig misskilningur að siðleysi fari vaxandi, þó fer það auðvitað eftir því hvernig maður skilgreinir "siðleysi". Ef maður tekur útgangspunkt í Biblíunni, sem virðist miða fyrst og fremst við eignar- og erfðarétt í karllægu samfélagi, þá má vissulega segja að siðleysi hafi aukist.
En ef maður skilgreinir "gott siðferði" þannig að manngildi og mannúð ráði ríkjum, að frelsi einstaklinga til orðs og æðis sé í hávegum haft, að fullorðnir megi stunda það í einrúmi sem ekki skaðar aðra, nú þá hefur siðleysi aldrei verið minna.
Persónulega kýs ég frekar síðari skilgreininguna, sú fyrri er forneskjuleg og býður upp á misrétti og kúgun. Eins og sést kannski best í ýmsum múslímskum löndum.
Brynjólfur Þorvarðsson, 26.9.2013 kl. 12:12
Pffft þar sem trúin er mest þar einmitt er siðleysið langmest, skoðið bara kaþólsku kirkjuna AKA stærsti barnaníðingshringur í heimi með meiru. Þarf ég að minnast á guðinn í þessum hræðilegu trúarbrögðum Abrahams, þetta fyrirbrigði er algert skrímsli.
Ég hef oft tekið eftir því að hann JVJ og margir trúfélagar hans hneykslast mikið yfir Norður Kóreu og öðrum, hvernig þeir fara með fólk, hvernig getur hann í sömu hendingu talað um guðinn sinn sem eitthvað kærleiksríkt og gott, guðinn ætlar jú að pynta alla að eilífu sem fara ekki eftir galdrabókinni og dýrka hann á fullu, þetta er alveg skelfilega heimskuleg hræsni!
Þar sem trúleysið er mest þar er best að vera, þar er mest jafnrétti, mestu og bestu mannréttindin.
DoctorE 26.9.2013 kl. 14:27
DoctorE. Trúleysi er ekki til, því allir trúa, eða þurfa að trúa á eitthvað. Heimurinn er fullur af áhrifamikilli orku sem við sjáum ekki.
Trúarbragðaleysi er vænlegast til friðar og náungakærleiks-aukningar.
Svo ætti enginn að leyfa sér að trúa ekki á sjálfan sig, og það góða sem sannarlega býr í hverri sál, óháð stétt og frama.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.9.2013 kl. 00:55
"Trúarbragðaleysi er vænlegast til friðar" -- hvað meinarðu, Anna Sigríður?
Væri þá ekki stjórnmálaflokkaleysi miklu vænlegra til friðar?
En er raunhæft að hugsa á þessum nótum? Og leggurðu öll trúarbrögð að jöfnu?
PS. Ertu nýaldarkona? En er það ekki líka einhvers konar trú(arbrögð)? Ætlarðu þá að ganga á undan "með góðu fordæmi" og leggja niður þá trú þína? --Beztu kveðjur.
Jón Valur Jensson, 27.9.2013 kl. 04:50
Anna: Vel mælt! Rökréttur veraldlegur heimur er betri en sá sem byggður er á hindurvitnum, trú og hjátrú. Það eru hvort eð er allir næstum því 100% vantrúaðir og því ekki stórt skref eftir í fullkomið guðleysi.
Óli Jón, 27.9.2013 kl. 18:31
Bryjólfur. Það vantar ekki í þig stærilætið og sjálfumgleðina. Þvílíkur óþolandi besservisser...vá.
Ég kom ekki með neina fullyrðingu hér, heldur lagði fram spurningu.
Google og wikipedia er greinilega þitt forté. Gott fyrir þig. Annar Jón Frímann í uppsiglingu á fábjánahælinu blog.is. Svo segirðu að heimurinn fari ekki versnandi. :D
Vonandi varstu ekki að leggja þig í alla þessa rannsóknarvinnu fyrir mig. Ég gef nefnilega ekki skít fyrir það sem þér finnst eða finnst ekki.
Bið þig vel að lifa.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2013 kl. 03:45
Staðan í Bretlandi verður svona eftir 15 ár, ef ekki mikið breytist.
1. Trúarbragðaleysi (ekki það sama og trúleysi
2. Islam
3. Trúleysi
4. Kristindómur. Church of England ekki lengur sterkust
5. Austræn trúarbrögð
6. Aðrir. Örhópar.
Heimild: Bjó þarna yfir 10 ár. Les of mikið. Hugsa.
. 3.10.2013 kl. 15:26
Þetta fer reyndar allt eftir því hvort Bretland heldur kyrru fyrir í ESB. Þar sem hún er eiginlega eina stóra Evrópuþjóðin sem gæti átt það til að yfirgefa skipið, þá gæti staðan orðið allt öðruvísi en þetta. Ef Bretland þorir að taka það skref mun það leysa ákveðna hluti úr læðing og staðan verða mun skrautlegri, skemmtilegri og óvæntari. Og þá sjáum við hluti á þessum lista sem nú komast ekki á blað.
. 3.10.2013 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.