Betur má ef duga skal, Francis páfi!

Francis og gullið!Þessi páfi er líklega einn sá skársti í langan tíma, enda virðist hann hafa jarðbundnari sýn á lífið í kringum sig en forverar hans sem gengust upp í því að skrýðast gulli og silfri. Forveri hans, Ratzinger páfi, virtist ekki finna sig betur en þegar hann var skrýddur prjáli og purpura í fallegu rauðu skónum sínum.

Það sem Francis getur gert núna er skipa svo fyrir að kaþólska kirkjan gangi í það að selja allan auðinn sem hún hefur sölsað undir sig í gegnum tíðina því þar eru raunverulegu peningarnir, ekki í því hvort prestar kaupi ögn ódýrari bíla. Nú reynir á páfann Francis því ef hann vill í alvöru ná í fjármagn til þess að fæða svöng börn þá er bjargræðið innan seilingar, í raun allt um kring í gulli hlöðnum kirkjum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Francis leggja blóm á gulli hlaðið altari. Líklega væri hægt að kaupa nokkrar máltíðir fyrir svöng börn fyrir það góss sem þarna sést.


mbl.is Páfi finnur til vegna bílakaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll æfinlega; Óli Jón !

Hann er orðinn langur; vegurinn frá Páfatíð Péturs Postula - og hætt er við, að glysgirnin og prjálið hafi verið ívið minni, í Vatíkaninu, á öldinni 1., eða á Péturs tíð, síðuhafi góður.

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 14.7.2013 kl. 23:41

2 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Ef þú heldur að Francisco páfi fari að selja auð Vatikansins, þá ertu víst bjartsýnni en veðrið leyfir. Ef hann hefði nokkurn tíma meðan hann var kardínáli viðrað þannig hugmyndir, þá hefði hann ekki fengið eitt einasta atkvæði í páfakjörinu.

Austmann,félagasamtök, 15.7.2013 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband